28.4.2016 | 01:22
Sérkennileg stefnuræða Trumps um utanríkismál, virðist full af atriðum sem stangast á
Fyrsta atriðið er náttúrulega að hann segir að meginkjarni hans stefnu skuli verða "America first" -- ég er ekki viss að hann átti sig á því, að þetta var slagorð einangrunarsinna í Bandaríkjunum á 3. og 4. áratug 20. aldar í Bandaríkjunum.
Meðan að hann hamrar á slagorði eingangrunarsinna <--> Segir hann að Bandaríkin muni standa með sínum Bandamönnum -- en í hinu orðinu segir hann að núverandi Bandamenn ekki standa sig í stykkinu þegar kemur að þátttöku í eigin vörnum, núverandi fyrirkomualag sé alltof dýrt fyrir Bandaríkin <--> Og hann hótar bandamönnum Bandaríkjanna, að ef þeir uppfylli ekki hans skilyrði um stórfellt aukið framlag til varna - þá muni hann "walk away."
Það má finna einnig skemmtileg atriði um Asíu og Kína, þ.s. hann heldur því fram að Bandaríkin hafi ekki virðingu Kínverja - því Bandaríkin standi sig ekki nægilega vel í því að verja sína hagsmuni gagnvart þeim <--> Endurtekur sína fyrri hótun um að setja viðskiptahömlur á Kína, en í hinu orðinu segir hann Kína ekki nægilega halda aftur af N-Kóreu, og það gangi ekki -- og hann Trump muni sjá til þess að N-Kórea komist ekki upp með moðreik --> Hvernig hann ætlar að ná fram bættri samvinnu við Kína - samtímis og hann hótar því að gera milljónir Kínverja atvinnulausa, steypa Kína í efnahagskreppu -- blasir ekki beint við mér.
Ræðan hans Trump -- fullur texti
Nokkur atriði virðist þó mega lesa úr þessu!
- Hann ætlar að standa með Ísrael og hagsmunum Ísraels. Hvernig það virkar í samhengi átaka í Sýrlandi er þó óljóst - en Ísrael augljóst lítur á vaxandi veldi Hezbollah samtakanna innan Sýrlands, sem ógn.
- Hann hafnar "nation building" - bein tilvísun til innrásar Bush í Írak, og hafnar bersýnilega því að styðja mótmælahreyfingar gegn sitjandi stjórnvöldum -- en hann segir að Bandaríkin hefðu átt að styðja Mubarak á sínum tíma þegar hann stóð frammi fyrir fjölmennum götumótmælum -- þegar svokallað "Arabískt vor" stóð yfir.
**Það er ein tegund af klassískri skoðun. Að einræðisríki séu "reliable allies."
Hann segist vilja samstarf við vini Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum, í baráttu við öfga íslam -- sem þá væntanlega þíðir; stuðning við Ísrael - stuðning við herforingjastjórnina í Egyptalandi - og væntanlega, aðra Araba einræðisherra svo sem konungsdæmið í Saudi Arabíu.
---En í þetta vantar tilvísun í hvað þetta þíðir fyrir átök innan Sýrlands. - Hann segist ætla að - leggja ISIS að velli. Gefur mjög ákveðið loforð.
Segir hernaðaraðgerð koma til greina -- sjálfsagt rétt að hafa þetta í samhengi, við samvinnu þá sem hann talar um við bandamenn.
**En hann segist einnig vilja frið við Rússland.
--Hvað akkúrat það heildardæmi þíðir, er óljóst. - Hann talar um -Íran- sem ógn, að mistök Bandaríkjanna þar með Obama, vísar þá til samkomulagsins við Íran -- hafi gert Íran að stórveldi.
Hafandi í huga að hann einnig talar um að standa með bandamönnum Bandar. -- Að hann ásakar Obama fyrir ónógan stuðning við þá bandamenn. -- Grunar mig, að hann sé að tala um - stuðning við afstöðu Ísraels, Saudi Arabíu og Flóa Araba -- að Íran sé megin svæðis óvinur.
-- Aftur er óljóst hvað þetta þíðir í heildarsamhenginu.
Ein möguleg túlkun:
- Ef miðað er út frá skilgreindum hagsmunum Ísraels og Saudi Arabíu, þá er þróunin í Sýrlandi ógnvekjandi, þ.s. Íran er að styrkja sína stöðu - Hezbollah er að styrkja sína stöðu -- þannig að ef þ.e. rétt skilið að Trump meini það að standa með sínum bandamönnum, að fara eftir þeirra hagsmunum í Sýrlandi.
- Þá ætti hann rökrétt miðað við þann skilning að stefna að því að veikja stöðu Hezbollah og Írans -- sem rökrétt ætti að þíða; að Trump mundi styðja hernaðarinngrip í Sýrland til þess að velta úr sessi núverandi stjórnvöldum þar.
- En á sama tíma vill hann frið við Rússland.
- Og hann hafnar "nation building" og að steypa ríkjandi ástandi.
En á sama tíma felur afstaða hans í sér greinilega vísbendingu um inngrip.
En hvernig hann ætlar að leysa úr þessum stefnuatriðum er virðast stangast ærið mikið á - er óljóst.
Trump ætlar í gríðarlega hernaðaruppbyggingu
- Hann kvartar yfir því að bandaríski heraflinn sé ca. helmingi smærri en 1991, þegar dregið var úr umsvifum í lok Kalda Stríðsins.
- Það á greinilega að stórefla herinn, færa Bandaríkin aftur til styrks síns.
- En á sama tíma -- talar hann um að minnka opinberar skuldir.
- Og að draga úr úgjöldum alríkisins.
Þarna hljómar þetta eins og ósamkvæmt sjálfu sér -- og stefna Georges Bush.
Nema ef e-h er, þá virðist Trump með hana á TURBO.
- Í því þegar hann talar um þörf þess að gera Bandaríkin sterk aftur - en í heimi Trumps eru þau veik, og enginn ber virðingu fyrir þeim, því þau séu veik.
- Þá heimtar hann að bandamenn Bandaríkjanna -- beri stóraukna ábyrgð á sínum vörnum, því það kosti Bandaríkin alltof mikið það fyrirkomulag sem lengi hefur verið.
- Og hótar að labba frá bandalögunum, ef bandamennirnir gera ekki nóg.
Rauði þráðurinn virðist "America first"
Það er erfitt að sjá heildarstefnuna -- því hana má lesa sem Bush á TURBO.
Eða það hann ætli að draga saman seglin -- miðað við umtal hans um alltof mikinn kostnað Bandaríkjanna af þátttöku þeirra í vörnum sinna bandamanna.
En inn í þetta fléttast sú grunn afstaða hans -- að viðskiptasamningar núverandi, séu slæmir fyrir Bandaríkin -- sbr. störf færist frá Bandaríkjunum til Asíu, og Bandaríkin hafi verulegan viðskiptahalla við Asíulönd.
Hann ætlar að kippa þessu öllu í liðinn -- sbr. standa með hagsmunum Bandaríkjanna.
Færa störfin til baka -- segir að í kjölfarið verði bandar. hagkerfið svo sterkt að þau geti auðveldlega haft efni á þeirri hernaðaruppbyggingu sem hann dreymir um.
- Hann ætlast til þess að Kína samþykki, að gengi gjaldmiðils Kína verði nægilega hátt t.d. svo viðskiptastaðan við Bandaríkin verði því sem næst jöfn, eða samþykki tolla.
- Þ.s. Trump áttar sig ekki á, er að vegna þess að Bandaríkin kaupa allt í dollurum, er viðskiptahalli engin áhætta fyrir þau.
- Síðan, ef maður ímyndar sér "verndartolla" eða hann þvingi fram breytingar á gengi gjaldmiðla viðskiptalanda -sem er óljóst hvernig hann ætlar að ná fram- --> Þá að sjálfsögðu mundi verðlag á stórum hluta neytendavarnings í Bandaríkjunum hækka verulega.
- Það mundi minnka neyslu innan Bandaríkjanna óhjákvæmilega -- og það gæti dugað til þess að færa lágan hagvöxt yfir í grunna kreppu, auðvitað fækka störfum í verslun.
- Og samtímis, mundi það skapa þrýsting niður á við fyrir þau erlendu hagkerfi - þannig að þau gætu einnig lent í kreppu.
Það þíðir - að hann krefst þess að löndin samþykki aðgerðir, sem skapa aukið atvinnuleysi í þeim löndum, og draga úr hagvexti.
Misskilningur Trumps á hagfræði er síðan sá -- að heima fyrir í Bandaríkjunum munu þær ekki skapa hagvöxt, heldur a.m.k. fyrst í stað, draga úr honum.
Á hinn bóginn -- sé ég ekki alveg að hann geti beygt Kína í duftið.
Þannig að þetta verði spurning um það -- hvort hann geti gripið til einhliða aðgerða, er væru brot á núgildandi viðskiptasamningum sem og reglum Heims-viðskiptastofnunarinnar.
Síðan -- ef hann gerir tilraun til klassísks "import substitution": Þá tekur það langan tíma í besta falli að virka, meðan að áhrif af tollum á innflutningsverðlag, koma strax fram.
- Lækkun kaupmáttar.
- Fækkun starfa í verslun.
Án þess að nýju störfin sem hann lofar, mundu koma nærri strax.
Og það þarf alls ekki að vera að nýju störfin yrðu nægilega mörg -- til að bæta upp þau sem töpuðust á undan -- né virðist mér það klárt að lískjaralækkunin við hækkun verðlags innan Bandaríkjanna, mundi skila sér til baka!
**Enda gætu Bandaríkin sjálf aldrei framleitt þann varning sem hann vill að verði þar framleiddur, eins ódýrt og þau í dag kaupa hann inn með sínum dollurum.
Þá er erfitt að sjá, en ástandið kreppa er líklegra en hitt, að þá hefði hann efni á þeirri gríðarlegu hernaðaruppbyggingu sem hann talar um.
Trump virðist fullkomlega misskilja hagfræði.
Hann virðist hugsa um viðskipti eins og "merkantílistar" 17. og 18. aldar.
- Erfitt að sjá hvernig, ef hann gerir tilraun til að knýja þetta fram.
- Að það leiði til annars, en verulegra átaka við stjórnvöld í Kína, um stefnuna í heims málum.
Niðurstaða
Ég held að stefnuræða Trumps í utanríkismálum, hafi ekki þau áhrif að sefa ótta margra við þá hugsanlegu framtíð að Donald Trump verði forseti Bandaríkjanna - kannski. Mín tilfinning er dálítið lík þeirri er ég hafði, er ég fylgdist með umræðunni í Bandaríkjunum -- áður en Bush tók við og hafði svokallaða "Ný-íhaldsmenn" með sér í farteskinu.
**Stefna Bush var sannarlega, "America First."
Sbr. stefnu-yfirlýsingu um svokallað "Project For A New American Century."
En meðan að það má segja að Bush hafi - fókusað út á við; þá sé fókus Trump meir, inn á við.
Trump virðist fókusa á átök um alþjóðaviðskipti meir, en um hernaðarmál.
Fókus á að verja Bandaríkin - hvort sem þ.e. gegn meintu arðráni, eða utanaðkomandi öflum sbr. tal hans um Múslima.
--Meir "fortress America" en hvað Bush hafði í huga.
Þá skilur maður betur áhersluna á að -- draga úr kostnaði við þátttöku í vörnum bandalagsríkja Bandaríkjanna.
Það sé samt erfitt annað en að sjá þetta sem stefnu - er leiði sennilega til átaka.
En ég sé ekki Kína beygja sig í duftið fyrir honum.
**Hann virðist vilja endurnýja átökin við Íran - styðja Ísrael og Araba einræðisherra.
--Að því leiti endurtekning á Bush - fyrir utan að ósennilegt virðist að hann leggi í stóra innrás einhvers staðar.
--Ég á smá erfitt með að sjá, hvernig hann ætlar að samtímis ná friði við Rússland.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar þversagnir bera vitni um óskýra hugsun. Það kemur kannski ekki á óvart í tilfelli Trumps.
Vésteinn Valgarðsson, 29.4.2016 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning