En hugsanlegu kjöri Trumps fylgir margvísleg áhætta fyrir Ísland!
--Miklar líkur á því að stefna Trumps leiði fram kreppu í Bandaríkjunum, síðan heimskreppu.
--Þ.e. þekkt að heimskreppa getur leitt til aukinnar spennu í heiminum, og þ.e. ástæða að ætla að í því tilviki --> Ef ákvarðanir Trumps leiða beint til kreppu í Kína, eru líkur á nýju Köldu Stríði ákaflega miklar.
--Síðan er það spurning um hótun Trumps - að labba frá NATO. En það gæti sett öryggismál, þar á meðal öryggismál Íslands, í stórfellda óvissu!
Af hverju gæti afstaða Trumps til NATO verið hættuleg fyrir Ísland?
Mjög einfalt -- Ísland hefur engar hervarnir, nákvæmlega eina vörn Íslands - er sú trygging sem fylgir varnar skuldbindingum Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO löndum.
---Að vísu er tæknilega séð, enn í gildi 2-hliða varnarsamningur Bandar. og Íslands.
*En það væri augljóst - að ef Trump labbar frá NATO, þá væri varnarvilji Bandar. í tengslum við þann samning -- einnig í mikilli óvissu.*
- Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. gagnvart NATO löndum til baka - þá framkallar það algera stökkbreytingu á stöðu þeirra landa.
- Sérstaklega þegar um er að ræða lönd -- sem sjálf ráða ekki yfir stórfelldum eigin varnarmætti.
Í því tilviki þegar um er að ræða lönd -- með afar litla eigin varnargetu!
Þá væri augljós hætta á því -- að hernaðarlega öflug 3-lönd geti beitt slík lönd þrýstingi eða hótunum, með hótun um beitingu vopnavalds í bakhöndinni.
Rétt að nefna, að þegar Ísland lenti í átökum við Breta á sínum tíma - svokölluð þorskastríð.
Er vitað að það var þrýstingur Bandaríkjanna -- sem hélt aftur af Bretum - þannig að Bretar beittu ekki skot- eða eldflaugavopnum herskipa sinna!---Ég er ekki að segja að Ísl. sé í mikilli hættu gagnvart Bretlandi - akkúrat núna.
---Heldur að benda á þá afar veiku stöðu sem Ísland stendur frammi fyrir - ef Trump dregur varnarskulbindingar gagnvart NATO löndum til baka!
- Mun líklegri lönd eru Kína - eða Rússland, en bæði þau lönd, gætu séð sér hag af að koma sér fyrir hérna, t.d. með her- eða flotastöðvar, eða bæði.
- Ísland yfrið nægilega stórt fyrir hernaðarfluvelli, og auðvitað flotahafnir.
- Kína ætlar í framtíðinni - án vafa að verða heims flotaveldi, ekki síður en Bandar.
- Og Rússland er greinilega í dag - í þeim fasa, að vera að efla sinn herstyrk og flota.
Ég er að segja -- að það séu líkur á því, að Ísland verði beitt hótunum af 3-landi, hernaðarlega sterku landi --> Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. til baka gagnvart NATO löndum. Þetta getur gerst á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar Íslands.
- Þó að ég óttist Rússland í þessu samhengi -- þá skulum við ekki vanmeta Kína, því líklega leiðir stefna Trumps til nýs kalds stríðs við Kína!
Kreppan sem líklega skellur á ef áform Trumps um tollavernd gagnvart Asíulöndum ná fram að ganga, líklega leiðir til heimskreppu og nýs Kalds Stríðs
Kaldastríðs hættan ein og sér er mikil - sérstaklega ef Trump dregur Bandar. út úr NATO.
Þá hefði það að sjálfsögðu mjög miklar afleiðingar á Íslandi - ef stefna Trumps í þeirri viðskiptadeilu er hann vill hefja við Asíulönd - ekki síst Kína; nær fram að ganga.
- En ný heimskreppa - sérstaklega sennilega djúp slík. Mundi hafa mjög miklar afleiðingar fyrir ferðamennsku á Íslandi -- leiða fram samdrátt í greininni, og sá mundi hefjast nærri strax og alþjóðleg efnahagskreppa væri hafin.
- Verðlag á áli mundi fara niður.
- Og sama mundi gilda um verð á fiski.
Hraður hagvöxtur á Íslandi -- mundi á skömmum tíma umpólast í snöggan og líklega djúpan samdrátt.
Og fjöldagjaldþrot í ferðamennsku væru líklega óhjákvæmileg -- í ljósi þess hve mörg fyrirtæki eru að spenna bogann hátt.
- Ný ríkisstjórn gæti þá þegar um mitt nk. ár -- staðið frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu.
- Og hún gæti skollið á - um svipað leiti, og alvarleg ógn um öryggismál þjóðarinnar gæti að steðjað.
Niðurstaða
Er eitthvað sem Ísland getur gert?
Ekkert gagnvart heimskreppunni - ef og þegar hún skellur á.
En það er hugsanlega unnt að skipuleggja viðbrögð við þeirri öryggisógn sem Ísland getur lent í á nk. kjörtímabili.
Viðbrögðin væru þá þau - að fá eitthvað land, eða lönd - til að setja hér upp herstöð.
T.d. ef það væri Rússland er væri með hótanir á Ísland - þá væri það augljós ógn allt í senn fyrir Noreg - Danmörk og Bretland; ef hér væru settar upp rússneskar her-, flota-, og flugherstöðvar.
--Það væri því rökrétt að leita hófanna til þeirra þjóða! Áður en hótanir utanaðkomandi lands - sem við mundum óttast mun meir - væru komnar á mjög alvarlegt stig.
Ef ríkisstjórn VG og Pírata væri til staðar - væri auðvitað kaldhæðið að sjá t.d. utanríkisráðherra VG, ef VG fengi utanríkisráðuneytið, væla í Bretum eða Norðurlandaþjóðum, um uppsetningu herstöðvar!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ekki hræddur við Trump. Mér sýnist hann ólíkt sveigjanlegri en hinn hefðbundni pólitíkus, svo hann snýr sér út úr flestum átökum, enda ekkert á þeim að græða.
Og hann er svolítið fyrir gróða. Það gerir hann fyrirsjáanlegan. Það er reyndar það eina sem gerir hann fyrirsjáanlegan.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.5.2016 kl. 00:04
Mín skoðun er að það sé afskaplega naív afstaða að vera ekki hræddur við Trump -- ég segi, að við eigum öll að vera logandi hrædd við hann!
Það sé hin rökrétta afstaða!
Enda sé hann að ógna allri grunn uppsetningu bæði öryggiskerfa Bandar. og þess efnahagskerfis sem Bandar. hafa byggt upp.
Ef hann gerir allt hvað hann hefur hótað --> Þá leiði það einfaldlega til mestu hamfara sem mannkyn hefur séð í áratugi. Og ég virkilega meina akkúrat það!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.5.2016 kl. 00:13
Það eru þrjú atriði sem ég sé menn kvarta mest yfir varðandi Trup og tengja við einhverskonar Ragnarrök
Fyrsta er væntanlega samskiftin við Nato. Forseti Bandaríkjanna getur ekkert leyst upp NATO eða dregið Bandaríkin út þaðan.
Það er miklu flóknara dæmi.
En það sem Trump getur gert er að krefjast hærri framlaga frá Evrópu, sem Evrópubúar vilja reyndar ekki láta af hendi af því þeir vita að þeim er engin hætta búin
Annað sem Trump getur gert er að draga úr áhrifum Neokonanna og vopnaframleiðendanna á utanríkismálastefnu Bandaríkjanna.
Það er aðeins til bóta því utanríkisstefna þeirra hefur verið bæði ofbeldisfull og óréttlát.
Milljónir manna hafa látið lífið umm allan heim til að fóðra vasana hjá þessu liði.
.
Flóttamenn og ólöglegir innflytjendur.
Trump hefur talað um að vísa öllum ólöglegum innflytjendum úr landi. Það er ekki hægt svo það verður einhver málamyndagerningar í sambandi við það sem hafa engin áhrif.
Veggurinn sem allir eru að Býsnast yfir er svo ekkert mál.Mexicanar fara bara í smá fýlu ef hann er byggður,enda ekkert athugavert við að byggja svona vegg ef menn vilja leggja í kostnaðinn.
Bandaríkjamenn hafa alltaf ahaft vit á að velja innflytjendur af kostgæfni og hleypa ekki inn fólki sem er á flótta. Með þessu hefur þeim tekist að fleyta rjómann af því fólki sem er á faralldsfæti í heiminum.
Evrópubúar eru eitthað að byrja að agnúast út í þá vegna flóttamannanna frá Miðausturlöndum,en því verður ekkert ansað af Bandaríkjamönnum ,hvorki Trump né öðrum.
Evrópa situr eins og venjulega uppi með flóttamennina sem verða til vegna ofbeldis Bandaríkjanna um allan heim.
Bandaríkjamönnum er ósárt um þetta, enda stefna þeirra að halda niðri öllum löndum eða ríkjasamböndum sem gætu á einhverjum tímapunkti ógnað alræði þeirra.
.
Svo eer það sambandið við Kína.
Trump er businessmanur svo hann fer ekki í hart við Kína.
Hann veit að það mundi kollvarpa Bandaríska hagkerfinu,þar á meðal hans eigin auð.
Hann mun væntanlega pressa stíft á Kína í viðskiftasamningum án þess að stofna Bandaríkjunum í hættu.
Það er ekki viðskiftastríð framundan ,heldur bardagi við samningaborðið.
.
Trump er ekkert hættulegur fyrir neina nema kannski ólöglega innflytjendur seg gætu verið að sjá fram á erfiðari tíma og svo glæpahyskið sem hefur hreiðrað um sig í Bandaríska stjórnkerfinu og sýgur þaðan peninga skattborgaranna sem eru svo naotaðir til að drepa fólk um allann heim.
Það er enginn voði á ferðum þó að áhrif þeirra minnki eitthvað um tíma.
Ef illa fer gætirðu kannski stofnað svokallað "save space" eins og eru svo vinsæl í Bandarískum og Breskumm háskólum í dag.
Borgþór Jónsson, 1.6.2016 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning