Áhugaverð viðbrögð rússnesks varaforseta rússneska þingsins við átökum rússneskra knattspyrnubulla við aðdáendur enska landsliðsins

Óhætt að segja að viðbrögð Igor Lebedev hafi vakið nokkra athygli -- en í stað þess að fordæma þátt rússneskra knattspyrnubulla í átökum við aðdáendur enska landsliðsins; þá er vart unnt að skilja orð hans með öðrum hætti - en að hann hvetji rússnesku knattspyrnubullurnar til dáða.

Videó af atburðinum sem varð til þess að rússneska landsliðið fékk -gula spjaldið- frá evrópska knattspyrnusambandinu -- Eins og sést undir lok þess, þá byrja enskir aðdáendur flótta undan rússnesku bullunum, með því að klifra yfir grindverk -- Sjónarvottar virðast almennt sammála því, að rússnesku bullurnar hafi ráðist að þeim hluta stúkunnar þ.s. aðdáendur enska landsliðsins sátu!

Auðvitað gilti annað um átök hópanna tveggja -- fyrir leikinn, þ.s. ójóst er, hvor hópurinn átti upptökin -- sjá annað videó -- Ég held að rússneski hópurinn sé sá hópur er virðist klæddur í svarta boli, meðan að enski hópurinn sé klæddur margvíslegum litum!

Euro 2016: Russian official tells hooligans 'well done lads, keep it up' after Marseilles violence

Moscow football official to violent fans: well done lads, keep it up!

Ég virkilega get ekki séð það fyrir mér það geta gerst!
Að varaforseti íslenska þingsins - og samtímis einn háttsettasti einstaklingurinn innan knattspyrnusambandsins, mundi bera blak af hópi íslenskra aðdáenda - ef þeir hefðu gerst sekir um ólæti, hvað þá að hvetja þá til dáða!

  1. “I don’t see anything wrong with the fans fighting. Quite the opposite, well done lads, keep it up!
  2. “I don’t understand those politicians and officials who are criticising our fans. We should defend them, and then we can sort it out when they come home.
  3. “What happened in Marseille and in other French towns is not the fault of fans, but about the inability of police to organise this kind of event properly.
  4. “Our fans are far from the worst; it’s unclear why a lot of media are trying to say our fans’ actions were shameful. You should be objective. If there had been no provocation from English fans, it’s unlikely our fans would have got into fights in the stands.”
  • "...in comments given to the news website life.ru." - “In nine out of 10 cases, football fans go to games to fight, and that’s normal. The lads defended the honour of their country and did not let English fans desecrate our motherland. We should forgive and understand our fans,”

Magnað eiginlega!

Mjög sérstakt að einn háttsettasti einstaklingurinn innan rússneska knattspyrnusambandsins, hafi slík viðhorf.

_________Rétt að benda á að "ráðherra íþróttamála" í Rússlandi, Vitaly Mutko - tók allt annan pól í hæðina: Russian minister says violent fans brought shame on country.

  • Þessi senna innan Rússlands -- vekur samt sem áður nokkurn ugg, í ljósi þess að Rússland heldur Evrópumótið 2018.

 

Niðurstaða

Knattspyrnubulla-hegðan sú sem rússneskir og enskir aðdáendur sýndu -- er að sjálfsögðu báðum þjóðum til skammar. Á hinn bóginn, þá kom enginn sem gegnir háttsettu embætti í Bretlandi - ensku bullunum til varnar. Meðan að óhætt sé að orð eins af helstu forsvarsmönnum rússneska knattspyrnusambandsins og að auki, eins af varaforsetum rússneska þingsins - veki athygli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri rasistinn ... þegar maður les þetta rugl, þá skilur maður vel af hverju maður gekk og útrýmdi nasistum. Eða af hverju Evrópa hefur aldrei haft frið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 01:43

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Og þú er meiri rugludallurinn.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.6.2016 kl. 08:23

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er farin að hallast að því að þessar Rússnensku bullur séu hermenn sem Putinn sendi og verða til taks ef einhvað kemur upp vegna ISIS. Bullurnar myndu vera yfirskin en aðrir myndu ganga til verks samkvæmt skipun leyniþjónustunar en við erum að tala um einhverja tugi þúsunad manna sem fóru inn í Frakkland. Hver veit.   

Valdimar Samúelsson, 15.6.2016 kl. 08:32

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Valdimar,mér finnst mjög líklegt að það hafi verið einhverjir menn frá Speznas í kringumm leikinn vegna þess að ISIS hafði sent út hótun um að fremja hryðjuverk á akkúrat þessum leik.

Það er jafnvel ekki með öllu óhugsandi að þeir hafi verið þar með leyfi Franskara yfirvalda.

Speznas er hinsvegar örugglega ekki í slagsmálum á götum úti,þessir kallar eru alla jafna ekki mjög sýnilegir.

.

Illu heilli eru Rússneskar fótboltabullur frekar hvimleiðar þó þær séu ekkert verri en til dæmis Breskar Ítalskar Úkrainskkar,Albanskar og ég tala ekki um Serbneskar sem eru í nokkrum sérflokki í þessari grein.

Það er annars umhugsunarefni af hveerju er tekið með slíkum silkihönskum á þessum mönnum almennt.

.

Það er hinsvegar orðið tímabært að það sé hætt að ofsækja Rússneska íþróttammenn. Þessi átök sem urðu fyrir leikinn og á leikvannginum eftir hann voru á engann hátt einstök og Rússnesku fótboltamennirnir tóku engann þátt í þeim. Þeir voru bara að fagna að hafa náð jafntefli við Englendinga.

Það ber líka að hafa í huga að Rússarnir börðust ekki við sjálfa sig og að Englendingarni höfðu haldið uppi óeirðum í tvo daga fyrir leikinn.

Þetta er sennilega einsdæmi að liði hafi verið refsað svona grimmilega fyrir átök af þessu tagi.

Við getuumm tekið til samanburðar tvo leiki í undankeppninni

.

Leikur Serbiu og Albaniu í Albaníu.

Bróðir forsætisráðherra Albaníu sendir drón yfir völlinn með Albanska fánanum hangandi niður.

Einn Serbneski leikmaðurinn nær fánanum og dregur hann niður á jörð.

Leikmenn Albaníu ráðast á leikmenn Serbíu og eftir nokkur slagsmál milli leikmanna ryðjast áhorfendur inn á völlinn og berjast þar ásamt leikmönnum. 

Leikmenn Serbíu yfirgefa völlin í gegnum hríð af flöskum og öðru drasli

Leikurinn er flautaður af ,Serbum dæmdur sigur og bæði lið borga 100.000 evru sekt.

Ekki virðist hafa þótt ástæða til að refsa Albönsku leikmönnunum fyrir að ráðast á þá Serbnesku.

Albanía leikur nú í úrslitamótinu held ég.

Leikur Rússlands og Svartfjallalands í Svartfjallalandi.

Þegar nokkuð er liðið á leikinn skjóta Svartfellskir áhorfendur flugeld í hausinn á Rússneska markverðinum.

Leikurinn er stoppaður og skift um leikmann,ekki virðist hafa þótt við hæfi að grípa til einhverskonar aðgerða í þessu sambandi,enda leikmaðurinn Rússneskur.

Þó undarlegt sé kemur ekki til átaka á leikvanginum, en Svartfellskir áhorfendur halda áfram að láta draslinu rigna yfir hinn nýja markvörð Rússlands.

Að lokum þykir þetta ekki hægt lengur og leikurin er stöðvaður á 68.mínútu.

Rússum er dæmdur sigur í leik sem þeir voru að vinna hvort sem er.

Svartfellingar eru dæmdir til að greiða 50.000 evru sekt og "surprisingly" rússar er dæmdir í 25.000 evru sekt.

Ekki virðist hafa þótt við hæfi annað en að refsa Rússum úr því þeir voru þarna á annað borð.

.

Þó að Rússar séu ekki kynþáttur sýnir þetta einhverskonar rótgróinn Rasisma gagnvart Rússneskumælandi fólki.

Þetta getur að líta mjög víða,til dæmis virðist ESB sem allajafna er vant að virðingu sinni ,sætta sig ágætlega við að Rússneskumælandi fólk í sambandinu sé svift grundvallar mannréttindum og að Úkrainskir nasisar undie verndarvæng ESB drepi rússneskumælandi fólk unvörpum í eigin landi.

Einar síðuhafi er svo ákafur talsmaður þess að Úkrainumenn borgi ekki skuldir sínar í Rússlandi ,enda skuldareigandinn af þessum óæðri kynnþætti.

Hann er reyndar að burðast við að færa einhver rök fyrir þessu,en þau eru alveg hriplek og ég tel alveg óhugsandi að hann trúi þeim sjálfur

Líklega má að einhverjuu leyti rekja þetta til áróðursmaskínu Nasista sem hélt því ákaft á lofti að Rússar væru hálfmenni.

Rússar væru ekki mennskir nema að hluta og því ásættanlegt að meðhöndla þá eins og dýr eða jafnvel verr.

.

Borgþór Jónsson, 15.6.2016 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband