24.6.2016 | 22:23
Ég er ekkert viss að það séu miklar líkur á því að Skotland yfirgefi Bretland í kjölfar Brexit
Það má alveg teikna upp þá mynd að líkur séu á því að Skotland yfirgefi Bretland.
Eftir allt saman þá vildu 62% Skota að Bretland væri áfram í ESB, meðan að einungis 38% Skota studdu Brexit.
-Ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, sagði það ólýðræðislegt að Skotland væri dregið út úr ESB gegn þess vilja - og sagði nýja atkvæðagreiðslu um brotthvart úr breska sambandinu, líklega.
Skotland væri að sjálfsögðu ekki sjálfvirkt meðlimur að ESB!
Rétt að ryfja upp þegar umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu Skota var í gangi -- og sjálfstæðissinnar í Skotlandi héldu því fram að Skotland yrði áfram meðlimur að ESB.
Þá var þeirri afstöðu samstundis hafnað af Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar!
En forsætisráðherra Spánar er að glíma við sjálfstæðissinna í Katalóníu.
Og það síðasta sem hann vill - er að skapa það fordæmi að svæði innan meðlimalanda geti sagt bless við meðlimalandið, og verið sjálfkrafa ESB meðlimir.
Eftir umræðu milli meðlimalanda -- var formúlan skýr.
- Sjálfstætt Skotland yrði að sækja um aðild að ESB.
- Þannig að ef maður ímyndar sér það að Skotar vilji sem fyrst hætta í breska sambandinu, til þess að halda í ESB aðildina -- áður en Bretland formlega yfirgefur ESB.
- Þá gengur það ekki upp!
- Það má að auki nefna það, að stjórnvöld í Belgíu -- vildu ekki heldur skapa þannig fordæmi.
En ella gæti það verið fordæmi, sem leitt gæti til slita sambands Vallóníu og Flæmingjalands, þ.e. upplausnar Belgíu.
Olíuverð er í dag ennþá töluvert lægra en það var meðan Skotar höfðu sitt þjóðaratkvæði
Þjóðernissinnaðir Skota dreymdi um að lifa á olíunni eins og Norðmenn - en skoski olíuiðnaðurinn er eins og sá norski, þ.e. olíuborpallar og óskaplegur rekstrarkostnaður.
Sem þíðir, að olíuverð þarf að vera hátt - til að reksturinn skili hagnaði.
Í dag er skoski olíuiðnaðurinn örugglega í taprekstri eins og sá norski.
Það sem verra er - Skotar eiga engan olíusjóð eins og Norðmenn.
Það er örugglega um að ræða - umtalsverða fjármagnstilfærslur í formi skattfjár frá hinu hlutfallslega auðuga, Englandi - til Skotlands.
--Sem Skotar mundu missa af.
Ég sé ekki ESB aðildarlönd -- dæla miklu fé til Skota.
Enda nóg af verulega fátækari löndum í ESB í A-Evrópu, og SA-Evrópu.
--Sem fá rjómann af byggðastyrkjum úr sameiginlegum sjóðum, og styrkjum til vegaframkvæmda.
- Það sem ég er að segja er, að Skotar yrðu fátækari utan við breska sambandið.
- Og þeir yrðu að óska eftir ESB aðild - fara síðan í dæmigert umsóknarferli með samningum um aðild.
Niðurstaða
Ég held að það sé ekki efnahagslega séð aðlaðandi kostur fyrir Skota að yfirgefa Bretland - þó svo að það líti út fyrir það að Bretland sé virkilega á leið út úr Evrópusambandinu.
Sem segir ekki að Skotar geti ekki tekið slíka ákvörðun -- þ.e. verða sjálfstætt land, síðan að ákveða að ganga í ESB.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning