Hefur æðsti dómstóll Þýskalands - aukið lýkur á nýrri evrukreppu?

Minn skilningur á fréttinni er nokkuð annar en blaðamanns sem skrifar hana, en hann virðist horfa á það atriði - að dómstóllinn í Karlsruhe dæmir að svokallað "OMT" prógramm "ECB" eða Seðlabanka-evrópu, standist þýsku stjórnarskrána.

German high court backs ECB on crisis-fighting tool

En, þá virðist hann ekki veita því nægilega athygli - að þýski stjórnlagadómstóllinn setur skilyrði.
Og einmitt þau skilyrði skipta töluverðu máli.

Þetta snýst um loforð Seðlabanka-evrópu, að til greina komi að hefja kaup án takmarkana!

Einmitt það er lykilatriðið -- að kaupin séu án takmarkana!

Að auki -- er litlu minna mikilvægt að Seðlabankinn geti keypt skuldabréf landa sem eru við það að detta út af markaði, eða eru þegar -de facto- dottinn út, þ.e. lántökukostnaður óheyrilegur.

  • "Mr Draghi has never had to use the OMT, in part because of the credibility of the ECB’s commitment to buy large amounts of government debt."
  • "Eurozone sovereign borrowing costs are now at or close to record lows in many economies — including some of the weaker members of the currency union."

Einmitt vegna þess, að markaðurinn hefur trúað því, að Seðlabankinn geti hafið inngrip án takmarkana -- ef þ.e. talið nauðsynlegt!
Þá hefur myndast að nýju sú staða sem var á evrusvæði fyrir evrukreppu -- þ.e. að lántökukostnaður aðildarríkja evrunnar sé með litlum breytileika!

  1. Ástæðan að þ.e. algert lykilatriði - - að kaupin séu án takmarkana, eða a.m.k. þau geti verið það ef þurfa þykir!
  2. Er að ef markaðurinn veit af því, að Seðlabankinn getur gripið til ótakmarkaðra kaupa --> Þá fer markaðurinn ekki að keppa við seðlabankann!
    M.ö.o. hann er þá mjög varfærinn í því að stunda spákaupmennsku með ríkisbréf aðildarríkja evru!

"The conditions attached to the Bundesbank’s participation in the OMT programme mean the volume of the ECB’s purchases must be limited from the outset," -- "that purchases are not announced," -- "that bonds are bought only from member states with market access," -- "and that this debt is sold as quickly as possible" -- "and only held to maturity in exceptional circumstances."

Öll þessi atriði eru vandamál!

OK - strangt til tekið, snúa þau eingöngu að þátttöku "Bundesbank" í slíkum kaupum -- en erfitt er að sjá að þau fari fram, ef fjársterkasti meðlimaseðlabanki Seðlabanka-kerfis-ESB tekur ekki þátt.

  1. Það ef kaupin verða að vera -- takmörkuð.
    --Þíðir skv. mínum skilningi, að þá er aftur komið sama ástand og var áður en Mario Draghi gaf sitt fræga loforð, um það að gera allt sem unnt væri til að halda evrunni á floti -- og síðar koma fram svokallað "OMT" prógramm.
    --Þá meina ég, að ef "ECB" hefur einungis takmarkaða -heimild- til kaupa.
    **Þá skapast um leið svigrúm fyrir -spákaupmenn- til að veðja gegn einstökum aðildarríkjum evru <--> Sambærilega þeirri spákaupmennsku er var í gangi í svokallaðri evrukrísu.
  2. Tjáskipti skipta máli - þ.e. hluti af tilgangnum með kaupum, að markaðurinn fái strax upplýsingar um þau.
    --Því tilgangurinn er einmitt að hafa áhrif á markaðinn með kaupum.
    **En það eru til þeir hagfræðingar -- sem eru andvígir markaðs inngripum af prinsipp ástæðum.
  3. Það er einmitt tilgangur "OMT" að kaupa af löndum sem eru í hættu á að missa markaðs aðgang -- auðvitað skiptir máli hvernig "markaðs-aðgangur" er skilgreindur.
    --En ef "ECB" getur ekki keypt bréf landa sem eru komin í vandræði á markaði.
    **Þá fellur sjálfur tilgangur "OMT" algerlega um sjálfan sig -- þó að dómstóllinn hafi ekki formlega lýst "OMT" stjórnarkrárbrot.__Þá auðvitað næst ef það skellur á kreppa -- getur ECB orðið ómögulegt að hindra að land hrekist úr evrunni.
  4. Svo er það krafan að bréfin séu seld -- helst strax.
    Einnig gengur gegn markmiði "OMT" kaupaprógramms, að halda niðri lántökukostnaði aðildarríkis evru -- í vanda.
    --Það auðvitað er viðbótar takmörkun á getu "ECB" til að verja aðildarríki undir ásókn spákaupmanna -- ef bréfunum er ekki unnt að halda frá markaðnum, nema í mjög stuttan tíma.


Niðurstaða mín er nefnilega sú!

Að þótt Stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi ekki formlega bannað Seðlabanka Evrópu að kaupa bréf aðildarríkja í vanda -- ef þau eru í hættu á að hrekjast út úr evru.
--Þá hafi hann dregið svo rækilega tennurnar úr möguleikum "ECB" til slíks <--> Að mér virðist næsta svo vera að mál séu komin aftur á sama stað og áður en Mario Draghi gaf út fræga yfirlýsingu sína!

Það þíðir ekki endilega að evrukreppa sé yfirvofandi -- strax nk. vikur eða mánuði.
En næst þegar kreppa skellur á í Evrópu -- virðist mér blasa við að þau vandræði sem við sáum 2011-2012, þegar spákaupmenn gengu á land eftir land, og það hrikti sjáanlega undir stoðum evrukerfisins --> Séu líkleg í slíkri kreppu til að endurtaka sig!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er til nógur pappír og blek og á meðan það er, þá verður engin krísa hvorki í evrum né US dollurum. Bara að.setja meiri hraða á prentvélarnar, so to speak.

En auðvitað þarf enga seðla, það eru bara búnir til peningar i tölvukerfum bankana.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.6.2016 kl. 03:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að sjálfsögðu rétt - á hinn bóginn ef það eru settar vísvitandi takmarkanir eins og í þessu dæmi; þá verður þetta eins og bardagi með aðra hönd fyrir aftan bak.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2016 kl. 04:42

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Góður WhiteSnake lagalisti: https://www.youtube.com/watch?v=xpBlajy9ruE&index=1&list=PLWwAypAcFRgKFIBg0ulvfibTc5A_o3pFE

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2016 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband