24.6.2016 | 22:23
Ég er ekkert viss að það séu miklar líkur á því að Skotland yfirgefi Bretland í kjölfar Brexit
Það má alveg teikna upp þá mynd að líkur séu á því að Skotland yfirgefi Bretland.
Eftir allt saman þá vildu 62% Skota að Bretland væri áfram í ESB, meðan að einungis 38% Skota studdu Brexit.
-Ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, sagði það ólýðræðislegt að Skotland væri dregið út úr ESB gegn þess vilja - og sagði nýja atkvæðagreiðslu um brotthvart úr breska sambandinu, líklega.
Skotland væri að sjálfsögðu ekki sjálfvirkt meðlimur að ESB!
Rétt að ryfja upp þegar umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu Skota var í gangi -- og sjálfstæðissinnar í Skotlandi héldu því fram að Skotland yrði áfram meðlimur að ESB.
Þá var þeirri afstöðu samstundis hafnað af Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar!
En forsætisráðherra Spánar er að glíma við sjálfstæðissinna í Katalóníu.
Og það síðasta sem hann vill - er að skapa það fordæmi að svæði innan meðlimalanda geti sagt bless við meðlimalandið, og verið sjálfkrafa ESB meðlimir.
Eftir umræðu milli meðlimalanda -- var formúlan skýr.
- Sjálfstætt Skotland yrði að sækja um aðild að ESB.
- Þannig að ef maður ímyndar sér það að Skotar vilji sem fyrst hætta í breska sambandinu, til þess að halda í ESB aðildina -- áður en Bretland formlega yfirgefur ESB.
- Þá gengur það ekki upp!
- Það má að auki nefna það, að stjórnvöld í Belgíu -- vildu ekki heldur skapa þannig fordæmi.
En ella gæti það verið fordæmi, sem leitt gæti til slita sambands Vallóníu og Flæmingjalands, þ.e. upplausnar Belgíu.
Olíuverð er í dag ennþá töluvert lægra en það var meðan Skotar höfðu sitt þjóðaratkvæði
Þjóðernissinnaðir Skota dreymdi um að lifa á olíunni eins og Norðmenn - en skoski olíuiðnaðurinn er eins og sá norski, þ.e. olíuborpallar og óskaplegur rekstrarkostnaður.
Sem þíðir, að olíuverð þarf að vera hátt - til að reksturinn skili hagnaði.
Í dag er skoski olíuiðnaðurinn örugglega í taprekstri eins og sá norski.
Það sem verra er - Skotar eiga engan olíusjóð eins og Norðmenn.
Það er örugglega um að ræða - umtalsverða fjármagnstilfærslur í formi skattfjár frá hinu hlutfallslega auðuga, Englandi - til Skotlands.
--Sem Skotar mundu missa af.
Ég sé ekki ESB aðildarlönd -- dæla miklu fé til Skota.
Enda nóg af verulega fátækari löndum í ESB í A-Evrópu, og SA-Evrópu.
--Sem fá rjómann af byggðastyrkjum úr sameiginlegum sjóðum, og styrkjum til vegaframkvæmda.
- Það sem ég er að segja er, að Skotar yrðu fátækari utan við breska sambandið.
- Og þeir yrðu að óska eftir ESB aðild - fara síðan í dæmigert umsóknarferli með samningum um aðild.
Niðurstaða
Ég held að það sé ekki efnahagslega séð aðlaðandi kostur fyrir Skota að yfirgefa Bretland - þó svo að það líti út fyrir það að Bretland sé virkilega á leið út úr Evrópusambandinu.
Sem segir ekki að Skotar geti ekki tekið slíka ákvörðun -- þ.e. verða sjálfstætt land, síðan að ákveða að ganga í ESB.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 858802
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning