Draumórakennd sýn stjörnufræðinga, vísindamanna og ofsa auðugs einstaklings - að senda örlitla geimkanna til Alpha Centauri

Það sem vekur áhuga á þessu - er hverjir tengjast þessari hugmynd, sem á að hafa 100 milljón Dollara fjármögnun, til að hanna "prove of concept." Þ.e. Stephen Hawking - hinn heimsþekkta stjörnufræðing, og Mark Zuckerberg - stofnanda FaceBook, ásamt rússneska milljarðamæringnum -- Yuri Milner.

A Visionary Project Aims for Alpha Centauri, a Star 4.37 Light-Years Away

Billionaire Yuri Milner bids another $100 million to explore the cosmos

Nanocraft to launch tiny trek to the stars

Það er í sjálfu sér ekkert rangt við þá grunnhugmynd.
Að nota sólar-segl til þess að knýja örlitla geymkanna.
Og beita öflugum laser til þess - að gefa meiri orku í seglið en Sólin getur veitt.

Eigum við ekki að segja - að það sé mjög vafasamt að kannar á stærð við -farsíma- geti lifað af 20-ára langa ferð til Alpha Centauri á 20% af ljóshraða.
Vegalengd upp á 4,37 ljósár -- þó að geymryk hafi ekki mikla þéttni, þá mundi árekstur við eitt slíkt á stærð við rykkorn vera yfrið nóg á slíkum hraða, til að eyðileggja kannann.
Hann þyrfti líklega að hafa -- skjöld úr sterku efni, þá auðvitað er heildar dæmið töluvert stærra og massameira en farsími.
Síðan er það spurning um það, hvernig kanni á stærð við farsíma á að geta sent ljósmyndir til baka til Jarðar -- alla þessa leið? En það má leiða að líkum, að þá þurfi sendirinn að vera verulega mikið öflugari en farsímasendir og því þurfa miklu meiri orku og mjög sennilega að auki verulega meira umfang.

 

Ég mundi fókusa á miklu metnaðarminni hugmynd - þ.e. að senda örlitla geymkanna til að kanna staði innan Sólkerfisins!

En þ.e. fullt af ókönnuðum stöðum enn þann dag í dag, sérstaklega þeim af smærri gerðinni t.d. í smástyrnabeltinu, en einnig þeim sem eru utarlega í Sólkerfinu - sérstaklega utan við braut Plútó.

  1. Það gæti verið mjög hentug aðferð, að beita -- sólarsegli.
  2. Og öflugum laser!

En tæknilega þarfnast sú aðferð - einskis eldsneytis.
Ég mundi hafa laserinn frekar á uppi í geymnum, knúinn af sólarhlöðum eða þá að beita þeirri aðferð að safna sólarljósi með geymspeglum og fókusa það síðan.

  1. Kosturinn við þá aðferð er sú.
  2. Að þ.e. unnt að byrja smátt - en síðan bæta stöðugt við annaðhvort speglum eða sólarhlöðum, og þannig auka smám saman orkuna í kerfinu og því kraftinn.
  3. Það væri unnt að fókusa fyrst í stað á könnun smástyrnabeltisins sem þarfnast ekki nærri eins mikillar orku, og að senda kanna -- lengra í burtu. En það væri gagnlegt til undirbúnings þess, að hefja námurekstur í smástyrnabeltinu.
  4. Þá getur fyrsta útgáfa kerfisins, farið tiltölulega fljótlega -- að borga kostnaðinn til baka --> Sem skapar forsendu þá þess að halda áfram að auka við laser kerfið, þ.e. auka kraftinn í því - en námurekstur sá ætti að geta skapað forsendur þess því hann hefur möguleika til að skila tekjum.
  5. En ég er þeirrar skoðunar, að uppbygging mannsins í geymnum verði að fylgja útvíkkun hagkerfis mannsins út í geyminn sjálfan -- en e-h þarf að borga fyrir uppbyggingu þess umfangs mikla kerfis, sem á endanum hefði næga orku til að senda geymkanna til Alpha Centauri.

En slík stækkun - skref fyrir skref, eftir því sem efnahagsleg umsvif manna mundu aukast.
Gæti tekið áratugi að skila kerfi er hefði þá orku sem til þyrfti.
En ég sé enga ástæðu fyrir því, að slík skref fyrir skref nálgun, mundi ekki gera það fyrir rest.

Og auðvitað samhliða þeirri þróun - mundi tæknin í smíði geymkanna fleygja fram.
Og hver veit -- eftir 2050 gæti verið hægt að smíða geymkanna sem væri tæknilega mögulegt að gætu haft það af alla leið til Alpha Centauri.

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss að mannkyn mun á þessari öld senda róbótísk för til annarra sólkerfa. Ferðin síðan tekur áratugi -- þannig að öll mundu ekki ná á leiðarenda áður en öldin væri á enda.
Og vænleg leið til þess virðist mér að byggja upp smám saman öflugt kerfi lasera sem staðsettir væru í geymnum, þeir þyrftu ekki allir að vera á braut við Jörð. Tæknilega unnt að hafa einn á braut við Mars -- t.d. ekki síður en nærri Jörð. Og þannig senda för fram og aftur án eldsneytis-notkunar.

Þ.s. ég sé við slíkt kerfi - er einmitt sá mikli langtíma sparnaður að sleppa eldsneytisnotkun til ferða innan Sólkerfisins, alfarið.

Í fjarlægri framtíð - gæti slíkt laserkerfi náð að verða svo öflugt, að unnt væri að senda með því - mönnuð för til Alpha Centauri og víðar. Ef maður gerir ráð fyrir því að það alltaf haldi áfram að stækka, ár frá ári - áratug frá áratug.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband