3.5.2016 | 20:47
Virðist stefna í að Trump verði nánast algerlega öruggur með útnefningu sem frambjóðandi Repúblikana!
Ég sá góða umfjöllun á vef New York Times, : What to Watch For in the Indiana Primaries.
---Hvað ekki kemur fram þarna er að skv. könnunum virðist Trump nánast öruggur með sigur í Indiana fylki.
Málið er að í Indiana fær Trump alla fulltrúa í boði þar sem þetta er eitt þeirra fylkja sem veita sigurvegaranum allt, þeim er tapar - ekkert. Burtséð frá því hve hugsanlega naumur sigurinn eða tapið var.
- + 57 fulltrúar í Indiana.
- Trump þegar með ca. 1000.
- Hann þarf 1.237 til að vera algerlega öruggur.
Ef hann sigrar í prófkjörinu t.d. í Kaliforníu, en þar er fulltrúum dreift skv. hlutfalli atkvæða frambjóðanda -- þá mundi hann fá meirihluta 172 fulltrúa þar í boði.
---Hver og einn getur reiknað það saman hvaða áhrif það hefur á heildartöluna, eftir sigur í Indiana.
Síðan er eftir að kjósa í: "West Virginia, New Jersey, Washington, Oregon and New Mexico..."
Öll fylki sem veita frambjóðendum fulltrúa skv. hlutfalli atkvæða!
---Flestar kannanir sýna Trump vinna a.m.k. 120 fulltrúa í þeim fylkjum samanlagt.
Þannig að þetta er ekki bara einhver innihaldslaus gorgeir í Trump - - að tala um sigur nú í Indiana sem "knockout blow."
- Það yrði nánast ómögulegt að hindra hann frá útnefningu eftir þann sigur, er virðist mun líklegri en ekki skv. spám!
Niðurstaða
Hvort sem Repúblikönum og öðrum líkar betur eða verr, virðist stefna í að útnefning Donald Trump sem frambjóðanda Repúblikanaflokksins, verði nánast örugg - ef hann eins og flestar kannanir benda til vinnur öruggan sigur í prófkjörinu í Indiana.
---Líkur virðast einnig algerlega yfirgnæfandi að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrata.
**Þá blasir líklega við sóðalegasta kosningabarátta jafnvel allra tíma, en Trump mun algerlega án nokkurs vafa - hjóla í hana af krafti, láta allt flakka sem honum dettur í hug, eins og hingað til í kosningabaráttunni.
- Þ.e. langt í frá svo að sigur Clinton sé öruggur -- en e-mail rannsókn FBI á henni, getur enn skaðað hana duglega!
---Þó ég eigi ekki von á því að FBI láti til skarar skríða gegn henni fyrir kosningar, þ.e. ef slíkt er fyrirhugað af þeirri stofnun!
---------------
Ps: Væntanlega hafa flestir heyrt nú þegar að skv. fréttum morgunsins er Cruz hættur í kjölfar sigurs Trumps í Indiana, skv. þeim fréttum mat Cruz stöðu sína þannig að hann ætti ekki möguleika á útnefningu.
Kasich segist ekki hættur!
---Miðað við þetta blasir við að nánast formsatriði sé að klára restina af prófkjörum Repúblikana, Trump sé sennilega úr þessu nærri algerlega öruggur.
---Berni Sanders vann víst í Indiana!
Svo hann ætlar enn að veita Hillary Clinton samkeppni.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 4.5.2016 kl. 08:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður gat getið sér til um þetta fyrir ... framtíð bandaríkjanna "vaggar" á, hver verði frambjóðandi Demokrata. Því Trump verður ekki forseti, svo ef Clinton verður frambjóðandi, er framtíð Bandaríkjanna ... NIL. Ef Bernie verður kosinn, er enn von um að þau geti unnið sér aftur trausts á alþjóðlegum vetvangi.
En ef að Bernie yrði kosinn, væri það í fyrsta skipti í langa tíð, þar sem kaninn kýs af einhverju viti.
Ég held ekki í mér andanum, í bið á því.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 22:17
No worry.Trump wins big time.
Valdimar Samúelsson, 4.5.2016 kl. 00:43
Ég hef miklar áhyggjur af Bandaríkjunum og stöðu heimsins ef Trump nær kjöri, en ef hann nær stefnumálum sínum fram - þíðir það skv. mínum hagfræðiskilningi heimskreppu og milljónir tapaðra starfa, að sjálfsögðu hrun á Íslandi í ferðamennsku enda sú grein mjög háð efnahag annarra landa - mjög sennilega nýtt kalt stríð, þetta sinn við Kína, kínv. stj. mundu tel ég kenna Trump um kreppuna - og ef Trump er alvara með að hætta að verja Evrópu, þá sennilega nær Pútín að endurreisa járntjaldið í A-Evrópu, neyða A-Evr. lönd til að fylgja sér að málum, og auk þess að sennilega þvingar hann fram stjórnarfra með einræðisstíl eins og innan Rússlands.
____________
Innan Bandaríkjanna yrðu sennilega mjög harkaleg átök milli fylgismanna Trumps og annarra hópa, sérstaklega í kjölfar þess að kreppan er hafin.
**Gætu orðið óeirðir í fjölda borga í Bandaríkjunum, langmestu innanlands átök í síðari tíma sögu Bandar.
Ég efa að Trump fái nema eitt kjörtímabil - því að kreppan og aðrar afleiðingar stefnu hans, mundu líklega eyða mjög stuðningi við hann.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.5.2016 kl. 08:58
Einar þetta er rétt hjá þér en við verðum að taka stóra stökkið einhvern tíma.Það er ekkert venjulegt ástand í heiminum og við erum með milljónir kristna sem hugsa ekki eins og Íslam. Við gætum aldrei drepið mann sem dræpi börn okkar það er bara ekki í sál okkar. Við fyrirgefum og fyrirgefum þangað til þeir eru búnir að útríma okkur og eða trúnni. Það vantar einhverja eins og Hitler einhverja jafn siðblinda óvini okkar úr austri. Einu áhyggjurnar hjá mér er að ef Trump stendur sig ekki. Sjáðu Hitler sprengdi hús foreldra minna í mél og við rétt sluppum svo við vitum öll að stríð er óumflýjanlegt í dag.
Valdimar Samúelsson, 4.5.2016 kl. 10:30
Er Trump ekki bara að boða einangrun USA, líkt stefnu Roosevelt fyrir WW2? Yrði umheimurinn ekki bara feginn?
Kolbrún Hilmars, 4.5.2016 kl. 17:39
Kolbrún -- hvað í því að Pútín endurreisti Járntjaldið - setti þar einræðisstjórnarfyrirkomulag, ef Bandaríkin hætta að verja Evrópu, væri góð útkoma?
--Bandar. hafa sannarlega stutt "containment" á Rússlandi sinna hagsmuna vegna -- en málið er að hagsmunir V-Evr. og fyrrum A-Evr. fara þarna saman við hagsmunaskilgreiningu allra forseta Bandar. -- annarra en hugsanleg Trumps.
En endurreisn járntjaldsins þíddi án vafa, að Rússland yrði aftur nægilega sterkt til ógna Vesturlöndum með svipuðum hætti og Sovétríkin sálugu gerðu.
---Sem þíddi að nýju, hnattræn átök milli Vesturlanda og Rússlands.
Menn mega ekki gleyma að þau átök kostuðu milljónir mannslífa í "proxy" stríðum víða um heiminn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.5.2016 kl. 00:38
Einar,kreppan er úmflýjanleg og hefur ekkert með Trump að gera.
Svo veit ég ekki hvaðan þér þér kemur sú fásinna að Bandaríkjamenn séu að verja Evrópu,það er enginn að ráðast á Evrópu og það ætlar enginn að ráðast á Evrópu.
Eini vandinn af þessu tagi er flóttamannavandinn og hann stafar einmitt af stríðsglæpum Bandaríkjanna í miðausturlöndum.
Hinsvegar eru Bandaríkjamenn að reyna að þvinga Evrópubúa út í átök við Rússa,nú síðast með að reyna að þvinga Þjóðverja til að senda hermenn að landamærum Rússlands á 9, mai.
Borgþór Jónsson, 6.5.2016 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning