Rússar óhressir með nýtt eldflaugavarnakerfi í Rúmeníu

Ég skal viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd að NATO væri að setja upp eldflaugavarnarkerfi í Rúmeníu. En kvartanir rússneskra stjórnvalda - virðast þær sömu og fyrir nokkrum árum, er NATO setti upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi.

Russia Calls New U.S. Missile Defense System a ‘Direct Threat’

U.S. activates Romanian missile defense site, angering Russia

Sjá einnig Wikipedia: NATO missile defence system

Aegis Combat System

RIM-161 Standard Missile 3

Bandaríkin virðast hafa ákveðið að byggja eldflaugavarnakerfi Evrópu, á grunni AEGIS kerfisins, sem upphaflega var byggt upp fyrir bandaríska flotann!

Eftir því sem ég kemst næst - er þetta kerfi í núverandi útfærslu, enn öflugara en svokallað THAAD kerfi, sem byggt hefur verið upp fyrir bandaríska landherinn - er notar flaugar sem eru stærri og langdrægari en nýjasta útfærsla af PATRIOT flaugum.
---Bandarískar hersveitir í Evrópu - eru búnar skv. upplýsingum, PATRIOT flaugum.

SM3-flaugin virðist grunnur þessa kerfis, og hafa verið valin vegna þess, að þörf sé á færri stöðvum ef sú flaug er notuð, en ef notast væri við þá flaug sem er grunnur THAAD kerfisins.

En það segir auðvitað að SM3 flaugin sé fjarska öflug!

Í nokkur ár, hafa bandaríkin haft AEGIS-tundurspilli á Svarta-hafi.

En landstöð hafi nú verið bætt við, auk fleiri radarar.

  • Tæknilega getur AEGIS kerfið einnig skotið svokölluðum "cruise" flaugum, ef landstöðin er búin skotpöllum fyrir þær - en skipið er pottþétt búið þeim.

 

Kvartanir Rússa eins og gagnvart landstöðinni í Póllandi, virðast fjarstæðukenndar!

  1. En haldið er því fram að þessar stöðvar - geti minnkað skilvirkni hugsanlegrar rússneskrar kjarnorkuárásar.
  2. Og gert þannig svokallaða - fyrstu árás - meir freystandi fyrir NATO.
  1. Á hinn bóginn, virðast stöðvarnar 2 - ekki búnar mörgum flaugum, þannig að með það í huga hve mikið Rússar eiga af flaugum, ættu þeir að geta skotið nægilega mörgum til þess að kerfið ætti ekki möguleika.
  2. Síðan hitt, að það sé algerlega snar snældu galin hugmynd, að NATO þjóðir hafi nokkrar slíkar pælingar uppi, eða að nokkrar hinar minnstu líkur séu þar um að slíkar pælingar komist á dagskrá.
  • En við erum að tala um -- heimsendi.
    Ef kjarnorkuátök NATO og Rússlands mundu hefjast.
    Menn þurfa að vera algerlega búnir að tapa öllum veruleikatengslum, til að koma það til hugar -- að tæknilega möguleg 1-árás, væri góð hugmynd.
  1. En jafnvel þó að hún mundi heppnast í þeim skilningi, að flestar flaugar Rússa væru eyðilagðar - þannig að þeir hefðu einungis komið fáum í loftið.
  2. Þá værum við samt án mikils vafa -- að tala um atburð er valda mundi, hnattrænum kjarnorkuvetri - og drepa þar með, meirihluta mannkyns ásamt stórum hluta lífs á hnettinum.

Þar af leiðandi virðist manni slíkt tal - alltaf nánast vitfyrringslegt.
Að segja að slíkt kerfi auki slíka meinta hættu.

  1. Nánast eini möguleikinn á að NATO gæti dottið það í hug.
  2. Væri af NATO væri undir allsherjar hernaðarinnrás herja Rússlands, og maður ímyndaði sér að þeir herir væru þegar búnir að komast í gegnum mikilvægustu varnarlínur, og að auki hefðbundinn herafli NATO væri að mestu þegar lagður að velli.

M.ö.o. að ef Rússland ræðst ekki með sinn herafla inn fyrir landamæri NATO ríkja!
Sé sá möguleiki að NATO geri -fyrstu árás- með kjarnavopnum, svo fjarstæðukennt ósennilegur að það sé ekki nokkur hin minnsta ástæða til að ræða það frekar.

 

Niðurstaða

Mín ályktun er þá sú, þó svo að mjög líklega sé kerfið fært um að skjóta niður rússneskar flaugar, þá skipti það atriði engu raunverulegu máli. Þar sem að einungis fólk með alvarlega veruleikabrenglan geti komið það til hugar - að NATO lönd séu líkleg til að hefja af fyrra bragði aðgerð sem mundi að miklum líkindum valda stórfelldu og líklega fullkomlega óbætanlegu tjóni á lífkerfi Jarðar og samfélögum manna.

  1. Þó að árás á Evrópu frá N-Kóreu eða Íran, eða Mið-austurlöndum, virðist ekki mjög líkleg þessa stundina.
  2. Þá sé kerfisuppsetning NATO bersýnilega ekki fær um að ráða við þann fjölda flauga sem lönd eins og Kína eða Rússland, eru fær um að senda upp í loftið.

Það séu augljósu rökin fyrir því.
Að kerfinu sé raunverulega beint að þeirri tæknilega mögulegu hættu.
Að svokölluð "rogue powers" með fáar flaugar til umráða, hefji árás af fyrra bragði.

Þegar maður hefur lið eins og Kimmana við völd - þá veit maður eiginlega ekki hvað getur gerst!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allar deilur síðsutu hálfa öld varðandi kjarnorkueldflaugar, hvort sem þær hafa verið kallaðar varnarflaugar (fyrirbyggjandi notkun) eða ekki, eiga sér stoð í grunnhugsuninni MAD (GAGA, gagnkvæm altrygggð gereyðing allra), sem er jafn galin og verðu áfram jafn galin og  heitið MAD (mutual assured destruction).

Ómar Ragnarsson, 13.5.2016 kl. 14:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

NATO datt það í hug að ráðast inn í Írak 2003. Af hverju skyldu Rússum ekki detta í hug að NATO gerði eitthvað svipað í Austur-Evrópu?

Ómar Ragnarsson, 13.5.2016 kl. 14:56

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, Írak var ekki kjarnorkuveldi!
Og síðan var innrásin í Írak -- ekki NATO aðgerð. En andstaða Frakklands og Þýskalands í það skiptið - hindraði að sú aðgerð gæti orðið að slíkri. En innan NATO - þarf "unanimity" að allir séu sammála.
---Mjög sjaldan raunverulega þó að Evrópulönd einstök beiti neitunarvaldi, en það gerðist í það skiptið.

Bandaríkin fyrir bragðið gátu ekki notað "NATO assets" sem ekki voru undir beinni stjórn þeirra eða Breta.
---Bush stjórnin var enda ekki lítið fúl út í Frakka og Þjóðverja!

    • Svo verð ég að nefna -- að gagnflaugar eru ekki kjarnorkueldflaugar.
      Ég veit ekki hvaðan þú hefur þann misskilning.

    • En þær bera svokallaðan "interceptor" sem er "kinetic" þ.e. er stýrt beint til áreksturs við sprengihleðslu eða kjarnaodd þann sem á að eyða.

    • Þessi "interceptor" inniheldur enga sprengihleðslu - áreksturinn einn og sér ef maður hefur í huga gríðarlegan sameiginlegan hraða hlutanna tveggja - skapar yfrið næga orku til þess að fullkomlega eyðileggja hvað það þessi "interceptor" er stýrt til að rekast á, hvort sem þ.e. hefðbundin sprengihleðsla eldflaugar eða kjarnaoddur sem borinn hefur verið af eldflaug.


    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 14.5.2016 kl. 01:31

    4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Óttalega er þetta lélegt kort hjá þér -- einhver að leika sér með Fotoshop. Hvernig væri að koma með kort sem sýnir nöfnin á stöðunum þ.s. þessar meintu stöðvar eru - svo unnt sé að googla hverja fyrir sig. Þetta segir nákvæmlega ekki neitt nema að einhver var að leika sér í tölvu.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 14.5.2016 kl. 22:00

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.11.): 0
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 24
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 22
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband