Samningur Tyrklands og ESB um flóttamannavandann - virðist vera að virka

Skv. frétt Financial Times síðan hann tók gildi hefur flæði flóttamanna yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands -- minnkað um 80%. Sem er engin smáræðis breyting og virðist sýna að sterkar grunsemdir þess efnis að Tyrkir væru að beita ESB aðildarlönd þrýstingi, hafi verið á rökum reistar -- fyrst að Tyrkir hafa getað beitt sér gegn streyminu með svo öflugum hætti.

Turkey to boost legal protection for migrants, easing EU returns

 

Tyrkir hafa skv. frétt auk þess samþykkt að framfylgja flóttamanna sáttmála SÞ í öllum helstu atriðum!

"Selim Yenel, Turkey’s ambassador to the EU, said: “Today they have agreed to grant the same protection guarantees to non-Syrian refugees as Syrian refugees. This is something that was requested many times by us,

En flóttamannasáttmálanum fylgja miklar kvaðir, vegna þess að stofnsáttmálar SÞ sem samþykktir voru skömmu eftir Seinna Stríð, skilgreindu -- réttindi fyrir alla Jarðarbúa!
Rétt að hafa í huga, að þegar gengið var frá flóttamannasáttmálanum á sínum tíma, var það örskömmu eftir að búið var að leysa sögulegan flóttamannavanda innan Evrópu sjálfrar, þegar koma þurfti milljónum manna frá Þýskalandi eftir stríð fólki sem neytt hafði verið til þræla-vinnu innan Þýskalands nasista.
Að auki var einnig þá í ákaflega fersku minni, helför gyðinga - sú saga kemur auðvitað mikið við sögu þegar flóttamannasáttmálinn var saminn og síðan staðfestur af helstu aðildarríkjum SÞ -sem felur í sér að sá sáttmáli hefur þar með lagagildi í þeim löndum er hafa staðfest hann- því að margir gyðingar á flótta frá nasistum fengu að því er talið var eftir stríð, mjög snautlega meðferð í fjölda Evrópuríkja og í Bandaríkjunum ásamt Kanada; sem hvatti ekki síst til þess að gildandi reglur sem setja kvaðir á það að mál sérhvers flóttamanns verði rannsakað sérstaklega - voru settar.

  • Þ.e. auðvitað töluvert vinsælt að halda því fram - af sumum hópum, að þessi sáttmáli sé -- úreltur!
  • Þeir hópar gjarnan viðhafa íkjukenndan málflutning - þ.s. haldið er gjarnan á lofti staðhæfingum þess efnis, að sá sáttmáli hindri Evrópulönd í því að -- verja sig.
    Þá auðvitað meina þeir - gegn streymi flóttamanna!
  • Og afleiðingar þess meintar málaðar ákaflega dökkum litum, sbr. íkjusögur þess efnis að aðstreymið geti leitt til þess að aðkomnir ýti heimamönnum til hliðar, leiði til þess að lög heimamanna verði fótum troðin - o.s.frv.

Mjög erfitt að líta á þær sögur sem sennilegar! Vegna þess að Evrópa hefur yfir 500-millj. íbúa, og heilt yfir eru múslimar einungis 6% íbúa aðildarlanda ESB. Fyrir utan Kýpur þ.s. hlutfallið er yfir 20% -- sé hlutfallið hæst 8% í Frakklandi.
Þessum söguskýringum, fylgir -- sérkennileg vantrú á getu eigin samfélaga að því er virðist! Sem erfitt er að sjá nokkrar raunverulegar vísbendingar um að séu á rökum reist!

  • En samfélög Evrópu eiga að vera svo - siðferðislega veik, og veikgeðja.
  • Ekkert mótstöðuafl virðist eiga að vera fyrir hendi.

Þetta virðist standa í samhengi við - gjarnan harðneskjulega afstöðu gegn flóttamönnum.
En þeir sem hafa slíka afstöðu - virðast gjarnan álíta þá veikgeðja sem eru annarrar skoðunar.
Þannig að þá er það sönnun þess að þeirra dómi - að fyrst að þeirra hörðu viðhorf njóta ekki meirihluta stuðnings - þá séu þeirra samfélög þar með, veikgeðja!

  1. Þetta minnir mann reyndar á afstöðu fasista á 3-áratug 20. aldar, sem gjarnan álitu lýðræðissamfélög veikgeðja, einmitt vegna þess að þau voru andvíg þeirra harðneskjulegu viðhorfum.
  2. En það virðist sögulega vera svo að þeir sem hneigjast í átt til fasisma, gjarnan hafa mjög neikvæða sýn á lýðræðiskerfi og samfélög þ.s. lýðræði og almenn lýðréttindi eru viðhöfð -- og gjarnan halda mjög neikvæðri sýn á slík samfélög á lofti.

--------------

Með því að Tyrkir samþykkja að framfylgja flóttamannasáttmála SÞ-í öllum atriðum, sbr. yfirlýsingu Tyrkja að flóttamenn aðrir en Sýrlendingar muni einnig öðlast þann rétt að mál þeirra verði skoðuð sérstaklega sbr. ákvæði flóttamannasáttmálans, auk þess að sýrlenskir flóttamenn sem verða sendir frá Grikklandi aftur til Tyrklands - fá rétt til þess að staða þeirra sem flóttamanna verði endurmetin ef þeir óska svo.

  1. Þá leysa þeir úr hugsanlegum laga flækjum við það að framfylgja samkomulagi ESB aðildarríkja við Tyrkland.
  2. Þ.s. eftir allt saman er flóttamannasáttmáli SÞ-hluti landslaga aðildarríkjanna, sem og að auki að skv. ákvæðum Rómarsáttmálans svokallaða eru ákvæði hans einnig hluti af ESB rétti.
  3. Það þíddi, að hætta var á að lögsókn gegn samningnum gæti farið fyrir svokallaðan Evrópudómstól -- slík lögsókn var ekki enn komin fram.
    En vitað var að áhugahópar um réttindi flóttamanna voru með málið í skoðun.
    **Í kjölfar mótmæla Flóttamannastofnunar SÞ-gagnvart samningnum við Tyrkland, vegna óljósrar stöðu flóttamanna í Tyrklandi er mundu verða skv. samningnum sendir til Tyrklands frá Grikklandi.
  • Sú hætta ætti þar með að vera afgreidd úr sögunni!

Áhugavert að Tyrkir samþykki þessa eftirgjöf í samhengi eigin lagaumhverfis.
Sem þeir hingað til hafa ekki verið tilbúnir til!

Bersýnilega leggja Tyrkir áherslu á að samkomulagið við ESB gangi upp!

 

Niðurstaða

Tyrkland hefur greinilega ákveðið að riðja úr vegi þeim lagahindrunum innan Tyrklands varðandi meðferð flóttamanna, réttindi þeirra skv. Flóttamannasáttmála SÞ. Þannig ætti sá möguleiki að lagavandræði vegna brota Tyrklands á þeim sáttmála leiði til þess að samkomulagið kollvarpist að vera úr sögunni.

  • Það auðvitað þíðir þar með, að boltinn er nú hjá aðildarríkjum sjálfum að standa við sína hlið samningsins.
  1. Sbr. að íbúar Tyrklands fái að ferðast til ESB aðildarlanda án takmarkana, en Tyrkir ættu nú að vera búnir að uppfylla framsettar kröfur aðildarríkjanna, um bættan aðbúnað og réttindi flóttamanna.
    **En veruleg andstaða er meðal sumra aðildarlanda ESB við það að veita íbúum Tyrklands þessi auknu réttindi til ferða -- rétt að benda á að fátt bendi til þess að varnaðarorð um meinta holskeflu Tyrkja til ESB séu á rökum reistar --> Vegna þess að komið hefur fram í alþjóðafjölmiðlum að sl. áratug séu 90% umsókna tyrkneskra borgara um dvalarleyfi almennt séð samþykktar í aðildarríkjum ESB.
    --Þannig að slík meint holskefla ætti þá að hafa verið í gangi um nokkurt skeið.

    Síðan sé ekkert streymi a.m.k. fram að þessu á Kúrdum frá Tyrklandi, það bendi ekki til þess að átök Tyrklands stjórnar við Kúrda -- séu sambærileg að harneskju við atgang stjórnvalda Sýrlands gegn þeim íbúum Sýrlands er hafa stutt uppreisnarmenn þar.
  2. Og ESB aðildarlönd munu þurfa að taka við Sýrlendingum frá flóttamannabúðum innan Tyrklands - síðan skipta þeim sín á milli.
    **Það er augljósar líkur t.d. á að Ungverjaland -- leitist við að neita að taka við.
    --Að auki virðist sennilegt að núverandi stjv. í Póllandi geri slíkt hið sama.

    Ég hef alltaf talið að mesta ógnin við samkomulagið, verði geta aðildarlandanna sjálfra til að framfylgja því.
    --Það sé miklu mun minna sennilegt, að það falli á brotum Tyrklands sjálfs.

Það verður auðvitað forvitnilegt að fylgjast með því, hvernig aðildarlöndin leitast við að glíma við það - þegar að því kemur, að einhver landanna muni leitast við að skera sig úr leik.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband