Nk. sunnudag greiða Svisslendingar atkvæði um svokölluð borgaralaun

Ákaflega umdeilt atriði hvort borgaralaun ganga upp - frá fjárhagslegum sjónarhóli.
Einnig hver samfélagsleg áhrif þeirra mundu verða!
Sjálfsagt hefur það eitthvað með það að gera -- hvernig kerfið væri skipulagt!

En það má hugsa sér að lækka kostnað með:

  1. Tekjutengingum, þannig að launatekjur eyða upp réttindum.
  2. Einnig mætti hugsa sér, tengingu við tekjur af eignum sem og tekjur tengdar tekjum af fjármagni.

Ef allir eiga að fá það sama - burtséð frá tekjum viðkomandi eða eignum -- þá augljóst er kostnaðurinn óskaplegur.

Eduarto Porter hjá NyTimes skrifar gegn hugmyndinni um borgaralaun: A Universal Basic Income Is a Poor Tool to Fight Poverty

En það má einnig líta svo á -- að hann sé að hafna tiltekinni útfærslu þeirra!

  1. "...a check of $10,000 to each of 300 million Americans would cost more than $3 trillion a year."
  2. "It amounts to nearly all the tax revenue collected by the federal government."
  3. "Cut it by half to $5,000? That wouldn’t even clear the poverty line. And it would still cost as much as the entire federal budget except for Social Security, Medicare, defense and interest payments."

Það virðist algerlega ljóst -- að ef engar skerðingar eru til staðar, þannig að allir fá það sama burtséð frá ríkidæmi eða tekjum, þá líklega kostar þetta of mikið.

Í Sviss virðist gert ráð fyrir tekjuskerðingu - þ.e. borgaralaun falli niður ef launatekjur fara yfir ---> With a basic income, the numbers just do not add up "...you are not entitled to basic income if you already receive SFr2,500 a month from an employer."

  1. Ég er ekki alveg klár á því - hvort borgaralaun eru greidd óskert upp að þeim punkti, eða hvort þau skerðast í skrefum.
  2. En ef þau eru óskert að þeim punkti -- þá tæknilega geta launagreiðendur lækkað laun sem fara upp fyrir mörkin, nokkru niður fyrir --> En samt kæmu þeirra starfsmenn nettó betur út, svo fremi að heildarkerfið gangi upp fjárhagslega fyrir ríkið.
  3. Þannig að þá mundi kerfið styðja við lægstu laun -- í stað þess að lægst launuðu störfin yrðu annars sennilega að vera unnin af fólki sem ekki ætti rétt á borgaralaunum t.d. vegna þess að þeir hefðu ekki rétt til þeirra - vegna þess að þeir væru innflytjendur án ríkisborgararéttar.
  • Þannig að kerfið geti haft -- annars vegar þau áhrif, að lágt launuð störf yrðu að vera unninn af innflytjendum, sem haldið væri án borgararéttar --> Og yrðu ný láglaunastétt, án réttinda!
    --Ef tekjuskerðingar í kerfinu mundu virka þannig, að skerðingar hefjast um leið og viðkomandi hefur einhverjar launagreiðslur --> Þannig að viðkomandi tapi á að vinna lágt launað starf.
  • Ef í staðinn, eins og mér virðist kerfið eiga að virka í Sviss -- að borgaralaun falla niður á tilteknum launapunkti, en engar tekjuskerðingar upp að því þrepi.
    --Gæti það þítt, að laun margra verði stillt rétt neðan við það þrep, þannig að viðkomandi geti fengið hin lágu laun, en samt haldið óskertum rétti til borgaralauna!
    --Þá mundi kerfið -- líklega ekki letja fólk frá því að vinna lágt launuð störf, því þá mundu slík störf bæta við þeirra tekjur.
    --Þar með ætti heimafólk, áfram fást til slíkra starfa -- en kannski ekki til í að vinna eins mikla yfirvinnu.

Ég er ekki með næga þekkingu á því -- hvaða kostnaður innan svissneska kerfisins fellur niður á móti.
Til að geta svarað því, hvort að þær tekjuskerðingar sem eiga að vera til staðar --> Duga til þess að dæmið gangi upp.
---En kannski gengur það upp!

 

Niðurstaða

Ég treysti mér alls ekki til að dæma hvort að kerfið sem hugsanlega verður innleitt í Sviss, gengur upp fjárhagslega -- en a.m.k. virðast hugmyndir um tekjuskerðingu við tilteknar tekjur, eiga að mæta því að einhverju verulegu leiti.

  1. En segjum að dæmið gangi upp, þannig að kerfið gangi upp fjárhagslega fyrir ríkið, en einnig að það letji ekki til vinnu - vegna þess að fólk geti verið á lágum launum og samt fengið borgaralaun óskert.
  2. Þá er til staðar ein sennileg afleiðing:---> Nefnilega sú, að samfélög sem mundu taka upp sambærilegt kerfi, verði mun andsnúnari innflytjendum frá fátækum löndum, en nú er reyndin!
    --Sem þíðir ekki að engir geti fengið að setjast að, frekar að andstaðan mundi beinast að innflytjendum með litla menntun og/eða litla starfsþekkingu sem líkleg er að nýtast innan viðkomandi lands!
    --Sem geti elft þá nýlegu tilhneygingu landa, að múra sig frá heiminum, herða reglur um aðflutning fólks, og þar með einnig -- varnir á landamærum, ekki síst auka líkur á að fátækum innflytjendum er streyma að ólöglega verði hent beint út, án þess að aðgætt verði að því hvort þeir geti séð sér farborða í kjölfar þess <--Sem t.d. væri brot á Flóttamannasáttmála SÞ.

Hvað um það, ef Svisslendingar samþykkja þetta nk. sunnudag, hefst a.m.k. mjög áhugaverð samfélagsleg tilraun sem mjög margar þjóðir munu án efa fylgjast með, með ákaflega mikilli eftirtekt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bara orðið "borgaralaun" bendir til þess að það ætti að gilda fyrir alla ríkisborgara, burtséð frá eignum og tekjum.  Ef einhver mörk verða sett yrði þetta fýluferð og heppilegra að halda bara í núverandi bótakerfi.

Kolbrún Hilmars, 1.6.2016 kl. 12:49

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við skulum fylgjast með þessu, ef þetta verður samþykkt.

Þetta var tekið upp einhversstaðar í afríku (ég gúgklaði það) og það virkaði fæínt meðan peningarnir entust - en þetta var fjármagnað af einhverjum hóp í Þýzkalandi.

Svo klárupust peningarnir...

Þetta held ég ekki að gangi upp.  Það geta ekkert allir lifað sífellt á "einhverjum hóp í Þýzkalandi."  Ríkið verður að hafa aðgang að meiriháttar auðlind til að gera þetta annars.  Og jafnvel það er vafasö hugmynd:

Í Alaska fá menn borgað fyrir að búa í Alaska - það gera ~150.000 á ári.  Reyndu bara að lifa af því.  Og þeir búa að olíulindum.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.6.2016 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband