13.4.2016 | 23:29
Gæti orðið forvitnileg stjórnarmyndun eftir þingkosningar, en mér sýnist Píratar geti lent í vandræðum með að knýja fram sín skilyrði
Mig grunar samt sem áður miðað við umræðuna á þingi undanfarið - að líkur þess að Píratar hafi áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokki, séu litlar.
Þó svo að nýjasta Gallup könnunin á Íslandi - sýni að ef það væri niðurstaða kosninga, þá stæðu Píratar hugsanlega með pálmann í höndum -- með möguleika á tveim 2-ja flokka stjórnum.
Sjálfstæðisflokkurinn stóreykur fylgi sitt
Framsókn fengi 4 þingsæti, tapaði 15
Ef maður fer aðeins yfir könnunina:
- Píratar.................29,3%.....19 þingmenn.
- Sjálfstæðisflokkur......26,7%.....18 þingmenn.
- Vinstri Grænir..........19,8%.....13 þingmenn.
- Samfylking...............9%........6 þingmenn.
- Framsóknarflokkur........6,9%......4 þingmenn.
- Björt Framtíð............5%........3 þingmenn.
Skv. þessu hafa Píratar og VG 32 þingmenn, og Píratar og Sjálfs.fl. 37 þingmenn.
Vegna þess að ég á von á því að einungis VG komi til greina sem samstarfsflokkur, þá hefur sú útkoma að VG virðist nú við 20% -- mikilvægar afleiðingar!
Þetta þíðir að samningsstaða Pírata er allt í einu -- miklu mun veikari en þeir hafa haldið undanfarið.
En þeir hafa verið að varpa fram allskonar skilyrðum -- sbr. stutt kjörtímabil, mjög fá málefni.
Það hefur mátt heyra á þeim, að þeir vilji ekki nema mjög einfaldan stjórnarsáttmála um mjög takmörkuð málefni.
- Ég held það sé algerlega ljóst að Sjálfstæðisflokkur, mundi ekki vera til í að fylgja fram þeim málum -- sem Píratar hafa líst yfir að þurfi að hrinda í framkvæmd.
- Eða að þeir væru til í -- stutt kjörtímabil.
- Það þíðir sennilega í raun og veru.
- Að VG situr uppi með pálmann í höndum.
- Og getur mikið til ráðið því hvað mun standa í stjórnarsáttmálanum.
VG - mun örugglega knýja á að fleiri málefni en þau sem Píratar hafa talað um undanfarið, verði afgreidd á nk. kjörtímabili.
Og síðan grunar mig að ef VG vinnur slíkan kosningasigur -- þá verði VG tregur í taumi um að hætta löngu fyrir lok eiginlegs kjörtímabils skv. lögum.
- Flokkarnir geta líklega náð saman um að tillaga Stjórnlagaráðs svokallaðs, verði tekin í almenna atkvæðagreiðslu -- og síðan afgreidd "ef ég gef mér það að kjósendur samþykki þá tillögu."
- En mjög sennilega mundi VG ekki vilja -- að þá yrði strax kosið, heldur mun fleiri mál afgreidd - flokkarnir starfi saman áfram.
Spurningin er þá -- hvað gerist með slíkt stjórnarsamstarf eftir því sem á líður?
Samfylkingu leið ekki vel með VG á sl. kjörtímabili -- ég held að margir eigi enn að muna upphlaupin sem voru fjölmörg.
En ég er ekkert viss að VG - - mundi hafa einleik um upphlaup og rifrildi.
En augljóst -- er engin leið að vita í dag hverjir munu vera á þingi fyrir Pírata.
Þ.e. vel hugsanlegt að það mundi enda sem -- afar ósamstæður hópur.
Einstaklingar með jafnvel afar ólíkar skoðanir -- þó þeir væru ef til vill sammála um þau fáu atriði sem Píratar hafa gefið upp að skuli afgreidd á nk. þingi.
- Ég held að það væri augljós hætta að þessir flokkar mundu efla það versta í fari hvors um sig.
- Þá meina ég - hugmyndir átt til öfgakenndra breytinga.
VG -- eins og þekkt er, er ákaflega skatta-glaður flokkur.
Ef það fer saman að innan raða Pírata verða margir þingmenn, sem vilja auka mjög á auðlinda skattlagningu -- þá gæti orðið mjög mikil aukning á skattlagningu á starfandi fyrirtæki í landinu.Ekki endilega bara innan sjávarútvegs -- en margir vilja auka mjög skattlagningu á ferðamennsku.
- Það gæti orðið forvitnilegt að sjá -- hvaða áhrif það hefði á afkomu fyrirtækja í þeim greinum.
En samdráttur í báðum greinum samtímis.
Gæti skapað nokkuð hressilegan lífskjarasamdrátt.
Niðurstaða
Í augum einhverra er sjálfsagt samstjórn Pírata og Vinstri Grænna - hugmynd að helvíti. En þetta er það stjórnarmynstur sem mig er farið sterklega að gruna að liggi fyrir sem það sennilegasta á nk. kjörtímabili.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2016 kl. 11:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning