Taugaveiklunarkennd umræða um útlendingalög

Las yfir þau ákvæði sem eru gagnrýnd -- sé eiginlega ekkert að þeim: Útlendingalög.
Það sem menn fetta fingur út í - er réttur sem lögin veita þeim sem veitt er dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða fær svokallaða "alþjóðalega-vernd" að fá dvalarleyfi fyrir sína nánustu ættingja -- sbr. börn innan v. 18 ára, eiginkonu/eiginmann - eftirlifandi forelda.

Tal um að hingað verði stjórnlaust flæði af þessa völdum, virðist mér lýsa háu stigi - taugaveiklunar.

Eiginlega krystallast þessi taugaveiklun afar vel í áhugaveðri teikningu sem vakið hefur athygli - sjá frekar taugaveiklunarkennda umfjöllun Eyjunnar: Teiknari Morgunblaðsins sagður stjórnast af mannfyrirlitningu.

  • Ég hef að sjálfsögðu ekkert að athuga við rétt teiknara Mbl. að teikna það hvað sem honum sýnist, eða telur að í okkar samfélagi --> En þá á móti má hann reikna með gagnrýni, þegar hann sjálfur er gagnrýninn!
    --Ef hann hallar að einhverju leiti réttu máli - má að sjálfsögðu gagnrýna það á móti.

Vek athygli á texta myndarinnar þ.s. íjað er að mikilli fjölgun flóttamanna!

helgi sig_skopmynd_forsíða

Eiginlega sé ég ekki að viðkomandi hafi nokkuð hið minnsta fyrir sér í þessu!
Að það ákvæði að börn viðkomandi megi dvelja með honum eða henni, eiginmaður eða eiginkona og hugsanlega aldrað foreldri --> Geti skapað alvarlega ógn við Ísland.
--Eins og taugaveiklunarkennt tal manna heldur á lofti.
**Verð ég að kalla taugaveiklun er jaðrar við - ofsóknarbrjálæði.

Þetta sé svo víðsfjarri því að vera sennilegt!

  1. Tek fram að ég er ekki að verja aðgerð tiltekins prests, sem hindraði brottvísun erlends einstaklings, eftir að viðkomandi hafði - löglega verið vísað úr landi.
  2. Einfaldlega að benda á þessa vægt sagt sérkennilegu túlkun teiknarans, Helga Sigurðssonar, á útlendingalögum -- sem mér virðist fullkomlega úr öllu röksamhengi.


Þessi umræða tónar við svipaða taugaveiklunarkennda umræðu frá Evrópu - þ.s. t.d. haldið er fram staðhæfingum sem gjarnan standast ekki tölfræðilega greiningu!

  1. Rétt að árétta það, að meðalfjöldi Múslima í V-Evrópu er á bilinu 6-7% af heildarmannfjölda.
  2. Nú, ef þeir hafa hneigð til að safnast saman í tilteknum borgarhverfum, þá á móti þíðir það væntanlega að -- mjög fáir eru þá í þeim hverfum þ.s. þeir safnast ekki saman.
  • Íbúafjöldi V-Evr. á bilinu 500-600 milljón.

Hver og einn ætti að sjá það, að þó að aðstreymi væri 2-milljónir per ár, þá væru það 200 milljón á 100 árum.
--Sem klárlega dugar samt ekki til þess að Múslimar mundu verða meirihluti.

  • Augljóslega er það þá ekki rétt - að þeir geti náð meirihluta á örfáum áratugum.

____Það sem mig grunar, er að þessi taugaveiklunarkennda umræða, sé fyrst og femst - pólitísk.

M.ö.o. að tilgangurinn sé að skapa -- ótta innan samfélagsins.
Til þess að afla samtökum sem standa fyrir umræðu til að skapa þann ótta!
--Aukins fylgis og áhrifa innan samfélagsins.

  1. Það sé sennilegur tilgangur taugaveiklunarkenndrar umræðu á Íslandi um Útlendingalög, algerlega sjáanlega úr takti við raunverulegt tilefni.
  2. Að skapa ótta innan samfélagsins, eða a.m.k. einhvers hluta þess -- í von um að geta fiskað einhver atkvæði nk. haust.
    --En þ.e. örugglega ekki tilviljun að þessi umræða kemur nú fram, þegar fáir mánuðir eru til Alþingiskosninga nk. haust.

--Sjálfsagt vonast menn til að flokkur sem boðar andúð gagnvart flóttafólki og aðkomufólki, sérstaklega ef þeir eru Múslimar --> Geti fiskað einhver atkvæði nk. haust.

 

Ég vara þessa hópa við því að -- hjálpa Íslamista hryðjuverkamönnum við sína iðju!

Það er nefnilega það kaldhæðna í þessu öllu -- að markmið hryðjuverkamanna Íslamista - og hópa sem boða útlendinga-andúð, sérstaklega ef um eru að ræða Múslima.
--Fara nefnilega að hluta til saman!

  1. Íslamistum nefnilega hentar það mjög vel, ef andúð gegn Múslimum vex í Evrópu -- því í fullri kaldhæðni, þá þjónar það einmitt þeirra markmiðum að sú andúð vaxi.
    --Þar með aðstoða andstöðuhópar við Múslima -án þess að ætla sér það- hættulega Íslamista við sitt verk, þegar þeir hópar fyrir sitt leiti, boða andstöðu og andúð við Múslima almennt.
  2. En hættulegir Íslamistar -- vilja magna sem allra mest, gagnkvæmt hatur milli Kristinna samfélaga og Múslima, sem og annarra V-Evrópumanna og Múslima.
    --Því það þjónar því markmiði þeirra -- að efla sem mest áhrif þeirra samtaka, þ.e. stuðla að fjölgun hryðjuverkamanna!
  3. Þetta þíðir, að V-evr. hópar, sem og kristnir hópar, sem í misskildri sókn í því að verja sín samfélög; hvetja til útbreiðslu andúðar á Múslimum í Evrópu --> Þar með aðstoða -án þess að líklega ætla sér það- hættuleg íslamista hryðjuverkasamtök við það markmið þeirra samtaka, að fjölga hættulegum Múslima hryðjuverkamönnum í Evrópu.
  • Ég er m.ö.o. að segja að mikilvægir þættir baráttu V-evr. hópa, sem stuðla að aukinni andúð á múslimum --> Hafi nær fullkomlega þveröfug áhrif miðað við þeirra ætlan.
  • Eða m.ö.o. að þeirra barátta -- sé óskynsöm!

Það sem vekur athygli við samfélög aðkomufólks í Evrópu -- er atvinnuleysi sem er mun hærra en meðaltal í Evrópu; sem er þó hátt fyrir.
Það bendir til þess að aðgengi að vinnu sé erfiðara -- sem er ekki sögulega óvenjulegt.
Aðkomufólkið er einnig fátækara en meðaltalið -- sem einnig er sögulega séð venjulegt.
Og ekki síst, glæpatíðni ívið hærri en meðaltal -- það einnig er dæmigert sögulega séð fyrir hópa aðkomufólks.

En mannkynssaga sl. 150 ára, færir okkur ítrekað svipaða sögu -- þ.e. hópar aðkomumanna, eiga framan af erfiðar uppdráttar en meðaltal íbúa -- því fylgir meiri fátækt en meðaltal íbúa -- og það ásamt atvinnuleysi umfram meðtaltal leiðir til hærri glæpatíðni en meðaltal.

En rannsóknir á aðkomuhópum í gegnum áratugi -- bendir til þess að það sé verra aðgengi að vinnu og sú tiltölulega fátækt sem það leiðir til --> Er leiðir fram hærri glæpatíðni hópa aðkomufólks en er dæmigert fyrir meðaltal íbúa lands, sem hefur fjölmenna hópa aðkomufólks.

  1. Hryðjuverkahópar geta notfært sér slíkar aðstæður - þ.e. meiri fátækt, meira atvinnuleysi --> Til að efla andúð meðal slíkra hópa á samfélaginu þar sem þeir dvelja.
  2. Þ.e. alltaf möguleiki á að einhver hluti láti glepjast til fylgilags!

___Til þess að draga úr getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks!

  1. Þarf þvert á móti að efla tengingu þess fólks við samfélagið þ.s. það býr.
  2. Stuðla að því að það fólk fái vinnu ca. til jafns við heimafólk -- svo sú hugmynd að samfélagið sé þeim andvígt, verði ekki til staðar.
  3. Og tryggja almennt séð séu borgararéttindi þeirra hin sömu og annarra.

En einmitt þessi þættir -- draga út getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks.
Og þar með stuðla að lágmörkun fjölda hættulegra hryðjuverkamanna -- sem spretta fram meðal aðkomufólks er dvelur í V-Evr.

 

Niðurstaða

Málið er að það versta sem samfélög Evrópu geta gert, ef markmiðið er að stuðla að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna. Er að stuðla að aukinni - andúð á trúarminnihlutahópum innan Evrópu.
Sú hugmynd svokallaðra baráttuhópa gegn Múslimum innan Evrópu, að efling andúðar á Múslimum í almennum skilningi -- stuðli að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna; sé sbr. útskýringar, fullkomlega röng!
Þvert á móti, þá hjálpi slíkir hópar hryðjuverkamönnum við sitt verk, þ.e. stuðla að fjölgun hættulegra hryðjuverkamanna!

Því það sé einmitt sjálft hatrið -- sem býr til hryðjuverkamenn!

Þannig að með því að aðstoða hryðjuverkamenn við það verk að styrkja við útbreiðslu haturs milli Múslima er búa í Evrópu - og annarra íbúa Evrópu.
Þá þvert á móti að aðstoða við fækkun hryðjuverkamanna, þá aðstoða þeir hópar við fjölgun þeirra -- þannig að þeir þar með hjálpa hryðjuverkahópunum við sitt verk.

M.ö.o. að barátta hópa sem telja sig verja evr. og Vestræn samfélög gegn hryðjuverkamönnum, með eflingu andúðar á múslimum - sé þar af leiðandi, óskynsöm!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja Einar.

Ég gæti kannski byrjað á að andæfa þessum eilífa hroka gagnvart fátæku og ómenntuðu fólki.

Það er ekkert sem bendir til að ómenntað fólk gangi frekar til liðs við ISIS en menntað fólk.Margir sem eru að fara frá vesturlöndum eru einmitt ágætlega menntaðir.

Það eru örugglega fleiri ómenntaðir ,en menntunarstig muslima er mun lægra en annarra íbúa vesturlanda.

Þessi andsk. hroki er farinn að ganga svo langt að menn eru að ýja að því undir rós að Brexit hafi ekki almennilega verið að marka af því fylgi við það var meira meðal lágstéttanna og eldri borgara en annara

.

Næst gætuum við skoðað ástæður hryðjuverka.

Mér finnst þú vera að gera því skóna að hryðjuverk stafi af bágumm kjörum Muslima á vesturlöndum eða annarsstaðar í heiminum.

Ekkert er fjær sanni. Barátta Islamista er ekki kjarabarátta,heldur stafar hún af því að þeir sætta sig ekki við þá þjóðfélagsgerð sem ríkir á vesturlöndum.

Þeir sætta sig ekki við það lagaumhverfi sem hér ríkir og ekki við þær venjur sem tíðkast í okkar samfélagi.

Þetta hefur ítrekað komið fram,meðal annars á Íslandi

Barátta þeirra snýst um að breita þessum ríkjum í Íslömsk ríki.Islamistar sætta sig í raun ekki við neitt annað kerfi en Islamskt ríki.

Þetta er hugarfar sem Islamistar eiga sameiginlegt með Bandaríkjastjórn,enda er ágætt samstarf milli þessara hópa.

Þetta hugarfar er ekki bundið við hryðjuverkamenn. Í Evrópu eru á milli 30 og 40 % muslima algerlega sammála hryðjuverkamönnum samkvæmt skoðanakönnunum.

Hvað varðar einstök atriði svo sem samkynhneigða og konur er samsömunin miklu meiri.

Munurinn er bara að þeir eru ekki ,að minnsta kosti ekki ennþá,tilbúnir að fórna lífi sínu fyrir þetta.

Það eru nokkur fleiri atriði sem ég þarf að leiðrétta þig með,en nú þarf ég að sinna öðru svo það verður að bíða betri tíma.

Borgþór Jónsson, 1.7.2016 kl. 12:40

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar. Þú hefir alltaf skrifað mjög góðar greinar og ég hef virt þær. Nú ferð þú alveg yfir línuna og skrifar öfugt við alla í vestræna heiminum. Venjulegir menn sjá að og reiknað út að venjuleg einna eiginkonu fjölskilda á  6 til 8 börn. Svo eru fjölskyldur með upp í þrjár eiginkonur svo börnun geta verið 18 til 24. Reiknaðu nú miðað við þetta dæmi. Múslímarnir eru á sama tímaskeiði og við og Evrópa var fyrir 150 árum þegar menn unguðu börnum út ýmist fyrir þjóð sem var að berjast eða landbúnað.Ég veit að þú veist þetta en það væri gaman ef þú reiknaðir út miðað við þetta dæmi en margir hafa gert það á heimsvísu.  

Valdimar Samúelsson, 1.7.2016 kl. 20:28

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Nú skal ég reyna að útskýra fyrir þér demografíuna.

Á síðasta ári komu til Þýskalands um 1,2 milljónir muslima,flóttamennirnir eru nær eingöngu Sunni muslimar.

Meðal árgangur af þjóðverjum er um ein milljón manns,

Þetta væri ekkert sérstakt áhyggjuefni ef aldursdreyfing flóttamannanna væri sú sama og hjá Þýsku þjóðinni,með öðrum orðum ,Pabbi mamma börn og bíll+afi og amma.

En svo er ekki..

70% flóttamannanna eru karlmenn á mesta frósemisaldri,síðan eru konur á barneignaraldri og svo nokkur börn.

Með öðrum orðum það kom til Þýskalands á síðasta ári um milljón karlmanna á mesta frjósemisaldri ,meira en tveir árgangar af Þýskri nýliðun.

Vegna reglna sem þú minnist á hérna að ofan munu í framhaldinu koma að minnsta kosti ein milljón flóttamanna sem tengjast þeim sem fyrir eru. Það eru þeirra mannréttindi.

Þetta er öruglega mjög vægt reiknað.

Það er líklegt að þessir nýju innflytjendur verði konur handa þeim muslimum sem þegar eru komnir ,og hugsanlega eitthvað annað slangur.

Það er ekki líklegt að muslimar muni sætta sig við einlífi,enda segja þeir að ástæðan fyrir því að þeir séu að nauðga krökkum af báðum kynjum ,sé að annars muni eistun í þeim springa.

Á þessu ári mun sami leikurinn endurtaka sig og hugsanlega áfram.

.

Eftir þetta ár sem er að líða verðum við því komin með innflytjendur á mesta barneignaraldri sem nemur fjórfaldri nýliðun Þjóðverja.

Þar sem frósemi Þýskra kvenna er komin niður fyrir 1,5 en meðal frjósemi í þeim löndum sem flóttamennirnir koma frá er yfir 3 munum við sjá 4 árganga af múslimum gefa af sér jafn marga afkomendur og átta árgangar af Þjóðverjum.

Þetta miðar við það að enginn flóttamaður komi inn í Þýskaland eftir áramót og aldrei framar.Ef það gerist verður dæmið enn verra.

Þetta tekur heldur ekki tillit til þeirra muslima sem þegar er í landinu ,en ef þeir væru dregnir frá mundi frjósemi Þýskara kvenna lækka enn frekar.

Nú er það svo að frjósemi innflitjenda af þessu tagi lækkar þegar þeir eru orðnir vesturlandabúar,en er ennþá hærri ,og fyrsta kynslóð innflytjenda er eðlilega með svipaða frjósemi og í heimalandinu.

.

Nú er það svo að það skiftir í raun engu máli hvernig Evrópubúar eru á litinn eða hverrar trúar þeir eru,ef ekki væri fyrir það að þegar muslimum fjölgar munu þeir vilja að þjóðfélagið lúti þeim lögmálum sem þeir aðhyllast.

Það sem andstæðingar óhefts innflutnings eru að benda á er að að lokum muni Islam ná yfirhöndinni og til verða samfélag sem við mundum ekki vilja búa í.

Þetta fólk vill heldur ekki að afkomendur þeirra þurfi að búa í slíku samfélagi og þá eru þeir ekki að hugsa 50 ár fram í tímann ,heldur lengra.  

 Mörgum er hinsvegar alveg sama um þetta ,bara ef það sleppur þangað til þeir eru dauðir.

.

Margir eru svo grunnhyggnir að halda að til þess að þessi umskifti geti átt sér stað þurfi islamistar að ná meirihluta í Þýska þinginu.

Þetta er í meira lagi barnalegt.

Islamistar eru andsnúnir lýðræði,þeir viðurkenna alls ekki lýðræði sem aðferð til að stjórna samfélagi.

Lýðræði er eitt af mörgu sem þeim finnst ógeðfellt á vesturlöndum,og þeir vilja ekki búa í samfélagi sem er þeim ógeðfellt.

.

Til að skyggnast inn í framtíð Þýskalands getum við horft til Sýrlands í dag.

Sýrland var án nokkurs vafa.þrátt fyrir vankanta, lýðræðislegasta ríkið á þessu svæði,kannski að Tyrklandi undanskildu.

Þeir höfðu einnig eitt sem okkur finnst eftirsóknarvert og skinsamlegt,algeran aðskilnað trúmála og stjórnmála.Þetta fyrirkomulag var varið af mikilli hörku

Þetta féll flestum íbúanna vel í geð,en þar var undantekning á, en það voru Islamistarnir. Þeim féll þetta ekki  en fengu ekki að gert fyrr en Bandaríkjamenn ákváðu að þeir vildu losna við Assad.

Þá voru þessir Islamistar fóðraðir á peningum,vopnum og jákvæðri fjölmiðlaumfjöllun á vesturlöndum og í Sýrlandi.

Þessir Islamistar hafa engann meirhluta í Sýrlandi,þeir hafa í raun frekar lítinn hljómgrunn ,en samt væri Sýrland líklega orðið ,eða alveg að verða Islamst ríki ef Rússar hefðu ekki stoppað það af í tvígang.

Ekki vegna lýðræðis heldur vegna þess að þeir sem aðhyllast Islamskt ríki töldu sig vera komna í aðstöðu til að ná markmiðum sínum með öðrum hætti

.

Islamistar beita ekki lýðræði við stjórnarskifti ,þeir beita ofbeldi þegar þeir telja sig hafa styrk til að hrinda þeim í framkvæmd. Og það er einmitt staðan í Sýrlandi.

Svo vill til að yfir 30 % muhameðstrúarmanna í Þyskalandi aðhyllast ekki á lýðræði. Fylgi við lýðræði er örugglega mun lægra meðal þessara nýbúa,enda koma þeir að hluta frá löndum þar fylgi við Islamskt ríki er meira en 80%. 

.

Menn þurfa að vera ótrúlega grænir til að halda að Islamistar þurfi að ná meirihluta til að breyta þjóðfélagi.

Borgþór Jónsson, 1.7.2016 kl. 23:41

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þess má til gamans geta af því að við erum á léttu nótunum og erum að tala um frjósemi og þú hefur alveg sérstakar áhyggjur af Rússum í þessu sambandi væri gaman að skoða hvernig þessi mál hafa þróast þar.

Þegar goðin þín ,Goldman Sachs ,Rocefeller ,Nemtsov ,Kordorkovsky Bandaríkjastjórn og fleiri yfirtóku stjórn Rússlands var frjósemi kvenna 1,7.

Þegar þeir höfðu lokið umbótum sínum í landinu árið 1999 var ekki nóg með að börn þyrfu að betla sér til matar og fólk dó úr hungri og kulda á heimilum sínum ,heldur var frjósemi kvenna komin niður í 1,2 sem var á þeim tíma það þriðja lægsta í Evrópu .

Árið 2000 tekur Vladimir Putin við og strax árið eftir byrjar frjósemi að hækka og hefur hækkað öll ár síðan utan 2005.

Nú er svo komið að frjósemi Rússneskra kvenna er komið upp í 1,78 og er með því hæsta í Evrópu.

Aðeins hluti Norðurlandanna ,Bretland og Frakkland eru með hærri frjósemi.

Það er algerlega einstakt að þjóð hafi tekist að snúa þessari þróun við með svo afgerandi hætti.

Rússneska þjóðin hefði líklega dáið út ef hún hefði öllu lengur notið velvildar og leiðsagnar frá Vesturlöndum.

Borgþór Jónsson, 2.7.2016 kl. 01:17

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka góðar upplýsingar en fyrst og fremst þá vill þjóðin ekki þessa flóttamenn in í landið heldur hjálpa þeim í sínum heimahögum

Valdimar Samúelsson, 2.7.2016 kl. 09:28

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar -- þ.e. ekkert að því að hjálpa flóttamönnum í heimahögum.
T.d. gæti það verið snjallt af Vesturlöndum - að hefja skipulagða og fremur umfangsmikla efnahagsaðstoð við N-Afríkulönd sem og Mið-austurlönd.
Að sjálfsögðu ef tækist að enda átök í Sýrlandi, yrði að koma til mikil aðstoð við það land, svo nokkur möguleiki geti verið á að flóttamenn í flóttamannabúðum fáist til að snú til sín heima.

Aftur á móti mun efnahags uppbygging taka langan tíma.
Vesturlönd munu ekki á meðan - sleppa við að það liggur bylgja flóttamnna til þeirra.

En kannski á ca. 20 árum - getur það verið að efnahags aðstoð ef nægilega ríkuleg, geti smám saman stöðvað eða a.m.k. hægt mikið á þeim straumi.

_____Það ætti að vera algerlega ljóst, að efnahagsleg uppbygging þessara landa, sé langtíma svarið.
_____Að taka við flóttamönnum, geti einungis verið skammtíma-lausn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.7.2016 kl. 05:18

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi - Í öllu þessu rausi kemur þú augljóslega ekki auga á það -- þegar þú tönnslast stöðugt á Íslamistum -að þeir virði ekki vestrænt lýðræði-, -að þeir virðist ekki vestrænar hefðir- o.s.frv.

Að þú ert að skilgreina allra Múslima -- íslamista!

Þá verður eins og hvert annað grín, þegar þú kemur fram með ásakanir á mig um fordóma.
--En þ.e. eins og að þú hafir aldrei kynnt þér þau þekktu innan Gæpafræði áhrif -- að efnahagur hefur mikil áhrif á glæpatíðni.--
*Þannig voru t.d. innflytjendasamfélög í Bandar. á 19. öld með mun hærri glæpatíðni en að meðaltali innan Bandar. -- þetta hefur síðan endurtekið sig þar, með sérhverri nýrri bylgju innflytjenda, að fyrst eru þessi samfélög alltaf fátækari en meðaltal íbúa, vegna þess að atvinnuleysi er alltaf án undantekninga í sögu Bandar. - meira fyrstu áratugina meðal nýrra hópa innflytjenda en meðaltal landsmanna. Síðan hverfa þessi áhrif sínir saga Bandar. - smám saman þegar næstu kynslóðir sama hóps alast upp.*
--Múslimar í Evr. eru tiltölulega nýlegir hópar - og þeir sína öll þessi klassísku einkenni þ.e. meiri fátækt, meira atvinnuleysi, og hærri glæpatíðni -- og þ.e. rökrétt að öfgahópar eigi betri leið að hópi sem upplifir öryggisleysi innan samfélagsins, en á við meðal-íbúa þess lands.--

    • Síðan skína í gegn um þín skrif, þær klassísku alhæfingar sem einkenna umræðu þeirra, sem vilja efla hatur á Múslimum í Evrópu.

      • En þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess, að Múslima íbúar í Evrópu -- séu síður líklegir til að -- fylgja landslögum, þegar leiðrétt er fyrir klassísk fátæktar áhrif, sem mjög mörg dæmi eru þekkt um - eða vera síður líklegir til að virða lýðræði.

      • Þetta séu meira eða minna, innihaldslitlar fullyrðingar.

      Af hverju ég kalla þær ekki -- innihaldslausar.

      Er að þær vitna í skoðanir sem eru raunverulega til --> Þ.e. skoðanir, fámennra öfgahópa meðal Múslima.

      Síðan alhæfa menn eins og þú, út frá skoðunum fámennra öfga-minnihlutaskoðanahópa meðal múslima.

      Eins og að þeir fámennu minnihluta skoðanahópar meðal þeirra, tali fyrir þá alla!

        • Það væri eins sanngjarnt, og einhver héldi því fram, að Vottar Jehófa -- tali fyrir alla kristna!

        ___Nenni ekki að svara bullinu í þér frekar.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 3.7.2016 kl. 05:26

        8 Smámynd: Borgþór Jónsson

        Ég er alls ekki að skilgreina alla muslima sem Islamista,það kemur skýrt fram í því sem ég skrifa,þeir eru um 30% af Evrópskum muslimum

        Einar það er alveg vitað og skráð að um þriðjungur muslima í Evrópu vill breyta landinu sem þeir búa í , í Islammskkt ríki.

        Það er ekkert lítið hlutfall.t.d. er það svipað og Sjálfstæðisflokkurinn. 

        Í sjálfu sér eru þeir ekki öfga muslimar,þeir eru bara Muslimar og aðhyllast það stjórnarfar sem trú þeirra segir til um að skuli vera til staðar.

        Að vilja ekki stuðla að slíku stjórnarfari er ekki það sama og að hata muslima. 

        60-65% muslima aðhyllast ekki þetta stjórnarfar,en eins og komið hefur í ljós gagnrýna þeir heldur ekki þá sem berjast fyrir því.

        Gagnrýni þeirra sem telja sig til þessa hóps á hryðjuverk er oftast mjög veik og er oft með fyrirvörum.

        Meira en helmingur Belgískra muslima mundi ekki segja til hryðjuverkamanna að eigin sögn. Þetta kom líka ágætlega í ljós þegar Belgískir lögreglumenn handtóku síðasta Parísarhryðjuverkamanninn ,þá ringdi yfir þá fúkyrðum og drasli, af götunni og úr gluggumm næerliggjandi húsa.

        .

        Og það er einfaldlega alls ekki rétta hjá þér að muslimar séu jafn líklegir til að fylgja landslögum en aðrir hópar.

        Þeir hafa meira segja náð þvi í gegn að á sumum svæðum fá þeir að útkljá mál eftir eigin lögum með sérstökum dómstólum. Það er vissulega hægt að áfrýja úrskurði þeirra til venjulegra dómstóla,en ég býst við að það sé ekki sérlega árennilegt fyrir fólk að gera það.

        Ástæðan fyrir þessu er að þeir vilja ekki fylgja landslögum.

        .

        Veistu um einhverja aðra hópa sem hafa með þessum hætti sagt sig úr lögum við samfélagið ?.

        Værirðu til dæmis fylgjandi því að Píratar gætu haft lög sem stönguðust á við landslög og dómstól til að fylgja því eftir.?

        .

        Það er mjög áberandi að muslimar reyna í vaxandi mæli ,þegar þeim fjölgar, að aðskilja sig frá samfélaginu.

        Mér finnst til dæmis endilega að muslimar í Danmörku séu að berjast fyrir því að fá sérstaka knattspyrnudeild.

         Þessi deild yrði væntanlega frekar slök,og kannski verður húnn aldei til,en þetta sýnir að þeir sem að þessu standa vilja ekki deila samfélagi með okkur hinum,ekki einu sinni fótbolta.

        Af þessu mun stafa mikil ógæfa,og það hefur verið vitað síðan á dögum Þorgeirs Ljósvetningagoða. Það hefur ekkert breyst síðan.

        .

        Það er ekki von að þú viljir svara því sem þú kallar bull,en er væntanlega skrif mín um demografíuna.

        Þetta er bara reikningsdæmi sem þú veist að þú hefur reiknað vitlaust og getur ekki hrakið það sem ég skrifaði.

        Það er alveg augljóost að það er ekki sama hver aldurssamsetningin er á þeim hóp sem er blandað inn í Þýskt samfélag.

        Á næstu 40 árum mun um helmingur orginal Þjóðverja deyja,en bara örfáir úr hópi innflytjenda ,á þeim tíma mun hver innflytjandi eignast 50-100 % fleiri afkvæmi en Þjóðverjarnir.

        Það liggur fyrir að eins og innflytjendastraumurinn er í dag er hann jafn mikill og Þýsk nýliðun,reyndar svolítið meiri.

        Í pípunum eru svo miklu minni árgangar af  orginal Þjóðverjum. 10-20 ára er árgangurinn um 800 þúsund og 0-10 ára um 700 þúsund. 

        .

        Eins og staðan var fyrir flóttamannastraum stefndi í nákvæmlega sama, augljóslega,en það hefði tekið mörg hundruð ár ,og það gerist margt á mörg hundruð árum. En stærðfræðilega væri niðurstaðan hin sama .

        Nú hefur þessu verið flýtt gríðarlega með því að stórauka hlutfall þeirra sem framleiða muslima í heildarmengi þeirra sem framleiða þjóð.

        Það sem gerir útreikninga þína svona vitlausa er að þú gengur út frá að aldursdreyfingin á innflytjendum sé sú sama og á íbúm Þýskalands sem er alrangt,og þar með verður útkoman kolröng.

        Borgþór Jónsson, 3.7.2016 kl. 10:14

        9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

        Takk fyrir góða grein Einar. Það er svo sannarlega rétt sem þú segir: Hatrið býr til hryðjuverkamenn. Gegn hatri og fáfræði þurfum við öll að berjast. Jafnt í kjöllurum internetsins sem í bjórkjöllurum Þýskalands á fjórða áratug síðustu aldar.

        Þorsteinn Siglaugsson, 3.7.2016 kl. 23:02

        10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Boggi -- eins og endranær þá fullyrðir þú út í bláinn án þess að hafa nokkrar upplýsingar til boða.

        Ég sé ekki að unnt sé að taka nokkuð mark á þessum fullyrðingavaðli.
        --Hann virðist einfaldlega endurflytja marg endurteknar net-sögusagnir og net-flökkusögur.

        "Einar það er alveg vitað og skráð að um þriðjungur muslima í Evrópu vill breyta landinu sem þeir búa í , í Islammskkt ríki."

        Virkilega -- sýndu mér fram á að slíkt sé viðurkennt af stjórnvöldum eða lögregluyfirvöldum í Evr+opu --> En ekki einfaldlega blákalt haldið fram af netmiðlum haldið uppi af múslima höturum.
        **Ég mundi ekki treysta fullyrðingu frá stj. í Ungverjalandi.

          • Þú virðist halda því fram að lögregluyfirvöld geti ekki framfylgt landslögum.

          • Þessar fullyrðingar eru ítrekað tuggnar af múslima höturum á netinu, yfirleitt fullkomlega án nokkurra gagna þeim fullyrðingum til stuðnings.

          Þessar prósentu tölur -- sem þú nefnir, vart unnt að taka alvarlega.
          --Eða sýndu fram á að slíkar tölur séu fluttar á viðurkenndum miðlum, eða, að stjv. sjálf eða lögregluyfirvöld séu með þær á takteinum --> Ekki eins og mig grunar að enn eina ferðina sértu að endurflytja innihalds lausar fullyrðingar múslima hatara.

          Einnig tal um meintan fúkyrðaflaum sem lögregla á að hafa fengið í gegnum netið -- en eins og reyndir netverjar vita, er mjög auðvelt af fámennum hóp að skipuleggja slíkt.
          Það þarf ekki að sýna fram á að stuðningur við málstað X - sé víðtækur.

          "Þetta er bara reikningsdæmi sem þú veist að þú hefur reiknað vitlaust og getur ekki hrakið það sem ég skrifaði."

          Virkilega -- þú talaðir um aðflutning upp á 1-millj. per ár, og síðan hélst því fram að þeir sem búa í Evr. 2-faldist vegna fæðingatíðni ca. einu sinni per 25 ár, sem er vægt sagt ótrúleg fullyrðing því það væri hraðari fjölgun en er í þeim Afríku löndum þ.s. fæðingartíðni er mest.

            • Þetta stenst augljóslega ekki.

            Þú sauðst einfaldlega saman e-h tölur út í bláinn.

            Kv.

            Einar Björn Bjarnason, 4.7.2016 kl. 02:23

            Bæta við athugasemd

            Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

            Um bloggið

            Einar Björn Bjarnason

            Höfundur

            Einar Björn Bjarnason
            Einar Björn Bjarnason
            Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
            Jan. 2025
            S M Þ M F F L
                  1 2 3 4
            5 6 7 8 9 10 11
            12 13 14 15 16 17 18
            19 20 21 22 23 24 25
            26 27 28 29 30 31  

            Eldri færslur

            2025

            2024

            2023

            2022

            2021

            2020

            2019

            2018

            2017

            2016

            2015

            2014

            2013

            2012

            2011

            2010

            2009

            2008

            Nýjustu myndir

            • Mynd Trump Fylgi
            • Kína mynd 2
            • Kína mynd 1

            Heimsóknir

            Flettingar

            • Í dag (20.1.): 10
            • Sl. sólarhring: 10
            • Sl. viku: 65
            • Frá upphafi: 859307

            Annað

            • Innlit í dag: 10
            • Innlit sl. viku: 57
            • Gestir í dag: 10
            • IP-tölur í dag: 10

            Uppfært á 3 mín. fresti.
            Skýringar

            Innskráning

            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

            Hafðu samband