Brexit virðist líklegt að valda deilum milli aðildarríkja Evrópusambandsins!

Mjög sérkennilegur fundur utanríkisráðherra upphaflegu fyrstu 6-stofn ríkja hins upphaflega Evrópubandalags - fyrirrennara Evrópusambandsins: Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Lúxembúrgar og Hollands.

Sýndi eiginlega -- frekar sundrung sambandsins.
En samstöðu þess!

En þegar sama dag -- t.d. lýsti Angela Merkel sig, á töluvert annarri skoðun, en utanríkisráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar -- en sá kemur frá sósíal-demókrata-flokki Þýskalands, meðan að Merkel fer fyrir megin hægri flokki Þýskalands.

Merkel sees no need to rush Britain into quick EU divorce

Angela Merkel pushes back on EU pressure for quick divorce

  1. Þessi fundur ráðherranna 6 - er einnig sérkennilegur fyrir þær sakir!
  2. Að utanríkisráðherrar 21-meðlimríkis, voru ekki með - og voru ekki spurðir.
  • Þannig að það mætti túlka yfirlýsingu ráðherranna 6-sem hroka!

En þ.e. full ástæða að ætla að t.d. Norðurlönd, sem hafa umtalsverða viðskiptahagsmuni við Bretland -- séu ekki alveg sammála þeirra afstöðu.

En hvatning ráðherranna 6-var á þá leið, að Bretland ætti að virkja Grein 50 í sáttmála ESB sem fyrst!
Svo að Brexit sé unnt að afgreiða með hraði -- enda hafi breska þjóðin tekið ákvörðun um að fara.

__________________________: núgildandi sáttmáli ESB

Article  50

1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own     constitutional requirements.

2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking  account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.

3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into  force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.

4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.

5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be  subject to the procedure referred to in Article 49.

 

Eins og sést af lestri Greinar 50 -- þá gerir hún ekki ráð fyrir því, að land sem hyggst hætta sem meðlimur --> Fái að hafa nokkur hin minnstu áhrif á samninga um brottför úr sambandinu!

Þannig að raunverulega eru ráðherrarnir 6-að segja!
Að þeir vilji sem fyrst -- einhliða ákveða hvaða meðferð Bretland fær við Brexit.
Þannig að Bretland þyggi eitthvað "hand me down" sem Bretland fái ekkert að hafa nokkur hin minnstu áhrif á!

En þarna skýn líklega í afstöðu -- sem virðist algeng meðal svokallaðra "federalista" þ.e. þeirra sem styðja stöðuga dýpkun sambandsins, með hugsanlegt Evrópuríki sem endapunkt.

En sú hugmynd virðist njóta fylgis meðal fólks með þá grunn afstöðu --> Að það þurfi að stíga harkalega á Bretland, og bresku þjóðina -- öðrum til aðvörunar!

Þeir sem hafa þá afstöðu -- virðast halda að, það að refsa bresku þjóðinni fyrir að vilja hætta í ESB; sé besta leiðin til þess - að forða því að fleiri þjóðir hugsanlega ákveði að fylgja fordæmi Breta!

  1. Ég er að sjálfsögðu á þeirri skoðun, að afstaða sem þessi - sér yfirmáta heimskuleg.
    --Þá meina ég, í tilliti til hagsmuna Evrópusambandsins sjálfs!
  2. En ef ESB raunverulega mundi gera sitt ítrasta til þess, að Brexit verði sem harkalegastur skellur fyrir bresku þjóðina --> Sem að sjálfsögðu er eðlilegt að líta á sem, refsingu!
  3. Þá mundi ESB þar með -- í augum sinna gagnrýnenda, sem halda því fram t.d. að ESB beri ekki virðingu fyrir lýðræðinu - að ESB sé eðli sínu ólýðræðislegt - að innan ESB ráði fámennur valdahópur sem sé gegnsýrður valdahroka!
    --Virðast staðfesta þá gagnrýnispunkta í öllum höfuðatriðum.
  4. Sem mundi að sjálfsögðu verða vatn á myllu flokka andstæðinga sambandsins innan aðildarríkjanna!
  • Síðan er rétt að benda á, að slík -- varnarstaða, sem ráðherrarnir 6-virðast vilja taka, í eðli sínu inniber ákveðið vantraust þeirra sjálfra á ESB.
  • Þ.e. upp á ensku "lack of confidence" -- þ.e. þeir óttast að geta ekki haldið í einhvern ónefndan fjölda annarra meðlimaþjóða!
    --Nema að refsivöndurinn sé hafinn á loft.

_____Ég aftur á móti held að slík aðferð hafi akkúrat þveröfug áhrif!
En hrokinn sem skýn úr þessu - hlýtur að stuða fjölda þeirra landa, einmitt hugsanlega þau sem þeir óttast að hugsanlega gætu fylgt fordæmi Bretlands.
Og auðvitað vanvirðingin við hinn breska þjóðarvilja - er líklega ekki heldur til þess fallinn, að bæta samskiptin við þau lönd sem þeir óttast að geti tekið svipaða ákvörðun.

  • Það áhugaverða er -- að með þessu, gætu þeir hafa skapað Bretlandi nokkra samúð!
  • Sennilega þvert á það sem þeir ætluðu sér!

Auðvitað í þeim löndum sem þeir óttast að geti fylgt fordæmi Breta!
Bretar gætu þá óvænt reynst líklegri að hafa bandamenn innan ESB í viðræðum sínum við sambandið!
--Tja ekki ósvipað því þegar Danmörk aðstoðaði Grænland á sínum tíma.

 

Niðurstaða

Hrokafullur fundur 6-ráðherra er ekki sú sýn sem ESB ætti að halda á lofti, í kjölfar þess atburðar sem nú skekur sambandið, þ.e. niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi sl. fimmtudag.
--Þvert á móti er sá fundur mun sennilegar vatn á myllu gagnrýnenda sambandsins.
--Þar hafi ráðherrarnir, mun sennilegar, skaðað sambandið - þvert á þeirra ætlan!


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband