Spurning hvort að flugvél egypska flugfélagsins var sprengd?

Þetta eru nú vinsælar vangaveltur - því fátt virðist um aðrar skýringar.
En vélin áður en hún hverfur af radar, tekur snögglega 90° beygju til vinstri, síðan 360° beygju til hægri - á meðan er hún að missa hæð mjög hratt úr 37þ.ft. í 15þ.ft. og hverfur síðan af radar.
Ekkert heyrðist frá flugmönnum vélarinnar meðan á þessu stóð.

"Flight 804 was carrying 56 passengers, including three children; seven crew members; and three members of airline security personnel"..."30 were from Egypt, 15 from France, two from Iraq and one each from Algeria, Belgium, Britain, Canada, Chad, Kuwait, Portugal, Saudi Arabia and Sudan."

Skv. þessu hefur Airbus vélin verið með fáa farþega - en hún getur flutt 220.

The EgyptAir Flight

EgyptAir Flight Believed to Have Crashed at Sea

Náttúrulega algert reiðarslag fyrir Egyptaland - en afleiðingar fyrir eypskan túrisma verða fullkomlega hræðilegar, ef staðfestist að vélin var sprengd á flugi

  • En enn er ekki liðið ár síðan að rússnesk farþegavél var sprengd yfir Sínæ skaga!

Ef í ljós kemur að flugvél egypska flugfélagsins hafi einnig verið sprengd af hryðjuverkamönnum - þá er erfitt að sjá annað framundan en nokkurs konar ragnarök fyrir egypska ferðamennsku.

Eiginlega mjög fátt annað um málið að segja -- en brakið augljóslega lenti í hafinu.
Þaðan getur tekið dágóðan tíma að ná því upp aftur!

Því mun augljós taka töluvert lengri tíma að staðfesta það hvað akkúrat gerðist.

  1. En snögg óvænt beygja, getur einmitt verið í samræmi við sprengingu er hefur framkallað alvarlegar skemmdir á búk vélarinnar, eða mikilvægum stjórnbúnaði.
  2. Svo tekur hún -spíral- í hina áttina samtímis og hún er að missa hæð mjög hratt -- það bendi til þess hugsanlega að eitthvað mjög mikilvægt hafi rifnað af vélinni - t.d. hluti af væng eða stéli.

Hluti rannsóknarinnar mun náttúrulega fara í að rannsaka áfangastaði vélarinnar á undan:

  1. "Cairo–Asmara–Cairo - On Tuesday night, the plane flew to Asmara, the capital of Eritrea. At 4:30 a.m. Wednesday, the plane returned to Cairo and stayed for two hours."
  2. "Cairo–Tunis–Cairo - At 8:21 a.m., the plane left for Tunis, the capital of Tunisia. After about an hour, it returned to Cairo, arriving at 3:17 p.m."
  3. "Cairo–Paris–Cairo - The Cairo stopover was less than two hours. The plane left for Paris, landing at 9:55 p.m. It left for Cairo shortly after 11 p.m. Wednesday before it crashed."

En einn möguleikinn er auðvitað -- tímasprengja!

 

Niðurstaða

Böndin berast náttúrulega að ISIS samtökunum, sem lístu á sínum tíma yfir því að hafa grandað rússnesku farþegavélinni á leið til Rússlands frá Sharm el Sheik á Sínæ skaga með sprengju er hafði verið smyglað um borð á flugvellinum við Sharm el Sheikh.
Augljóst koma 4-flugvellir til greina - í tilviki egypsku vélarinnar þ.e. Asmara flugvöllur - Túnisborgar flugvöllur, flugvöllurinn við Kæró og auðvitað ekki fullkomlega unnt að fyrirfram að útiloka að sprengju hafi verið komið fyrir um borð á De Gaulle flugvelli við París.
---En ISIS hefur hryðjuverkanet sennilega í öllum þessum löndum.

Þú sennilega virðist að De Gaulle flugvöllur sé minnst líklegur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband