Brjáluð hugmynd -- Sigmundur Davíð í framboð til forseta Íslands?

Tek fram - að mér hefði sjálfum ekki dottið þetta í hug, ef vinnufélagi minn hefði ekki stungið upp á þessu, sjálfsagt eins mikið sem grýn sem alvara.
Síðan einhvern veginn hætti þessi hugmynd ekki að láta mig vera þann daginn!

13 frambjóðendur og 9 undir feldi

SDG að flytja áramótaávarp forsætisráðherra - forsetalegasta myndin sem ég fann!

http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/11/sigmundur-3-0.png

Forsetaframboð eru víst þegar orðin 15 talsins!

-Andri Snær Magnason, rifhöfundur
-Ari Jósepsson, vídjóbloggari
-Ástþór Magnússon, athafnamaður
-Bæring Ólafsson, athafnamaður
-Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur
-Guðmundur Franklín Jónsson, athafnamaður
-Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
-Halla Tómasdóttir, athafnakona
-Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur
-Hildur Þórðardóttir, þjóðfræðingur 
-Hrannar Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Vodafone
-Sturla Jónsson, vörubílsstjóri
-Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur 
-Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur

Málið er að - - tækifæri Sigmundar Davíðs getur einmitt legið í því hve margir frambjóðendur eru orðnir, annars vegar og hins vegar, í því að þeir eru ívið fleiri vinsta megin línunnar.

  1. SDG er að sjálfsögðu gríðarlega þekktur einstaklingur, það gefur honum sjálfkrafa forskot - alveg burtséð frá því að mörgum er samtímis í nöp við hann, jafnvel svo að það geti verið fleiri í þeim hóp en fylla hóp vina hans og aðdáenda.
  2. Það er enginn vafi á að hans framboð mund vekja gríðarlega athygli - algerlega óhjákvæmilega, og því - umtal.
    Nánast svo, að SDG þyrfti sennilega að verja mjög litlu fé til að auglýsa sitt framboð, eða hvað það stæði fyrir.
    Því svo margir aðilar mundi keppast um að ræða um hans framboð.
  3. Ég held að möguleikar SDG séu raunverulega til staðar -- einmitt vegna þess hve vinstri fylgið er klofið -- þeir sem eru hægra megin pólitískt séð þegar með yfirlýst framboð, eru miklu mun minna þekktir einstaklingar - og sennilega með minna persónufylgi.
  • Hans skæðasti keppinautur gæti verið -- Andri Snær.

En Andri Snær virðist mér af þeim sem þegar hafa lýst yfir framboði - líklegastur til að fá umtalsvert fylgi.
Ef SDG færi í framboð - þá held ég að áhuginn á forsetakosningunum mundi magnast, því að framboð SDG yrði sennilega það umdeilt, að umræðan um forsetakosningarnar í heild, mundi verða stórfellt meiri með SDG inni sem frambjóðanda.Ekki viss hvort það væri gott eða slæmt fyrir framboð SDG -ef af yrði- en slík aukin umræða, gæti einnig leitt til aukinnar þátttöku kjósenda þegar verður kosið.

  • Þetta gæti endað sem keppni milli þeirra tveggja, þ.e. SDG og Andra Snæs.

Hvernig sem það á endanum færi - þá yrði útkoman án efa mjög áhugaverð kosningabarátta.

 

Niðurstaða

Svona til gamans ef það mundi fara þannig að SDG mundi bjóða sig fram til forseta og ná kjöri, að ef það hittir svo á að Píratar og Vinstri Grænir mynda ríkisstjórn eftir nk. þingkosningar -- þá yrðu samskiptin milli embættis forseta og Stjórnarráðsins afar áhugaverð á því kjörtímabili.
Ein samstarfskona mín í vinnunni -- líkti því við alkul andrúmsloftinu er gæti verið til staðar þar á milli :)

  • En án gríns held ég að SDG geti unnið sigur við þær aðstæður sem eru til staðar.
    En einnig að ef hann fer fram, þá muni kosningabaráttan og umræðan um forsetaframboðin snúast mjög um hans framboð -- hans framboð yrði langsamlega mest umrætt.
    Sem væri sjálfkrafa gríðarleg auglýsing fyrir hans framboð - þannig að hann þyrfti nánast ekkert að hafa fyrir því, að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Það mundi þá koma í ljós hvort að það er rétt - að það sé ekki til neitt slæmt umtal, bara umtal! Sá sem sé milli tannanna á fólki, hafi alltaf forskot.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að bera Andra Snæ saman við Sigmund Davíð er frekar lágkúrulegt, svo mikill munur sem er á þessum tveim mönnum.

Það er sama um hvað umræðuefni kappræðna væri að ræða, SDG myndi leggja ASM á svipstundu. Þá er saga þessara manna svo ólík sem frekast getur verið. Meðan ASM hefur lifað á ríkinu og lítið lagt til baka, hefur SDG verið fremstur í flokki þeirra sem hafa staðið vörð um land og þjóð. Nægir þar að nefna icesavemálið eitt, þó mörg önnur komi í hugann.

Það sem flæmdi SDG úr embætti, að ósekju, voru upplýsingar úr svokölluðum Panamaskjölum, upplýsingar sem þó lágu fyrir hjá skattyfirvöldum hér á landi og hafa legið þar fyrir frá upphafi, en voru gerðar tortryggilegar í meðförum óprúttins fréttamanns, með aðstoð RUV. ASM er ekki saklaus á því sama sviði, þó hans nafn hafi ekki enn komið fram í þeim skjölum. Hans nánasti samstarfsmaður, sem hefur fjármagnað hans baráttu síðastliðin ár, er ekki einungis með sitt fé geymt í skattaparadís, heldur rekur sitt fyrirtæki alfarið frá slíkum stað.

Það sem háir SDG og hefur háð honum frá því hann hóf afskipti af pólitík hér á landi, er afstað fjölmiðla. Þeir hafa verið honum fjandsamlegir frá upphafi og voru sannarlega í aðalhlutverki í aðförinni gegn honum í síðustu viku. Þetta mun sennilega verða til þess að hann mun ekki leggja í þann slag að berjast um embætti forseta.

En þessi fjandskapur fjölmiðla gæti einnig verið honum til hagsbóta. Í baráttunni gegn icesave samningunum og kosningabaráttunni um þá, voru fjölmiðlar sem einn maður gegn baráttu þeirra sem fella vildu samningana. Menntaelítan og flestir svokallaðir "málsmetandi menn" voru samsíða fjölmiðlum í baráttunni fyrir samþykkt þeirra samninga. Fremstur í flokki þeirra sem andvígir voru þessum samningum og vildu fella þá, var SDG og virtist sú barátta vonlaus, meðan fjölmiðlar sameinuðust gegn þeim sem á móti voru. Niðurstaða þeirra kosninga kom því sannarlega á óvart og í algerri andstöðu við þá umræðu sem fjölmiðlar höfðu haldið uppi.

Eins gæti farið ef SDG byði sig fram til forseta. Sífellt fleira fólk er farið að átta sig á hvaða leiksýning fór fram hér á landi, síðustu tvær vikur. Þá hlýtur að koma upp umræða um tengsl ASM við söngkonuna heimsfrægu, sem velur að reka sitt fyrirtæki í lágskattaríki og geyma sitt fé þar.

En látum nú af fantasíunni, meðan SDG hefur ekki boðað framboð er ástæðulaust að velta því fyrir sér.

Það lítur hins vegar ekki vel út með forsetakosningarnar. Nú þegar hafa 13 boðað framboð og fleiri sem liggja undir feldi. Ef ekki koma fleiri fram mun tæknilega geta valist í embætti forseta maður sem hefur einungis 8% atkvæða þeirra sem mæta á kjörstað. Nái kjörsókn 60% mun sá maður verða með fylgi tæplega 5% kosningabærra manna, eða um 11.000 manns. Slíkt umboð yrði ansi veikt og mun sannarlega leiða til mikillar sundrungar innan þjóðarinnar.

Auðvitað munu atkvæði aldrei falla svo jafnt og búast má við að einhverjir tveir eða þrír muni skara framúr, þegar nær líður kosningum. Af þeim sem þegar hafa boðið sig fram eru þó engir sem sjáanlegir eru til slíkrar framúrskörunar. Þessi hópur er samansafn af fólki sem hefur egóið í þokkalegu lagi en þar með eru kostir þess upp taldir.

En jafnvel þó einhverjir nái að komast eitthvað fram úr þessum fjölda frambjóðenda, mun umboðið verða veikt, mjög veikt. 

Nú er of seint að breyta kosningalöggjöfinni um forseta, en nauðsynlegt er að gera breytingu á henni strax að kosningu lokinni. Breytingu sem hljóðar upp á að ef enginn nær yfir 50% atkvæða í fyrstu umferð skuli kosið aftur milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá. 

Gunnar Heiðarsson, 15.4.2016 kl. 09:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sammála að það sé nauðsynleg breytinga á kosningareglum til embættis forseta, núverandi ástand sé orðið - rugl. Reikna með því að eftir nk. forsetakosningar, verði umtalsverð umræða einmitt um reglurnar.
En það gæti alveg farið svo að sá sem nær kjöri endi með innan við 20%.
Og það gæti því farið þannig, að sá sem nær kjöri - - geri það í andstöðu við meirihluta kjósenda; ef atkvæði klofna með hagstæðum hætti fyrir viðkomandi milli annarra frambjóðenda.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.4.2016 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband