19.6.2016 | 14:03
Mikil skammsýni hjá Bernie Sanders og Donald Trump - andstaða þeirra gagnvartt viðskiptasamningi Bandaríkjanna við 12 Asíulönd
T.P.P. eða Trans-Pacific Partnership þ.e. Ástralía, Kanada, Japan, Malasía, Mexíkó, Perú, Bandaríkin sjálf, Chile, Brunei, Singapore, Nýja Sjáland og Víetnam.
Andstæðingarnir horfa til þess að þessi samningur inniheldur --> Japan og Víetnam, sérstaklega.
Og halda því fram, að hann muni eyða störfum innan Bandaríkjanna!
- Þannig séð eru Bernie Sanders og Donald Trump sammála að umtalsverðu leiti þegar kemur að -- einangrunarhyggju í viðskiptum!
- Á hinn bóginn er rétt að benda á að Bernie Sanders hefur nú samþykkt, að styðja við framboð Hillary Clinton - segir nú skilda allra Bandaríkjamanna að hindra kjör Donalds Trump: Sanders to work with Clinton to defeat Trump.
---Bernie Sanders - It is no secret that Secretary Clinton and I have strong disagreements on some very important issues, - It is also true that our views are quite close on others. I look forward, in the coming weeks, to continued discussions between the two campaigns to make certain that your voices are heard and that the Democratic party passes the most progressive platform in its history and that Democrats actually fight for that agenda. - I also look forward to working with Secretary Clinton to transform the Democratic party so that it becomes a party of working people and young people, and not just wealthy campaign contributors. - This campaign is about defeating Donald Trump, the Republican candidate for president. After centuries of racism, sexism and discrimination of all forms in our country we do not need a major party candidate who makes bigotry the cornerstone of his campaign, - The major political task that we face in the next five months is to make certain that Donald Trump is defeated and defeated badly. And I personally intend to begin my role in that process in a very short period of time. - This campaign has never been about any single candidate. It is always about transforming America,
---Það virðist liggja í loftinu að eitthvert óformlegt samkomulag hafi orðið milli Sanders og Clinton --> En einnig er líklegt að Trump sjálfur með hegðan sinni undanfarið hafi haft áhrif, t.d. árásir hans á dómara af mexíkóskum ættum, sem mörgum Repúblikönum blöskraði - og ítrekun hans á hvatningu hans til banns á það að Múslimar setjist að í Bandaríkjunum, og ítrekun hans á því að þeir sæti sérstöku eftirliti - hafi sérpassa, o.s.frv. - - atriði er væru augljós stjórnarskrárbrot.
Það sem andstæðingar viðskiptasamninganna líta framhjá - er að þeir eru sennilega ódýrasta aðferðin sem Bandaríkin hafa, til að - kaupa sér vinsamleg samskipti við fjölda landa!
Þessir samningar - eru hannaðir þannig, að þátttöku lönd -tapi- að sjálfsögðu ekki á þátttökunni, þá - þar með talið Bandaríkin og önnur þátttöku lönd.
Þetta er prinsippið - sameiginlegur gróði eða "mutual gain" sem einstaklingar eins og Donald Trump með sína Merkantílísku sýn og Bernie Sanders með sína sannfæringu að þeir eyði störfum - virðast þar með hafna!
Vegna þess að önnur þátttöku lönd en Bandaríkin, græða einnig, ekki Bandaríkin bara --> En hugsun Trumps virðist öll "zero sum," þannig að hann virðist í reynd vilja viðskiptakjör þ.s. Bandaríkin ein græða, þannig að önnur lönd virka eins og -- nýlendur Evrópumanna á öldum áður gerðu. --> Þá græða Bandaríkin einnig, bætt samskipti við önnur þátttöku lönd. --> Meðan að viðskiptastefna Trumps mundi hratt leiða til versnandi samskipta við fjölda annarra landa, og þ.s. ég er mjög viss um -- Kalt-stríð við Kína.
En alþjóða viðskiptasamningarnir sem Bandaríkin hafa tekið virkan þátt í um áratugi, hafa án nokkurs vafa -- einmitt haft þau áhrif, að tryggja Bandaríkjunum - vinsamleg, til mjög vinsamleg, eða í samhengi Kína a.m.k. friðsamleg - samskipti.
---En í tilviki Kína, þá er gróði Kína af viðskiptasamskiptunum við Bandaríkin augljós, og sá gróði einmitt tryggir það, að Kína fer ekki -meðan sá gróði er til staðar, að hefja einhver alvarleg átök við Bandaríkin.
---Sem þíðir að sjálfsögðu, að ef Kína er svipt þeim gróða, þá hverfur sú ástæða fyrir friðsamlega samvinnu við Bandaríkin innan alþjóða kerfisins.
---Síðan líklega verður Kalt-stríð, vegna þess að einhliða aðgerðir Trumps -- þ.e. háir verndartollar, en ég trúi ekki því að Kína samþykki kröfur hans, mundi líklega leiða til kreppu í Kína - sem þíddi sennilega að ráðamenn í Kína, hefðu ekkert annað val en að gera Trump að óvin og Bandaríkin sérstaklega, svo að reiði almennings í Kína er væri allt í einu orðinn atvinnulaus í miklum fjölda, mundi beinast út á við en ekki inn á við.
- Þessir sammningar eru m.ö.o. ekki síst mikilvægir á samskiptasviði Bandaríkjanna við önnur lönd!
Lítum nánar tiltekið á Víetnam vs. Bandaríkin, hvernig bæði lönd græða samtímis --> Málið er að viðskiptasamningar eru orðnir að einu megin valdatæki risaveldanna!
- Víetnam hefur nýverið af Obama verið heimilað að - kaupa bandarísk vopn.
--Víetnamar höfðu óskað eftir því um nokkurt skeið, að vopnasölubanni væri aflétt, fengu það ekki fram fyrr en nýverið.
--Það auðvitað blasir við, að ef maður gerir ráð fyrir því að samningurinn stuðli að því að Víetnam eflist efnahagslega <--> Þá stuðli samningurinn einnig að því, að Víetnam í vaxandi mæli í framtíðinni - kaupi bandarísk vopn. - Það er sennilega e-h til í því að e-h störf innan Bandaríkjanna geti tapast!
--Þetta er þ.s. andstæðingar viðskiptasamninga horfa alltaf á!
--Á hinn bóginn, þá koma önnur störf í staðinn -- en ekki endilega í sömu starfsgreinum; og ekki endilega innan sömu fylkja innan Bandaríkjanna heldur.
**T.d. munu innan Bandaríkjanna greinilega skapast ný störf í framleiðslu á vopnum.
--En ekki endilega bara þar, í Bandaríkjunum er margt framleitt - frá farþegavélum, sem Víetnamar örugglega kaupa einnig, yfir í bifreiðar - tækjabúnað af margvíslegu tagi - tölvur - hugbúnað -- lúxus varningur, o.s.frv.
--Víetnamar eignast mikið af dollurum <--> Það hvetur þá til að kaupa af Bandaríkjunum fyrir þá dollara. - Það má fastlega reikna með því, að aukin viðskipti Víetnams og Bandaríkjanna, bæti samskipti landanna 2-ja í framtíðinni - færi þau m.ö.o. nær hvoru öðru samskiptalega séð.
--Efling samskipta Bandaríkjanna við Víetnam - að sjálfsögðu einnig, skapar ný bandarísk áhrif í Víetnam, innan Víetnams í framtíðinni.
--Og auðvitað, það má reikna með því að Víetnam smám saman verði háðara Bandaríkjunum með aðgang að vopnum - og auðvitað, varahlutum í þau vopn.**Þessi samningur eflir því áhrif Bandaríkjanna!
- Síðasta atriðið - efling áhrifa Bandaríkjanna - er ekki síst mikilvægt.
- En flest þessara landa eru fyrir - bandamenn Bandaríkjanna, þó ekki öll!
- Samningurinn hefur m.a. þann tilgang -augljóslega- að þétta samskipti Bandaríkjanna við þessi lönd.
- Og ekki síður, með því að binda þau nánar við Bandaríkin efnahagslega -- má reikna með því, að þau í framtíðinni - verði líklegri til að fylgja sjónarmiðum Bandaríkjanna!
Höfum í huga, að þetta eru allt sjálfstæð lönd, og þau geta samtímis gert aðra viðskiptasamninga - við önnur lönd!
Kína er í lófa lagið, að gera eigin viðskiptasamninga við flest eða jafnvel, öll sömu lönd.
Þannig að í gegnum viðskiptasamningana -- byrtist að nokkru leiti - viðleitni Bandaríkjanna og Kína, í því að efla sín áhrif á önnur lönd.
Og samtímis, visst -reipitog- þeirra á milli.
Það er á hinn bóginn, fullkomlega friðsamleg nálgun á þeirra samkeppni.
Og því ekkert við það, þannig séð, að athuga.
Samtímis -geta 3.-lönd grætt á samkeppni- þeirra á milli, ef hún er á þessu formi.
- 3.-lönd, geta því ef þau nálgast málin með snjöllum hætti.
- Spilað á þessa samkeppni Kína og Bandaríkjanna.
- Ekkert að því, að löndin við Kyrrahafið - leitist eftir jafnvægi í samskiptum við risaveldin 2--einmitt með því, að gera viðskiptasamninga við þau bæði.
- Samtímis geta þau lönd einnig grætt efnahagslega á tilraunum risaveldanna til að efla samtímis sín áhrif - og sinn efnahag.
Ég er m.ö.o. að segja - að smærri löndin ættu alls ekki að horfa endilega neikvæðum augum á slíka viðleitni risaveldanna!
Með því að spila rétt úr sínum spilum, þá geta smærri lönd - spilað jafnvægisleik þarna á milli.
Kína getur haft mikil áhrif á það, hve náin bönd Víetnams og annarra SA-Asíu landa og Bandaríkjanna verða í framtíðinni
En áhugi Víetnams á bandarískum vopnum -- stendur í beinu samhengi við eflingu Kína á Suður-Kínahafi.
--Kortið að ofan sýnir - kröfur mismunandi ríkja í SA-Asíu til Suður-Kínahafs.
Kína hefur gengið sérlega hart fram til að tryggja sínar - hefur t.d. byggt upp a.m.k. 3-eyjar í Spratly skerjaklasanum, 2-þeirra eru þegar orðnar að her- og flotastöðvum.
Það sést einnig hvernig kröfur Kína - ná yfir nánast allt hafsvæðið.
--Kröfur sem standast ekki reglur Hafréttarsáttmálans --> Sem skýrir hvers vegna að sjálfsögðu Kína hefur verið að byggja upp fyrirfram andstöðu við úrskurð um hafréttarmál, sem Filipseyjar hafa óskað eftir.
- Með því að byggja upp flotastöðvar í Spratly klasanum.
- Samtímis og Kína hundsar kröfur nágranna landanna til svæðisins -- lætur sem nágrannalöndin eygi engan rétt.
- Beitir nálgun sem nefna má -- rétt hins sterka.
__Þá auðvitað er Kína þar með að skapa þær aðstæður, að Víetnam er í vaxandi mæli að óttast vaxandi veldi Kína.
**Sem er auðvitað hvers vegna - Víetnam vill aðgang að bandarískum vopnum.
- Mjög einfalt - því harðar sem Kína gengur á rétt granna sinna í SA-Asíu.
- Því betur mun Bandaríkjunum ganga við það verk, að efla sín áhrif innan SA-Asíu.
__Þá halla löndin sér að Bandaríkjunum, í viðleitni til að styrkja sig gagnvart Kína.
- Ef Kína heldur áfram með stefnu af þessu tagi - þá á einhverjum enda, verður uppskeran sú að Bandaríkin -- græða nýjan bandamann.
En ef maður ímyndar sér - að Kína mundi sýna meiri sáttfýsi um Suður-Kínahaf.
Og samþykkti einhvers konar skiptingu þess svæðis, eða sameiginlega nýtingu í samvinnu við nágranna löndin.
--Og gætti sín betur að því, að skapa ekki ótta í þeim löndum.
- Þá mundu þessi lönd mun síður hafa ástæðu til að -- halla sér að Bandaríkjunum.
Niðurstaða
Málið er að heimurinn græðir á samkeppni milli risaveldanna -- í formi viðskiptasamninga!
Meðan að þeirra samkeppni er fremur þar, en á formi vopnakapphlaups.
--Þá stuðlar sú samkeppni að bættum lífskjörum í heiminum, og framþróun í tækni.
Það að Bandaríkin geri TPP -- þíðir ekki að samtímis geti ekki Kína gert aðra samninga við mörg sömu landa eða jafnvel þau öll.
Fyrir lönd sem taka þátt í slíkum samningum -- er einmitt snjallt að hafa samninga af slíku tagi við bæði risaveldin.
Þannig geta smærri lönd, tryggt visst jafnvægi í samskiptum.
Meðan að þau samtímis græða á viðskiptum við risaveldin 2.
- Ef aftur á móti samkeppnin fer yfir í vopnakapphlaup, og upphleðslu spennu.
- Þá gegna þeir samningar - öðru hlutverki.
- Að efla samskipti og efnahag landa -- sem annaðhvort þegar eru bandalagsþjóðir, eða - líklegar bandalagsþjóðir.
Það er undir báðum risaveldunum komið -- hvor þróunin verður ofan á!
- En hvorki Kína.
- Né Bandaríkin.
- Gera þessa samninga -- til að tapa á þeim.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 12
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 858791
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning