Fjölmennur hópur fylgja fordæmi Ástrala um lausn flóttamannavanda -> En hvernig fylgja menn fordæmi Ástrala, ef menn búa í Evrópu?

Það sem menn þurfa að átta sig á, er að lega landanna skiptir miklu máli -- þegar menn íhuga hvaða leiðir geta mögulega virkað.
Til þess að átta sig á því af hverju Ástralía hefur getað beitt fyrir sig Papúa-Nýju Gíneu, og Nauru --> Skilst ef menn átta sig á annars vegar - legu Ástralíu. Og því, hvaða leið flóttamenn eru neyddir til að fara, ef þeir vilja komast til Ástralíu.

http://www.ezilon.com/maps/images/Oceania_phy1.gif

  1. Það sem er áhugavert við flóttamannastraum til Ástralíu, eru vegalengdir - en um er að ræða sjóleið t.d. fyrir flóttamenn alla leið frá Burma -- langt yfir 1000 km.
    ---Þ.e. því ekki um að ræða að það fólk ferðist á einhverjum hriplekum kænum.
    ---Auðvitað, vert að muna -- að ef fólk getur komist frá Burma til Ástralíu, þá er styttra t.d. að sigla beint yfir hafið frá N-Afríku eiginlega frá hvaða strönd sem er þarðan til Evrópu.
  2. Fyrir Norðan Ástralíu - eru engin lönd í upplausn.
  3. Indónesía og Malasía, eru bæði byggð meirihluta - Múslimum.
    ---Hvort tveggja lönd sem virka, eru iðnríki í vexti, og lýðræðislönd að auki.
  • Við erum ekki að tala um straum flóttamanna - neitt í líkingu við þann straum sem Evrópa glýmir við.

Vegna þess -- að flóttamennirnir koma að langa leið, nema þeir sem hugsanlega koma frá Nýju-Gíneu, þá komast einungis vel búnir flóttamenn alla þessa leið -- vegalengdin sjálf auðvitað, fækkar þeim verulega -án þess að aðrir þættir komi við sögu- sem geta ferðast ólöglega alla leið Suður til Ástralíu.

Einnig vegna langrar siglingar, hafa flotar landanna á svæðinu, einnig nægan tíma til að bera kennsl á líkleg fley á vegum flóttamanna.
Og því nægan tíma, til að - smala þeim hvert þau vilja að þau fari, t.d. á tiltekna eyju.

http://www.geoatlas.com/medias/maps/Europe%20and%20EU/Mediterranean-Sea/med489576sea/Mediterranean-Sea_phy.jpg

  1. Eins og ég benti á, þá eru vegalengdir á Miðjarðarhafi miklu styttri - þannig að ef út í þ.e. farið, fyrst að flóttamenn geta siglt frá Burma til Ástralíu -- þá geta flóttamenn allt eins siglt yfir Miðjarðarhafið frá t.d. Líbýu, og beint til S-Ítalíu, eða jafnvel, S-Frakklands.
  2. Svo býr Evrópa við annað vandamál, að öfugt við Ástralíu - - sem hefur 2-öflug lönd sem granna, sem eru í hröfðum hagvexti --> Og þar af leiðandi, mjög sennilega fá sinn skerf af efnahagsflóttamönnum til sín --> Áður en þeir koma að Ástralíu.
  3. Þá vantar Evrópu --> Sambærilegt buffer land fyrir Sunnan.

Vandamál við að -- planta flóttamönnum á einhverjum eyjum.

  1. Er ekki bara fjöldinn, en Evrópa væri á skömmum tíma komin með í hendurnar miklu fjölmennari flóttamannabúðir, en t.d. Gaza ströndina við Ísrael.
  2. Heldur líka sá vandi -- að þ.e. mögulegt að sigla yfir Miðjarðarhafið -- eiginlega hvar sem er, og lenda frá þeim ströndum, hvar sem er við Miðjarðarhafsstrendur Evrópu.
  • Það að flóttamenn -- velja tilteknar leiðir í dag.
  • Þíðir ekki, að flóttamannastraumurinn, geti ekki tekið aðra stefnu.

 

Sebastian Kurz utanríkisráðherra Austurríkis, er skeptískur á samninginn við Tyrkland!

En málið með Tyrkland -sem margir gleyma, sem ég veit ekki alveg af hverju, kannski vegna þess að Tyrkland er Múslima land- er að í Tyrklandi sl. 15 ár hefur verið miklu meiri hagvöxtur að meðaltali en að meðaltali í V-Evrópu sömu 15 ár.

Að sjálfsögðu þíðir það ekki að Tyrkland sé - orðið ríkt. En það þíðir, að Tyrkland sjálft er ekki lengur sjálft leka efnahagsflóttamönnum til Evrópu, eins og var einu sinni -- en milljónir Tyrkja er búa í Evrópu bera þess vitni, að á árum áður var verulegur straumur efnahagsflóttamanna frá Tyrklandi.

  1. Hvað sem segja má um Erdogan -að sjálfsögðu er það rétt að hann virðist stefna að því að gera Tyrkland að nokkurs konar forsetaeinræði- þá hefur hann byggt upp efnahag Tyrlands.
  2. Það þíðir --> Höfum í huga að Tyrkland er Múslima-land.
    ---Að Tyrkland gæti sjálft orðið að framtíðar áningarstað efnahags-flóttamanna!

Það sem ég er að benda á --> Að kannski getur Tyrkland verið það sem -Indónesía- er fyrir Ástralíu --> Þ.e. Múslimaland sem virðist á uppleið efnahagslega, sem tekur a.m.k. hluta af straumnum til sín.

Punkturinn er sá, að það sé sennilega Evrópu í hag. --> Að Tyrklandi gangi sem best efnahagslega.
---Þ.e. því sterkari efnahagur, því fleiri flóttamenn enda í Tyrklandi - frekar en að halda for áfram Norður.

  1. Samstarf Evrópu við Tyrkland -- sé því jafn rökrétt, og samstarf Ástralíu og Indónesíu.
  2. Evrópu getur að mörgu leiti gagnast slíkt samstarf -- ekki bara með þeim hætti, að hluti straumsins endi í Tyrklandi, og fari ekki lengra.
  3. Heldur líka vegna þess, að ef Tyrkland er tilbúið til samstarfs -- þá getur það a.m.k. hindrað að straumur flóttamanna liggi þá leiðina til Evrópu.

 

Það er líka góð spurning, hvar er hagkvæmasta staðsetning flóttamannabúða?

Rétt að rifja upp, að 2014 þá lá stríður straumur flóttamanna -- frá Líbýu yfir til Möltu, eða Síkileyjar!
__Þ.e. merkilegt hve þetta er þegar gleymt í umræðunni.

Ég á fyllilega von á að þetta geti endurtekið sig, ef ljóst verður að samstarfið tið Tyrkland geti gengið upp og Tyrkland ætlar að hindra að flóttamenn komist í gegnum Tyrkland.

Það blasir einnig við, að tæknilega gætu þeir einnig siglt frá Túnis til Sardiníu.

  1. Ég er viss að Ítalir mundu ekki samþykkja að gera Síkiley eða Sardiníu að flóttamannanýlendum, og að auki - að Maltverjar mundu ekki vilja vera það heldur.
  2. Og rétt að rifja upp -- að grísku eyjarnar geta ekki orðið að flóttamannanýlendurm án þess, að þá fari ferðamennskan á grísku eyjunum farborða.
    Mjög ósennilegt að Grikkland hafi áhuga á að verða að -- gettói fyrir Evrópu.
    Fyrir utan að Grikkland er of fátækt orðið til að geta ráðið við slíkt verkefni.
  • Ég held að það blasi við -- að hentugast er að flóttamannabúðir, séu í N-Afríku eða við Suður strönd Miðjarðarhafs.

En, ef menn ætla ekki að búa til -- sambærileg vandamál við Gaza-ströndina!
Og það sem verra er, líklega nokkra slíka staði, hver um sig jafnvel fjölmennari en Gaza.

Þá yrði Evrópa að verja mjög miklu fé ár hvert -- til að styðja við þau lönd, sem mundu hýsa flóttamenn fyrir Evrópu.


Menn nefnilega gjarnan gleyma einu, að Ástralía styrkir með umtalsverðu fé Nauru og Papúa-Nýju Gíneu ár hvert!

Ástralir hafa alltaf tryggt nægt fé til stuðnings flóttamannabúðum á þessum 2-stöðum, til þess að ástandið í búðunum -- standist skoðun.
---Þ.e. nægt húsnæði.
---Næga heilsugæslu.
---Nægan mat.
Ekki endilega atvinnu!

En fjöldinn er ekki neitt í líkingu við það sem Evrópa glýmir við.
Og varðandi flóttamenn sem enda á Nauru eða Papúa-Nýju Gíneu -- Ástralir hafa valkost að semja við Indónesíu eða Malasíu.
---Fyrir flóttamennina eru það langt í frá, hræðilegir valkostir B eða C.

  • Evrópa þyrfti líklega að vera töluvert gjafmildari - ekki bara í absolút skilningi vegna þess að fjöldinn er mun meiri.
  • Heldur líka vegna þess, að löndin sem Evrópa þyrfti að láta hýsa flóttamennina, eru mun fátækari lönd en Indónesía eða Malasía eru, ef maður hefur hlutskipti Ástralíu í huga -- en Evróp þyrfti eiginlega að ætlast til þess að flóttamennirnir setjir varanlega að í þeim löndum við Suður strönd Miðjarðarhafs, sem Evrópa hefði samstar við --> Því augljóst eru takmörkunum háð hve mörgum Tyrkland er tilbúið að veita móttöku.

______________Ég er í raun og veru að segja!
Að Evrópa þurfi að styrkja við efnahagsuppbyggingu í löndunum fyrir Sunnan Evrópu.
Til þess að þau geti tekið við efnahagsflóttamönnum til langframa!

 

Niðurstaða

Það sem ég bendi á er að Evrópa þurfi að hugsa flóttamannavandann í langtíma samhengi. En í öllum löndunum fyrir Sunnan Miðjarðarhaf, og þaðan lengra í Suður - gildir!
---Að mannfjölgun er miklu mun hraðari en í Evrópu!
---Samtímis að í öllum Múslima löndunum fyrir Sunnan Evrópu, fyrir utan Tyrkland, stendur efnahagsuppbygging á brauðfótum -- löndin lengra í Suður eru enn fátækari.
Frá þessum löndum, þ.e. ekki bara við S-strönd Miðjarðarhafs, heldur alla leið Suður fyrir Sahara inn á svokallað Sahel svæði ---- er líklegur að liggja vaxandi straumur nk. ár og áratugi.

Ég held að það sé fullkomlega vonlaust -- að ætla að leysa vandann, með því eingöngu -- að setja upp varnir á landamærum, fjölga herskipum, og beita harðræði.
Aftur á móti njóta hugmyndir af slíku tagi, nokkurra vinsælda!
Þ.e. í þá átt, að ekki þurfi neitt annað -- en varnir + herskip + hörku.

  • Þá bendi ég aftur á, fyrst að flóttamenn geta siglt til Ástralíu frá Burma -- er Miðjarðarhafssigling þvert yfir vel möguleg frá hvaða strönd sem er Sunnan megin yfir til hvaða strandar sem er Norðan megin.
  • Gæti Evrópa breytt allri N-strönd Miðjarðarhafs í virki?
    ---Mundi það raunverulega virka?
    Ég stórfellt efa það -- ekki síst í ljósi sögunnar, en Bandaríkin hafa áratugum saman haft girðingar á landamærum við Mexíkó ásamt vopnuðum vörðum.
    Í dag eru milli 15-20 millj. ólöglegir flóttamenn í Bandar þrátt fyrir slíkar varnir.

Ég held að efnahagsuppbygging við N-strönd Miðjarðarhafs, væri til langs tíma -- mun öflugari leið. Og að auki grunar mig, að kostnaðurinn við það að styðja ár hver við efnahags uppbyggingu við Miðjarðarhaf Sunnan vert -- þyrfti ekki að verða meiri en kostnaður sá sem hlitist af hugmyndum um að breyta öllum landamærum Evrópu við Miðjarðarhaf í virki, ásamt uppihaldi þeirra og launum þeirra er þyrftu að manna þau!
---Síðan til langs tíma litið, þá græddi Evrópa á því að efnahags uppbyggingin mundi leiða til aukins stöðugleika þeirra landa, og að þau yrðu að mörkuðum fyrir evr. vörur.

  • Sennilega hyrfi smám saman stuðningur við öfga-íslam í þeim löndum.
    ---Brotthvarf öfga Íslam kæmi sem bónus!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband