Mér virðist fátt benda til þess að ríkisstjórnin verði hrakin frá fyrir haustið

Samkvæmt fréttum virðist hafa fækkað mjög í mótmælum á Austurvelli - :Fámennustu mótmælin til þessa. En forsenda þess að ríkisstjórnin væri hrakin frá skv. kröfunni um -kosningar strax- var að sjálfsögðu sú, að mótmælin héldust fjölmenn og að mótmælendur hefðu þrautseigju til að viðhalda því fjölmenni nægilega lengi.

  1. Ef sú stemming sem myndaðist í þjóðfélaginu í sl. viku - endist ekki.
  2. Þá verður það einnig erfitt fyrir stjórnarandstöðu - að viðhalda málþófi.

Höfum í huga að þegar leitast er við að hrekja ríkistjórn frá þrátt fyrir traustan meirihluta.
Þá má líkja því við að - þreyta spriklandi fisk.
Til þess þarf úthald þeirra sem vilja stjórnina frá - að vera meira en þeirra er standa henni að baki.
Til þess að fella stjórnir með slíkum hætti - gjarnan þarf taugastríð að standa yfir um töluverðan tíma.

 

Sennilega hefur ríkisstjórnin og Sigmundur Davíð nú gert nægilega mikið til þess að svæfa smám saman mótmælabylgjuna!

Skv. nýjustu fréttum, hefur SDG ákveðið að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum á þingi: Sigmundur Davíð farinn í ótímabundið leyfi./ Ætlar að ferðast um landið og ræða við fólk.

  1. Ég er samt ekki alveg viss að snjallt sé hjá honum - að halda áfram að vekja á sér athygli, en hann segist ætla að ferðast um landið og ræða við almenning.
  2. Gæti verið betra að láta lítið fyrir sér fara í a.m.k. nokkrar vikur, kannski jafnvel - sumarlangt. Eða þangað til a.m.k. að öll mótmæli hafa dáið út - mál með kyrrjum kjörum.

Skv. fréttum hafa 3-þingmenn Framsóknarflokksins óskað þess að SDG dragi sig í hlé: Þingmenn vilja lítið tjá sig um skoðun Karls.

  • Ég held að það væri rétt ákvörðun hjá SDG -- að hætta þingmennsku!

Hann getur síðan komið aftur, eftir að kosið hefur verið að nýju.
Endurnýjað umboð kjósenda m.ö.o.

  1. Fátt bendir til þess að SDG hafi gert e-h ólöglegt, eða misnotað aðstöðu sína sér til hagsbótar.
  2. Heldur sé um að ræða ákveðin dómgreindarbrest, að hafa ekki áttað sig á því hversu eitrað það væri pólitískt að hans fjölskylda væri eigandi að fé varðveitt í skattaskjóli.
    Síðan virtist hann segja ósatt í viðtali við erlendan fjölmiðil.
  3. Þetta flokkast undir -pólitíska ábyrgð- þ.s. eftir allt saman líklega gerði hann ekkert ólöglegt.

Þess vegna auðvitað - getur hann snúið aftur.

Eins og fram kom í sl. viku - ætlar ríkisstjórnin að kjósa einhverntíma væntanlega nk. haust, eða eins og sagt er -- kjörtímabil stytt um eitt þing.
Sem væntanlega þíðir að eftir að Alþingi fer í frý nk. sumar - kemur það ekki aftur saman fyrr en eftir kosningar.

Það hefur þó verið látið í veðri vaka, að það geti verið að þau þingslit geti dregist á langinn, ef málþóf viðhelst.

  1. En líklega getur stjórnarandstaðan ekki viðhaldið málþófi, ef mótmæli deyja niður.
  2. Því ef stemmingin að hrekja stjórnina frá - deyr niður. Gæti málþófið algerlega snúist í höndunum á þeim - og farið að skapa óánægju í samfélaginu.

En ríkisstjórnin -- vinnur taugastríðið með því að virðast, sanngjörn.
Og með því að -- virðast taka tillit til óánægju radda.

Ríkisstjórnir hvers tíma geta aldrei gert alla ánægða.
Heldur snýst þetta um - að óánægjan verði ekki of útbreidd.

Ef þegar ríkisstjórnin virðist sanngjörn - og koma til móts við eðlilegar kröfur.
Þá þurfa stjórnarandstæðingar að gæta þess að fá ekki á sig -- þann stimpil að vera ósanngjarnir og ósveigjanlegir.

 

Niðurstaða

Mér virðist ríkisstjórnin sennilega þegar búin að vinna sigur í taugastríðinu við stjórnarandstöðuna og þá sem vildu koma henni frá.
Fyrirfram að sjálfsögðu var það ekki ljóst.



Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað á að hafast upp úr því að "hrekja" ríkisstjórnina frá?

Þetta sem þú nefnir pólitíska ábyrgð, er bara "múgæsingur" ... ekki hjá þér, heldur meðal almennings.

Íslendingar, eru að þessu leiti "bananlýðveldi" eins og margir hafa komist að orði.  Og sannleikurinn er sá, að það eru ekki bara Íslendingar, heldur mjög ríkt meðal norðurlandanna í heild sinni. Það er svo "leiðinlegt" á þessum krummaskuðum, að allir hlaupa upp við minstu kviðu frá Gróu á Leiti. Einhver "vangefinn" kerlingartík ... liggur á glugganum, gægjist á nágrannana ... og "ælir" út úr sér, hvaða þvaðri sem er, sem almenningur gleypir.  Ganga svo um, skríkjandi eins og gaggandi hænur ... með enga hugsum um hvað olli þessu, né heldur hverjar afleiðingarnar geta orðið.

Í 50 ár, hafa lönd 3 heims ríkja verið byggð upp ... fyrir peninga, sem fólk gat sett á reikninga þar erlendis.  Sem kölluðust ýmsum nöfnum, meðal annars "þróunarsjóðir".  Slíkt hefði aldrei verið hægt ... annars.

Og síðan er það bara helvítis kjaftæði, að það hafi ekki verið greiddur skattur af fjárhæðunum ... skatturinn var greiddur í gegnum ótölulega virðisaukaskatta og skyldur, og skuldir ... á þessum heimsfrægu skatta pyntingarveldur ... norðurlöndunum.  Þar sem fólk greiðir meir en 50% af arði sínum, í pyngju kóngsins.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband