Verður áhugavert að fylgjast með réttarhöldum vegna deilu Úkraínu og Rússlands, út af láni sem Yanukovich var þvingaður til að taka af Pútín

Það er nefnilega sannleikur málsins - að öll deilan einkennist alveg frá upphafi af ofbeldi stjórnvalda í Kreml gagnvart landinu Úkraínu.
Ákveðin kaldhæðni í ljósi þess er síðar gerðir, að Yanukovich þáverandi forseti var í reynd -- eitt af mörgum fórnarlömbum Pútíns í málinu!

Ukraine’s ‘you invaded us’ debt non-payment defence

En margir eru búnir að því er virðist að gleyma -- viðskiptaþvingunum sem Pútín beitti Úkraínu, þ.e. stjórn Yanukovich --> Til þess að þvinga Yanukovich að falla frá samkomulagi við Evrópusambandið um fríverslun!

Rétt að benda á, að sá fríverslunarsamningur hafði verið í umræðufarvegi milli ESB og Úkraínu í 8 ár -- og það var einungis er sá samningur var tilbúinn til undirritunar!
---Sem Pútín hreyfði við mótmælum við honum, og hóf þvinganaherferð gegn stjórn Yanukovich.

  • Trixið sem Pútín beitti, er að -- formlega voru þetta ekki þvinganir!
  • En heilbrigðiseftirlit Rússl. -- hóf rannsóknir á meintum göllum á matvælum sem Úkraína hefur lengi selt til Rússlands, og sú rannsókn var látin færa sig upp á skaftið -- stig af stigi.

En allir vita -sem vita vilja- að þetta voru raunverulega efnahagsþvinganir, að Pútín fyrirskipaði þessa "rannsókn."
---Rússn. eftirlitið t.d. einnig rannsakaði fisk sem Ísl. var að flytja til Rússlands, áður en bann Pútíns á innflutningi frá Rússlandi -- tók formlega gildi.
---Þar var Pútín greinilega að - nota matvælaeftirlitið, til þess að beita Ísl. þrýstingi.
Pútín hefur einnig beitt sömu þvingunaraðferð t.d. á Moldavíu -- þ.e. vínútflutning þess lands.
Það eru fjölmörg viðbótar dæmi um slíka notkun á rússn. matvælaeftirlitsins sem ég get nefnt.
---Þessi aðferð virðist í einhverju uppáhaldi hjá Pútín.

Skömmu áður en Yanukovich samþykkti 18ma.Dollara lán -- 3ma. sem hann fékk strax.
---Þá hótaði Pútín að loka fyrir peningasendingar frá Rússlandi til Úkraínu - þá vísa ég til peninga sem Úkraínubúar er starfa í Rússlandi, senda heim til sín.
---Úkraínu þá munaði verulega um það fé!

  1. Þessi atburðarás, augljós tilraun Pútíns til að þvinga Úkraínu að taka aðra ákvörðun um framstíð landsins -- en vilji almennings í Úkraínu stóð til - skóp mikinn þjóðernisæsing innan Úkraínu!
  2. Sá þjóðernisæsingur síðar breyttist í uppreisn almennings í landinu gegn stjórnvöldum í Kíev, er Yanukovich fyrir rest -- lét undan þvinganaherferð Pútín; og samþykkti -- að svíkja eigin þjóð!

En sá samningur er hann undirritaði -- var ekkert minna en landráð!
En sá samningur fól í sér -- umtalsvert fullveldisafsal landsins beint til Pútíns.
Þ.e. innganga í efnahagsbandalag undir stjórn Pútíns!

Til samanburðar þá er samningur Úkraínu og ESB -- sambærilegur við EES samning Íslands!
---Sem ekki felur í sér neitt endanlegt fullveldisafsal!

Þannig að alls alls ekki var um neitt sambærilegan gerning að ræða!

  1. Ef maður rekur söguna áfram, þá varð reiði þjóðarinnar slík -- að mikill mannfjöldi fyllti torg helstu borga landsins, ekki síst í Kíev -- og mannfjöldinn í Kíev hafði þá þrautseigju sem til þurfti, að halda út ítrekaðar tilraunir stjórnar Yanukovich til að brjóta þau mótmæli á bak aftur.
  2. Það sem á endanum síðan gerðist er stjórn Yanukovich féll -- var sá atburður að hluti þinghóps "Flokks Héraðanna" - gekk til liðs við stjórnarandstöðuna!
  3. Þá myndaðist nýr þingmeirihluti -- og sá meirihluti fyrirskipaði að sveitir Innanríkisráðuneytisins mundu leita til sinna búða að nýju, þar með að þær færu frá Kíev.
  4. Þeirri skipan fóru þær sveitir að hlíða þegar sama dag og sú tilskipun var gefin, eftir hádegi daginn eftir -þ.s. Yanukovich var gætt af meðlimum sveita Innanríkisráðuneytisins- þá lagði hann á flótta frá Kíev, er þær sveitir sem gættu hans -- héldu á brott.
    Þannig að hann stóð frammi fyrir handtöku eða valkostinum tafarlausum flótta!
  5. Vikuna á eftir, var mynduð ný ríkisstjórn til bráðabirgða -- og þingið samþykkti tillögu um traust!
    Þannig að sú valdataka var fullkomlega í samræmi við þingræðisreglu, stjórnarskrá landsins og lög landsins.---M.ö.o. að fullyrðingar um valdarán -- sé og hafi alltaf verið lygakjaftæði.

Við þekkjum þær -- hemdaraðgerðir sem Pútín hefur síðan beitt landið!

  1. Þ.e. sérsveitir Rússlandshers, hertóku Krímskaga -- og síðan var þar framkvæmd kosning með "sovéskri aðferð" þ.e. einungis -- einu framboði heimilað að halda uppi kosningabaráttu.
    --Ekkert NEI-framboð heimilað!
    Utanaðkomandi sagt að sú kosning hafi farið með þeim hætti að yfir 90% hafi samþykkt að héraðið gengi í Rússland.
    --Að sjálfsögðu er sú kosning fullkomlega ómarktæk -- ekki unnt að samþykkja hana sem mælingu á vilja íbúa. Sá vilji verður að skoðast þar með -- óþekktur á þeim punkti er kosningin fór fram!
    Kosningin hafi ekkert verið annað en -- eitt af leikritum Pútíns. Til að skapa þá þá yfirborðs ásýnd að vilja almennings á svæðinu hafi verið fylgt.
    --En það þarf mikla einfeldni til að halda því fram, að sá vilji hafi nokkru máli skipt fyrir Pútín -- að auki þarf einnig mikla einfeldni til að trúa því að tölurnar úr kosningunni, hafi verið sannar!
  2. Eftir þetta, þá sendi Pútín til A-Úkraínu fjölda málaliða til að efla til hernaðar gegn stjórnvöldum í Kíev, hefur sá málaliðaher haldið svæðum í A-Úkraínu!
    Með vopnasendingum frá Pútín, og þ.s. málaliðar virðast margir þrautþjálfaðir rússn. hermenn í reynd -- hefur Pútín tekist að halda töluverðum hluta A-Úkraínu.
    ---En þegar Pútín borgar laun þeirra - borgar einnig fyrir vopnin --> Þá eru þetta hans hermenn!
    Þó það heiti ekki formlega að þeir séu hermenn rússn. hersins -- annað dæmi um leiktjöld Pútíns!

    Hið mikla tjón sem stríð Pútíns á hendur Úkraínu hefur valdið -- ásamt beinu ráni á mikilvægum skika lands.
    Hefur að sjálfsögðu valdið verulegu tjóni á efnahag Úkraínu -- auk þess að þau svæði sem málaliða her Pútíns í A-Úkraínu heldur, inniheldur mikilvægar námur auk þess að þau eru hluti af mikilvægum iðnaðarsvæðum Úkraínu.

Það er því alveg fullkomlega rétt hjá stjórnvöldum Úkraínu!
Að það sé Rússland sjálft sem hafi verulega skaðað getu Úkraínu -- til að geta greitt af sínum skuldum.

Að það færi stórfellt óréttlæti að dæma í vil stjórnvöldum í Kreml.

 

Niðurstaða

Eina réttlætið í öllu þessu máli væri að sjálfsögðu að dómur í London falli Úkraínu í vil. Enda hafi lánið sjálf verið í reynd -- þvingað upp á Úkraínu af stjórnvöldum Rússlands. Síðan hafi stjórnvöld Rússlands elft gegn stjórnvöldum Úkraínu her málaliða sem þeirra laun stjórnvöld í Kreml greiða og að auki halda uppi með vopnasendingum, og það stríð hafi valdið Úkraínu efnahagstjóni sem verulega skerði greiðslugetu Úkraínu.
---Þannig að krafa stjórnvalda í Kreml sé í reynd hluti af herferð stjórnvalda í Kreml gegn Úkraínu, sem hafi hafist í reynd mánuðum áður en Viktor Yanukovich hrökklaðist frá völdum.

  • Þetta er hinn sanna saga í málinu.

Á hinn bóginn er mjög útbreiddur lygaáróður sem heldur uppi allt öðrum hlutum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Eins og er alveg vitað í dag fóru stjórnarskiftin þannig fram að þingheimur "kaus" meðan Dimitry Yaros, landsþekktur morðingi og stríðsglæpamaður frá Téténíu stríðinu stóð með 500 nasista fyrir dyrum úti og ákvað hvað menn ættu að kjósa.

Hann tilkynnti samhliða að hann gæti útvegað 2000 nasista í viðbót ef á þyrfti að halda.

Stjórnarflokkurinn var svo bannaður og margir forystumenn hans drepnir á lýðræðislegann hátt.

Úkrainustjórn hélt meira að segja úti heimasíðu þar sem voru veitt veiðileyfi á þetta fólk ,svipað og heimasíðan sem er opin núna á fréttamenn sem hafa sagt fréttir frá Donbass

Það sem verður forvitnilegt að fylgjast með í þessum réttarhöldum er hvort dómurinn dæmir eftir lögunum ,eða hvort við sjáum pólitískan farsa.

Ég hallast frekar að að dómurinn notist við lögin af því að framtíð fjármálamiðstöðvarinnar gæti verið í húfi.

Það munu margir fylgjast grannt með og gera ráðstafanir ef þeir sjá að það er ekki hægt að treysta breskum dómstólum

Borgþór Jónsson, 28.5.2016 kl. 11:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi: 1. Það eru engir nasistar í Úkraínu. úkraínskir þjóðernisfasistar eru í engu verri en rússn. slíkir - t.d. þeir sem stjórna í A-Úkraínu. Þetta bull um nasista er ekkert annað en bull -- enda nasistar allt annað fyrirbæri en fasistar, þó ákveðinn skildleiki sé til staðar --> Þá snýst fasismi alltaf um tiltekna þjóð! Á meðan að kenning Nasista snerist ekki um tiltekna þjóð - heldur voru nasistar með kynþáttakenningu.
---Þ.e. sú kynþáttakenning sem sker nasismann frá fasisma.
*Úkraínskir fasistar hafa ekki - kynþáttakenningu - ekki heldur rússn. faistar.*
2. Flokkur Héraðanna var ekki bannaður í Úkraínu -- nema í 3-héröðum undir áhrifum tiltekins "ólígarka."
--Honum var aldrei bannað að bjóða sig fram í þingkosningum yfir landið allt!
En flokkurinn bauð sig einfaldlega ekki fram -- síðast! E
Enda stuðningur við hann hruninn!
3. Ég hef ekki heyrt um nein morð á forystumönnum Flokks Héraðanna, þó ég útiloki ekki að einhverjir öfgamenn hafi myrt einhvern af þeim -- þá er engin ástæða að ætla að sá flokkur sæti skipulögðum ofsóknum af hendi stjórnvalda Úkraínu.
4. Nei, framtíða London sem fjármálamiðstöðvar væri í engri hættu ef Rússland tapar -- þ.s. auðvelt er að sýna fram á að þetta lán var ekki form eðlilegra lánaviðskipta - heldur komið til í tengslum við þvingunaraðgerðir Rússlandsstjórnar - og síðan að aðgerðir Rússlands stjórnar gagnvart Úkraínu -- hafi valdið landinu stjórtjóni sem augljóst dragi úr möguleikum þess til að greiða af skuldum -- hafandi í huga að Rússl. stjórn haldi uppi leiguhermönnum í A-Úkraínu sem hersytji þar landsvæði - og tjón Úkraínu af stríðinu sem Rússland þar bjó til þá sé full ástæða að ætla að Úkraína eigi sanngjarnar kröfur á Rússland á móti um miklu hærri upphæðir.

--Vegna þess hve málið sé sérstakt muni dómur gegn Rússlandi í egnu skaða London.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.5.2016 kl. 00:44

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Fjandinn,ég var viss um að ég væri búinn að vinna þig á mitt band í Úkrainudeilunni,þú hefur verið svo þögull um hana að undanförnu.

Svo fæ ég þetta í hausinn

.

Ég er ekki viss um að það sé auðvelt að hafna þessari kröfu á þeirri forsemdu að þetta séu ekki eðlileg lánaviðskifti .Ef ég man rétt hefur IMF þegar viðurkennt þessa kröfu og tekið þátt í samningum til að reyna ljúka henni.

Allavega hefur ESB tekið þátt í slíkum viðræðum.

Þar komu Rússar fram með þá málamiðlun að Úkrainumenn gætu borgað skuldina á þremur árum,en ESB eða IMF yrðu að ábyrgjast greiðslurnar.

Þetta vildu menn ekki svo að það slitnaði upp úr samningaviðræðunum.

Ég get ekki séð að dómurinn geti tekið tillit til óskildra málefna í úrskurði sínum ,jafnvel þó sönn væru.

Dómurinn hlýtur eingöngu að fjalla um lögmæti pappíranna sem til umræðu eru. Dómurinn úthlutar ekki réttlæti,heldur lögmæti.

Borgþór Jónsson, 30.5.2016 kl. 01:27

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Gleymdi að minnast á kynþáttakenninguna sem þú minnist á. Úkraniskir fasistar hafa einmitt kynþáttakenningu sem gengur út á að Rússar séu ekki "raunverulegir slavar" sem gerir þá að nasistum væntanlega.

Því er nú fleygt í Úkrainu að Rússar séu hálfmenni.

.

Nú hefur öllum leikmönnum í Úkrainska landsliðinu sem eru af Rússnesku bergi brotnir verið vísað úr liðinu. Þar sem ég er ekki fótboltaáhugamaður er mér alveg sama,en þetta saklausa dæmi sýnir svolítið hvernig andinn er í Úkrainu. Hver vill svo sem vera með hálfmenni í fótboltaliðinu sínu.

Það er ekki nema von að Krímverjar vildu losa sig frá þessari kreðsu.

Borgþór Jónsson, 30.5.2016 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband