Sérkennilegt umtal um Tyrkland - hluti af BREXIT umræðunni

Ég er að vísa til þeirrar umræðu - sem heldur því fram að --> Aðildarviðræður við Tyrkland, sem voru hafnar að nýju, eftir allnokkurt árabil er þær viðræður voru í frosti --> Sé rök fyrir því að Bretland eigi að yfirgefa ESB.

En til þess að halda því fram!
Þurfa menn að sjálfsögðu að ímynda sér -- að líkur séu á aðild Tyrklands!

Það sem menn láta vera að nefna, er að þessar viðræður hafa verið í gangi eða frosti, í meir en 20 ár - - og þær voru frystar síðast fyrir allnokkrum árum, að kröfu stórra aðildarríkja.

Þær hafa hafist að nýju -- eftir að samið var fyrr á árinu milli Tyrklands og ESB, um -- skipti á flóttafólki.
____________En rétt að nefna, að mikilvægir kaflar þeirra viðræðna eru enn - frystir!

Í mars sl. fjallaði ég um samning ESB og Tyrkland - og þá kom ég fram með eftirfarandi: Samningur ESB og Tyrklands - besta von ESB til að koma böndum á flóttamannakrísuna! En það eru ótal leiðir fyrir þann samning að hrynja!.

  • "Tyrkir...opnun á kafla 33 í aðildarviðræðum ESB og Tyrklands, sem Frakkland hafði -fryst- fyrir töluverðu síðan, en sá kafli fjallar um framlög og styrki - þ.s. Tyrkland mundi augljóst verða nettó styrkþegi og mjög stór sem slíkur - hafði Frakkland fryst þann kafla, ekki síst skv. kröfu fransks landbúnaðar.
  • Þannig fá Tyrkir -- formlega endurræsingu viðræðna.
  • En áfram verða frystir þeir 5-kaflar sem Kýpur neitar að losa, nema að Tyrkir fallist á tilslakanir gagnvart Kýpur - sérstaklega þegar kemur að hugsanlegri sameiningu eyjarinnar."

_____________Þannig að Tyrkir fá klárlega ekki aðild, nema að semja við Kýpur!

  1. Síðan er langt í land með það að Tyrkland uppfylli skilyrði ESB - um lýðfrelsi.
  2. Um frelsi fjölmiðla.
  3. Og auðvitað - gildir sama um meðferð á minnihlutahópum innan Tyrklands!

Auðvitað má ímynda sér -- að Tyrklandi væri hleypt inn, með mörgum undanþágum!

Ef einhver man eftir umræðunni um hugsanlega ESB aðild Íslands!
Þá hafa andstæðingar aðildar Íslands - ávalt bent á að ESB veiti ekki undanþágur, punktur.
En aðildarsinnar hafa gjarnan haldið því fram, að um allt sé mögulegt að semja.

  • En það gildir það sama um Ísland, og Tyrkland --> Að öll aðildarríkin, hafa neitunarvald um aðild nýs lands!
  • Þess vegna þurfa þau að vera sammála um öll atriði aðildarsamnings!
  1. Þetta var auðvitað vandamálið -- þegar aðildarinnar sögðu gjarnan mögulegt að semja sig framhjá sjávarútvegsstefnu ESB.
  2. Að það dugar ekki að sannfæra Norðurlöndin eingöngu, það þarf einnig t.d. að sannfæra Spán og Portúgal, sem og önnur lönd sem eiga aðild fyrir.

----------Auðvitað, ég er einnig að tala um Tyrkland!
En punkturinn er sá -- að sömu reglur gilda!

M.ö.o. að vægt sagt sé afar ósennilegt að aðildarríkin samþykki að veita Tyrklandi -- umtalsverðar undanþágur frá mikilvægum kröfum um: lýðréttindi, fjölmiðlafrelsi, um réttindi minnihluta - síðan bætist við, sérkrafa Kýpur um Tyrkja-hluta eyjarinnar.

  1. Bendi einnig á, að þegar A-tjaldsríkin fyrrverandi -- stefndu á ESB aðild.
  2. Þá var engu þeirra gefið nokkur afsláttur -- um þessa sömu þætti.
  • Þau þurftu að uppfylla öll skilyrði -- punktur.


Þetta þíðir - að Tyrkland getur orðið aðildarríki -- ef?

  1. Ef Erdogan -- snýr til baka frá núverandi stefnu, sem virðist sú að gera Tyrkland að einræðiríki!
  2. Ef hann skapar öðrum stjórnmálaflokkum - fullt svigrúm til að starfa á jafnréttisgrundvelli við AKB flokkinn.
  3. Ef hann uppfyllir V-evrópskar kröfur um frelsi blaðamanna, og fjölmiðla almennt.
  4. Og ef hann, uppfyllir V-evrópskar kröfur um réttindi minnihlutahópa, og meðferð þeirra almennt.
  5. Og auðvitað -- uppfyllir öll ákvæði mannréttindayfirlýsingar SÞ.

Nú -- ef Tyrkland yrði umbreytt í lýðræðisríki að Vestrænni fyrirmynd! Og t.d. réttindi Kúrda innan Tyrklands væru sambærileg við réttindi Skota í Bretlandi.

Þá væri að sjálfsögðu -- engin ástæða að hindra aðild landsins!

  • En ég held að engar líkur séu á að Erdogan vendi svo fullkomlega um kúrs!
    --Hann virðist nú einungis hugsa um völd!

Þannig að við getum fullkomlega - held ég, afskrifað það að nokkrar hinar minnstu líkur séu á aðild Tyrklands!

 

Niðurstaða

Ég lít eiginlega á þá umræðu meðal nokkurs hóps andstæðinga aðildar Bretland að ESB - þar sem hugsanleg aðild Tyrkland sé nefnd sem ein af ástæðum þess, að Bretland skuli hætta í ESB!
---Sem í allra besta falli, á misskilningi byggð!

Það sé jákvæðasta mögulega túlkun!

En það sé öllum þeim sem þekkja eitthvað til regla ESB, og sögu fjölgun aðildarríkja að sambandinu --> Að líkur á aðild Tyrklands, séu nákvæmlega engar.

Meðan að Tyrkland er svo víðáttu langt frá að uppfylla reglur sambandsins sem er reyndin í dag.
---Og auðvitað blandast deila Tyrkja við Kýpur inn í málið, þess fyrir utan!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 415
  • Sl. viku: 605
  • Frá upphafi: 855869

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband