Bresk skýrsla um aðdragandann að innrásinni í Írak 2003, segir það sem allir vita í dag að hún var illa ígrunduð, og stuðlaði að auknum óstöðugleika og átökum í Miðausturlöndum

Að mörgu leiti er skemmtilegast að íhuga hvað gerðist í samanburði við það, hvað Bush stjórnin fyrirhugaði að yrði!
--Það má eiginlega kalla aðdragandann að innrásinni -- þegar heimskir menn plotta:

http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2012/09/02/article-2197109-00806128000004B0-665_634x579.jpg

  1. Eins og frægt er, þegar Bush stjórnin var að afla áætlun sinni um innrás - fylgi innan Bandaríkjanna; þá var ein leið sem var farin - að selja hana sem tækifæri fyrir bandarísk olíufyrirtæki, að komast yfir helstu olíuframleiðslusvæði Íraks.
    --Útkoman í dag er aftur á móti sú, að langsamlega stærsti erlendi rekstraraðilinn í olíuvinnslu innan Íraks --> Er viti menn, Kína.
  2. Írak átti að vera kyndilberi lýðræðisþróunar í Miðausturlöndum, skv. áhuga Bush persónulega á að innleiða slíkt fyrirkomulag!
    --Ég verð að gera ráð fyrir því, að Bush karlinn hafi einfaldlega verið of heimskur til að skilja hvaða afleiðingar það hefði -- í landi sem er skipt í 3-þjóðir, og sú fjölmennasta eru Shítar; sem óhjákvæmilega - líta upp til Írans.
    **Að sjálfsögðu fyrirbærið "ethnic voting" sem er klassískt vandamál í samfélögum klofin milli þjóðernis-/trúarhópa.
    --M.ö.o. Súnní Arabar kusu eingöngu Súnní Araba - Shítar eingöngu Shíta - og Kúrdar eingöngu Kúrda --> Og ergo, fjölmennasti hópurinn þá að sjálfsögðu, náði til sín helstu völdum.
  3. Írak átti að verða einn helsti bandamaður Bandaríkjanna í Miðausturlöndum.
    -- Þess í stað hefur orðið, einn mikilvægasti bandamaður Írans.
    --M.ö.o. Íran glataði óvin -- græddi bandamann!
    --Sem stórfellt styrki valdastöðu Írans.
    **Það á sama tíma, og Bush stjórnin -- viðhélt þeirri afstöðu, að Íran væri hið illa afl innan Miðausturlanda; þá afrekaði Bush það að stórfellt styrkja valdastöðu Írans.
    --Frekari vísbending um heimsku Bush.
  4. Nýíhaldsmenn Bush og Bush stjórnin, hélt á lofti fullkomlega fáránlega barnalegri sýn á líkleg viðbrögð Íraka við innrás Bandaríkjanna -- þ.e. teiknaðar voru upp sviðsmyndir á grunni fyrirmyndar þess þegar 1944 bandarískum her var fagnað af íbúum Frakklands sem frelsurum undan oki nasista -- og blákalt haldið fram, að bandarískur her með sambærilegum hætti, mundi koma sem frelsandi englar og fá líklega svipaðar móttökur.
    --Það þarf vart að nefna, að viðtökur almenning í Írak voru mjög fjarri þeirri sviðsmynd, þess í stað þurfti bandaríski herinn innan fárra mánaða frá lokum innrásarinnar, að glíma við mjög fjölmennan skæruhernað -- einkum af hálfu Súnní hluta íbúa.
    **Um svipað leiti, hófust útbreiddar blóðsúthellingar milli Shíta hluta íbúa Íraks, og Súnní hluta íbúa Íraks -- m.ö.o. borgarastríð sem stóð í 3 ár, áður en bandar.her tókst að stöðva það, eftir -- heilmikið blóðbað langt yfir 100þ. og um milljón manns flóttamenn innan eigin lands.
  • Allur undirbúningur Nýíhaldsmanna Bush stjórnarinnar - einkenndist af því, að leiða hjá sér útbreitta þekkingu á málefnum Miðausturlanda.
  • T.d. útbreidda þekkingu meðal sérfræðinga í málefnum Miðausturlanda, sem vissu fullkomlega að -- andúð á Bandaríkjunum var mjög útbreidd innan Íraks.
  • Að auki, vissu sérfræðingar í málefnum Miðausturlanda, að innan Íraks var til staðar uppsafnað hatursástand milli samfélaganna innan Íraks -- sem mjög sennilega mundi brjótast út í átökum, ef herinn sem hélt öllu niðri yrði malaður í mjölinu smærra.
  • Og margir vöruðu Bush stjórnina við því, að ekkert land mundi græða meir á innrásinni -- en einmitt Íran.
    --Vitað t.d. að Bush fékk aðvaranir þar um frá Saudi Arabíu.

Öfugt við það sem Bush stjórnin hélt fram -- fór flest með þeim hætti sem sérfræðingar höfðu varað við!

Chilcot report: Findings at-a-glance

Chilcot Report on Iraq War Offers Devastating Critique of Tony Blair

Chilcot report rebukes Tony Blair over Iraq invasion

http://1.bp.blogspot.com/-alj2Thu1t0M/U-Uz2WlLA3I/AAAAAAAAQnY/I0Tq955kX_Q/s1600/Ethnic+map+Iraq.jpg

Hvað ætli að verði útkoman af þessu öllu?

Það þekkja allir stöðuna eins og hún er í dag, þ.e. ISIS ræður enn verulegu leiti Súnní héröðum Íraks.
En Shíta hersveitir og Kúrda hersveitir þrengja nú jafnt og skipulega að!
--Að auki eru til staðar herflokkar sem hafa fengið herþjálfun og eru Súnní, sem ekki lúta ISIS - en leitast er við að beita gegn ISIS; sem hafa fengið vopn og þjálfun frá Bandar.
--Þeir eru þó ekki sérlega fjölmennir, en verið þjálfaðir á svæðum undir stjórn Peshmerga sveita Kúrda.

Kúrdar hafa látið það yfir sig ganga - gegn stuðningi við þeirra hersveitir á sama tíma.

  1. Ég held að Írak hljóti að klofna milli fylkinga, og þess megi þegar merkja mjög vel í þeim átökum sem nú eru í gangi.
  2. Hersveitir Kúrda t.d. séu stöðugt að stækka sitt umráðasvæði -- og þau svæði lúta ekki stjórnvöldum í Bagdad.
    --Það gera þær nú í nafni baráttu gegn ISIS. En einnig að sjálfsögðu til að styrkja sína stöðu.
  3. Stjórnvöld í Bagdad eru samtímis að gera tilraun til að efla sín áhrif, með hersveitum þeim hliðhollar -- svæði sem þær sveitir ná, að sjálfsögðu lúta Bagdad.
  4. Mér virðist sennilegt - að ný landamæri séu einfaldlega að verða til.
  • Kúrdar ætla sér pottþétt ekki að lúta Bagdad í framtíðinni.
  • Og Bagdad hafi engan styrk til að breita þeirri útkomu.

Megin spurningin sé -- hvað gerist með Súnníta svæðin?
Þau verði megin vandinn -- því það þurfi að skipta þar um stjórnendur.
Fá aðra sem a.m.k. leitast ekki við að útbreiða átök.

 

Málið er að 3-sjálfstæð ríki, getur vel orðið stöðug formúla!

Þ.e. að hver hópur ráði sér sjálfur!

Það hafi þurft ógnarstjórn í Írak -- þegar einn hópur reyndi að drottna yfir öllum hinum.

Það sást á ítrekuðum uppreisnum, sem barðar voru niður með miklu blóðbaði -- að slíkt var ekki stöðug formúla.

Og að sjálfsögðu, leiddi sú harka fram það mikla hatur, sem síðan braust út er Bandaríkin tóku niður stjórn Saddams Hussain.

  1. Sama formúla held ég að geti haldið í tilviki Sýrlands, þ.e. að landinu verði skipt -- m.ö.o. sú staða sem var yfirgefin, að einn hópur drottni yfir öllum hinum.
  2. Þess í stað, fái Kúrdar og megin hluti Súnníta að losna undan yfirráðum Alavi stjórnarinnar í Damaskus.
  3. Það geti einnig leitt fram stöðugt ástand, þ.e. hver hópur ráði sér sjálfur.

--Reynd virðist blasa við, að Kúrda héröðin beggja megin, renni saman.
--Og að það sama gerist með Súnní svæðin beggja megin.

  • Útkoman yrði þá, 4 - sjálfstæð ríki.
  • Í stað 2-ja.

Fyrirmyndir af slíkri lausn má sjá í sögu Evrópu: t.d. þegar Tyrkir misstu yfirráð sín á Balkanskaga á seinni hluta 19. aldar -- risu þar upp ný sjálfstæð ríki, þó ekki án þess að verulega blóðug átök yrðu milli hópanna þar, þangað til að landamærin þeirra á milli mótuðust af þeim átökum og stríðin tóku enda rétt fyrir upphaf 20. aldar.

Júgóslavía er náttúrulega mun betur þekkt dæmi, þ.s. að nú nokkurn veginn stjórna hóparnir sér sjálfir -- fyrir utan Bosníu sjálfa þ.s. samfélögin eru of þétt ofin til þess að unnt sé að mynda þjóðernislega séð, hreint ríki.
--Friður hefur nokkurn veginn náðst fram, í kjölfar þess að hver hópur fyrir sig náði þeirri stöðu að ráða sínu svæði, svona nokkurn veginn.
**Samstjórn Júgóslavíu var einmitt alræðisfyrirkomulag!
--Þegar sú stjórn hrundi, tók ekki mörg ár fyrir stríð milli hópanna að blossa upp, sem lauk eins og þekkt er, með því að hver hópur fyrir sig stjórnar sér sjálfur.
--Í dag er lýðræðisfyrirkomulag, þó ekki alls staðar vel skilvirkt, í þeim löndum.

  1. Menn halda oft fram að lýðræði geti ekki virkað í Miðausturlöndum, en ég er afar viss um að það hefði ekki virkað t.d. í Austurríki-ungverjalandi heldur; en eftir að það land brotnaði upp 1918 -- er í dag lýðræði í öllum þeim löndum sem það fjölþjóðaríki brotnaði niður í.
  2. M.ö.o. er ég að meina að það geti vel verið að svipað gerist þegar Sýrland og Írak, skiptast í lönd -- þ.s. hver hópur nokkurn veginn ræður sér sjálfur, þ.e. drottnun minnihluta yfir meirihlutanum --> Er ekki lengur til staðar.
    --Að þá sé það alveg hugsanlegt að lýðræði geti virkað.
  • Fjölþjóðaríki sem er stjórnað af minnihluta -- sem ræður yfir öllum hinum, með hervaldi.
  • Eru að sjálfsögðu í eðli sínu ákaflega óstöðug fyrirbæri.
  • Og verður að sjálfsögðu ekki stjórnað með skilvirkum hætti - nema með ógnarstjórn.

Þannig að ef á að vera mögulegt annað fyrirkomulag en ógnarstjórn.
Þurfi að skipta slíkum löndum upp -- eins og reyndist virka ítrekað í sögu Evrópu sl. 150 ár.

 

Niðurstaða

Sagan mun örugglega fara illa með þá félaga Bush og Blair -- á hinn bóginn varðandi það hvort að þeir lögðu Miðausturlönd í rúst með framferði sínu. Þá bendi ég á móti á það, að það hefur aldrei í mannkynssögunni komið fyrir að -- óreiða og stríð standi raunverulega án enda.

Öllum átökum líkur einhverntíma, og sama gildi um óreiðu - að á einhverjum tíma nær eitthvert vald stjórn á þeim svæðum að nýju.

Rétt er á hinn bóginn að árétta þá staðreynd, að hvort tveggja Írak og Sýrland -- voru búin til af reglustiku-aðferð nýlenduveldanna, Frakklands og Bretlands.

M.ö.o. skipting svæða milli Frakka og Breta, tók ekkert hið minnsta tillit til íbúaskiptingar.

Svo að það má alveg segja að þessi átök geti fyrir rest reynst tækifæri til þess að endirskipuleggja kort Miðausturlanda a.m.k. á Sýrlands og Írakssvæðinu, með þeim hætti -- að landamærin með mun betri hætti en áður; endurspegli íbúaskiptingu.

Þá held ég - að ef það fyrirkomulag að hver hópur ráði sér sjálfur tekur yfir -- fyrirbærið sjálfstæði; þá hverfi þörfin fyrir blóðuga einræðisherra eins og Assad eða Saddam Hussain.

Þá samtímis eigi lýðræði miklu mun betri möguleiki, en þegar lönd eru skipulögð þannig -- að minnihlutahópur drottnar yfir öllum hinum með hervaldi, og því óhjákvæmilega haturs ástandi sem myndast og hleðst upp - þegar þannig fyrirkomulag rýkir.

M.ö.o. sé þar af leiðandi ekki undarlegt, að þegar löndum er þannig hefur lengi verið stjórnað - flosna upp, þá gjósi uppsafnað hatrið milli hópanna fram í hörðum átökum þeirra á milli.

En ekkert stríð varir án enda! Öllum átökum líkur einhverntíma.
Átökum á Balkanskaga á seinni hluta 19. aldar lauk með sæmilega stöðugu ástandi, eftir sannarlega verulegt blóðbað - - en þau lönd er áttu þá í þeim átökum hafa síðan þá að mestu haldið friðinn sín á milli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband