Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir því að ríkisstjórn Póllands hafi grafið undan Póllandi sem réttarríki

Formlegt álit Framkvæmdastjórnarinnar - hefur engar beinar afleiðingar; en getur verið undanfari formlegrar málsóknar á vegum Framkvæmdastjórnarinnar gegn pólskum stjórnvöldum - ef andsvar stjórnvalda Póllands, sem þau hafa umþóttunartíma til að koma fram með, þykir ekki mæta umkvörtunum Framkvæmdastjórnarinnar að nægilegu leiti!

E.U. Chides Poland for Failing to Uphold Rule of Law

Brussels charges Poland with endangering rule of law

 

Málið er að fjölmargir óttast að Pólland sé á vegferð í átt að einræði!

  1. Ríkisstjórn Póllands, reyndi fyrst að skipa nokkra stuðningsmenn sína sem dómara í "Stjórnlagadómstól Póllands" auk þess að skv. nýjum reglum er voru sett, þarf 2/3 meirihluta þar innan - til að hann geti slegið af lög ríkisstjórnarinnar, vegna þess að þau brjóti stjórnarskrá Póllands.
  2. Samt, þrátt fyrir þetta, hefur Stjórnlagadómstóllinn, gefið út úrskurði -- sem ógilda einstakar lagasetningar stjórnarinnar!
  3. En ríkisstjórnin, hefur gripið til þess ráðs - að beita fyrir sig tæknilegu atriði, en til þess að öðlast gildi formlega þarf að birta þá úrskurði í tileknu lögbyrtingarblaði á vegum hins opinbera --> Og ríkisstjórnin, einfaldlega ákvað að birta ekki úrskurði Stjórnlagadómstólsins er gengu gegn markmiðum hennar eða lagasetningum á hennar vegum!
  4. Þar með, einfaldlega -- hundsar hún Stjórnlagadómstólinn, þrátt fyrir að hann hafi úrskurðarð einstök lög og ákvarðanir, ógildar.
  • Hún hefur komið fram með þá mótbáru, að þeir úrskurðir séu -pólitískir- ekki réttir skv. stjórnlögum Póllands.
    Að andstæðingar stjórnarflokksins, hafi tekist að koma það mörgum af sínu fólki þangað inn, að ekkert mark sé á þeim úrskurðum að taka.

Ef einhver hefur samúð með þessum mótbárum.
Er rétt að benda á Bandaríkin!

En margir ættu að þekkja það, að þegar dómari við æðsta-dómstól Bandar. deyr, eða lætur af störfum.
Þá hefst kapp milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi, um það hvaða dómari á að fá það sæti í dómstólnum.
Val dómara við æðsta dómstól Bandar. - er hápólitískt málefni þar í landi, vegna þess að innan Bandaríkjanna eru í gangi og hafa lengi verið í gangi, hatrammar deilur um margvísleg samfélagsleg málefni --> Sem úrskurðir æðsta dómsóls Bandaríkjanna, geta haft áhrif á!

  1. Jafnvel þó að svo sé, að úrskurðir hans séu sennilega langt í frá alltaf, algerlega hlutlausir!
  2. Þá dettur engri stjórnmálafylkingu innan Bandaríkjanna í hug --> Að hvetja til þess að þeir úrskurðir séu, hundsaðir.

______
Má benda í svipuðum dúr á Ísland <--> En Hæstiréttur Íslands hefur langt í frá alltaf verið óumdeildur - þ.e. einstakir úrskurðir hans.
Þ.e. ekki endilega alltaf litið svo á að skoðanir dómaranna séu algerlega óhlutdrægar.

  • En samt efa ég að nokkur pólit. fylking á Íslandi, mundi hvetja til þess - að úrskurðir Hæstaréttar væru hundsaðir.

 

Með þessu hafa pólsk stjórnvöld grafið undan réttarríkinu í Póllandi!

Stjórnlagadómstóll Póllands, eins og aðrir slíkir dómstólar í löndum, hafa það hlutverk -- að útskýra þ.e. túlka stjórnarskrána!
En einnig það hlutverk, að vernda hana gegn hugsanlegum tilraunum stjórnvalda eða löggjafarþings, til að brjóta hana!

  1. Vandinn er sá, að ef pólsk stjv. komast upp með að hundsa Stjórnlagadómstólinn.
  2. Þá -hafandi í huga þeirra þingmeirihluta- þá getur stjórnin með lagasetningum - hundsað ákvæði stjórnarskrár Póllands.
  3. Það þíðir t.d., að hún getur tæknilega, skipulega afnumið þau tékk á vald ríkisstjórnarinnar -- sem byggð eru inn í stjórnskipunina.
  4. Auk þess, gæti hún hæglega bannað einstaka stjórnmálaflokka - afnumið mikilvæg mannréttindi.
  5. M.ö.o. - - komið á einræði.
  • Það getur vel verið, að síðustu frjálsu þingkosningarnar hafi farið fram í Póllandi.


Af hverju kemur þetta Framkvæmdastjórn ESB við --> Er ekki Pólland sjálfstætt?

Málið er -- að þegar Pólland gerðist meðlimur að ESB - þá samþykkti Pólland ákveðnar takmarkanir á sínu sjálfstæði.
--Meðal slíkra takmarkana, er það skilyrði að aðildarríki skuli vera - lýðræðisríki, sem felur m.a. það í sér að til staðar skuli vera nú hefðbundin 3-skipting valds.--Pólland að auki samþykkti að Framvkæmdastjórn ESB - hefði rétt til þess að hafa skoðun á því, hvort að Pólland væri réttarríki.
--Ekki síst, veitti Pólland Framkvæmdastjórninni þann rétt, að kæra pólska ríkið - ef pólska ríkið mundi brjóta einstök ákvæði sáttmála sambandsins með vísvitandi hætti.

  1. Ef menn ganga í klúbbb - sem hefur tilteknar yfirlýstar reglur, og viðkomandi formlega samþykkir þær reglur.
  2. Þá eiga menn ekki að vera hissa, að ef þeir síðar meir brjóta einhverra þeirra regla - verði hastað á þá, meðan þeir eru enn meðlimir í þeim klúbbi.

 

Niðurstaða

Sjálfsagt hefur Pólland - strangt til tekið þann rétt að hverfa frá lýðræði -- á hinn bóginn, þá meðan Pólland er meðlimur að ESB. Þá hefur Framkvæmdastjórnin rétt til að kæra slíka stefnumörkun -- ef hún telst sönnuð. Formleg málsókn getur leitt til þess, ef pólska ríkið mundi tapa málinu, að réttur pólsk ríkisins til beinna áhrifa á ákvarðanatöku innan stofnana sambandsins verði afnuminn!
---Stjórnvöld í Ungverjalandi, hafa þó líst því yfir - að þau muni beita neitunarvaldi á sérhverja tilraun Framkvæmdastjórnarninnar, til að hefja formlegan málarekstur!
---Og það eru engin formleg ákvæði til staðar í lögum ESB, sem veita rétt til þess að reka einstök ríki úr sambandinu -- þó þau brjóti lög þess.

Enginn veit enn hvort að málið fer lengra!
Fer sjálfsagt eitthvað eftir því - hversu langt stjórnvöld Póllands ganga í hugsanlegum frekari skerðingum á réttarríkinu innan Póllands.

Neitunarvald eins ríkis er sennilega yfirstíganleg hindrun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband