Ólafur Ragnar Grímsson, virðist reikna með erfiðri stjórnarmyndun í kjölfar næstu þingkosninga!

En þetta mátti lesa út úr orðum þeim sem Ólafur Ragnar beitti sem rökum fyrir því, að það væri ástæða fyrir hann að - skipta um fyrri yfirlýstu skoðun, og ákveða að bjóða sig fram til forseta Íslands --> 6. kjörtímabilið í röð.
--Skv. því ef maður reiknar með kjöri hans þá mun hann sitja í 24 ár.
Langsamlega lengst forseta Íslands, líklega verður það met hans aldrei jafnað eða slegið.

Hér hefur verið „afar óvenjulegt ástand“

Mikilvægustu orðin sem hann sagði í viðtalinu - eru ef til vill þau "ekki haft eftir orðrétt":

  1. ...að ef kemur til þess að kjörinn þingmeirihluti geti ekki myndað nýja stjórn...
  2. ...þá sé það á ábyrgð forseta að tryggja að landinu verði stjórnað.

http://risanmedia.com/wp-content/uploads/2014/05/Grimsson_Interview.jpg

Eru líkur á því að líklegasta þingmeirihlutanum eftir kosningar muni mistakast stjórnarmyndun?

Ég hef sjálfur bent á það að engin leið sé að vita það fyrirfram - hvernig framtíðar þingflokkur Pírata verður samsettur.
En það séu möguleikar á því að þangað rati inn einstaklingar sem hafa lengi barist fyrir tilteknum málefnum sem þeir persónulega trúa á, en hingað til hafa ekki haft nægilegt persónulegt fylgi - til að koma þeim áleiðis; en sjá nú ef til vill tækifæri að koma þeim fram undir regnhlíf Pírata.
Það getur vel verið að fleiri en einn slíkur -örhópur- rati þangað inn, sem geta verið sammála um grunnhugmyndina að -beita þjóðaratkvæðagreiðslum- en nánast ósammála um alla aðra hluti.

  1. Vegna lítils skipulags Pírata.
  2. Vegna þess, hvernig það litla skipulag sem þeir þó hafa, virkar.
  • En um stefnuna virðist einfaldlega kosið á tilteknum vef.

--hef ekki kynnt mér akkúrat hvernig menn öðlast atkvæðarétt þar.
En væntanlega felur það í sér að vera meðlimur - sennilega að hafa borgað félagsgjald.

  • En þegar unnt er að kjósa um stefnuna af meirihluta félaga - hvenær sem er.
  • Þá er auðvitað möguleiki að sú stefna geti breyst með litlum fyrirvara.
  • Og auðvitað --> Þetta býður upp á þann möguleika, virðist mér, að aðilar smali fólki inn í flokkinn -- til þess einmitt að breyta einstökum atriðum um stefnu.
  1. Svo er auðvitað hitt atriðið --> Að þingmenn skv. lögum og stjórnarskrá, eru einungis bundnir sinni samvisku.
    M.ö.o. að stefna flokksins bindur þá ekki skv. lögum eða stjórnarskrá.
  2. Mig rámar í það að tilteknir 3-þingmenn Borgarahreyfingarinnar sálugu, hafi komið sér saman um stefnu er var í mikilvægum atriðum önnur en samþykkt stefna Borgarahreyfingarinnar -- skv. félagsfundum þar.
    Við þetta spruttu upp hatrammar deilur milli 3-menninganna og fjölda félagsmeðlima.
    Og varð á endanum af umtalsverð biturð.
    **Þetta að sjálfsögðu -- getur gerst aftur.
    --Sem væri kaldhæðið að vissu leiti í ljósi þess að Birgitta var stofnandi Pírata flokksins íslenska.

__________
Svo hef ég auðvitað ekki enn nefnt, að ef VG vinnur stórsigur í nk. kosningum þ.e. 20% eða jafnvel ívið meir en 20% -- þá auðvitað verður VG tregur til að samþykkja að kjörtímabilið verði einungis 9-mánuðir, og að málefnin verði fá!
En það rökrétt mun ekki virðast þingmönnum VG skynsamt að taka þá óþörfu áhættu, að kjósa rúmum 3-árum fyrr en þeir þurfa, og auðvitað þingmenn VG munu vera kjörnir út á mörg fleiri málefni en þau -- sem Píratar hafa nefnt sem þau örfáu mál sem nk. þing skuli taka fyrir.

  • Ef VG nær 20% eða rúmlega 20% -- en Pírata um 30% eða jafnvel ívið minna en það.
  • Þá auðvitað er samningsstaða VG -- allt annað en veik.
  • Sérstaklega þegar það er haft í huga að afar ósennilegt sé að Píratar geti yfir höfuð myndað stjórn með nokkrum öðrum en flokkum úr núverandi stjórnarandstöðu.
  1. Þ.e. auðvitað sá möguleiki að fylgi Pírata skreppi frekar saman.
  2. Það getur auðvitað farið svo - að Samfylkingin þurfi að vera með.

Þá yrði stjórnarmyndun -- enn flóknari.

Punkturinn er sá, að það stefni í að -- Píratar geti líklega ekki knúið fram stutt kjörtímabil.

  1. Þá auðvitað þarf að semja um þau mál, sem annað af tvennu VG vill að verði tekin fyrir, eða ef þ.e. Samfó + VG.
  2. Og hafandi í huga, að það virðist ekki a.m.k. enn að Píratar hafi heilsteypta stefnu um þau mál -- þá gæti þeim reynst það mjög erfitt, að semja um þau málefni.
  3. Síðan gæti þinghópur þeirra eða hluti þinghóps þeirra -- reynst andvígur einstökum málum.

Þannig að ef Ólafur Ragnar telur að stjórnarmyndun geti reynst erfið eða jafnvel ómöguleg!
Og það sé hluti skýringar þess - af hverju honum hefur snúist hugur.
Er það vel mögulegt að hann hafi fullkomlega rétt fyrir sér!

 

Niðurstaða

Hafandi í huga orð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands - þá getur vel verið að baki þeirra orða, liggi hótunin um -- utanþingsstjórn.
Einungis í eitt skipti hefur slík stjórn verið mynduð, þ.e. af Sveini Björnss. á tíma Seinna Stríðs. Ég hef heyrt því haldið fram að Kristján Eldjárn - hafi haft slíka tilbúna í eitt skiptið, þegar stjórnarmyndun var sérlega erfið. En ekki reyndi á það fyrir rest.

En það getur vel verið að tilraunir til stjórnarmyndunar muni reynast mjög skrautlegar eftir nk. þingkosningar! Mun meir svo en reynst hefur verið alla tíð síðan á árum Kristjáns. En í forsetatíðs Kristjáns Eldjárns - kom það oft fyrir að stjórnarmyndun tók verulegan tíma og reyndist bæði flókin og erfið. Að auki sátu ríkisstjórnir í hans tíð gjarnan ekki út sitt kjörtímabil.
--Hann sat tímabil pólitísks óstöðugleika á Íslandi.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband