Neikvæð viðhorf gagnvart ESB eru ekki einskorðuð við Bretland!

Í nýlegri áhugaverðri könnun: Pew poll. Þetta eru merkilega niðurstöður, en ef fólk fer á blaðsíðu 24, kemur fram eftirfarandi:

Þegar spurt var um vilja til að halda sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild, þá voru svörin eftirfarandi:

  1. Þjóðverjar.....Já...45%....Nei...40%.
  2. Frakkar........Já...53%....Nei...29%
  3. Pólland........Já...39%....Nei...45%
  4. Spánn..........Já...47%....Nei...39%
  5. Írland.........Já...38%....Nei...49%
  6. Svíþjóð........Já...49%....Nei...33%

Ég veit ekki um ykkur - en mér finnst þetta áhugavert!

Síðan var spurt með eilítið öðrum hætti -- þ.e. hvernig viðkomandi mundi greiða atkvæði ef kosið væri um aðild - þá komu nokkuð önnur svör:

 

  1. Þjóðverjar.....Já...60%....Nei...27%.
  2. Frakkar........Já...45%....Nei...33%
  3. Pólland........Já...66%....Nei...20%
  4. Spánn..........Já...68%....Nei...18%
  5. Írland.........Já...69%....Nei...18%
  6. Svíþjóð........Já...42%....Nei...37%
  • Skv. því þíðir stuðningur við slíka atkvæðagreiðslu - ekki endilega andstöðu við aðild.
  • Skv. nýlegum könnunum í Bretlandi, er munurinn milli fylkinga í undirbúningi fyrir BREXIT atkvæðagreiðsluna -- ekki marktækur.

 

Enn áhugaverðari eru svör við annarri spurningu til viðbótar, þ.e. jákvæð vs. neikvæð viðhorf til ESB.

 

  1. Pólland........Neikvæð...22%....Jákvæð...72%
  2. Ungverjal......Neikvæð...37%....Jákvæð...61%
  3. Svíþjóð........Neikvæð...44%....Jákvæð...54%
  4. Holland........Neikvæð...46%....Jákvæð...51%
  5. Þjóðverjar.....Neikvæð...48%....Jákvæð...50%
  6. Bretland.......Neikvæð...48%....Jákvæð...44%
  7. Spánn..........Neikvæð...49%....Jákvæð...47%
  8. Frakkar........Neikvæð...61%....Jákvæð...38%
  9. Grikkland......Neikvæð...71%....Jákvæð...27%

Áhugavert að Frakkar séu neikvæðari gagnvart ESB -- en Bretar!
Samt virðist meiri stuðningur við aðild í Frakklandi -- en ef marka má nýlegar kannanir rétt fyrir BREXIT atkvæðagreiðsluna, innan Bretlands.

  • Þannig að -- neikvæð viðhorf gagnvart ESB, eru ekki endilega að leiða til útbreidds stuðnings við það að gefa ESB upp á bátinn.

Ég reikna samt með því að aukning neikvæðni í viðhorfum til sambandsins hljóti að vera áhyggjuefni fyrir stofnanir ESB, og stuðningsmenn þess innan aðildarríkjanna.

 

Sumir hafa verið að velta fyrir sér hvort -BREXIT- mundi hvetja önnur lönd?

Mér finnst áhugavert að í könnuninni eru einungis 42% Svía þeirrar skoðunar að þeir mundu kjósa með aðild -- meðan að 37% segjast mundu kjósa gegn henni!
---Það getur þítt, að Svíþjóð mundi geta verið land sem vert væri að fylgjast með.
Ef Bretland yfirgefur ESB -- það fer þó sennilega eftir því hvernig Bretlandi gengur að semja við ESB um úrlausn sinna mála, í viðskilnaðarferlinu.
----Hver þau áhrif eru líkleg að verða!
Ef Svíþjóð færi einnig út - væri Skandinavía sem heild fyrir utan, ásamt Bretlandi!

En það þarf alls ekki almennt séð að verða svo -- að BREXIT auki verulega líkur á upplausn ESB. En þó að það sé útbreitt óánægja -- virðist hún a.m.k. ekki enn vera að leiða fram mjög útbreiddan stuðning í öðrum aðildarlöndum, um viðskilnað.

Hvað sem síðar getur orðið.

 

Niðurstaða

Tek fram að ég er algerlega hlutlaus í BREXIT umræðunni - lít á þetta sem mál Breta eingöngu.
M.ö.o. sé það ekki mitt að hafa skoðun á aðild Bretlands - til eða frá.
Eiginlega eru viðhorft mín almennt séð gagnvart ESB -- sambærileg, þ.e. það megi vera til mín vegna, ef það sé ljóst að aðildarþjóðirnar raunverulega vilji þar fyrir innan vera; þá sé það einnig að mínu viti - þeirra mál, eins og það sé mál Breta hvort þeir hætta eða ekki sem meðlimir.

Síðan sé það með sambærilegum hætti - okkar mál, hvað við viljum um okkar framtíð.
---Ég er nefnilega stuðningsmaður, sjálfsákvörðunarréttar þjóða!_____________

Könnunin sem vitnað er í, þó hún gefi til kynna útbreidda óánægju með ESB í mikilvægum meðlimalöndum -- þá virðist a.m.k. ekki enn í flestum þeirra sömu landa, vera til staðar útbreiddur stuðningur fyrir því að - gefa sambandið upp á bátinn.
---Afstaða Svía sé þó áhugaverð, skv. könnun - og gæti verið vert að veita umræðu innan Svíþjóðar eftirtekt, í kjölfar þess -- ef Bretland hættir sem meðlimur í ESB.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 856029

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband