31.3.2016 | 00:30
Mér virðist Svanur Kristjánsson ganga of langt er hann heldur því blákalt fram að forseti Íslands hafi vald til að hundsa sjálfa grunnregluna um þingræði
Ég átti áhugavert tal við Svan á Facebook í gær, get notað beinar tilvitnanir úr því:
En hann heldur því blákalt fram að forseti geti rekið sitjandi forsætisráðherra - burtséð frá þeirri staðreynd hvort hann njóti enn stuðnings Alþingis.
Sjá einnig á vef Eyjunnar: Stjórnmálafræðiprófessor segir forsetann eiga að mynda nýja ríkisstjórn vegna skattaskjólsmálanna
"Svanur Kristjánsson --> 1. Forsetinn kallar saman ríkisráðsfund á Bessastöðum og skipar nýjan forsætisráðherra. 2. Nýr forsætisráðherra undirritar ásamt forseta lausnarbréf burtrekins forsætisráðherra. 3. Nýr forsætisráðherra undirritar ásamt forseta bréf um þingrof. 4. Nýjar alþingiskosningar eru haldnar. Þessi möguleiki var rakinn á Alþingi í umræðum um lýðveldisstjórnarskránna 1943-1944 - eins og þeir fræðimenn vita sem nenna að vinna vinnuna sína."
Þegar ég benti honum á - að þetta væri gegn þingræðisreglu, þannig að líklega mundi forsætisráðherra meta það svo, að forseti hefði ekki til þessa - vald skv. ákvæðum stjórnarskrár, og hafna því að hann hefði verið rekinn - þannig að forsætisráðherra í slíku tilviki mundi starfa áfram eins og ekkert hefði í skorist, sem og sá þingmeirihluti sem hann væri með -- sá meirihluti mundi sennilega einnig hafna þingrofsbréfi forseta í slíku tilviki, og að auki sennilega neita -meintum ný skipuðum forsætisráðherra- um heimild til að lesa það í þingsal, þ.s. það væri ekki í samræmi við stjórnarskrána.
"Svanur Kristjánsson - Burtrekni forsætisráðherrann þarf ekki að samþykkja eitt eða neitt. Nýji forsætisráðherrann undirriitar lausnarbréf hins burtreikna ásamt forseta. Kristján Eldjárn samþykkti beiðni forsætisráðherra um þingrof árið 1974 án þess að kanna hvort þingmeirihluti væri fyrir þingrofi."
Þarna er hann að vísa til svokallaðs -þingrofsmáls- þegar starfandi forsætisráðherra stóð frammi fyrir því, að samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn - var búinn að semja við Sjálfstæðisflokkinn að þeir báðir mundu styðja vantraust sem þingmenn Alþýðuflokks mundu leggja fram.
Á hinn bóginn -- meðan að Alþingi hefur ekki enn kosið um vantraust.
Þá er forsætisráðherra enn -- sitjandi forsætisráðherra.
- Ég lít því ekki á þessi tilvik sem Svanur talar um -- sem sambærileg.
- Þ.s. að beiðni forsætisráðherra um þingrofsbréf -- þegar vantraust hefur ekki enn verið samþykkt á hann af þinginu.
- Sé þá ekki -- brot á þingræðisreglu.
- En það sé algerlega enginn vafi á, að sú hugmynd Svans -- að forseti geti rekið forsætisráðherra, sem enn hefur traustan þingmeirihluta - og það eru litlar líkur á að sá meirihluti bili, að vantraust m.ö.o. verði samþykkt.
--Standist ekki þingræðisreglu.--
Hann geti m.ö.o. ekki notað - þingrofsmálið, því til stuðnings að forseti hafi vald sem hann heldur fram blákalt - að reka forsætisráðherra sem enn nýtur fullt trausts þingsins og fátt bendi til að sé líklegur að fá á sig samþykkt vantraust.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
"1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn."
Ég get ekki séð betur en að fullyrðing hans, sé gegn fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar.
En það hefur alltaf verið skilið með þeim hætti - að forsætisráðherra sérhver sitji í skjóli þingsins.
Það væri augljóst brot á -1. gr.- ef forseti reyndi að reka forsætisráðherra sem hefði enn fullan stuðning þingsins.
- En þú ert annað af tvennu, með -þingræði- eða ekki.
- Ef forseti getur rekið forsætisráðherra, sem hefur starfandi þingmeirihluta - gegn vilja þess forsætisráðherra og einnig gegn vilja starfandi þingmeirihluta --> Þá er ekki þingræði, heldur - forsetaræði.
Hvernig á þá að útskýra merkingu -1.gr.- stjórnarskrárinnar?
Svo er auðvitað rétt að nefna:
"13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."
Sem hefur verið skilin með þeim hætti - alveg frá upphafi lýðveldisins - að það sé ákvörðun forsætisráðherra, en ekki forseta, að rjúfa þing.
En annað fyrirkomulag - væri afar erfitt að samræma því yfirfyrirkomulagi, að búa við þingræði.
Niðurstaða
Mig grunar að óbeit Svans á núverandi stjórnarflokkum sé slík að honum sé farið að förlast sýnin á hvað sé líklega eðlileg túlkun á valdi forseta og því hvernig þingræðið virkar á Íslandi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Réttara er að líta á skipun utanþingsstsjórnarinnar 1942 sem hliðstæðu. Þá sat Ólafur Thors til bráðabirgða í minnihlutastjórn sem eftir seinni kosningarnar þetta ár hafði ekki þingmeirihluta og ekki tókst að mynda þingræðisstjórn.
Sveinn skipaði því sjálfur utanþingsstjórn án aðkomu þingsins á þeim forsendum að þingið gat ekki komið sér saman um stjórn, enda liðu tvö ár sem þetta einstæða ástand varði.
Utanþingsstjórnin var mynduð með því fororði að jafnskjótt og þingið gæti myndað stjórn, sem varin væri vantrausti, myndi utanþingsstjórnin víkja, þ.e. að þingræðið væri í raun virkt, þótt það lægi í dái.
Svipuð staða gæti komið aftur upp í íslenskum stjórnmálum, þ. e. að þrátt fyrir að stjórnarskráin gerði ráð fyrir þingræði, yrði að mynda utanþingsstjórn ef þinginu væri um megn að nota vald sitt.
Ómar Ragnarsson, 31.3.2016 kl. 08:47
Ómar, 1942 var Ísland EKKI orðið lýðveldi og engin stjórnarskrá til fyrir landið.
Jóhann Elíasson, 31.3.2016 kl. 08:53
Gott og vel Ómar, forseti getur látið mynda utanþingsstjórn ef stjórnarmyndun gengur mjög erfiðlega að afloknum kosningum - ég sé þó ekki að forseta sé heimilt eins og Svanur leggur til að reka ríkisstjórn sem hefur traustan meirihluta og virðist ekki líkleg að tapa þeim meirihluta -- en ef hún félli einhverra hluta vegna á þinginu, og allt væri í háa lofti innan þingsins þannig að engin vildi mynda nýja stjórn til að klára þingið; þá gæti forseti gripið til utanþingsstjórnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.3.2016 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning