30.4.2016 | 02:39
Stefnir í bjórskort í Venesúela!
Skv. frétt er aðal bjórframleiðandi Venesúela, með nærri 80% markaðshlutdeild - uppiskroppa með aðföng til bjórgerðar við þessi mánaðamót, þ.e. apríl/maí.
Það sem þetta segir manni - ef aðal bjórframleiðandinn getur ekki útvegað sér aðföng, sem þíðir að bjórframleiðandinn hefur ekki fengið úthlutað þeim gjaldeyri sem til þarf.
Er að gjaldeyrisskortur sé mjög bersýnilega á hættumörkum!
Venezuelans add beer to list of privations
Og forseti landsins, sannar eina ferðina enn að hann er fullkominn hálfviti.
En svar það sem hann gaf bjórframleiðandanum er eftirfarandi:
If you cannot handle your companies, hand them over to the people who can, you bandit, thief, oligarch, traitor.
En svar Maduros virðist alltaf vera -- enn ein ríkisvæðingin.
Hann virðist enn halda sig við sína samsæriskenningu -- að Venesúela standi í efnahagsstríði, sem sé beint að landinu af einka-aðilum og erlendum ríkjum.
- Enginn veit hvort að landið mun geta greitt 13 milljarða dollara síðar á þessu ári, þegar risalán fellur á gjalddaga.
- En ef gjaldeyrisskorturinn er slíkur að svo mikilvægt fyrirtæki getur ekki fengið úthlutað gjaldeyri -- þá eðlilega vekur það enn frekari ótta um framhaldið.
Úthlutað gjaldeyri?
Fyrir þá sem ekki vita, þá er Venesúela að beita sömu aðferðum og Ísland beitti milli 1946-1959, þ.e. gjaldeyrisskömmtun og innflutningshömlum.
Eins og þekkt er, þá lauk haftatímabilinu á Íslandi, með 30% gengisfellingu þegar svokölluð Viðreisnarstjórn tók til starfa.
Alla tíð síðan hefur gjaldeyrisskortur alltaf verið leystur með gengisfellingu.
Samanburður við Ísland á árum áður er ekki absúrd -- en fyrir 1960 þá fékk Ísland nánast allar gjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða.
Venesúela fær rúmlega 90% sinna gjaldeyristekna af útflutningi olíu.
- Landið hefur verið að safna skuldum þ.e. gjaldeyrisskuldum, vegna viðskiptahalla.
- Alveg eins og á Íslandi, er slíkt -- ósjálfbært.
Þegar stjórnin neitar að horfast í augum við það, að skuldasöfnun til að fjármagna innflutning -- þegar það þarf að greiða fyrir allan innflutning með gjaldeyri - er óðs manns æði. Þá er það stjórnin sjálf sem er að sigla landinu fyrir björg.
- Rangt skráð gengi við þær aðstæður að útflutningur er mjög einhæfur.
- Nærri allt er innflutt.
--Leiðir alltaf til gjaldeyrisskorts, og í framhaldinu - vöruskorts.
Þetta eru ekki geimvísindi - þetta eiga allir að sjá!
Niðurstaða
Það gerir það nefnilega áhugavert fyrir okkur að veita vanda Venesúela athygli - einmitt það að Ísland sjálft gekk í gegnum að mörgu leiti sambærilegt tímabil, vöruskorts og gjaldeyrisskömmtunar.
--Á endanum var bundinn endir á gjaldeyrisskömmtun og vöruskort með einu pennastriki.
Því miður er vandinn orðinn erfiðari en hjá okkur á sínum tíma í Venesúela - því að stjórnvöld hafa heimskast til gjaldeyrisskuldasöfnunar til að fjármagna halla, og þær skuldir eru á leiðinni á gjalddaga!
- Þá dugar ekki lengur - pennastrikið.
- Heldur þarf landið líklega að óska eftir aðstoð til AGS, eða gera tilraun eitt og óstutt til þess að semja við sína kröfuhafa um greiðslur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning