Íhaldsmenn í Bandaríkjunum leggja til aflagningu - skattaeftirlits Bandaríkjanna!

Einhverra hluta vegna, virðist núverandi þingmönnum Repúblikana vera sérdeilis í nöp við "I.R.S." eða "Internal Revenue Service." En þessi stofnun fer yfir skattaframtöl einstaklinga - fyrirtækja og stofnana, og aðgætir hvort rétt er fram talið!

Sama þjónusta og Skattstofan ísl. veitir!

Conservatives in Congress urge shutdown of IRS

"This proposal takes the bold step of calling for the complete elimination of the IRS. Tax collection and enforcement activities would be moved to a new, smaller and more accountable department at the Treasury."

 

Ég skal gefa þeim að þeir ætlast ekki til þess að ekki verði eftirlit með skattskilum í framtíðinni!

En þetta að vilja -- smærri stofnun, vekur grunsemdir.
Að auki, af hverju ætti ný stofnun, einnig opinber - einnig undir Fjármálaráðuneytinu, að vera betri en sú sem er fyrir?
---Síðan hafa þingmenn Repúblikana ítrekað lagt fram frumvörp, sem ætlað virðist að þrengja að fjárhag I.R.S.

  1. Hvað virðist blasa við, sé að þeir vilji minni stofnun.
  2. Vegna þess, að þeir vilja - minna skilvirkt eftirlit.

Ef maður hefur síðan í huga hugmyndir Ted Cruz um flatann 10% tekjuskatt óháð kjörum viðkomandi og tekjum -- sem mundi afnema öll hærri tekjuþrepin, auk þess að lækka samtímis skatta á lægri launaðar stéttir -- þá væri stakkprósentu lækkun, langsamlega mest hjá launa- og tekjuhærri hópum.
---Þá er áhugavert að hafa hugmyndir um aflagningu IRS - og um minni stofnun, með væntanlega smærri fjárráð - í huga!

  1. Þetta hljómar allt eins og hannað fyrir hina auðugu, þ.e. miklu lægri skattar.
  2. Síðan minni og veikari stofnun, með takmarkaðri getu til að -- veita eftirfylgni með skattsvikum.

 

Niðurstaða

Ég velti fyrir mér hvort tiltekinn þinghópur Repúblikana, sé beinlínis að stefna að því að -- auðvelda skattsvik innan Bandaríkjanna, samtímis og þinghópur Repúblikana vill skera niður um trog skatta sérstaklega á hærri tekjuhópa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ímyndað mér, að IRS sé að verða stórt vandamál í ríki eins og bandaríkjunum í dag. Þar sem atvinnuleysi er mikið, og fólk reynir að komast undan því að borga skatt, sem það hefur ekki efni á að greiða. En að IRS verði lagt niður, til að minnka skatta álagninu á ríka fólkið? ólíklegt. Ríkið þarf á "meiri" pening að halda, en áður.

Ég geri ráð fyrir því, að þeir hafi í huga að breita kerfinu þar vestra.  Gera það meira "autoriserat", eða eins og í Evrópu, þar sem almennur borgari sér ekki þann skatt sem hann greiðir, en álagið lagt á launagreiðendur.

Eitt geturðu bókað, að ríki eins og bandaríkin sem eru með "trillions of dollars in deficit", eru ekki að minnka skatta álagið. Þeir eru að reyna að fá meir skatt, en líklega í leiðinni að reyna að lægja hræðslu hinna ríku með því að láta líta svo út að það sé 10% þak. Enginn hinna ríku, munu andmæla "tíundinni".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 02:49

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ætli tortryggni repúblikana á IRS stafi ekki af því að það varð uppvíst að hafa lagt stuðningsfélög repúblikana í einelti í tíð Obama, eins og rannsóknarnefnd þingsins komst að. Tékkaðu á Lois Lerner og þingnefndin.

Ragnhildur Kolka, 3.5.2016 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband