Stríðið við það að aftur fara í fullan gang í Sýrlandi

Áhugaverð orð komu fram í rússneskum fjölmiðlum höfð eftir forsætisráðherra Sýrlands.

""We, together with our Russian partners, are preparing for an operation to liberate Aleppo and to block all illegal armed groups which have not joined or [which have] broken the ceasefire deal," Wael Halaki said Sunday, as cited by TASS and Interfax."

"Dmitry Sablin, a member of Russia's upper house of parliament...told RIA news agency "Russian aviation will help the Syrian army's ground offensive operation"."

Syria prepares op to liberate Aleppo, Russia to assist

Syrian PM says new Aleppo attack planned; opposition says truce near collapse

Ef þetta er rétt, þá er stríðið við það að fara í fullan gang að nýju.
Og friðarumleitanir sem menn voru að vonast eftir að hæfust fyrir alvöru - við það að fara fullkomlega í vaskinn.

Eins og ég benti á sl. föstudag <--> Þá getur verið í býgerð bandalag Ísraels og Tyrklands!

Stefnir í bandalag Tyrklands og Ísraels?

  1. Tímasetning viðræðna Tyrkja og Ísraela -- er þá virkilega fín, ef úr í þ.e. farið, ef stríðið er við það að aftur fara í fullan gang.
  2. En eftir að hafa fylgst með Mið-austurlöndum í a.m.k. 25 ár, þá tel ég mig þekkja sögu átaka þar nokkuð vel - betur en a.m.k. margir. Og því fær um að lesa sæmilega í sennilega rás atburða.
  3. Og mér virðist líklegt --- að Ísraelar sjái rás atburða innan Sýrlands. Sem mjög mikla ógn við Ísrael.
  4. Og það sama eigi við að Tyrkir líti svipað á Sýrland - að þróunin þar sé vaxandi ógn við Tyrkland.

 

Ef átökin hefjast aftur af fullum þunga innan Sýrlands -- þá tel ég augljóst að hættan á því að þetta þróist í að verða "svæðis-stríð" eða "regional war" sé mjög mikil!

Það sem menn þurfa að taka eftir --- eru vaxandi áhrif Hezbollah.
En þ.e. án vafa - lykilógn í augum Ísraela.

  1. En síðan 2013, hafa áhrif Hezbollah innan Sýrlands farið hratt vaxandi.
  2. Virðist stefna í nærri sömu stöðu Hezbollah innan Sýrlands, og þau samtök hafa innan Lýbanon -- þ.e. ríki í ríkinu staða, og með eigin herafla.
  3. Mjög sennilega er Hezbollah þegar a.m.k. svipað sterkt hernaðarlega og herafli hers Assad stjórnarinnar -- Hezbollah virðist ráða nær alfarið svæðum nærri landamærum við Lýbanon og hefur verið að hreinsa Súnní Múslima þaðan, gera þau svæði alfarið Shia svæði.
  4. Síðan í allri átakasyrpunni síðan Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi -- þá hafa sveitir Hezbollah barist með sveitum Assad stjórnarinnar - þannig að unnir hernaðarsigrar virðast hafa a.m.k. ekki síður hafa verið sigrar Hezbollah.
    Að sjálfsögðu þíða þá þeir sigrar -- það samtímis, að styrkur Hezbollah og þar með áhrif, vaxa enn.

Það getur því orðið gríðarlega forvitnilegt að fylgjast með her Ísraels.
Alls ekki síður en með - her Tyrklands.

  • En mér dettur ekki í hug að Ísrael ráðist inn fyrir landamæri Sýrlands.
  • En Ísraels her gæti ráðist inn í Lýbanon -- til þess að þannig beita sveitir Hezbollah þrýstingi --> Neyða Hezbollah að færa lið frá Sýrlandi til Lýbanons.
  • Um svipað leiti - gæti Tyrkland + Saudi Arabía og ásamt flóa Aröbum --- aukið mjög hernaðaraðstoð við sveitir svokallaðra, uppreisnarmanna.

Síðan að auki -- væri bein hernaðar íhlutun möguleiki.

 

Síðan segir Reuters frá því, að uppreisnarmenn séu í framrás sunnan við Aleppo - væntanlega "grunar mig" til að styrkja sína víglínu í undirbúningi fyrir að verjast væntanlegri árás!

Aleppo er ekki umkringd - eins og ranglega hefur af sumum verið haldið fram.
Þ.s. sókn stjórnarhers og Hezbollah í vetur náði fram, var að loka á flutningaleiðir uppreisnarmanna til Tyrklands.
En uppreisnarmenn ráða enn svæðum vestan megin við Aleppo, og hafa því tengingar við borgina þeim megin frá.

 

Niðurstaða

Ég hef sagt það síðan Pútín hóf afskipti af átökum innan Sýrlands - að líklegasta útkoma þeirrar innkomu - væri; að auka líkur á því að þau átök breiðist frekar út.
En það sem margir kjósa að leiða hjá sér -- með því að smætta átökin niður í átök Assad stjórnarinnar við "hryðjuverkaöfl" --> Er að átökin síðan 2013 a.m.k. markast af stærri átakalínum innan Mið-austurlanda, þ.e. átök Írana við nokkur mikilvæg ríki Araba.
Þau átök snúist um það klassíska <--> Völd og áhrifasvæði.

  • Eins og margir hafa bent á, þá að mörgu leiti setti innrás Bush stjórnarinnar Mið-austurlönd á annan endann, en á sama tíma misskilja margir hvernig.

En fall Saddams Hussain - styrkti Íran gríðarlega, þ.e. Íran missti hættulegan óvin - öflugur óvinaher hvarf, og í staðinn varð Írak vinveitt ríki - stjórnarherinn þar vinveittur Íran.
Þannig að allt í einu, hafði Íran sér vinveittar stjórnir bæði í Írak og Sýrlandi, ásamt því að ráða mjög miklu í Lýbanon í gegnum bandamanna sinn - Hezbollah.

Síðan þá, hafa Saudi Arabía + Flóa Arabar sem hafa samfellt síðan Íran/íraks stríðinu 1980-1988, verið í átökum við Íran.
Leitað fanga um að -- veikja valdastöðu Írans.
Og það tækifæri virtist þeim hafa fallið þeim í hendur - er borgaraátök hófust með innanlands uppreisn innan Sýrlands, 2011.

Og Saudar og flóa Arabar voru ekki seinir að hefja víðtæk afskipti af þeim átökum.
Íran eðlilega sá þau afskipti sem ógn við Íran -- og sendi 2013 Hezbollah til Sýrlands.

  • Frá 2013 hafa því stríðsátök þróast yfir í proxy stríð milli þessara valdablokka innan Mið-austurlanda.

Innkoma Rússlands -- hefur raskað þeirri mynd.
En mig grunar að -- lönd andstæð vaxandi áhrifum Írans, séu líkleg að vera að undirbúa mótleiki.

  • Þess vegna er mjög áhugavert að Tyrkland og Ísrael virðast alveg við það að ná fullum sáttum -- og líkleg að hefja hernaðar-samvinnu herafla beggja landa að nýju.

En bæði löndin séu sennilega með þá afstöðu -- að núverandi rás atburða innan Sýrlands, sé ógn við sig. Sem þíði að orðatiltækið "enemy of my enemy is my friend" geti að fullu átt við.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Engin ástæða að taka mark á fullyrðingum þessara vefja.
Síðan hafa Rússar ekki flutt her sinn burt frá Sýrlandi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2016 kl. 01:28

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, ég sé ekki að þessir aðilar hafi nokkuð í höndunum annað en það að benda á þá staðreynd -- sem allir hafa lengi vitað, að Vesturlönd senda vopn til uppreisnarmanna í Sýrlandi.

    • Þetta með meinta Al-qaeda tengingu -- er þeirra fullyrðing.

    Á slíkri fullyrðingu er ekkert á byggjandi.
    En þeir hafa ekkert fyrir sér með það, að e-h tiltekið magna vopna lendi alltaf hjá al-Qaeda, þó það hafi einhverju sinni gerst -- þá sé ég hvergi í þessum hlekkjum nokkur gögn þeirri fullyrðingu til staðfestingar.

    M.ö.o. sé ekkert nýtt í þessu.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 11.4.2016 kl. 22:24

    3 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Ekkert af þesu skiftir máli.

    Nú er verið að efna niður í samsæriskenningu Nr2 sem ég sendi þér einu sinni.

    Nú er Al Nusra og önnur hryðjuverkasamtök sem ég man ekki nafnið á í bili, búin að safna saman 10-15.000 manna her fyrir ytan Aleppo.

    Þegar liðsafnaði þeirra líkur munu um 30-50% þessara samtaka vera saman komin á litlu svæði með meira en helming vopna samtakanna.

    Að liðsöfnunn þeirra lokinni munum við fá stæðstu flugeldasýningu sem við verðum nokkru sinni vitni að.

    Aðeins heimstyrjöld yrði stærri.

    .

    Ég spái að það byrji með meira en 100 stýriflaugum sem verða sendar á valin skotmörk. Á Miðjarðarhafinu rétt hjá liggja tveir kafbátar og tvö stór herskip með um 280 stýriflaugar

    Strax í kjölfarið sjáum við SU 34 og SU 35 vélarnar bombardera svæðin á milli sprengigíganna og mynda svæðið í leiðinni.

    Þriðja hryna verða langdrægar sprengjuflugvélar sem dæla hundruðum tonna af thermo baric sprengjum yfir svæðið eftir hnitum sem SU #% vélarnar afla. Þessar myndir verða sendar í sprengjuvélarnar á leiðinni svo þær geti hafið aðgerðir strax í kjölfar SU vélanna.

    Restin verður svo tínd upp með SU vélunum og  MI 28 og KA 52 árásarþyrlurnar hirða svo upp þá sem reyna að flýja af svæðinu.Þær eru kjörnar til þess.

    .

    Þegar jörðin hefur storknað aftur eftir tvo daga eða svo ,fer Sýrlenski herinn svo inn og hreinsar upp ógeðið sem eftir verður meðan það er eð reyna að átta sig á hvað hryðjuverkasamtökin þeirra heita.

    Al Nusra er úr sögunni í bili allavega og Sýrlenski herinn getur einbeitt sér að mestu að ISIS. Það mun taka Bandaríkjamenn nokkurn tíma að koma nýjum vopnum til hriðjuverkasamtakanna,þeir eru oft dálítið svifaseinir

    .

    Við þessa sjón munu "Moderate" hryðjuveerkamenn að mestu missa löngun til að berjast og einbeita sér að því að semja af heilindum við Sýrlensk stjórnvöld.

    .

    Bæði Al Nusra og ISIS eru í raun búin að vera nú þegar,en markmið Putins  hefur aldrei verið að sigra þessi samtök ,heldur að útrýma þeim.

    Mér sýnist að það sé að koma slíkt tækifæri upp í hendurnar á honum hvað Al Nusra varðar, þegar samtökin gera þau stórfelldu mistök að safnast saman á litlu svæði.

    Hafa verður í huga að þessi samtök eru ekki friðuð samkvæmt vopnahléssamkomulaginu svo Rússar geta sprengt þau að villd.

    Borgþór Jónsson, 12.4.2016 kl. 01:56

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 5
    • Sl. viku: 35
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 34
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband