18.4.2016 | 22:17
Ólafur Ragnar Grímsson, virðist reikna með erfiðri stjórnarmyndun í kjölfar næstu þingkosninga!
En þetta mátti lesa út úr orðum þeim sem Ólafur Ragnar beitti sem rökum fyrir því, að það væri ástæða fyrir hann að - skipta um fyrri yfirlýstu skoðun, og ákveða að bjóða sig fram til forseta Íslands --> 6. kjörtímabilið í röð.
--Skv. því ef maður reiknar með kjöri hans þá mun hann sitja í 24 ár.
Langsamlega lengst forseta Íslands, líklega verður það met hans aldrei jafnað eða slegið.
Hér hefur verið afar óvenjulegt ástand
Mikilvægustu orðin sem hann sagði í viðtalinu - eru ef til vill þau "ekki haft eftir orðrétt":
- ...að ef kemur til þess að kjörinn þingmeirihluti geti ekki myndað nýja stjórn...
- ...þá sé það á ábyrgð forseta að tryggja að landinu verði stjórnað.
Eru líkur á því að líklegasta þingmeirihlutanum eftir kosningar muni mistakast stjórnarmyndun?
Ég hef sjálfur bent á það að engin leið sé að vita það fyrirfram - hvernig framtíðar þingflokkur Pírata verður samsettur.
En það séu möguleikar á því að þangað rati inn einstaklingar sem hafa lengi barist fyrir tilteknum málefnum sem þeir persónulega trúa á, en hingað til hafa ekki haft nægilegt persónulegt fylgi - til að koma þeim áleiðis; en sjá nú ef til vill tækifæri að koma þeim fram undir regnhlíf Pírata.
Það getur vel verið að fleiri en einn slíkur -örhópur- rati þangað inn, sem geta verið sammála um grunnhugmyndina að -beita þjóðaratkvæðagreiðslum- en nánast ósammála um alla aðra hluti.
- Vegna lítils skipulags Pírata.
- Vegna þess, hvernig það litla skipulag sem þeir þó hafa, virkar.
- En um stefnuna virðist einfaldlega kosið á tilteknum vef.
--hef ekki kynnt mér akkúrat hvernig menn öðlast atkvæðarétt þar.
En væntanlega felur það í sér að vera meðlimur - sennilega að hafa borgað félagsgjald.
- En þegar unnt er að kjósa um stefnuna af meirihluta félaga - hvenær sem er.
- Þá er auðvitað möguleiki að sú stefna geti breyst með litlum fyrirvara.
- Og auðvitað --> Þetta býður upp á þann möguleika, virðist mér, að aðilar smali fólki inn í flokkinn -- til þess einmitt að breyta einstökum atriðum um stefnu.
- Svo er auðvitað hitt atriðið --> Að þingmenn skv. lögum og stjórnarskrá, eru einungis bundnir sinni samvisku.
M.ö.o. að stefna flokksins bindur þá ekki skv. lögum eða stjórnarskrá. - Mig rámar í það að tilteknir 3-þingmenn Borgarahreyfingarinnar sálugu, hafi komið sér saman um stefnu er var í mikilvægum atriðum önnur en samþykkt stefna Borgarahreyfingarinnar -- skv. félagsfundum þar.
Við þetta spruttu upp hatrammar deilur milli 3-menninganna og fjölda félagsmeðlima.
Og varð á endanum af umtalsverð biturð.
**Þetta að sjálfsögðu -- getur gerst aftur.
--Sem væri kaldhæðið að vissu leiti í ljósi þess að Birgitta var stofnandi Pírata flokksins íslenska.
__________
Svo hef ég auðvitað ekki enn nefnt, að ef VG vinnur stórsigur í nk. kosningum þ.e. 20% eða jafnvel ívið meir en 20% -- þá auðvitað verður VG tregur til að samþykkja að kjörtímabilið verði einungis 9-mánuðir, og að málefnin verði fá!
En það rökrétt mun ekki virðast þingmönnum VG skynsamt að taka þá óþörfu áhættu, að kjósa rúmum 3-árum fyrr en þeir þurfa, og auðvitað þingmenn VG munu vera kjörnir út á mörg fleiri málefni en þau -- sem Píratar hafa nefnt sem þau örfáu mál sem nk. þing skuli taka fyrir.
- Ef VG nær 20% eða rúmlega 20% -- en Pírata um 30% eða jafnvel ívið minna en það.
- Þá auðvitað er samningsstaða VG -- allt annað en veik.
- Sérstaklega þegar það er haft í huga að afar ósennilegt sé að Píratar geti yfir höfuð myndað stjórn með nokkrum öðrum en flokkum úr núverandi stjórnarandstöðu.
- Þ.e. auðvitað sá möguleiki að fylgi Pírata skreppi frekar saman.
- Það getur auðvitað farið svo - að Samfylkingin þurfi að vera með.
Þá yrði stjórnarmyndun -- enn flóknari.
Punkturinn er sá, að það stefni í að -- Píratar geti líklega ekki knúið fram stutt kjörtímabil.
- Þá auðvitað þarf að semja um þau mál, sem annað af tvennu VG vill að verði tekin fyrir, eða ef þ.e. Samfó + VG.
- Og hafandi í huga, að það virðist ekki a.m.k. enn að Píratar hafi heilsteypta stefnu um þau mál -- þá gæti þeim reynst það mjög erfitt, að semja um þau málefni.
- Síðan gæti þinghópur þeirra eða hluti þinghóps þeirra -- reynst andvígur einstökum málum.
Þannig að ef Ólafur Ragnar telur að stjórnarmyndun geti reynst erfið eða jafnvel ómöguleg!
Og það sé hluti skýringar þess - af hverju honum hefur snúist hugur.
Er það vel mögulegt að hann hafi fullkomlega rétt fyrir sér!
Niðurstaða
Hafandi í huga orð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands - þá getur vel verið að baki þeirra orða, liggi hótunin um -- utanþingsstjórn.
Einungis í eitt skipti hefur slík stjórn verið mynduð, þ.e. af Sveini Björnss. á tíma Seinna Stríðs. Ég hef heyrt því haldið fram að Kristján Eldjárn - hafi haft slíka tilbúna í eitt skiptið, þegar stjórnarmyndun var sérlega erfið. En ekki reyndi á það fyrir rest.
En það getur vel verið að tilraunir til stjórnarmyndunar muni reynast mjög skrautlegar eftir nk. þingkosningar! Mun meir svo en reynst hefur verið alla tíð síðan á árum Kristjáns. En í forsetatíðs Kristjáns Eldjárns - kom það oft fyrir að stjórnarmyndun tók verulegan tíma og reyndist bæði flókin og erfið. Að auki sátu ríkisstjórnir í hans tíð gjarnan ekki út sitt kjörtímabil.
--Hann sat tímabil pólitísks óstöðugleika á Íslandi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning