14.6.2016 | 00:00
Fjöldamorð í Bandaríkjunum - nánast sem gjöf til Trumps
Eins og flestir fjöldamorðingjar sem ég hef séð myndir af, er ekkert sérstakt að sjá á myndinni einni saman - að þarna fari einstaklingur sem á eftir að myrða 50 manns.
Omar Mateen -- að því er best verður séð, virðist hafa verið yfirkominn af hatri á hommum, og morðið fór fram á vinsælum samkomustað homma og lesbía: Omar Mateen: From Early Promise to F.B.I. Surveillance -- Orlando Aftermath: Red Flags, Yet Legally Able to Buy a Gun.
Merkilegt hvernig margir af fjöldamorðingjum þeim sem hafa drepið fólk innan Bandaríkjanna með skotvopnum, hafa áður vakið athygli yfirvalda vegna hegðunarferlis utan við það venjulega, en samt getað fjárfest í skotvopnum með löglegum hætti.
Eins og mátti búast við - hefur Trump að nýju kallað eftir algeru banni á múslima að setjast að í Bandaríkjunum!
Donald Trump Seizes on Orlando Shooting and Repeats Call for Temporary Ban on Muslim Migration
- "I said this was going to happen and it is only going to get worse, Mr. Trump said in a statement, arguing that Mrs. Clintons presidency would mean hundreds of thousands more Middle East migrants."
- And we will have no way to screen them, pay for them, or prevent the second generation from radicalizing,
Frekar auðvelt að spá því -- að aftur verði framið fjöldamorð innan Bandaríkjanna með skotvopnum - þ.s. þau gerast með örfárra ára fresti að meðaltali.
--Alveg séns að einhver þeirra fjöldamorðingja verði Íslamtrúar eða ættar.
Omar Mateen var ekki innflytjandi - heldur fæddur á bandarískri grundu, þ.e. 2-kynslóð innflytjenda frá Afganistan.
- Rétt að benda á, að fólk af múslímskum ættum er einungis um -- 0,5% Bandaríkjamanna.
-----------Annars er mjög erfitt að henda reiður á stefnu Trumps!
T.d. í stefnuræðu sinni um utanríkismál, þá talaði hann um að -- standa með bandamönnum Bandaríkjanna, að Obama hefði ekki gert nóg af því - sem væri til skammar.
Í þeirri ræðu, kemur hvergi fram -- hvaða lönd akkúrat hann á við.
Fyrir utan að hann talar mikið um Ísrael - þörf á að styðja betur við það land!
Sjá ræðu: Ræðan hans Trump -- fullur texti.
- Rétt að benda á - fyrir utan Ísrael, eru hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna; Saudi Arabía og Egyptaland - innan Miðausturlanda!
Ég hef því nokkrum sinnum velt því fyrir mér -- hvort eða að hvaða leiti, Trump hugsar sína stefnu í stærra samhengi!
---Eða hvort þetta eru einfaldlega "sound bites" sem hann hendir fram, og telur falla í kramið - í það sinnið.
- En hvernig mundi hann ætla að bæta samskipti sín - við Egyptaland og Saudi Arabíu?
- Samtímis og hann fordæmir Múslima almennt, og lokar landinu fyrir þeim?
-------Minnir mig reyndar á annan tvískinnung!
- Hvernig hann ætlar sér samtímis að bæta samskiptin við Kína?
- Og endursemja við Kína um viðskipti -- með þeim hætti er mundi gera viðskiptakjörin við Bandaríkin miklu mun óhagstæðari en áður fyrir Kína?
--Þessu mundi fylgja hótun af hans hálfu, um einhliða verndartolla, ef Kína mundi ekki beygja sig fyrir hans vilja.
Ég held að hann mundi þurfa að velja! Ef maður ímyndar sér hann -- forseta!
- Annaðhvort að bæta samskiptin við hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna meðal Múslima landa -- eða láta þau til muna versna: Hann geti ekki gert hvort tveggja í senn.
- Annaðhvort að bæta samskiptin við Kína, eða færa þau til mun verri vegar: Sama eigi við, að hann þurfi að velja á milli mjög sennilega betri samskipta, og hans stefnu um stórfellda tilfærslu viðskiptakjara við Kína!
- Ef hann mundi velja mjög harða stefnu gegn Íslam -- þá líklega uppsker hann fyrirlitningu og skipbrot samskipta við hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna meðal Múslimalanda.
- Og ef hann velur að -- færa viðskiptakjör Kína við Bandaríkin til mun verri vegar, þá sé ég ekki hvernig hann kemst hjá því - að samskiptin við Kína bíði harkalegt skipbrot.
- Það áhugaverða er að sjálfsögðu -- að samtímis það gerist, að samskipti Saudi Arabíu og Bandaríkjanna, bíða skipbrot -- og samskipti Bandaríkjanna við Kína, einnig gera það.
- Þá gæti Trump hleypt Kína upp í rúmið hjá Saudi Arabíu.
**Ég hef heyrt þær kenningar er halda því fram, að ef Saudar hætta að selja olíu í dollurum, þá hrynji dollarinn!
**Ég hef ekki endilega trúað á það að ef t.d. Saudar selja olíuna sína í renminbi, þá muni það gerast -- að dollarinn mundi hrynja.
- En Trump gæti hugsanlega náð a.m.k. fram þeirri framtíð -- að Saudar söðli yfir í renminbi.
- Og í kjölfarið, gerst --- handgegnir Kína.
Það væri auðvitað -- mjög verulegt strategískt valda-áfall fyrir Bandaríkin.
Ég efa reyndar að það hefði afdrifaríkar afleiðingar á virði dollarsins.
En það væri gríðarlegur strategískur -heimsvaldagróði- fyrir Kína, að verða verndari Saudi Arabíu -- í staðinn fyrir Bandaríkin.
- Valdastaða Bandaríkjanna -- gæti veikst umtalsvert í kjölfarið.
- En -öfugt við fullyrðingar þeirra sem halda fram "olíudollarakenningunni"- þá tel ég að bandalag Sauda og Bandaríkjanna - - hafi alltaf einkum snúist um völd.
- Hervernd Bandaríkjanna, styrki völd Sauda og hafi gert, samtímis þá styrki aðstaðan við Persaflóa og umsjón yfir siglingum þ.s mesta olíuverslun heims fer fram, með margvíslegum hætti - völd Bandaríkjanna.
---Fyrir utan þetta, hafa Saudar eignast gríðarlega dollarasjóði, sem þeir ávaxta í Bandaríkjunum, og sem einnig skapa þeim töluverð peningaleg völd innan Bandar.
Rétt að benda á að Kína er stærsti einstaki fjárfestirinn í olíuiðnaðinum innan Íraks.
Sem er kaldhæðið í ljósi þess, að Nýíhaldsmenn Bush - ætluðu að færa íraska olíuiðnaðinn til bandar. fyrirtækja -- ekki kínverskra.
- Ef Trump -sem forseti- mundi gera Íslam hatur eitt af hans megin stefnumálum, þá gæti það einnig skapað Kína -- tækifæri í Egyptalandi, þ.s. Súesskurðurinn er!
- En þegar hefur Kína kynnt mikil fjárfestingaráform í Djibútí, landið sem er við enda Rauða-hafs, en Súesskurðurinn er við N-enda þess hafs.
------Ég sé m.ö.o. fyrir mér að hatursstefna Trumps á Múslimalöndun, gæti fært Kína á silfurfati mjög mikla valdastöðu!
**Sem Bandaríkin í dag ráða yfir!
Ég er ekki alveg að átta mig á því -- hvernig það fer saman við það að gera Bandaríkin - mikil á nýjan leik!
Niðurstaða
Hræðilegur glæpur fjöldamorðið í Bandaríkjunum, og ljóst að Trump ætlar að nota það í kosningabaráttunni á næstunni.
Hvað stefnu hans varðar, þá veit maður aldrei í reynd hvað mikið er að marka hugmyndir Trumps um stefnu. Fyrir utan það að það má líklega gera því skóna -- að hann virkilega meini hugmyndir sínar í viðskiptamálum! En skv. umfjöllun The Economist um stefnu Trumps, þá hefur Trump lengi haft hugmyndir í þá veru: American politics: Trumps triumph.
Þannig að Trump forseti, líklega og án lítils vafa, hefur viðskiptastríð við Kína, í kjölfarið hrynja samskipti Kína og Bandaríkjanna á mjög lágt plan - þróun yfir í Kaldastríðs átök milli risanna tveggja, gæti þá orðið - mjög hröð.
---Í slíku samhengi mundi Kína án einskis vafa, vera til í að notfæra sér sérhvert það tækifæri sem Trump mundi skapa Kína, til að höggva inn í valdastöðu Bandaríkjanna inna Miðausturlanda!
Ef í samhengi við stórfellt niðurbrot í samskiptum við Kína -- Trump mundi einnig stuðla að stórfelldu niðurbroti í samskiptum við Múslimaríki -- gæti innreið Kína inn í núverandi stöðu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum gerst með ógnarhraða!
---En Kína mundi örugglega ekki hika við það verk að bjóða einræðisherrum Araba -- vopn á niðursettu verði, eins og Sovétríkin á árum áður gerðu.Auk hagstæðra kjara á lánsfé!
Ég man vel eftir því hvernig ástandið var í Kalda-stríðinu er Arabalöndin voru vopnuð af Sovétríkjunum -- en þá a.m.k. áttu Vesturlönd alltaf Persaflóa á móti.
Ef Trump verður forseti -- gæti næsta Kaldastríð hafist í til muna veikari valdastöðu, með arabaríkin studd með kínv. vopnum - Kína einnig með Persaflóa!
---Ef samskipti Múslimalanda og Vesturlanda hrynja, þá gæti skapast mjög hættulegt ástand við Miðjarðarhaf á mjög mjög skömmum tíma - Kína með kannski raun eign á Súerskurðinum.
Með Múslimalönd fjármögnuð og vopnuð af Kína.
Auðvitað ef þess fyrir utan, Trump mundi framkvæma sitt hótaða "walk away" þ.e. færa lið Bandaríkjanna frá Evrópu - hætta að verja hana!
---Gæti Rússland riðið á vaðið samtímis og Kína gengur á að sínu leiti, og rutt borðið innan Evrópu -- endurreist Járntjaldið a.m.k. að hluta um sömu lönd og áður!
Þá yrði staða Evrópu -- enn veikari, ef Rússland yrði samtímis bandamaður Kína í því nýja Kalda-stríði, að Trump hefði stuðlað að því að "landamæri NATO" væru miklu lengra í Vestur en þau í dag eru!
- V-Evrópa yrði þá sem -- umsetin.
--Hugsanlega í miklu erfiðari stöðu en í síðasta Kaldastríði.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Nýjustu athugasemdir
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Sammála þér Einar en það mætti bæta við að Trump er algjör meis... 7.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Grímur Kjartansson , nema að Trump fer akkúrat öfugt að -- tala... 6.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Þú hefur heyrt um speak softly and carry a big stick Ef sölu... 6.11.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 4
- Sl. sólarhring: 439
- Sl. viku: 599
- Frá upphafi: 855863
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 559
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trump telur að menn sem eru íslamistar séu líklegri til að fremja hryðjuverk en þú eða ég Einar. það er blákaldur sannleikur enn ekki bull og vitleysa eins þú virðist halda. Þannig eru morðin í Orlando ekki einangrað atvik og einhver happafengur fyrir Trump heldur vandamál sem þarf að takast á við. Hans aðferðir eru kannski ekki réttar en hann er þó að reyna en segir ekki eins og óviti að íslam sé ekki vandamálið.
https://www.thereligionofpeace.com/attacks/attacks.aspx?Yr=Last30
List of Islamic Terror: Last 30 Days 217 Islamic attacks in 32 countries,
in which 2186 people were killed and 2172 injured.
Guðmundur Jónsson, 14.6.2016 kl. 15:12
Ég skil nú ekki hvernig það hefur farið fram hjá þér að ástandið í Miðjarðarhafslöndunum er mjög slæmt og vandséð að það gæti orðið verra undir áhrifum Kínverja.
Eftir manúveringar Bandaríkjanna á þessu svæði síðustu vo áratugi eru að minnsta kosti fimm ríki í algerri upplausn með ónýta innviði,meira en milljón manns liggja í valnum og milljónir manna eru á flótta.
Ég veit satt að segja ekki hvernig Kínverjar eiga að toppa þetta.
.
Áratuga stuðningur Bandaríkjamanna við öfgaöfl,öðru nafni hryðjuverkamenn, á svæðinu hefur leitt af sér hörmungar fyrir íbúana sem eru engu líkar.
Áhrifanna er nú farið að gæta í Evrópu með vaxandi straumi flóttamanna og fyrirsjáanlegri upplausn sem því fylgir.
.
Áhrif Kínverja hafa verið að aukast á þessu svæði sem öðrum og áhrif þeirra munu óhjákvæmilega koma til með að aukast í framhaldinu. Svör Bandaríkjamanna eru hefðbundin ,hernaðarofbeldi,fjárhagslegt ofbeldi,mútur og ógnanir.
Eftir fall Sovétríkjanna skiftu Bandaríkjamenn alfarið yfir í þessi vinnubrögð,en lögðu alfarið af samninga og diplomatiu.
Nú er svo komið að það eru engir samningamenn eða dimplomatar í Bandaríkjunum og öll mál eru leyst með ofbeldi af einhverju tagi.
.
Þetta dugar hins vegar ekki lengur,sá tími er liðinn.
Komin eru upp tvö veldi sem sætta sig ekki við einveldi Bandaríkjanna.
Kína sem er stórveldi á sviði viðskifta og Rússland sem er herveldi sem Bandaríkjamenn verða að taka tillit til.
Evrópa sem virðist vera alveg undir hælnum á Bandaríkjamönnum vinnur svo sífellt á móti eigin hagsmunum með því að hrekjast endalaust undan offorsi herrana í vestri.
Pólitíska elítan í Evrópu er ótrúlega veik,hún hefur ekki einu sinni einurð til að standa upp í hárinu á Erdogan
hvað þá Bandarísku oligörkunum.
Hlutverkin hafa einhvernveginn snúist við ,í staðinn fyrir að Tyrkland og Úkraina aðlagi sig að ESB er ESB farið að aðlaga sig að þessum löndum. Þetta er ótrúleg staða.
.
Tilkoma Trums í embætti mundi sennilega ekki breyta miklu.
Viðskiftastríð Bandaríkjanna er óhugsandi af ýmsum ástæðum,en líklega mundi Trump reyna að halda uppi stífari stefnu gagnvart Kína sem gæti líklega komið sér ílla fyrir alþjóðafyrirtæki.
Þar sem alþjóðafyrirtækin eiga flesta þingmennina ,nánast alla fjölmiðlana og mest allt fjármagnið er ekki líklegt að honum verði mikið ágengt í því.
Trump verður í þeirri stöðu að verða að bakka út úr flestum þeim stóryrðum sem hann hefur viðhaft í kosningabaráttunni.Það þarf mikið að gerast áður en Bandarískir þingmenn fari að greiða atkvæði gegn eigendum sínum.
Eina sem Trump gæti gert er að draga úr sjálftöku vopnaiðnaðarins úr Bandaríska ríkissjóðnum og þar liggur einmitt hundurinn grafinn þegar kemur að andstöðu kerfiskallanna við hann,og fjölmiðlanna.
Málið snýst eingöngu um sjálftöku stórfyrirtækja úr bandaríska ríkissjóðnum og reglur sem ívilna þessum fyrirtækjum umfram önnur og hamla samkeppni.
Þetta lið hefur nú snúið sér til Hillary Clinton,enda hafa þeir góða reynslu af sífelldu hernaðabraski hennar um allann heim.
Trum er leiðinlegur kjaftaskur sem á ekkert erindi í að vera forseti,en ég get ekki séð að hann sé neitt hættulegur.
.
Varðandi Járntjaldið sem þér er svo hugleikið.
Í Rússlandi er nú við stjórnvölinn fólk sem er mjög Evrópusinnað og hefur mikinn áhuga á auknu samstarfi við Evrópu.
Samvinna Evrópuríkja við Rússland er hins vegar eitur í beinum Bandaríjamanna og þegar sambúð þessara þjóða fór að batna byrjuðu þeir að gera allt til að spilla fyrir þeirri sambúð.
Eina Járntjaldið í Evrópu núna er járntjaldið sem Bandríkjamenn eru núna að koma fyrir í formi hergagna á landamærum Rússlands til að klúfa Evrópu í tvennt.
Bandaríkjamenn ætla ekki að líða að það verði til eining sem gæti staðið upp í hárinu á þeim efnahagslega.
Evrópskir "ráðamenn" eru svo aumir að þeir standa álengdar og horfa á að hagsmunir Evrópubúa eru fótum troðnir og aðhafast ekkert.
Sama gegnir um flóttamannavandann.
Eftir áratuga manndráp og þjóðfélagseyðingu í Miðausturlöndum flykkjast nú milljónir flóttamanna til Evrópu.
Trump eða enginn Trump,Bandaríkjamenn taka ekki við flóttamönnum af þessu tagi,þeim dettur ekki í hug að gera það enda er það mjög óráðlegt.
Sumir blaðra um að gera það til að sýnast umhyggjusamir,en það dettur engum þar í hug að gera alvöru úr því.
Trump hefur ekki verið ráðandi í USA á síðustu áratugum
Vesaldómurinn í þessum svokölluðu forystumönnum Evrópu er slíkur að þeir reyna ekki einu sinni að anda frá sér ósk um að USA taki með einhverjum hætti þátt í að bera kostnaðinn af þessum ævintýrum þeirra.
Þeir leggja bara byrgðarnar á okkur,og Evrópa er í upplausn.
Það er meira segja svolítið fyndið, að síðan Tyrkir fóru að stjórna flóttamannastraum til Evrópu hafa þeir sigtað út mest allt menntafólk og iðnaðarmenn og sent áfram fólk sem er ómenntað með öllu,fatlað andlega eða líkamlega eða óhæft til að lifa í nútímasamfélagi á annan hátt.
Merkel mjálmaði eitthvað út af þessu,en hætti svo bara.
Hún hefur engin bein til að fylgja neinu eftir.
Borgþór Jónsson, 14.6.2016 kl. 16:13
Það voru Samkynhneigðir sem létu vita að þeir vildu kjósa Trump Ég vil Trump líka hann mun aldrei geta látið meimin versna.
Valdimar Samúelsson, 14.6.2016 kl. 21:23
Guðmundur Jónsson,
Það eru ekki allir Múslimar --- Íslamistar.
Trump gerir engan greinarmun á Múslima - og Íslamista.
__Svona svipað og ef einhver reyndi að skilgreina alla kristna menn, sama tóbakið -- og þá fámennu öfgamenn sem öðru hvoru innan Bandaríkjanna ráðast á sjúkrastofnanir þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar!
Sannleikurinn er sá -- að það eina sem nálgun Trumps mundi afreka, væri að -- auka við hryðjuverkavandann!
En slík nálgun -- þ.e. skipulagðar ofsóknir gegn öllum Múslimum jafnt -- væri einmitt stórfelld greiðasemdi við - hópa öfgasinnaðra Íslamista.
En þeir vilja einmitt -- að Vesturlönd, bregðist við með sambærilegum hætti, og Trump vill.
Slík viðbrögð væru, að vinna vinnuna fyrir Íslamistana -- sem felst einmitt í því að útbreiða hatur gegn Vesturlöndum, gegn Evrópumönnum og íbúum N-Ameríku.
Þessar hugmyndir hans, þ.e. Trumps -- eru þvert á móti gott dæmi um þá svakalegu forheimsku sem einkennir hugmyndir Trumps -- eiginlega sama hvert sem litið er.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.6.2016 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning