Einhverjir vita sjálfsagt að í sl. viku, þá þvingaði Erdogan samflokksmann sinn, Ahmet Davutoglu, sem var forsætisáðherra Tyrklands - til að hætta. Sterkur orðrómur er á þann veg, að Erdogan hafi fundist Davutoglu of áhrifamikill. En það var Davutoglu sem samdi við ESB - að Tyrkland leitist við að stöðva flæði flóttamanna yfir hafið frá Tyrklandi yfir til Grikklands, gegnt því að ESB ríki samþykki að taka við flóttamönnum beint frá flóttamannabúðum innan Tyrklands, auk þess að skv. samningum á Tyrkland að taka aftur við flóttamönnum sem streyma ólöglega frá Tyrklandi til Grikklands, síðan kveður samningurinn til viðbótar á um að ESB verji 3ma. til að aðstoða flóttamenn innan Tyrkland, og þar að auki felast í honum aukin réttindi til Tyrkja að ferðast um ESB aðildarlönd - gegnt nokkrum viðbótar skilyrðum ESB um það atriði.
- Síðan Erdogan sparkaði Davutoglu í sl. viku - hefur hann hafnað skilyrðum ESB, sem Davutoglu var búinn að samþykkja - varðandi breytingar á lögum Tyrklands um meðferð flóttamanna; í samræmi við lagaramma SÞ.
--Það atriði eitt getur leitt til þess að samningurinn falli um sjálft sig, þ.s. samningurinn ef hann uppfyllir ekki skilyrði Flóttamannasáttmála SÞ, þá er það algerlega opið að aðilar sem telja við málið varða innan ESB - kæri samninginn til svokallaðs Evrópudómstóls.
--Ef Tyrkland uppfyllir ekki ákvæðin um meðferð flóttamanna, þá líklega mun slíkur dómur falla samkomulaginu í óhag.
--Það stafar af því að Flóttamannasáttmálinn, er hluti af lagaramma aðildarlanda ESB, auk þess að vera einnig hluti af lagaramma ESB sjálfs.
--Samkomulagið m.ö.o. sé ólöglet ef það uppfylli ekki ákvæði flóttamannasáttmálans. - Skv. nýrri frétt Financial Times: Turkey demands EU hands over 3bn for refugees.
Þá er komin upp önnur deila þar á ofan, en nú heimtar Erdogan að 3ma. sem ESB aðildarlönd skv. samkomulaginu hafa lofað Tyrklandi til aðstoðar við flóttamenn innan Tyrklands - verði afhent beint til tyrkneskra stjórnvalda!
ESB ætlar þess í stað, að afhenda féð til Flóttamannastofnunar SÞ, þannig að hún sjái um þá uppbyggingu aðstoðar við sýrlenska flóttamenn, sem fjármagna á með því fé.
--Það blasir greinilega við, að ESB aðildarlönd treysta ekki Erdogan til að verja fénu raunverulega í aðstoð við flóttamennina.
Án gríns, þá virðist mér hugsanlegt að hrun samkomulagsins leiði til upplausnar Evrópusambandsins sjálfs - innan fáeinna ára!
- Vandamálið er, að flóttamannastraumurinn frá Tyrklandi, hafði leitt til þess - að Austurríki auk nokkurra landa fyrir norðan Grikkland - höfðu gert samkomulag sín á milli, um að loka landamærum norðan við Grikkland - til að hindra eða jafnvel stöðva flæði flóttamanna norður frá Grikklandi.
--Gallinn við þetta, er að í ástandi að ef sambærilegt flæði flóttamanna yfir til Grikklands og var sl. sumar - skellur aftur á.
--Þá hreinlega sé ég ekki hvernig algeru hruni Grikklands yrði forðað, og það á skömmum tíma.
*En lokuð Norður landamæri Grikklands - bjarga engu innan Grikklands! - Flóttamenn geta einnig streymt aftur í gegnum Líbýu eins og 2014, áður en meginstraumurinn fór að liggja yfir Tyrkland til Grikklands, og svo áfram Norður.
--Það gæti vel gerst aftur.
*Þá get ég vel séð fyrir mér, að lönd Norðan við Ítalíu, grípi til sambærilegra aðgerða á Norður landamærum Ítalíu.* - Auk þessa, er vel mögulegt fyrir flóttamenn að leita yfir til Spánar - og því alveg hugsanlegt að slík lokun geti einnig orðið við landamæri Frakklands og Spánar.
--En Front Nationale með Marine Le Pen í fararbroddi - mundu fljótlega krefjast lokana landamæra Frakklands, til að skapa sambærilegar hindranir við flæði - sem Austurríki hefur komið á.
Grikkland er afar veikt land eftir langa kreppu og gríðarlegan efnahags samdrátt.
Enn krefst Þýskaland fullrar greiðslu skulda.
--Algerlega ljóst, að Grikkland er algerlega ófært um að takast á við stórfelldan flóttamannastraum, sem ekki getur leitað lengra en til Grikklands.
--Það blasi því við mjög fljótlega ef fullt flæði flóttamanna hefst að nýju, líklegt hrun landsins niður í ástand - misheppnaðs ríkis.
--Ástand mannlegra hörmunga mundi hratt blasa við.
Löndin á Balkanskaga nærri Grikklandi - eru ef e-h er, jafnvel enn veikari.
--Upplausn Grikklands gæti þá orðið upphaf að nýrri Balkankrísu, og auðvitað myndað alfarið nýtt flóttamannavandamál.
Löndin í N-Evrópu, eins og pólitíkin þar virðist vera að þróast, virðast fyrst og fremst hugsa um að verja það sem þau telja þeirra, einhvern veginn virðist grunnt nú á samúðina.
Upplausn ESB yrði þá vegna þess, að deilur milli Suður og Norður Evrópuríkja innan sambandsins, mundu stigmagnast hratt!
En einhliða lokunar-aðgerðir N-Evr. landa, og pólitík í N-Evr. í þróun í átt til þess, að leggja áherslu eingöngu á að verja sitt.
Mundi líklega verða álitin í S-Evr. með þeim hætti, að N-Evr. væri að forsmá algerlega hagsmuni S-Evr. ríkja innan sambandsins - þegar þau væru að fást við, mannlegar hörmungar.
Það mundi líklega og með hraði, ífa upp pólitík reiði í S-Evr.
Ásakanir og gagnásakanir, gætu þá hleypt af stað atburðarás - sem gæti lyktað með upplausn sambandsins, innan fárra ára.
Hvernig gæti Erdogan hugsanlega grætt á þeirri útkomu?
- Tyrkland, er náttúrulega fjölmennara en einstök Miðjarðarhafslönd Evrópu.
--Þ.e. að auki að svolitlum hluta innan Evrópu. - Rétt að nefna, að Tyrkland sl. 15 ár hefur meðaltali haft mun meiri hagvöxt en aðildarlönd ESB - þannig að Tyrkland er ekki lengur nærri eins fátækt og áður fyrr.
- Ólíkt uppbyggingu Pútíns í Rússlandi, þ.s. áherslan er svipuð og í tíð Jeltsíns á olíu og gas.
--Þá hefur uppbygging Erdogans, leitt til umtalsverðrar iðnvæðingar innan Tyrklands.
Auk þess hefur verslun Tyrklands við nágrannalönd aukist mjög mikið. - Tyrkland er m.ö.o. að þróast í átt að nútíma iðnaðar- og viðskiptahagkerfi.
--Höfum í huga, að Kína sýnir fram á - að slík þróun getur alveg gerst í einræðisríki.
- Ef þessi hraða hagþróun heldur áfram.
- Verður Tyrkland eftir önnur 10-15 ár, jafnvel stærsta hagkerfið á Miðjarðarhafssvæðinu, og auk þess, orðið umtalsvert stærra hagkerfi en Rússland -- þ.e. sami hagvöxtur + 10-15 ár.
Erdogan gæti dreymt um að Tyrkland verði að þungamiðju Miðjarðarhafs.
Og að S-Evrópa, verði að nokkurs konar viðskiptakjarna fyrir Tyrkland.
--Ásamt auðvitað, N-Afríku.
Þetta er alls ekki neitt endilega - snargalið.
--Ég held að enginn vafi sé að Erdogan dreymir að Tyrkland verði mikilvægasta landið við Miðjarðarhaf - og þ.e. alls ekki neitt útilokað að sá draumur geti orðið að veruleika.
- Þá yrði Miðjarðarhaf, áhrifasvæði Tyrklands.
- N-Evrópa, áhrifasvæði Þýskalands.
Niðurstaða
Það er nefnilega málið, að hugsanlegt hrun ESB - sérstaklega ef það gerist með þeim hætti. Að stórfellt rof verður í kjölfarið í samskiptum Suður Evrópu og Norður Evrópu; gæti orðið töluvert vatn á myllu Tyrklands.
Er gæti verið þá vel í sveit sett, til að notfæra sér slíka upplausn - ef henni fylgir samtímis rof í samskiptum Norður og Suður Evrópu, til þess að mynda utan um sig einhvers konar nýtt viðskiptabandalag, með Tyrkland sem höfuðríki.
--Miðjarðarhafið gæti þá orðið að Tyrknesku hafi.
--Slíkt hugsanlegt bandalag S-Evr. þjóða og Tyrklands, gæti einnig leitt til hernaðarsamstarfs.
Tyrkland hefur 2-fjölmennasta NATO herinn!
Og að auki her sem er tæknilega á NATO standard.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar! allir sem vilja vita, vita að Erdogan er stór varasamur eins og Tyrkir eru í alþjóðamálum. Vandamálið snýst upp í andhverfu sína.
Eyjólfur Jónsson, 12.5.2016 kl. 13:12
Virkilega góð grein en ég sé að það verður einskonar vopnlaust stríð út úr þessu.
Valdimar Samúelsson, 12.5.2016 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning