Demókratar eru enn færir um að tapa kosningunum nk. haust

Punkturinn er sá - að ef Demókratar standa saman, meðan að Repúblikanar virðast sundraðir, ættu Demókratar rökrétt vinna.
Pælið í þessu - Trump hefur stefnu sem hrekur frá sér atkvæði minnihlutahópa, t.d. hefur enginn orðið forseti sl. aldarfjórðung sem fær minna en helming atkvæða spænsk ættaðra Bandaríkjamanna.
Ef maður pælir í Cruz - þá virðist hans stefna, um últra lága skatta og að skera niður vernd fyrir þá sem minna mega sín -- nánast klæðskerasaumað til að hrekja lægri tekjuhópa ásamt lægri millistétt til Demókrata.

  • Með slíka andstæðinga -- ætti sigur Demókrata að vera öruggur!


Hvernig geta Demókratar þó samt tapað?

Með því að sameinast ekki um sinn frambjóðanda!

  1. Það er mjög merkileg þessi vinsæla afstaða kjósenda í dag!
  2. Á það að frambjóðendur meini það sem þeir segja!

Margir eru tortryggnir gagnvart t.d. Clinton, vegna þess að - já, hún er atvinnupólitíkus, og mjög sennilega meinar hún langt í frá nærri allt sem hún segir.
Heyrst hafa raddir meðal a.m.k. hluta stuðningsmanna Bernie Sanders -- að í augum sumra þeirra, sé Trump skárri - því hann meini það sem hann segir.

En -- meinti t.d. Adolf Hitler ekki það sem hann sagði?

Eða -- meinti Pútín það ekki, er hann sagði fyrir nokkrum árum, að hrun Járntjaldsins hefði verið áfall fyrir Rússland!

Nú er allt í einu, eins og það sé mikilvægara í augum kjósenda - a.m.k. sumra!
Að menn meini það sem þeir segja!
En hvort að sennilegt sé að þeir séu sæmilega góðir landstjórnendur!
--Eða jafnvel, hættulegir æsingamenn!

 

Clinton forseti var oft ósannsögull -- en samt góður landstjórnandi!

Jamm, hann var lygalaupur hinn versti -- en í hans tíð lækkuðu ríkisskuldir Bandaríkjanna.
Það var hagvöxtur nærri sérhvert ár meðan hann var við völd.
Atvinnuleysi var lítið -- hann fór í engin óvinsæl stríð.

Engin augljós hagstjórnarmistök voru framkvæmd!
Mest umdeilda atriðið í utanríkismálum - var hvort hann hefði átt að bregðast fyrr við í Rúvanda!

  • Það er alls enginn vafi í mínu huga, að Trump mundi reynast algerlega herfilegur landstjórnandi.
  • Hann virðist nærri fullkomlega misskilja grunnhagfræði.
  • Hans hugmyndir -ef komast til framkvæmda- líklega leiða til kreppu og verulegrar aukningar atvinnuleysis, sem og lækkunar kjara.

Þannig að raunverulega er það mjög sennilega gegnt hagsmunum lægri launaðra hópa, og þeirra sem eru í lægri millistétt -- að kjósa hann.
En merkilega margir í þeim hópum, samt styðja hann!

  1. Og auðvitað, hann er nánast fullkomin andstæða stefnu Demókrata.
  2. Sérstaklega er hann nánast fullkomlega á kannt við stefnu Bernie Sanders.
  • Sanders hefur sjálfur margoft fordæmt Trump.

 

Það er eins og að til staðar sé hreyfing meðal kjósenda -- sem sé gegnt því að menn kjósi með heilabúinu!

En menn eins og Trump -- þeirra framboð snýst um að ala á reiði. Hann er klassískur æsingaframbjóðandi -- þ.e. hann leitast við að æsa upp tilfinningahita.

  • En málið er, að einungis með því að æsa upp tilfinningahita kjósenda, geti hann unnið.

Því hann þarf á því að halda, að kjósendur -- kjósi ekki með heilanum.
--En málið er, að þegar menn eru reiðir, þá eru þeir ekki íhugulir -- þú gerir sjaldan eins mörg mistök, eða ert líklegur til þess -- þegar þú tekur ákvörðun í reiði.

--Þ.e. þannig sem hættulegir pópúlistar komast til valda, þegar kjósendur eru reiðir og því hugsa ekki - ekki neitt.

 

Niðurstaða

Ef fylgismenn Sanders annað af tvennu, sitja heima - eða jafnvel í einhverju hlutalli kjósa Trump nk. haust. Þá geta þeir með þeim hætti, orðið til þess að Trump nái kjöri eða á hina hliðina - gert kosninguna spennandi þegar hún hefði ekki þurft vera það.
-------------------

Skv. tölfræðinni, þá eru 56% kjósenda að meðaltali á móti frú Clinton, meðan að 65% þeirra eru á móti Trump. U.þ.b. 2/3 kvenna hafa neikvæða sýn á Trump - meðan að rétt rúmlega helmingur karla er sömu skoðunar. Helmingur hvítra kvenna segist ætla að styðja frú Clinton - meðan að einungis 39% þeirra segist ætla að styðja Trump.

  • Þessi tölfræði segir að Clinton ætti að vinna!

En ef flestir Repúblikanar sem eru andvígir Trump - sitja heima.
Samtímis að fylgismenn Bernie Sanders sitja flestir heima, og einverjir þeirra kjósa jafnvel Trump -- vegna þess að hann sé, sannsögull að þeirra mati.

Þá virðist það eini möguleikinn á sigri Trump.
--Nema auðvitað að Sanders færi í sérframboð.

Á hinn bóginn virðist það mjög ósennilegt!
--Hann gæti á hinn bóginn, neitað að lísa yfir stuðningi við Clinton.

Sem gæti verið séð af hans stuðningsmönnum sem hvatning til að sitja heima!
Ef hlutir æxlast þannig - gæti Sanders orðið til þess að Trump nái kjöri, þó Trump sé í mjög mörgum þáttum á allt öðrum kannti stefnulega!

  • Eins og ég sagði, geta Demókratar skapað sinn ósigur - þeir geta fært Trump sigurinn sem hann annars mundi ólíklegt ná fram!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ólíklegt að Trump geti komið út sem sigurvegari í kosningunum í nóvember, yfir 60% repúblikana hafa ekki kosið Trump og það sem verra er fyrir Trump að 30% repúblikana segjast ekki kjósa Trump í nóvember, No way Jose.

Það eru skoðanakannanir að Hillary vinnur Trump og þó svo að Hillary fari í Stóra Húsið, þar sem allar buxnadragtir eru appelsínugular, en ekki í Hvíta Húsið, þá verður Bernie frambjóðandi demókrata og það er ennþá verra fyrir Trump, því að skoðanakannanir sýna að Bernie vinnur Trump með meiri mun en Hillary.

Já ég segi nú bara eins og gamall bekkjarbróðir sagði með smá breytingu "Guð blessi USA og restinna af heiminum."

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 03:51

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hennar mesta vandamál er ekki að hún lýgur stanslaust,eða eins og þú mildar það niður í "Mjög sennilega meinar hún langt í frá nærri allt sem hún segir".

Í vaxandi mæli er fólk að gera sér ljóst að hún er sérlegur fulltrúi elítu sem hefur um langan tíma verið að eyðileggja lífskjör Bandarísks almennings.

Fólki er að verða það ljóst að hún er fulltrúi fólks sem hefur eyðilagt Bandarískan efnahag og fleytir honum núna áfram með svikum.

Það er ekki vænlegt til langframa að hafa gjalmiðil sem haldið er á floti með hervaldi.

Síðast en ekki síst er nokkur hópur bandaríkjamanna sem líkar illa við hana vegna þess að hún er stríðsglæpamaður.

Þeta er svo sem ekki fjölmennur hópur af því flestir hafa aðlagast því að Bandaríkin stundi stríðsglæpi um allan heim ásamt daglegum aftökum á fólki án dóms og laga.

Borgþór Jónsson, 29.4.2016 kl. 15:33

3 Smámynd: Elle_

"- - Bandaríkin stundi stríðsglæpi um allan heim ásamt daglegum aftökum á fólki án dóms og laga." Lastu þetta í bloggi Cesil eða hvaðan hafðirðu það? Ofsalega ýkt.

Elle_, 29.4.2016 kl. 22:17

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Elle

Ég fór nú frekar mildilega í þetta af því mér er frekar hlýtt til Kananna

Á árunum 2009 til 2014 þá fyrirskipaði Obama um dráp á fjölda manns, um það bil 480 manns voru drepnir á ári að meðaltali.Þar af voru um 20-25% óbreittir borgarar.

Enginn af þessum mönnum hafði hlotið dóm af neinu tagi heldur voru valdir af lista sem kemur frá leyniþjónustunni.

Þetta er bara það sem er vitað um,sennilega eru þeir mikið fleiri.

Obama hefur verið með óhemju gott PR í kringum þetta svo flestum finnst bara eðlilegt að hann sendi daglega drón til að drepa einhvern án dóms og laga,en það er ekki eðlilegt.

Við eru orðin svo samdauna því að Bandaríkjamenn sendi herinn á stað og drepi hundruð þúsunda manna og kvenna ,að margir eru farnir að líta á þetta sem sjálfsagðan hlut.

Það er samt ekki ásættanlegt að þeir leggi heilu þjóðirnar í rúst til að verja viðskiftahagsmuni Bandarísku elítunnar.

Hillary á eftir að verða enn verri en Obama í þessu sambandi af því hún er persónugerfingur þeirrar glæpaklíku sem hefur riðið húsum í Banaríska stjórnkerfinu í áratugi.

.

Aðgerðir bandaríkjamanna í Sýrlandi,Lílýu og Írak eru allt stríðsglæpir samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu Þjoðanna. Þessi listi er miklu lengri en þetta ætti að nægja til að sína hvað ég meina.

Borgþór Jónsson, 30.4.2016 kl. 01:58

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, þ.e. enginn stærri lygalaupur í bandar. kosningabaráttunni en Trump.
Sannsögli er annars ekki sérlega mikilvægt atriði í mínum huga, heldur það hvaða hugmyndir viðkomandi hefur um stjórnun efnahagsmála og í utanríkismálum.
Því miður eru hugmyndir Trumps um efnahagsmál -- í besta falli kjánalegar, en stefna hans í utanríkismálum er óljós.
Eiginmaður hennar var sennilega besti forseti Bandar. um nokkuð langt skeið, þ.e. ekkert heimskulegt stríð - skuldir alríkisins voru í lækkunarferli - atvinnuleysi taldist lágt í hans tíð -- hnignun millistéttar margumrædd gerist einna helst eftir hans dag.
_______

Þannig að engin ástæða er til að óttast forsetatíð frú Clinton, er hún stjórnar svipað eiginmanni sínum.

En Trump miðað við yfirlýsingar -- virðist líklegur til að valda heimskreppu, ef marka hugmyndir hans í efnahagsmálum - og varðandi viðskiptasamninga.
Að auki, fela hugmyndir hans um upptöku viðskiptasamninga -- óhákvæmilega í sér, alvarlegan hagsmunaárekstur við Kína - og sennilega stóraukin átök.
--Síðan í nýlegri stefnumótunarræðu í utanríkismálum, hótar hann að labba frá bandalögum Bandar. í Evrópu og Asíu -- ef bandamenn þeir uppfylla ekki skilyrði hans.

Hugmyndir hans virðast augljóst stórhættulegar!

    • Ekki neitt hissa þó að þú sért hrifinn af þeim.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 30.4.2016 kl. 02:50

    6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Boggi þessi túlkun þín á aðgerðum Bandar. of stefnu er einn af þínum fjölmörgu brandörum sem þú reglulega býður hér upp á. En þ.e. svo margt rangt við þá umfjöllun sem þú reglulega kemur fram með - að einfaldara er að telja hvað sé rétt í henni.

      • Það eina sem er rétt, er að það eru stundaðar dróna árásir.

      En tölur um meint mannfall almennra borgara, eru augljóst teknar af áróðurs miðlum. Augljóst hafa í einhver skipti einhverjir nærstaddir fallið.

        • Pútín drap t.d. nærri 10% af Téténsku þjóðinni á sínum tíma.

        • Loftárásir þær sem hann stundar, er vitað að hafa drepið mjög marga almenna borgara, en fjöldinn akkúrat á reiki.

        • Sannarlega hefur Assad drepið gríðarlegan fjölda þeirra - þ.e. raunverulega hundruð þúsund.

        Aftur á móti hafa Bandaríkin ekki undanfarin ár drepið hundruð þúsund almennra borgara, eins og þú ég verð að segja -- lýgur.

        --En það hafa þeir tveir kumpánar sem þú styður sannarlega gert.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 30.4.2016 kl. 02:58

        7 Smámynd: Borgþór Jónsson

        Einar ,þú verður þá væntanlega ekki í vandræðum með að benda mér á hvar í dómskerfinu þetta fólk er dæmt til dauða.

        Máli mínu til stuðnings notaði ég tölur sem voru í frétt í Guardian,reyndar er flest sem stendur í því blaði lygi svo tölurnar geta svo sem verið rangar.

        Ég er ekki kjósandi Trumps ,og mér finnst illa komið að valið virðist ætla að verða á milli þessara tveggja hræðilegu frambjóðenda.

        Þó tel ég Trump vænlegri kost að því leiti að hann er ólíklegri tið að eyða öllu lífi á jörðinni en Hillary.Þessi kreppa kemur hvort sem er.

        Þó ég muni ekki sérstaklega eftir Hr, Clinton sem forseta þá man ég ágætlega eftir frú Clinton sem ráðherra.Hr Clinton hefur væntanlega átt sína spretti líka,mér finnst ólíklegt að það hafi nokkru sinni verið forseti í Bandaríkjnum sem hefur ekki ráðist með ólöglegum hætti á annað ríki,eitt eða fleiri.

        .

        Mér finnst Sanders vera vænlegasti kosturinn í stöðunni,ekki vegna stefnu hans af því það eru engar líkur á að hann geti framfylgt henni.

        Mér finnst hann hinsvegar vera besti kandidatinn til að stjórna hruni Bandaríska heimsveldisins sem verður óhjákvæmilega á næstu árum.

        Við vorum heppin að hafa Gorbachev til að stjórna falli Sovétríkjanna á sínum tíma.

        Hillary er hinsvegar þeirrar gerðar að hún mun brenna allt að baki sér eins og her Nazista um árið.

        Hillary er stríðsglæpamaður af því hún stóð að ólöglegum árásaraðgerðum á Libyu og lagði drög að stríðinu í Sýrlandi.

        Það sem bjargar henni frá réttarhöldum er að hún hefur stæðsta her í heimi að baki sér.

        .

        Það er ágætt að þú nefnir þessi tvö stríð ,Téténíu og Sýrland, af því þetta eru tvö lýsandi dæmi um samvinnu Bandaríkjamanna við hópa hryðjuverkamanna og Saudi Araba sem leiða til skelfilegra hörmunga.

        Sýrlandsstríðinu er ekki lokið ,af því að Bandaríkjamenn senda ennþá vopn og peninga til hryðjuverkahópa á svæðinu ásamt stuðningi í formi hermanna.

        Nú eru að fara þangað 250 "boots on the ground" sem eru ekki "boots on the ground " að sérkennilegu mati utanríkisráðuneytisins.

        Þú verður endillega að reyana að mennta þig eitthvað í þessu og þú gætir kannaski byrjað á að horfa á fréttamannafundi Bandaríska utanríkissráðuneytisins.

        Hér er klippa þar sem fréttafulltrúinn útskýrir fyrir Matt Lee hvernig Boots on the ground eru ekki Boots on the ground.Þetta er óborganlegt.

        https://www.youtube.com/watch?v=2sxcsrCJlJU

        Þetta er fáránlega skemmtilegt. Þegar fréttafulltrúinn er neyddur til að bera á borð einhverja fáránlega lygi gerir Matt Lee sér oft leik að því að þjarma að fulltrúanum.

        Hér er annað skemmtilegt dæmi.Þarna hafði fulltrúinn logið því að Rússar hefðu sprengt upp spítala.Það er óborganlegt að horfa á þegar þeir eru að reyna að snúa sig út úr lyginni og Matt þjarmar alltaf meira og meira að þeim. Þú ættir að henda í poppkorn.

        https://www.youtube.com/watch?v=U9xkyfv3oGk 

        .

        Til að mennta þig eitthvað varðandi dróna árásirnar gæturðu horft á þetta viðtal við Cian Westmoreland, whistleblower.   https://www.youtube.com/watch?v=nV3CIsDjRZc 

        Þar fer hann yfir þessa hluti og þar kemur meðal annars fram að hlutfall óbreyttra borgara í tölum um þá sem eru myrtir með drónum er stórkostlega vanmetið. Þar kemur fram að flokkunin gerir ráð fyrir að allir karlmenn yfir sextán ára aldri sem eru myrtir séu hryðjuverkamenn.

        Svo eru skemmtilegir punktar frá Afganistan drápunum þar sem kemur fram að á timabili voru a allir sem voru í hvítum fötum voru skotmörk. Þetta er ekki flókið ferli sem ræður hverjir lifa og deyja.

        Þessi stöðugu manndráp leiða svo oft til algers niðurbrots drónastjórnendanna og gjarnan sjálfsmorðs,en það er önnur saga.

        .

        Ólögleg innrás Bandaríkjanna í Írak kostaði hundruð þúsunda lífið.Menn greinir á um hversu mörg hundruð þúsund,en menn greinir ekki á um að fjöldinn er í hundruðum þúsunda.

        Líbýa virðist ekki hafa kostað nema 100 þúsund lífið ,en það sem er sennilega verst þar er að þar beindust loftárasirnar að innviðum landsins sem voru allir eyðilagðir, rafkerfið ,sjúkrahúsin ,vatnsveitur og sérhæfður  búnaður til að gera við vatnsveiturnar og verksmiðjan sem framleiðir efni í vatnsveiturnar.

        Við þessar aðgerðir var stoðunum kippt undan matvælaframleiðslu í landinu.

        Gjaldeyrisforða landsins var svo stolið og fólkið skilið eftir í höndunum á glæpaklíkum sem fara um og ræna fólk og myrða. 

        Eina sem skilið var eftir óskemmt voru olíulindirnar og þegar þetta er skrifað eru Franskar hersveitir í landinu til að tryggja Frökkum hlutdeild í olíuiðnaði Libyu.

        Það er vert að rifja upp að það var Franski herinn sem sá um að sprengja upp landið. Skemmtileg tilviljun, nú eru þeir að sækja verðlaunin.

        .

        Eins og kemur fram í tölvupóstum Frú Clinton er styrjöldin í Sýrlandi innblásin af bandarísku leyniþjónustunni fyrir hönd þeirrar ágætu konu

        Þessi aðgerð hófst árið 2012 og var klassísk aðgerð af hálfu bandarískra stjórnvalda. Aðgerðin fólst eins og venjulega í því að skilgreina öfgahópa sem taldir voru viljugir til að gera vopnaða uppreisn. Í þessu tilfelli var valið að etja öfgasinnuðum Sunni muslimum gegn Shium. Þetta kemur fram í póstumum.

        Næsta skref er að senda þeim fjárhagsaðstoð svo þeir geti skipulagt sig og safnað fleiri meðlimum. Þessu fylgja alltaf útvarpstöðvar til að útvarpa áróðri og samræma aðgerðir.

        Þegar hópurinn er orðinn nógu stór og skipulagður eru honum færð vopn og hluti hans er tekinn til þjálfunar hjá bandaríska hernum.

        Síðan eru menn sendir heim og bætt við þennan her fjölda málaliða og þá getur borgarastyrjöldin hafist.

        .

        Þessir málaliðar eru oft kallaðir hryðjuverkamenn og hafa verið í þjónustu Bandaríkjamanna frá því í Afganistan stríðinu þegar þeim var fyrst beitt gegn Sovétríkjunum.

        Einhvern daginn verður flett ofan af öllum þeim óhæfuverkum sem framin voru með tilstuðlan þessara málaliða.

        Í dag verðum við að láta okkur nægja slitrur sem koma fram í póstum Frú Clinton.

        Illu heilli eru fjölmiðlar svo maðksmognir af mútugreiðslum og spillingu ,að þessir póstar eru ekki birtir almenningi þar.

        Það eru líka vandræði að Googla þessa  pósta af því að samkvæmt samkomulagi við Clinton gerir Google mönnum erfitt fyrir með þetta.

        Þetta kemur fram í einum póstinum.

        .

        Því miður hefur vestrænu samfélagi verið rænt af glæpaklíku sem lýgur stanslaust,stundar manndráp og startar styrjöldum til að geta sankað að sér völdum og fjármunum.

        .

        Það sem gerir aðgerðirnar gegn Sýrlandi merkilegar er að Sýrland var á engan hátt andsnúið vesturlöndum og hafði meðal annars rekið pyntingabúðir fyrir Nato.

        Það sem virðist hafa hleyft þessum ósköpum af stað var ákvörðun Assads að selja olíu í öðrum gjaldmiðli en dollurum.Þar var hann að hugsa um hagsmuni Sýrlands.

        Þó að Sýrland sé lítið olíuríki þá sýnir þetta bara að það eru engar undanþágur leifðar,allir eru drepnir umsvifalaust sem reyna þetta.

        .

        Nú eru Rússar að reyna þetta og það skiftir engum togum að það er byrjað að sanka saman her á landamærum Rússlands. 

        Borgþór Jónsson, 30.4.2016 kl. 09:39

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Des. 2024
        S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6 7
        8 9 10 11 12 13 14
        15 16 17 18 19 20 21
        22 23 24 25 26 27 28
        29 30 31        

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (3.12.): 24
        • Sl. sólarhring: 56
        • Sl. viku: 779
        • Frá upphafi: 856818

        Annað

        • Innlit í dag: 23
        • Innlit sl. viku: 733
        • Gestir í dag: 23
        • IP-tölur í dag: 22

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband