18.6.2016 | 03:31
Rússnesku frjálsíþróttafólki bönnuð þátttaka á ólymplýuleikunum í Ríó
Skv. nýrri rannsóknarskýrlu á vegum Alþjóða-ólympýuhreyfingarinnar - Status update concerning Russian testing - koma fram alvarlegar ásakanir um áframhald skipulagðra brota rússneskra íþróttamanna.
En samkvæmt skýrslu um málið sem kom fram í fyrra - THE INDEPENDENT COMMISSION REPORT - þá er talið að rússnesk stjórnvöld hafi tekið virkan þátt í svindlinu, þar á meðal - rússnesku leyniþjónustunni verið beitt.
Ef fólk segir þetta ósanngjarna aðdróttun að Rússlandi, bendi ég á að Pútín á sl. ári lét loka rannsóknarstöðinni, þ.s. þvagsýni íþróttamanna voru rannsökuð og bauðst til að láta framkvæma opinbera rannsókn á vegum rússneskra stjórnvalda: Russia shuts Moscow lab after doping report - Vladimir Putin seeks to head off Russian ban for doping scandal.
- Með þeim aðgerðum, að sjálfsögðu viðurkenndi hann þá, að alvarlegt svindl hafði verið í gangi --> Sjá einnig færslu um málið: Magnað - Rússland hefur verið sett í allsherjar bann innan frjáls íþróttaheimsins.
Mat þeirra sem rannsaka málið af hálfu Alþjóða ólýmpýuhreyfingarinnar, er m.ö.o. að skipulagt svindl á vegum rússneskra stjórnvalda haldi enn áfram!
Þar af leiðandi, sé ekki unnt að treysta því - að rússneskt íþróttafólk sé ekki gangandi fyrir ólöglegum lyfjum.
Þar af leiðandi væri það ósanngjarnt fyrir íþróttafólk annarra þjóða - ef rússnesku frjálsíþróttafólki væri heimiluð þátttaka í Ríó.
Olympic Ban Adds to Russias Culture of Grievances
Russias Track and Field Team Barred From Rio Olympics
Það kom að sjálfsögðu engum á óvart - þegar ásakanir komu strax fram frá rússneskum stjórnvöldum, að bannið væri - pólitístk.
Sjálfsagt munu rússneskir fjölmiðlar fjalla um það með þeim hætti - að það sé enn ein "meint" sönnun þess, að Rússland sé undir stöðugum ofsóknum.
Í stað þess að taka á málinu, og hætta að beita skipulögðu svindli - þá beiti einræðisherrann í Kreml, málinu líklega fyrir vagn sinn með þeim hætti - að nota það til þess að æsa frekar en orðið er almenning í Rússlandi til reiði; vegna meintrar ósanngjarnrar meðferðar umheimsins á Rússlandi.
- Og fullkomlega fyrirsjáanlega - munu fylgismenn línunnar frá Kreml.
- Taka upp þá væntanlegu línu Kremlverja, að ákvörðun Alþjóðahreyfingar ólýmpýskra íþróttamanna, sé þáttur í -meintu- samsæri Vesturlanda - þá sérstaklega Bandaríkjanna, gegn Rússlandi.
- Má væntanlega reikna með því - að fulltrúar Kremlverja á netinu, muni nú verja með miklum móð næstu daga og vikur, þá fyrirsjáanlegu afstöðu ráðamanna í Kreml -- að Rússland sé órétti beitt.
Niðurstaða
Það er algerlega einstakur atburður í ólýmpýusögunni, að heil þjóð sé bönnuð frá þátttöku í frjálsíþróttum á ólýmpýuleikum.
Þetta stafar væntanlega ekki síst af -- vaxandi andstöðu við lyfjamisnotkun í heiminum.
Þó það sé rétt sú mótbára - að lyfjasvindl sé mun víðar stundað en í Rússlandi.
Þá virðist það hafa verið mun umfangsmeira en þekkist annars staðar, og að auki -- að þátttaka stjórnvalda í svindlinu, beiting þeirra á leynistofnunum til að styðja við svindl íþróttamanna sinna - hafi skapað rússneska svindlinu óneitanlega sérstöðu.
- Ég bendi fólki á að opna hlekkina á skýrslurnar að ofan!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Nýjustu athugasemdir
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Sammála þér Einar en það mætti bæta við að Trump er algjör meis... 7.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Grímur Kjartansson , nema að Trump fer akkúrat öfugt að -- tala... 6.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Þú hefur heyrt um speak softly and carry a big stick Ef sölu... 6.11.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 27
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 622
- Frá upphafi: 855886
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 580
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegasta klásúlan í þessu apaspili er að einstakir Rússneskir íþróttamenn geta fengið aðgang að leikunum ef þeir sanna sakleysi sitt.
Allir eru sjálfkrafa sekir,en mönnum er samt náðarsamlegast gefiinn kostur á að sanna sakleysi sitt.
.
Þetta segir okkur að gamla réttarkerfið okkar var ekki svo vitlaust ,þar sem galdramönnum var gefinn kostur á að sanna sakleysi sitt. Sönnunarbirgðin var reyndar svolítið þung og leiddi gjarnan til dauða sakborningsins.
Það er ánægjuefni að þessar gömlu aðferðir eru hafnar til vegs og virðingar aftur og mér finnst eiginlega að forfeður okkar hafi fengið uppreisn æru eftir að aðferðir þeirra hafa fengið alþjóðlega viðurkenningu.
Þessi málalok eru að sjálfsögðu eðlileg fyrir fólk sem er haldið rasisma gagnvart Rússum.
Að sjálfsögðu eiga þeir ekki skilið réttarvernd eins og fólk sem er 100% mannlegt.
Borgþór Jónsson, 18.6.2016 kl. 10:09
Boggi, það er vegna þess að það er mat alþjóða samtakanna, að skipulagt svindl á vegum rússn. stjv. sé enn í gangi!
Þar af leiðandi þá sé það mat samtakanna, að allir rússn. íþróttamenn séu undir grun - og það mat þeirra; að ef ekki er unnt að sanna að viðkomandi hafi ekki tekið þátt í lyfjaprógrammi rússn. stjv. --> Þá sé viðkomandi í banni ásamt öllum rússn.
---Klásúlan er sett fram, ef einhverjir rússn. íþróttamenn hafa dvalist erlendis t.d. árum saman, og þeirra þjálfunarprógramm er í reynd rekið í erlendu landi!
Þá ætti viðkomandi að geta sýnt fram á <--> Að vera ekki undir hinu opinbera rússn. prógrammi, sem talið er af samtökunum halda uppi skipulögðu svindli.
Það verða kannski því, örfáir rússn. íþróttamenn í Ríó.
Varðandi -réttarvernd- þá er málið undir stjórn "Alþjóða ólýmpýusamtakanna" sem virðast hafa þetta vald, þ.e. ráða yfir ólympýuleikunum, og hafa þá það vald að banna einstakar þátttöku þjóðir -- sem leiði þá fram, bann á íþróttafólk þeirra þjóða!
Rök þín stæðust, ef um væri að ræða -- heimsmeistaramótið.
En heimsmeistaramótið, ólíkt ólympýuleikunum -- snýst um samkeppni einstakra íþróttamanna eingöngu.
----Þá væri þetta rétt hjá þér, að það þyrfti að sanna mál hvers og eins íþróttamanns fyrir dómi!
**En það einfaldlega á ekki við í tilviki ólympýuleikanna að svo þurfi.
Ólympýuleikarnir, alltaf verið - þjóðamót.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.6.2016 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning