Haturskosningarnar miklu - Clinton eða Trump

Ný áhugaverð könnun virðist sýna að meir en helmingur þeirra sem segjast ætla að kjósa hvorn frambjóðandann fyrir sig - gerir það vegna andstöðu við hinn frambjóðandann!
Sem virðist staðfesta grun margra að úrslit í forsetakosningunum í Bandaríkjunum nk. haust, muni standa eða falla á því hvor frambjóðandinn verður hataður af fleirum.

http://fingfx.thomsonreuters.com/gfx/rngs/1/1592/2665/USA-ELECTION-ANTIVOTE.jpg

  1. Sennilegt virðist að þetta trend ágerist enn frekar eftir því sem kosningabaráttu frambjóðendanna tveggja vindur fram.
  2. Því það blasir þegar við að barátta beggja stefnir í að vera afskaplega neikvæð gagnvart mótframbjóðandanum.

Þó að margir haldi að sigur Clinton sé til muna líklegri!
Þá má vera að þær raddir vanmeti getu Trumps til að sigra!

Það má vera að sannleikurinn sé nær því að líkur séu á harðri baráttu, og jafnvel kosninganótt sem væri með þeim hætti að úrslit liggja jafnvel ekki fyrir fyrr en langt komið fram á rauða nótt.


Niðurstaða

Ég er algerlega á því að ef Trump er alvara með sín stefnumál sem hann hefur haldið á lofti, þá væri það alger katastrófa ef hann nær kjöri -- að sjálfsögðu stendur Clinton fyrir þá stefnu sem nú er fylgt í Bandaríkjunum undir Obama - svona nokkurn veginn.
---Tek fram að ég hef aldrei verið sérstaklega ósáttur við stefnu Obama, þannig að mér hrís ekkert hugur við slíku áframhaldi, en sannarlega óttast þann heim sem mundi verða til ef Trump tekst að ná markmiðum sínum fram!

Að 8 árum liðnum ef Trump hefur setið út 2-kjörtímabil, gæti heimurinn verið mjög breyttur til hins mun verra, sbr. heimskreppa - kaldastríðsátök - nýtt járntjald í A-Evrópu.
---Miklu mun hættulegri og verri heimsmynd en blasir við í dag!

Það skiptir stundum raunverulegu máli fyrir framtíðina, hver nær kjöri!
Clinton -- sú nútíð og framtíð sem við þekkjum!
Trump -- önnur og mun hættulegri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú er það tilfellið að við vitum ekki hver stefnumál Donald J. Trump eru í raun og veru, það sem hann segir fyrir hádegi er ekki endilega það sem hann segir eftir hádegi, um sama málefni. Það má kanski segja að það sé hættulegt.

Það sem mér óar mest við er hvernig Trump ætlar að fá atvinnu aftur til USA sem hann segir að hafi flutts til annara landa og hvernig hann ætlar að hafa einhliða milliríkja viðskiptasamninga, ef hann nær ekki vilja sinum, þá ætlar hann að hækka tolla um 45% eða meira.

Herbert Clark Hoower ríkur viðskiptamaður reindi þessa aðferð í sinni forsetatíð 1929 - 1933, þessi aðferð gaf ekki vel af sér. Alþjóða efnhagaskreppan var það sem fékkst út úr þvi og nokkrum árum seinna heimsstyrjöld.

Hillary R. Clinton er sennilega einn sá spilltasti stjórnmálamaður ásamt eiginmanni sínum.

Hverskonar forseti yrði hún og hvaða málefni mundi hún leggja áherslur á? Ég held að það viti það fáir fyrir vist, stundum talar hún um að halda áfram með það sem Barack H. Obama er að gera og stundum talar hún gegn því.

Eitt vitum við að Climton er engin friðarDúfa, það ku vera hún sem dró   Obama inn í aðgerðir gegn Lýbíu og þau sprengdu landið upp í tætlur með ESB (NATO) sem bardagafána.

Eftir 8 ár hvort sem það verður Clinton eða Trump sem verða í forsetastól, getur verið að veröldin sé gjörbreyt, kanski til hins verra eða kanski til hins betra. Menn ættu að muna að Ronald W. Reagan átti að verða stórhættulegur, reyndin var önnur og veröldin stór breytist til hins betra.

Ég get skilið að þú sérst ekker mikið ósáttur með stefnu Obama, það er sennilega af því að þú býrð ekki í USA, ef svo væri þá sennilega mundi viðhorf þín breytast.

Niðurstaðan er: Það skiptir ekki nokkru máli hvort þeirra kemst í Hvíta Húsið, peningaeyðslan heldur áfram og árið 2020 verða beinar skuldir USA við aðrar þjóðir og aðra, komnar í 30 trilljónir dollara og svokölluð unfunded liabilities að nálgast 150 trilljónir.

Kanski er þetta bara allt í lagi, en ég held að það komi einhvern tíman að skuldadögunum. Ég ættla að vona að ég verði kominn undir græna torfu þegar það gerist.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 7.5.2016 kl. 20:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vandinn við Trump er að hann er fullkomlega ótúreiknanlegur, samtímis að hann virðist fullkominn -narkissisti- og að auki virðist hann oft miðað við hvernig hann hefur verið í viðskiptum taka ákvarðanir fljótt og án þess að ráðgast við aðra!
--Hann hefur fyrir bragðið tekið bæði mjög góðar og mjög slæmar bissness ákvarðanir, eftir hann sitja bæði gjaldþrota fyrirtæki, og hvað hefur gengið upp.--
____________
Vandinn er sá, að ef hann hegðar sér með þessum hætti sem forseti -- þ.e. ákvarðanir teknar hratt, hann taki þær einn, en narkissisti sé ólíkegur að velja ráðgjafa sem geta skikkt á hans persónu, eða ráðherra sem hugsanlega geta það einnig.
-- Þá sé mjög mikil hætta á gríðarlegum mistökum.
-- En mistök hans í viðskiptum, leiða einfaldlega til gjaldþrots þess fyrirtækis.

En mistök forseta Bandar. geta valdið tjóni fyrir alla heimsbyggðina.

    • Ég held að Clinton sé ekki eins líkleg að gera risastór mistök.

    • Ég held hún verði eins og eiginmaður sinn, og Obama - þ.s. mjög hægfara til stríðsþátttöku.

    • Samtímis, varfærinn í öllum stórum ákvörðunum.

      • Þetta með Líbýu, þá lét Obama og Clinton til leiðast, skv. þrýstingi Ítalíu og Frakka, er lofuðu að taka málið síðan að sér.

      • Ráðamenn hjá þeim þjóðum síðan sviku Obama og Clinton, þ.e. loforð um eftirfylgni í Líbýu.
        --Obama bendi á þetta ekki fyrir löngu, að enn hefðu þessar þjóðir ekki staðið við þá enduruppbyggingu í Líbýu, er hann hefði haft loforð þeirra um.

      Þetta mál hafi ekki verið að frumkvæði Obama eða Clinton.
      Þá er þett alveg í sama stíl, og ráðsmennska eiginmanns Clinton - því að hann fór ekki í neitt stríð, fyrr hann var búinn að fá fram tryggan stuðning við það fyrirfram frá helstu meginlandsþjóðum V-Evrópu.

      M.ö.o. tel ég litla sem enga hættu á -- stórri einhliða aðgerð undir ráðsmennsku Clintons.
      ----En ég bendi á að Trump hefur gefið hátíðlegt loforð um að binda endi á ISIS.
      ----Það rökrétt felur í sér, einmitt slíka hernaðaraðgerð.

      Obama hefur verið mjög varfærinn í aðgerðum gegn ISIS.
      Það tel ég nær öruggt að Clinton einnig verði.

      En Trump gæti tekið miklu mun stærri áhættu - vegna þess að hann vanmeti áhættu Bandaríkjanna af því að senda fjölmennan her til Mið-austurlanda, og þannig lent í sambærilegum vandræðum, tja eins og Bush lenti í innan Íraks.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 8.5.2016 kl. 14:11

      3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      Trump er isolationisti og Hillary er Haukur í hernaðarmálum.

      Baðar stefnur eru slæmar, en bæði hafa þau það sameiginlegt að það sé ekkert mál að hrúga upp skuldum.

      Guð blessi USA og restina af veröldinni með annað hvort þeirra í forsetaembætti USA.

      Kveðja frá Las Vegas 

      Jóhann Kristinsson, 10.5.2016 kl. 01:09

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Nóv. 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (22.11.): 2
      • Sl. sólarhring: 9
      • Sl. viku: 31
      • Frá upphafi: 856020

      Annað

      • Innlit í dag: 2
      • Innlit sl. viku: 31
      • Gestir í dag: 2
      • IP-tölur í dag: 2

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband