Donald Trump hélt ræðu í Bandaríkjunum á fundi með aðilum úr orkuiðnaðinum þar, og eins og Trumð virðist vant - - var hann óspar á yfirlýsingar, og að auki skv. hans venju - óragur við að slá fram loforðum líklegum að orka tvímælis!
Donald Trumps Energy Plan: More Fossil Fuels and Fewer Rules
Trump vows to undo Obama's climate agenda in appeal to oil sector
Trump puts fossil fuels at US energy core
Stefnu Trumps í orkumálum má kenna við - "America First" mottóið hans!
En hann virðist gera -orkusjálfstæði- að meginatriði. Samtímis og hann virðist vilja afnema nokkurn veginn - allar takmarkandi reglur sem settar hafa verið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda!
"Any regulation that's outdated, unnecessary, bad for workers or contrary to the national interest will be scrapped and scrapped completely,"
Andstaða hans við Parísarsamkomulagið - virðist a.m.k. að hluta snúast um, andstöðu Trumps við reglur -- sérstaklega það að Bandaríkin undirgangist, bindandi reglukerfi.
Ekki síst þó að það reglukerfi sé ekki alfarið undir stjórn Bandaríkjanna!
- "The comments painted a stark contrast between the New York billionaire and his Democratic rivals for the White House, Hillary Clinton and Bernie Sanders, who advocate a sharp turn away from fossil fuels and toward renewable energy technologies to combat climate change."
- "Trump slammed both rivals in his speech, saying their policies would kill jobs and force the United States "to be begging for oil again" from Middle East producers." - ""It's not going to happen. Not with me," he said."
Þetta getur ekki verið skýrara!
___Trump sé alfarið andvígur því að Bandaríkin taki þátt í aðgerðum, til að hamla upphleðslu gróðurhúsalofttegunda á plánetunni.
""We're going to cancel the Paris climate agreement," he said."
Skýrt loforð um að -- eyðileggja Parísarsamkomulagið!
Ég skal ekki neita því að ég hef verið skeptískur á að Parísarsamkomulagið haldi
Það er ekki síst vegna hins vaxandi - pópúlisma sem er í gangi, samtímis í Bandaríkjunum og í Evrópu.
---Þegar fólk er svo óánægt sem það er nú í dag -- vegna stöðnunar launaþróunar eða samdráttar þar um, og skorts á störfum.
*Þá sé það mun síður viljugt að færa fórnir.*
Í þessu andrúmslofti er tækifæri til staðar fyrir pópúlista að stíga fram -- og slá fram stórum fullyrðingum.
Það athyglisverða er -- hve auðveldlega Trump kemst upp með, að fullyrða út og suður, en gríðarlega mikið af ósönnum fullyrðingum hafa verið raknar til hans --> En einhvern veginn, hafa engin neikvæð áhrif á vinsældir hans meðal fylgismanna.
Spurning hvort þetta sé vísbending þess sem koma skal!
Að pólitíkusum fjölgi - sem höfði fyrst og fremst til fólks, á tilfinningasviðinu.
En slíkir aðilar einmitt beita klassískri æsinga-tækni, þ.e. þeir eru alltaf reiðir, og þeir eru alltaf að leitast við að efla reiði sinna fylgismanna - aðferðir múgsefjunar.
Þetta hefur einmitt mjög einkennt nálgun Trumps.
Hann höfðar til fólks sem annað af tvennu er atvinnulaust, eða ekki beint í draumastarfinu -- vill betra, fólk sem upplifir - persónuleg vonbrigði.
Og hann lofar því betri tímum!
Hann hagnýtir sér reiði þess -- og sækist stöðugt eftir því að reita það frekar til reiði; því þ.e. einmitt taktíkin að halda áhorfendunum/áhangendunum stöðugt á tilfinningasviðinu.
---Því ef þeir kæmust yfir múgsefjunina, þá kannski tækju þeir eftir því hve mikið af fullyrðingum stangast á og hve mörgu hefur verið logið.
Að auki er það taktík -- að halda fullyrðingunum einföldum.
Því fólk á tilfinningasviðinu -- þarf að ganga á einföldum slagorðum.
Niðurstaða
Afstaða Trumps til umhverfismála -- fer þá í langa röð hamfara sem Trump mundi valda ef hann kemst til valda, þ.e. nú er ljóst að hann ef hann verður forseti mun stórfellt skaða baráttu Jarðarbúa við það að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda - og líklega þar með hindra með algeru öryggi að 2°C takmarkið geti mögulega náðst.
---M.ö.o. bætist við -- líklega kreppu heima fyrir, ásamt heimskreppu, sem stefna hans ef nær fram mundi valda.
---Ekki má heldur gleyma nær öruggu nýju Köldu-stríði, ef stefna hans í tollamálum nær fram að ganga, en viðskiptastríð við Kína - örugglega leiðir til Kalds-stríðs.
---Að auki, ef hann -labbar frá NATO- þá getur svo farið að Járn-tjaldið verði aftur endurreist í hans forsetatíð!
Næsti forseti gæti þá staðið fyrir virkilega afskaplega breyttri heimsmynd til hins mun verra!
- Hann virkilega virðist stefna að því að verða mesti hamfaraforseti sögu Bandar.
Fólk sem ætlar að kjósa hann - það vantar ekki bara í það blaðsíður, heldur heilu kaflana!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg þori ég að veðja öllum mínum varaldar eigum að Trump hefir á réttu að standa. Hugsaðu þér bara hvernig þetta fór með bílaiðnaðinn en hann fór nær á hausinn. Obama var seinn til að samþykkja þessa vitleysu en gaf sig fyrir rest. NASA sagði sannleikan í mörg ár þar til hún fór að leika með. Trausti okkar er skeptískur og við öll ef við lesum annála sjáum að þetta er algjört rugl. Suður heimskautið er að stækka og okkar heimskaut er upp og niður. Myndir frá bráðnun á Grænlandsjökli eru margra ára gamlar og engin hefir áhyggjur í Grænlandi að þessu. Pólabirnir eru enn að drepa seli. Ég viðurkenni ég fer oft á límingunni þegar ég les um að heimurinn sé að farast og margir virtir vísindamenn komast hvergi að með sín vísindi að það er engum vá fyrir dyrum.
Valdimar Samúelsson, 27.5.2016 kl. 09:52
Það sem er sorglegast við þetta er að Trump hefur ef til vill rangnt fyrir sér hvað varðar það að mengun með bruna jarðefnaeldsneytis er vandamál. Hinsvegar eru þeir sem reyna að bregðast við, Þessir svokölluðu umhverfisverndarsinnar svo grunnhyggnir í nálgunum sínum á vandann að oftast er betra að gera ekki neitt.
þannig er Donald Trump í mínum huga að minka heildarmengun í heiminum með því að hætta stuðningi við vanhugsað samninga í umhverfismálum hvort sem hann veit það sjálfur eða ekki.
Guðmundur Jónsson, 27.5.2016 kl. 10:44
Guðmundur -- tja, Trump að minnka heildarmagn, tja - kannski verður Trump kreppan það djúp, að minnkun efnahagsumsvifa í heiminum og innan Bandaríkjanna -- skili meiru en þeir samningar sem Trump rífi í tætlur.
---En þ.e. eina leiðin sem ég kem auga á að Trump hafi þau öfugu áhrif að minnka losun, að hans neikvæðu áhrif á efnahagsleg umsvif heima fyrir og heiminn vítt -- leiði til minnkunar losunar heilt yfir, þrátt fyrir stefnu hans í orkumálum.
---Það má vel vera að Trump kreppan nái þeirri dýpt - að losun samt minnki meir, en ef Bandar. standa við þá samninga.
En maður auðvitað hlakkar ekki til heimskreppu er kannski væri eins djúp og sú á 4. áratug sl. aldar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.5.2016 kl. 11:04
Ég segi snúum klukkunni afturábak um 20 ár og byrjum upp á nýtt. Horfum á allt sem hefir verið gert í minnkun á brennslu á kolefnum. Við eldri munum hvernig Evrópa var en svo komu nýir umhverfissinnar sem sáu þetta ekki ob hentu bombum yfir þessi slæmu þjóðfélög sem menguðu. Íslandsstrendur áttu að hafa verið allar í drullu og skít áratugum eftir að hætt var að henda rusli í sjó. Ef það er hægt að kalla einhvað ''Hæp'' þá eru það verk umhverfissinna.
Valdimar Samúelsson, 27.5.2016 kl. 11:40
Einar, ég sagði "Þessir svokölluðu umhverfisverndarsinnar eru svo grunnhyggnir í nálgunum sínum á vandann að oftast er betra að gera ekki neitt." Þú ert bara að fylkja þér í þennn hóp í mínum huga. Ég tel til dæmis algerlega fráleitt að halda að losunarkvótar á co2 séu umhverfisvæn ráðstöfun, Það má á tiltölulega einfaldan hátt færa rök fyrir að slíkt auki mengun og þá alla mengun nema hugsanlega CO2 sem er samt ekki víst. Sama á við um áherslur á rafmagnsvæðingu farartækja af mörum gerðum, sem þegar á heildin er litið auka bæði CO2 losun og stórlega auka aðra mengun.
Guðmundur Jónsson, 27.5.2016 kl. 12:18
Það eyðist sem af er tekið segir gott og gilt íslenskt máltæki. Trump og allir bruðlararnir leggja ekki aðeins til að haldið verði áfram á sömu braut við að sóa upp takmörkuðum auðlindum jarðar, þeir vilja klára þær sem allra hraðast!
Það voru ekki aðgerðir til að minnka útblástur bíla, sem herjuðu á bandaríska bílaiðnaðinn, heldur hitt, að erlendir keppinautar gerðu bæði miklu betri bíla og stóðust samt harðari reglur um öryggi og minni eyðslu og mengun.
Þegar Preston Tucker var knésettur af bandarísku bílarisunum, af því að hann kom fram með byltingarkenndan bíl, sagði hann í lok réttarhalda, þar sem hann var sýknaður af ákærum bílarisanna, að ef þeir vildu endilega halda áfram á sömu braut, myndu sigrðu þjóðirnar í heimsstyrjöldinni, Japanir og Þjóðverjar, salta Bandaríkjamenn í bílaframleiðslu.
Á þessum tíma framleiddu Japanir varla bíla og Þjóðverjar voru að byrja með Bjölluna, enda hlógu allir dátt í réttarsalnum að "bullinu" í Tucker.
Sá hlátur var þagnaður eftir undrafá ár.
Ómar Ragnarsson, 28.5.2016 kl. 01:25
Guðmundur -- Ef markmiðið er að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda - er ekki órökrétt að fyrirskipta takmarkanir á losun þeirra lofttegunda sem eru þekktar gróðurhúsa lofftegunda.
--Það sé enginn að halda því fram, að ekkert annað flokkist undir mengun.
Og ég get ekki verið sammála þeirri afstöðu, að takmarkanir á útblæstri gróðurhúsalofttegunda séu óréttmætar -- því ekki sé tekið á allri hugsanlegri mengun á sama tíma.
Stundum þurfa menn að forgangsraða!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.5.2016 kl. 04:09
Ómar -- sannarlega rétt frændi, að engin leið er að tengja útblásturkvóta hnignun bandar. bifreiðaiðnaðar.
--Stór örsök var örugglega olíuverðkreppan á seinni hl. 8. áratugarins -- það vildi svo heppilega fyrir japanska framleiðendur, að þeir voru þá að framleiða sparneytna bíla.
--Þannig að sala á japönskum bílum tók mikið stökk í þeirri kreppu.
Á þeim tíma framleiddu bandar. risarnir nær enga litla bíla með sparneytnum vélum.
Í framhaldinu hafa komið aðrar verðkreppur!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.5.2016 kl. 04:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning