Stefnir í bandalag Tyrklands og Ísraels?

Ég geri ráð fyrir því að fólk þekki -- "enemy of my enemy is my friend" -- orðatiltækið.
En Ísrael hefur í mörg ár litið á Íran sem sinn óvin - ekki síst vegna stuðnings Írans við Hezbollah samtökin í Lýbanon sem Ísrael fjandskapast mjög við, og er sá fjandskapur gagnkvæmur.
Það sem er að gerast í seinni tíð - mað skamm eða langtíma bandalagi Rússlands og Írans, varðandi málefni Sýrlands -- er að stuðningur Rússlands hefur þau áhrif að hvort tveggja staða Írans og staða Hezbollah styrkist frekar!

  • Þá kemur þetta gamla orðatiltæki til sögunnar <--> En ég held að slík hugsun sé sennilega nú að baki sáttum sem eru að verða milli Ísraels og Tyrklands; sem líklega leiðir til þess að þessi lönd taka upp sína fyrri - hernaðarsamvinnu.
  • Að auki, þá hefur Ísrael lengi vantað kaupanda fyrir gas frá svokallaðri "Leviathan" gaslynd, undan strönd Ísraels -- sem fram að þessu hefur ekki verið þróuð því hún er alltof stór fyrir Ísrael; magnið af gasi þar krefst stórs erlends kaupanda.
    *Þá kemur Tyrkland til sögunnar, Tyrkir sjá þá fram á að geta kúplað Rússlandi burt sem seljenda á gasi - Ísrael þá kemur í staðinn.

Israel and Turkey close to restoring ties

http://www.iiss.org/~/media/Images/Publications/Strategic%20Comments/Eastern-Mediterranean-gas-fields-630x385.gif

Ég sé fyrir mér hugsanlegt bandalag - Tyrklands, Saudi Arabíu, Flóa Araba + Ísraels - gegn Rússlandi, Íran og Sýrlandi

Ég skal ekki segja að það sé alveg öruggt -- a.m.k. er það öruggt að Tyrkland og Ísrael planleggja umfangsmikil viðskipti á náttúrulegu gasi.
Og að á sama tíma þá stendur til að endurreisa fyrri hernaðar-samvinnu.

Á hinn bóginn efa ég stórfellt að efling Írans og Hezbollah - og innkoma Rússlands inn í málefni Sýrlands; sé þessum sáttum Tyrklands og Írans óviðkomandi.

Ísrael hefur þegar haft um einhverja hríð - takmarkaða samvinnu við Saudi Arabíu og flóa Araba - á sviði barátta leyniþjónusta landanna við flugumenn Írana og Hezbollah; en enga svo vitað sé til - beina hernaðarsamvinnu.

Það hafa verið vaxandi skeytasendingar og tíðar opinberar heimsóknir milli Saudi Arabíu og Tyrklands sl. 6-12 mánuði. Og umræða um hugsanlegar sameiginlegar aðgerðir.

  • Þarna virðist blasa við -- ákveðið "synergy".
    Það er, að aðilarnir séu sammála a.m.k. um nokkur mikilvæg atriði.

Ísrael hefur áður skipt sér af borgaraátökum í Mið-austurlöndum, sbr. löng afskipti Ísraels af borgaraátökum innan Lýbanons á 9. áratugnum.
Mér virðist blasa við sá möguleiki -- að allir þessi aðilar geti orðið sammála um, að vaxandi áhrif Írans og Hezbollah - og aðstoð Rússa við Írana og Hezbollah, sé það vaxandi ógn fyrir sameiginlega hagsmuni þessara landa.
Að það kalli á raunverulega samvinnu þeirra!

  1. Hvað það mundi þíða síðar meir -- skal ég ekki fullyrða.
  2. En ef ísraelskur her kemur inn í myndina -- þá auðvitað breytist hernaðarstaðan verulega, þegar Tyrkir og Saudar eru að velta fyrir sér --> Hver þeirra næsti leikur skal vera.

En Ísrael gæti alveg ráðist fram gegn Hezbollah frá sinni hlið!
Á sama tíma og Saudi Arabía + Tyrkland hæfu aðgerðir úr hinni áttinni.

  • Hezbollah yrði þá að draga lið sitt að verulegu leiti til baka frá Sýrlandi, til að verjast ásælni Ísraela.
  • Sem gæfi Tyrkjum tækifæri - þegar staða Assads og Írans innan Sýrlands þannig veiktist, til að senda uppreisnarmönnum meira af vopnum - jafnvel að það geti komið til greina að bæði löndin sendi einhverjar liðssveitir til svæða innan Sýrlands, sem ekki eru undir stjórn Sýrlandshers eða Hezbollah.

Slíkar aðgerðir þó væntanlega bíða eftir því að núverandi tilraunir til samninga innan Sýrlands - fari út um þúfur.

 

Niðurstaða

Ísrael hefur ekki enn sem komið er fjandskapast með beinum hætti gagnvart Pútín. Á hinn bóginn hefur Pútín algerlega skellt skollaeyrum við tilmælum Ísraela - um að Ísraelar geti haft yfirflugs rétt um lofthelgi Sýrlands þar sem Hezbollah ráði á landi.
Það getur vart annað verið en að öflugt rússn. eldflaugakerfi sé einnig Ísrael þyrnir í augum - en tæknilega kvá það kerfi geta miðað á flugvélar alla leið yfir Tel Aviv.

Dyplómatískar tilraunir Ísraels hafa algerlega mistekist -- sem getur hugsanlega leitt til þess að Ísrael íhugi í alvöru að grípa til aðgerða til að tryggja þ.s. Ísrael metur sína hagsmuni -- þ.e. ekki síst að draga úr áhrifum Hezbollah og hernaðarmætti þeirra samtaka.

Samvinna Rússlands við Íran innan Sýrlands, og augljós samvinna Rússa nú við Hezbollah -- geti verið að ýta Ísrael í átt að samvinnu við Tyrkland og Saudi Arabíu ásamt Flóa Aröbum.
Þannig að hugsanlega sé -óformlegt- bandalag á leiðinni.
Þ.e. að ólíklegt sé að það mundi verða formlega kynnt út á við.

En löndin gætu samt tekið upp nána hernaðarsamvinnu - til að stuðla að veikingu áhrifa Írans og Hezbollah innan Sýrlands. Sem mundi væntanlega einnig kalla á það - að löndin mundu beita sé gegn núverandi bandalagi Írans við Rússland.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband