Sérkennileg stefnuræða Trumps um utanríkismál, virðist full af atriðum sem stangast á

Fyrsta atriðið er náttúrulega að hann segir að meginkjarni hans stefnu skuli verða "America first" -- ég er ekki viss að hann átti sig á því, að þetta var slagorð einangrunarsinna í Bandaríkjunum á 3. og 4. áratug 20. aldar í Bandaríkjunum.
Meðan að hann hamrar á slagorði eingangrunarsinna <--> Segir hann að Bandaríkin muni standa með sínum Bandamönnum -- en í hinu orðinu segir hann að núverandi Bandamenn ekki standa sig í stykkinu þegar kemur að þátttöku í eigin vörnum, núverandi fyrirkomualag sé alltof dýrt fyrir Bandaríkin <--> Og hann hótar bandamönnum Bandaríkjanna, að ef þeir uppfylli ekki hans skilyrði um stórfellt aukið framlag til varna - þá muni hann "walk away."
Það má finna einnig skemmtileg atriði um Asíu og Kína, þ.s. hann heldur því fram að Bandaríkin hafi ekki virðingu Kínverja - því Bandaríkin standi sig ekki nægilega vel í því að verja sína hagsmuni gagnvart þeim <--> Endurtekur sína fyrri hótun um að setja viðskiptahömlur á Kína, en í hinu orðinu segir hann Kína ekki nægilega halda aftur af N-Kóreu, og það gangi ekki -- og hann Trump muni sjá til þess að N-Kórea komist ekki upp með moðreik --> Hvernig hann ætlar að ná fram bættri samvinnu við Kína - samtímis og hann hótar því að gera milljónir Kínverja atvinnulausa, steypa Kína í efnahagskreppu -- blasir ekki beint við mér.

Ræðan hans Trump -- fullur texti

635934730864156190-Trump.JPG

Nokkur atriði virðist þó mega lesa úr þessu!

  1. Hann ætlar að standa með Ísrael og hagsmunum Ísraels. Hvernig það virkar í samhengi átaka í Sýrlandi er þó óljóst - en Ísrael augljóst lítur á vaxandi veldi Hezbollah samtakanna innan Sýrlands, sem ógn.
  2. Hann hafnar "nation building" - bein tilvísun til innrásar Bush í Írak, og hafnar bersýnilega því að styðja mótmælahreyfingar gegn sitjandi stjórnvöldum -- en hann segir að Bandaríkin hefðu átt að styðja Mubarak á sínum tíma þegar hann stóð frammi fyrir fjölmennum götumótmælum -- þegar svokallað "Arabískt vor" stóð yfir.
    **Það er ein tegund af klassískri skoðun. Að einræðisríki séu "reliable allies."
    Hann segist vilja samstarf við vini Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum, í baráttu við öfga íslam -- sem þá væntanlega þíðir; stuðning við Ísrael - stuðning við herforingjastjórnina í Egyptalandi - og væntanlega, aðra Araba einræðisherra svo sem konungsdæmið í Saudi Arabíu.
    ---En í þetta vantar tilvísun í hvað þetta þíðir fyrir átök innan Sýrlands.
  3. Hann segist ætla að - leggja ISIS að velli. Gefur mjög ákveðið loforð.
    Segir hernaðaraðgerð koma til greina -- sjálfsagt rétt að hafa þetta í samhengi, við samvinnu þá sem hann talar um við bandamenn.
    **En hann segist einnig vilja frið við Rússland.
    --Hvað akkúrat það heildardæmi þíðir, er óljóst.
  4. Hann talar um -Íran- sem ógn, að mistök Bandaríkjanna þar með Obama, vísar þá til samkomulagsins við Íran -- hafi gert Íran að stórveldi.
    Hafandi í huga að hann einnig talar um að standa með bandamönnum Bandar. -- Að hann ásakar Obama fyrir ónógan stuðning við þá bandamenn. -- Grunar mig, að hann sé að tala um - stuðning við afstöðu Ísraels, Saudi Arabíu og Flóa Araba -- að Íran sé megin svæðis óvinur.
    -- Aftur er óljóst hvað þetta þíðir í heildarsamhenginu.

Ein möguleg túlkun:

  1. Ef miðað er út frá skilgreindum hagsmunum Ísraels og Saudi Arabíu, þá er þróunin í Sýrlandi ógnvekjandi, þ.s. Íran er að styrkja sína stöðu - Hezbollah er að styrkja sína stöðu -- þannig að ef þ.e. rétt skilið að Trump meini það að standa með sínum bandamönnum, að fara eftir þeirra hagsmunum í Sýrlandi.
  2. Þá ætti hann rökrétt miðað við þann skilning að stefna að því að veikja stöðu Hezbollah og Írans -- sem rökrétt ætti að þíða; að Trump mundi styðja hernaðarinngrip í Sýrland til þess að velta úr sessi núverandi stjórnvöldum þar.
  • En á sama tíma vill hann frið við Rússland.
  • Og hann hafnar "nation building" og að steypa ríkjandi ástandi.

En á sama tíma felur afstaða hans í sér greinilega vísbendingu um inngrip.
En hvernig hann ætlar að leysa úr þessum stefnuatriðum er virðast stangast ærið mikið á - er óljóst.

 

Trump ætlar í gríðarlega hernaðaruppbyggingu

  1. Hann kvartar yfir því að bandaríski heraflinn sé ca. helmingi smærri en 1991, þegar dregið var úr umsvifum í lok Kalda Stríðsins.
  2. Það á greinilega að stórefla herinn, færa Bandaríkin aftur til styrks síns.
  3. En á sama tíma -- talar hann um að minnka opinberar skuldir.
  4. Og að draga úr úgjöldum alríkisins.

Þarna hljómar þetta eins og ósamkvæmt sjálfu sér -- og stefna Georges Bush.
Nema ef e-h er, þá virðist Trump með hana á TURBO.

  • Í því þegar hann talar um þörf þess að gera Bandaríkin sterk aftur - en í heimi Trumps eru þau veik, og enginn ber virðingu fyrir þeim, því þau séu veik.
  • Þá heimtar hann að bandamenn Bandaríkjanna -- beri stóraukna ábyrgð á sínum vörnum, því það kosti Bandaríkin alltof mikið það fyrirkomulag sem lengi hefur verið.
  • Og hótar að labba frá bandalögunum, ef bandamennirnir gera ekki nóg.

 

Rauði þráðurinn virðist "America first"

Það er erfitt að sjá heildarstefnuna -- því hana má lesa sem Bush á TURBO.
Eða það hann ætli að draga saman seglin -- miðað við umtal hans um alltof mikinn kostnað Bandaríkjanna af þátttöku þeirra í vörnum sinna bandamanna.

En inn í þetta fléttast sú grunn afstaða hans -- að viðskiptasamningar núverandi, séu slæmir fyrir Bandaríkin -- sbr. störf færist frá Bandaríkjunum til Asíu, og Bandaríkin hafi verulegan viðskiptahalla við Asíulönd.

Hann ætlar að kippa þessu öllu í liðinn -- sbr. standa með hagsmunum Bandaríkjanna.
Færa störfin til baka -- segir að í kjölfarið verði bandar. hagkerfið svo sterkt að þau geti auðveldlega haft efni á þeirri hernaðaruppbyggingu sem hann dreymir um.

  1. Hann ætlast til þess að Kína samþykki, að gengi gjaldmiðils Kína verði nægilega hátt t.d. svo viðskiptastaðan við Bandaríkin verði því sem næst jöfn, eða samþykki tolla.
  2. Þ.s. Trump áttar sig ekki á, er að vegna þess að Bandaríkin kaupa allt í dollurum, er viðskiptahalli engin áhætta fyrir þau.
  3. Síðan, ef maður ímyndar sér "verndartolla" eða hann þvingi fram breytingar á gengi gjaldmiðla viðskiptalanda -sem er óljóst hvernig hann ætlar að ná fram- --> Þá að sjálfsögðu mundi verðlag á stórum hluta neytendavarnings í Bandaríkjunum hækka verulega.
  4. Það mundi minnka neyslu innan Bandaríkjanna óhjákvæmilega -- og það gæti dugað til þess að færa lágan hagvöxt yfir í grunna kreppu, auðvitað fækka störfum í verslun.
  5. Og samtímis, mundi það skapa þrýsting niður á við fyrir þau erlendu hagkerfi - þannig að þau gætu einnig lent í kreppu.

Það þíðir - að hann krefst þess að löndin samþykki aðgerðir, sem skapa aukið atvinnuleysi í þeim löndum, og draga úr hagvexti.
Misskilningur Trumps á hagfræði er síðan sá -- að heima fyrir í Bandaríkjunum munu þær ekki skapa hagvöxt, heldur a.m.k. fyrst í stað, draga úr honum.

Á hinn bóginn -- sé ég ekki alveg að hann geti beygt Kína í duftið.
Þannig að þetta verði spurning um það -- hvort hann geti gripið til einhliða aðgerða, er væru brot á núgildandi viðskiptasamningum sem og reglum Heims-viðskiptastofnunarinnar.

Síðan -- ef hann gerir tilraun til klassísks "import substitution": Þá tekur það langan tíma í besta falli að virka, meðan að áhrif af tollum á innflutningsverðlag, koma strax fram.

  • Lækkun kaupmáttar.
  • Fækkun starfa í verslun.

Án þess að nýju störfin sem hann lofar, mundu koma nærri strax.
Og það þarf alls ekki að vera að nýju störfin yrðu nægilega mörg -- til að bæta upp þau sem töpuðust á undan -- né virðist mér það klárt að lískjaralækkunin við hækkun verðlags innan Bandaríkjanna, mundi skila sér til baka!
**Enda gætu Bandaríkin sjálf aldrei framleitt þann varning sem hann vill að verði þar framleiddur, eins ódýrt og þau í dag kaupa hann inn með sínum dollurum.

Þá er erfitt að sjá, en ástandið kreppa er líklegra en hitt, að þá hefði hann efni á þeirri gríðarlegu hernaðaruppbyggingu sem hann talar um.

Trump virðist fullkomlega misskilja hagfræði.
Hann virðist hugsa um viðskipti eins og "merkantílistar" 17. og 18. aldar.

  1. Erfitt að sjá hvernig, ef hann gerir tilraun til að knýja þetta fram.
  2. Að það leiði til annars, en verulegra átaka við stjórnvöld í Kína, um stefnuna í heims málum.

 

Niðurstaða

Ég held að stefnuræða Trumps í utanríkismálum, hafi ekki þau áhrif að sefa ótta margra við þá hugsanlegu framtíð að Donald Trump verði forseti Bandaríkjanna - kannski. Mín tilfinning er dálítið lík þeirri er ég hafði, er ég fylgdist með umræðunni í Bandaríkjunum -- áður en Bush tók við og hafði svokallaða "Ný-íhaldsmenn" með sér í farteskinu.
**Stefna Bush var sannarlega, "America First."
Sbr. stefnu-yfirlýsingu um svokallað "Project For A New American Century."

En meðan að það má segja að Bush hafi - fókusað út á við; þá sé fókus Trump meir, inn á við.

Trump virðist fókusa á átök um alþjóðaviðskipti meir, en um hernaðarmál.
Fókus á að verja Bandaríkin - hvort sem þ.e. gegn meintu arðráni, eða utanaðkomandi öflum sbr. tal hans um Múslima.
--Meir "fortress America" en hvað Bush hafði í huga.

Þá skilur maður betur áhersluna á að -- draga úr kostnaði við þátttöku í vörnum bandalagsríkja Bandaríkjanna.

Það sé samt erfitt annað en að sjá þetta sem stefnu - er leiði sennilega til átaka.
En ég sé ekki Kína beygja sig í duftið fyrir honum.
**Hann virðist vilja endurnýja átökin við Íran - styðja Ísrael og Araba einræðisherra.
--Að því leiti endurtekning á Bush - fyrir utan að ósennilegt virðist að hann leggi í stóra innrás einhvers staðar.
--Ég á smá erfitt með að sjá, hvernig hann ætlar að samtímis ná friði við Rússland.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þessar þversagnir bera vitni um óskýra hugsun. Það kemur kannski ekki á óvart í tilfelli Trumps.

Vésteinn Valgarðsson, 29.4.2016 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband