Kannski ætti frekar að líta á Brexit sem tækifæri fyrir Evrópusambandið

Punkturinn sem ég kem með er sá, að ef nokkru sinni það á að vera mögulegt að halda áfram svokkallaðri dýpkun sambandsins - sérstaklega ef hugmyndin er að halda áfram með þá hugmynd að sú dýpkun skuli vera jöfn og stöðug, með myndun sameiginlegs ríkis sem - loka endapunkt.

  1. Þá hlýtur að vera ljóst -- að Bretland er einungis fyrsta landið sem fer!
  2. En augljóslega gengur ekki módelið um stöðuga dýpkun samstarfsins upp - nema að þau lönd sem ljóst er þegar að aldrei ætla að taka upp evruna --> Fari öll með tölu út.

 

Í því liggur þá Brexit sem tækifæri!

En þau lönd sem verða þá ekki með í stofnun sameiginlegs ríkis - þurfa þá samt að hafa eitthvert form af samskiptum við það ríki í framtíðinni.

Réttast væri að sjálfsögðu, að utan um það nýja ríki -- verði myndaður einn fríverslunarklúbbur, ekki ósvipað því að Bandaríkin bjuggu NAFTA til utan um Norður-Ameríku lönd sem ekki tilheyra Bandaríkjunum.

  1. Þá er augljósa ábendingin sú -- að þegar fyrsta landið, þ.e. Bretland er að fara út.
  2. Í þeirri röð ríkja sem líklega yfirgefa sambandið.

Þá er að skapast tækifæri að hefja sköpun þess fríverslunarsvæðis, sem í framtíðinni mundi innihalda væntanlega -- öll Evrópuríki utan ESB.
--Kannski jafnvel A-Evrópulönd ekki síður en V-Evrópulönd.

Slíkt svæði þarf þá að vera hugsað til langs tíma!
Eftir allt saman þá ætti það rökrétt að vera til svo lengi sem hið nýja sambandssríki nokkurs fjölda Evrópuríkja - hefði rauntilvist.

 

Evrusvæðið t.d. þarf mjög nauðsynlega á frekari dýpkun að halda!

En allar þær tilhneygingar rekast á hagsmuni landanna utan Evru -- sem líklega ætla sér aldrei að taka evruna upp; og þ.e. mjög flókið og verður vaxandi enn flóknara, að láta þá hagsmuni landanna utan evru og innan evru - ganga upp.

  • Löndin utan evrunnar -- munu ekki sætta sig við það að fara!
  • Nema að löndin innan evrunnar -- skapi þeim nægilega hagsælt til framtíðar, umhverfi.
  1. Rökréttast er að evrusvæðið hafi sínar viðskiptareglur -- þær þróist óháð reglu-umhverfi þeirra landa sem verða fyrir utan.
    Þær reglur þróist miðað við þarfir hins nýja ríkis.
  2. Síðan eins og þegar NAFTA var búið til -- þá eru viðskiptareglurnar innan fríverslunarsvæðisins, búnar til sameiginlega milli -hins nýja ríkis- og landanna sem verða áfram fyrir utan; þannig að löndin fyrir utan hafi einnig áhrif á þá setningu regla er gilda innan þess frísvæðis.

Auðvitað -- eins og Bandaríkin eru lang sterkust innan NAFTA.
Væri nýja Evrópuríkið -- langsterkast innan þess frísvæðis, og hefði því langsamlega mest áhrif á mótun þess reglu-umhverfis.

___En punkturinn er sá, að löndin utan evru -- mundu aldrei sættast við að kerfið virkaði þannig að þau hefðu engin áhrif á þær viðskiptareglur sem þau eiga að nota.

___Þannig að rökréttast er að ESB gefi það strax eftir -- til þess að nýja fríverslunarsvæðið verði nægilega aðlaðandi; svo að löndin utan evru -- öll með tölu sættist á það að evrulöndin sigli síðan sína leið áfram inn í sífellt dýpkandi samstarf með stofnun Evrópuríkis sem lokaniðurstöðu.

 

Niðurstaða

Þessa dagana eru menn að hamast á því að Brexit sé -tragedía- bæði í Bretlandi og í Evrópu. En kannski eru menn ekki að sjá tækifærið í þessu. En það hefur lengi verið ljóst að ESB verður að taka stórstígum breytingum -- sérstaklega evrusvæðið. Ennþá er evrusvæðið - hálf karað hús, sem líklega skýrir af hverju evrusvæðið er ekki að skila fullri skilvirkni.

En meðan að ESB inniheldur fjölda landa sem aldrei ætla sér að taka upp evru - þá er mjög erfitt að sleppa út þeim vítahring sem Evrópusambandið hefur nú verið statt innan um nokkurt árabil.

Ef kjarnasvæði ESB á nokkru sinni að geta klárað sitt hús -- þá sennilega þarf það að losa sig við þau lönd sem hafa engan áhuga á frekari dýpkun!
--Í því liggur einmitt tækifærið við Brexit -- því ef kjarnasvæði ESB á að geta haldið vegferð sinni áfram, þá þarf kjarnasvæðið að sannfæra löndin utan evrunnar - að fara af sjálfdáðum!

Það verður að sjálfsögðu ekki gert -- nema að fyrir þeim standi nægilega vænleg framtíð.
Kannski er þá Brexit einmitt tækifæri fyrir -- kjarna Evrópu, að skapa þá framtíð sem löndin utan evrunnar gætu þá sætt sig við.

Þannig að skilnaðurinn geti í framtíðinni orðið -- með vinsemd!
__Sú vegferð gæti hafist með því að viðskilnaður ESB og Bretlands þá verði einmitt í vinsemd og sátt beggja aðila!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat! Einar, hérna er ég guðdómlega sammála þér ... England hefur verið lítið annað en dragbítur á Evrópusambandið, og hefur lítil sem engin þróun orðið í sambandinu síðan 1995.  Fyrir utan það, að á meðan England er í EU, þá eru þjóðverjar bundnir á hæl og hnakka.  Fyrst þegar England er úti úr EU, getur Þýskaland "losað" sig við þá fjötra, sem þeir hafa orðið að líða fyrir síðan seinni heimstyrjaldarinnar.  Og þó svo, að þeir eigi að "heita" frjálsir í dag, er það bara á yfirborðinu. En ef England fer út, þá verður kjarni EU sterkari, eins og þú segir ... sem mun leiða af sér bæði efnahagslegt og "military" samstarf, þar sem "innflytande" frá Englandi og USA, verður þyrnir í samstarfinu, og þar með kemur að sjálfu sér ... að Evrópa losnar við þennan dragbít.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.6.2016 kl. 08:30

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Þetta er aðallega tækifærir fyrir Breta, sýnist mér.  Þeir voru einn af, hvað... fjórum, kannski, borgunarmönnum í þessu.

Þetta er dýrt batterí, EB.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.6.2016 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 858806

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband