Stefnir í bjórskort í Venesúela!

Skv. frétt er aðal bjórframleiðandi Venesúela, með nærri 80% markaðshlutdeild - uppiskroppa með aðföng til bjórgerðar við þessi mánaðamót, þ.e. apríl/maí.
Það sem þetta segir manni - ef aðal bjórframleiðandinn getur ekki útvegað sér aðföng, sem þíðir að bjórframleiðandinn hefur ekki fengið úthlutað þeim gjaldeyri sem til þarf.
Er að gjaldeyrisskortur sé mjög bersýnilega á hættumörkum!

Venezuelans add beer to list of privations

Og forseti landsins, sannar eina ferðina enn að hann er fullkominn hálfviti.
En svar það sem hann gaf bjórframleiðandanum er eftirfarandi:

“If you cannot handle your companies, hand them over to the people who can, you bandit, thief, oligarch, traitor.” 

En svar Maduros virðist alltaf vera -- enn ein ríkisvæðingin.
Hann virðist enn halda sig við sína samsæriskenningu -- að Venesúela standi í efnahagsstríði, sem sé beint að landinu af einka-aðilum og erlendum ríkjum.

  1. Enginn veit hvort að landið mun geta greitt 13 milljarða dollara síðar á þessu ári, þegar risalán fellur á gjalddaga.
  2. En ef gjaldeyrisskorturinn er slíkur að svo mikilvægt fyrirtæki getur ekki fengið úthlutað gjaldeyri -- þá eðlilega vekur það enn frekari ótta um framhaldið.


Úthlutað gjaldeyri?

Fyrir þá sem ekki vita, þá er Venesúela að beita sömu aðferðum og Ísland beitti milli 1946-1959, þ.e. gjaldeyrisskömmtun og innflutningshömlum.

Eins og þekkt er, þá lauk haftatímabilinu á Íslandi, með 30% gengisfellingu þegar svokölluð Viðreisnarstjórn tók til starfa.
Alla tíð síðan hefur gjaldeyrisskortur alltaf verið leystur með gengisfellingu.

Samanburður við Ísland á árum áður er ekki absúrd -- en fyrir 1960 þá fékk Ísland nánast allar gjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða.
Venesúela fær rúmlega 90% sinna gjaldeyristekna af útflutningi olíu.

  • Landið hefur verið að safna skuldum þ.e. gjaldeyrisskuldum, vegna viðskiptahalla.
  • Alveg eins og á Íslandi, er slíkt -- ósjálfbært.

Þegar stjórnin neitar að horfast í augum við það, að skuldasöfnun til að fjármagna innflutning -- þegar það þarf að greiða fyrir allan innflutning með gjaldeyri - er óðs manns æði. Þá er það stjórnin sjálf sem er að sigla landinu fyrir björg.

  1. Rangt skráð gengi við þær aðstæður að útflutningur er mjög einhæfur.
  2. Nærri allt er innflutt.

--Leiðir alltaf til gjaldeyrisskorts, og í framhaldinu - vöruskorts.
Þetta eru ekki geimvísindi - þetta eiga allir að sjá!

 

Niðurstaða

Það gerir það nefnilega áhugavert fyrir okkur að veita vanda Venesúela athygli - einmitt það að Ísland sjálft gekk í gegnum að mörgu leiti sambærilegt tímabil, vöruskorts og gjaldeyrisskömmtunar.
--Á endanum var bundinn endir á gjaldeyrisskömmtun og vöruskort með einu pennastriki.

Því miður er vandinn orðinn erfiðari en hjá okkur á sínum tíma í Venesúela - því að stjórnvöld hafa heimskast til gjaldeyrisskuldasöfnunar til að fjármagna halla, og þær skuldir eru á leiðinni á gjalddaga!

  1. Þá dugar ekki lengur - pennastrikið.
  2. Heldur þarf landið líklega að óska eftir aðstoð til AGS, eða gera tilraun eitt og óstutt til þess að semja við sína kröfuhafa um greiðslur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband