Sannarlega áhugaverðar rannsóknir á niðurdælingu CO2 til að binda það í stein

Að binda CO2 í stein, er varanleg varðveisluaðferð, vegna þess að þá er það þar með orðið hluti af jarðlögunum djúpt undir og öruggt í margar milljónir ára, jafnvel tugi milljóna ára!
Rannsóknir við Hellisheiðarvirkjun með aðstoð "Columbia University."

Iceland Carbon Dioxide Storage Project Locks Away Gas, and Fast

Eins og fram kemur í grein -- er koltvíoxíið leyst upp í vatni, m.ö.o. gert að gosvatni, síðan dælt niður í jarðlög sem innihalda - basalt.
Hugmyndin að koltvíoxíið bindist við basaltið, og myndi steintegund nefnd "calcite."

  • Á tveim árum áætlað að 95% af koltvíoxíðinu hafi bundist við basaltið, og myndað kalsít.
  1. Magnið sem þarf er þó áhugavert, en skv. tölum koma 40þ. tonn af koltvíoxíði frá Hellisheiðarvirkjun ár hvert - vegna þess að koltvíoxíð er í heita vatninu.
  2. Miðað við það að 25 tonn af vatni þurfi á móti hverju tonni af CO2.
    ---Þarf allt í allt, 1.000.000 tonn af vatni!
  3. Og það, sérhvert ár!
  • Sem betur fer ekki skortur á vatni á Íslandi!

----------Þetta þíðir þó að aðferðin er gríðarlega vatnsfrek!

Sem leiðir til þess að ekki er unnt að beita henni, nema þarf sem -- virkilega nóg er af vatni, og það þurfa auðvitað einnig að vera -- basalt jarðlög undir.

  • Það kvá vera unnt að nota -- sjó!

Þannig að - niðurdælingarstöðvar gætu í framtíðinni einna helst verið staðsettar við flæðarmálið, eða jafnvel - úti á borpöllum úti á.

  • Kannski er unnt að nota gömlu -- olíuborpallana, til þess -- ef mannkyn hættir að nota þá til að bora eftir olíu, eða til að vinna olíu.
  1. Mér dettur þó í hug, að þarna sé leið fyrir lönd, sem eiga nóg af gasi - t.d. Noreg, ef þau nota gasið til að búa til rafmagn, þ.e. brenna því stórum orkuverum.
  2. Þá væri praktístk að safna CO2 - saman, jafnhliða - og bora í næsta nágrenni við orkuverið, ef þ.e. staðsett nærri sjó.
  3. Í dag er unnt að bora - lárétt, þannig að ekki er vandamál þó basalt sé ekki beint undir, ef slík jarðlög eru nægilega nærri -- þannig að lárétt borun frá orkuverinu gæti þá nýst til að losna jarnharðan við CO2 sem myndast.
  4. Þannig gætu CO2 losandi gasorkuver - jafnvel kolaorkuver, þar með starfað án losunar CO2.

Eðlilega gengur þessi leið ekki fyrir lönd -- sem eru of langt frá sjó!
En vegna þess hve mörg lönd eiga strandlengjur -- er vel mögulegt að þessi bindingar-aðferð verði mikilvæg í framtíðinni.
--Lönd þurfi ekki endilega að hætta alfarið brennslu kolefnis-eldsneytis, ef við erum að tala um -- orkuver!

 

En hvað með bíla - er unnt að safna CO2 úr þeim?

  1. Það mætti hugsa sér að sérhver bíll væri búinn búnaði til að fjarlægja CO2 úr útblæstrinum.
  2. Síðan væri því safnað í tank undir þrýstingi.
  3. Og öðru hverju væri tappað af þeim tanki - á söfnunarstað.
  4. Síðan öðru hverju, væri CO2 uppsafnað þar -- flutt til niðurdælingarstöðvar.

Ég þekki ekki hver lágmarks umfang slíks búnaðar væri!
M.ö.o. hvort það væri praktískt.
Þó það sé bersýnilega - tæknilega mögulegt.

Þíðir að tæknilega geta bensín- eða dísibilbílar verið núllstilltir fyrir CO2 með slíkri aðferð.

Þannig að mannkyn þurfi ekki endilega að -- innleiða rafbíla í staðinn!

Söfnunarstaðir gætu verið á sömu bensínstöðinni, sem menn mæta á til að -- fylla.
---Þá sé einnig tappað af!

 

Niðurstaða

Sönnun þess að varanleg geymsla CO2 í jarðlögum er praktísk getur átt eftir að reynast mjög mikilvægt! Hver veit -- kannski þíðir þetta að mannkyn þarf ekki að hætta brennslu kolefniseldsneytis eftir allt saman.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Thoroddsen

Tré og plöntur drekka i sig Co2...þannig að það er engin þörf á þessu.

Þorvaldur Thoroddsen, 12.6.2016 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 439
  • Sl. viku: 599
  • Frá upphafi: 855863

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 559
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband