31.5.2016 | 00:10
Lög Evrópusambandsins gera aðildarríkjum ekki auðvelt fyrir að semja um brottför úr sambandinu
Ég veit ekki hve margir á Íslandi hafa lesið sig eitthvað til í núgildandi sáttmála ESB, en þar má finna -grein 50- er inniheldur ákvæði um það ferli sem fer í gang --> Ef aðildarríki tilkynnir formlega um þann tilgang sinn að yfirgefa sambandið!
Það sem vekur einna helst athygli við þessi ákvæði!
Er að það er eins og að þau séu samin út frá þeim útgangspunkti að gera það eins óaðlaðandi og hugsast getur fyrir aðildarríki - að stefna að brottför úr sambandinu.
Article 50
1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements.
2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.
3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.
4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.
5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be subject to the procedure referred to in Article 49.
Hvað á ég við með því?
- Takið eftir því að um leið og aðildarríki tilkynnir með formlegum hætti, að það æskir samninga við aðildarríkin um brottför -- þá hefst ferli sem er að hámarkslengd 2-ár, nema að ríki sem er að semja um brottför, takist að fá öll aðildarríkin til að samþykkja að ferlið sé framlengt.
- Að afloknum þeim 2-árum, ef ekki næst fram framlenging -- þá er landið formlega ekki lengur meðlimur að ESB; og þarf þá að taka því -að því er best verður séð- sem önnur aðildarríki hafa ákveðið.
- Það áhugaverða er, að meðlimaríkið sem vill hætta -- fær ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslum né umræðum í Ráðherraráðinu né Leiðtogaráðinu - sem snúast um það ríki sem hyggst hætta.
--Sem þíðir væntanlega, að það fær ekki að taka þátt í þeim samningum sem snúast um hverskonar meðferð það fær, er það hættir. - Meðan að aðildrríkin eru að semja sín á milli, um brottför aðildarríkisins, þá gildir reglan um vegið atkvæðavægi -- "sem útilokar að neitunarvald eins ríkis geti stoppað."
- Þegar hin aðildarríkin hafa ákveðið sig -- þá tekur samningur um brottför gildi.
Eins og sést á þessu <--> Er ferlið eins ósanngjarnt og hugsast getur!
Gárungar hafa sagt, að þessi ákvæði hafi verið samin - þannig, að enginn hafi reiknað með því að þau væru notuð!
Þannig geta aðildarsinnar í löndum sem enn ekki hafa gengið inn - auglýst það að lönd geta gengið aftur út; sem er formlega rétt!
En að sjálfsögðu láta vera að segja frá því að þau ákvæði er snúa að brottför séu þannig samin, að þeim sé ætlað að fæla lönd frá því að yfirgefa sambandið!
Hvað gerist ef breskur almenningur samþykkir Brexit?
Ég reikna með því að bresk stjórnvöld leitist við að -- semja óformlega við aðildarríkin. Þannig að -- formleg tilkynning til Leiðtogaráðsins - verði ekki send, fyrr en bresk yfirvöld hafa samið um málið fyrirfram!
- Það gæti auðvitað tekið umtalsverðan tíma.
- Þannig að þó almenningur í Bretlandi samþykki Brexit -- þíði það sennilega að Bretland sé samt áfram meðlimur í nokkur ár til viðbótar!
Ég reikna með því að David Cameron hafi gengið þannig frá þeim spurningum sem kjósendur svara - með þeim hætti, að það væru engin skýr loforðabrigsl ef samningar við aðildarríkin taka nokkur ár.
Ekki gott að segja hversu lengi Cameron getur teigt lopann -- en það mundi koma í ljós.
___En um leið og Cameron tilkynnir formlega til Leiðtogaráðsins -- > Þá yrði hann að treysta því að það samkomulag er hann hefði gert með óformlegum hætti, mundi halda -- > En greinilega hefði hann enga algera tryggingu þess að við slíkt samkomulag væri staðið.
- En miðað við gr. 50 - - þá er bersýnilega raunverulegur möguleiki að Bretland endi utan við ESB -- án nokkurra sérsamninga!
- Þannig að það væri í sama bát og t.d. Japan eða S-Kórea, þ.e. á grundvelli "WTO" aðildar.
- Það er þó rétt að hafa í huga -- að ef meðlimaríki svíkja samkomulag þó það væri ekki formlegt, mundi það án efa skaða framtíðar samskipti Bretlands og þeirra landa!
- Í ákveðinni kaldhæðni, gæti ógnin frá Rússlandi Pútíns -- stuðlað að því að draga úr líkum á slíkri útkomu --> Þ.s. Bretland eftir allt saman ver næst mest allra NATO landa til hernaðarmála!
--Deilur við Rússland, og vaxandi óöryggi, þannig auki mikilvægi Bretlands!
Aðildarlöndin ættu þá að skilja -- að biturt Bretland sé ekki endilega sniðug útkoma!
Niðurstaða
Það er áhugavert hvernig ákvæði sáttmála ESB er snúa að samningum um brottför aðildarríkis -- virðast vísvitandi samin þannig; að samningsstaða lands sem vill semja um brottför --> Sé veikluð eins mikið og framast er unnt!
---Þannig sé brottför gerð óaðlaðandi með hætti er virðist vísvitandi.
Hvernig Bretar geta komist framhjá þeirri hindrun -- kemur í ljós ef breska þjóðin samþykkir BREXIT.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein og samantekt. Það væri gaman að setja Ísland huglægt inn í ESB og sjá hvernig það væri eftir 10 ár þ.e. hvernig landið er stjórnað. Kannski verður meiri barátta á Alþingi.
Valdimar Samúelsson, 31.5.2016 kl. 08:24
"That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament."
Þetta þýðir að það þarf aukinn meirihluta (qualified majority) til að samþykkja útgönguna og skilyrðin fyrir henni. Ef Þýzkaland, Frakkland og ítalía segja nei, þá getur aðildarríkið ekki sagt skilið við sambandið. Þetta hafa margir hamrað á, á meðan að á aðlögunarviðræðunum stóð, en ESB-sinnarnir voru svo einfaldir (eða tvöfaldir), að þeir lugu því alltaf að útganga væri ekkert mál. Hins vegar skildu þeir hreinlega ekki hvers vegna aðildarríki að þessari paradís myndi vilja hætta. Það var ofar þeirra skilningi.
Aztec, 31.5.2016 kl. 22:17
Sjálfsagt rétt að ef aðildarríkin ná ekki samkomulagi innan 2-ja ára, þá gæti viðskilnaðurinn - mistekist.
En sjálfsagt getur viðkomandi land -- tæknilega sent nýja tilkynningu um viðskilnað, eftir að eldra ferlinu væri formlega lokið.
--Það stendur ekker beinlínis þarna sem útilokar að ný tilkynning væri send, strax og fyrra ferlinu væri hugsanlega lokið án árangurs.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.5.2016 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning