Ég er ekkert viss að það séu miklar líkur á því að Skotland yfirgefi Bretland í kjölfar Brexit

Það má alveg teikna upp þá mynd að líkur séu á því að Skotland yfirgefi Bretland.
Eftir allt saman þá vildu 62% Skota að Bretland væri áfram í ESB, meðan að einungis 38% Skota studdu Brexit.
-Ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, sagði það ólýðræðislegt að Skotland væri dregið út úr ESB gegn þess vilja - og sagði nýja atkvæðagreiðslu um brotthvart úr breska sambandinu, líklega.

Skotland væri að sjálfsögðu ekki sjálfvirkt meðlimur að ESB!

Rétt að ryfja upp þegar umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu Skota var í gangi -- og sjálfstæðissinnar í Skotlandi héldu því fram að Skotland yrði áfram meðlimur að ESB.

Þá var þeirri afstöðu samstundis hafnað af Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar!
En forsætisráðherra Spánar er að glíma við sjálfstæðissinna í Katalóníu.
Og það síðasta sem hann vill - er að skapa það fordæmi að svæði innan meðlimalanda geti sagt bless við meðlimalandið, og verið sjálfkrafa ESB meðlimir.

Eftir umræðu milli meðlimalanda -- var formúlan skýr.

  • Sjálfstætt Skotland yrði að sækja um aðild að ESB.
  1. Þannig að ef maður ímyndar sér það að Skotar vilji sem fyrst hætta í breska sambandinu, til þess að halda í ESB aðildina -- áður en Bretland formlega yfirgefur ESB.
  2. Þá gengur það ekki upp!
  • Það má að auki nefna það, að stjórnvöld í Belgíu -- vildu ekki heldur skapa þannig fordæmi.

En ella gæti það verið fordæmi, sem leitt gæti til slita sambands Vallóníu og Flæmingjalands, þ.e. upplausnar Belgíu.

 

Olíuverð er í dag ennþá töluvert lægra en það var meðan Skotar höfðu sitt þjóðaratkvæði

Þjóðernissinnaðir Skota dreymdi um að lifa á olíunni eins og Norðmenn - en skoski olíuiðnaðurinn er eins og sá norski, þ.e. olíuborpallar og óskaplegur rekstrarkostnaður.
Sem þíðir, að olíuverð þarf að vera hátt - til að reksturinn skili hagnaði.

Í dag er skoski olíuiðnaðurinn örugglega í taprekstri eins og sá norski.
Það sem verra er - Skotar eiga engan olíusjóð eins og Norðmenn.

Það er örugglega um að ræða - umtalsverða fjármagnstilfærslur í formi skattfjár frá hinu hlutfallslega auðuga, Englandi - til Skotlands.
--Sem Skotar mundu missa af.

Ég sé ekki ESB aðildarlönd -- dæla miklu fé til Skota.

Enda nóg af verulega fátækari löndum í ESB í A-Evrópu, og SA-Evrópu.
--Sem fá rjómann af byggðastyrkjum úr sameiginlegum sjóðum, og styrkjum til vegaframkvæmda.

  • Það sem ég er að segja er, að Skotar yrðu fátækari utan við breska sambandið.
  • Og þeir yrðu að óska eftir ESB aðild - fara síðan í dæmigert umsóknarferli með samningum um aðild.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé ekki efnahagslega séð aðlaðandi kostur fyrir Skota að yfirgefa Bretland - þó svo að það líti út fyrir það að Bretland sé virkilega á leið út úr Evrópusambandinu.
Sem segir ekki að Skotar geti ekki tekið slíka ákvörðun -- þ.e. verða sjálfstætt land, síðan að ákveða að ganga í ESB.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 855976

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 635
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband