Ótrúlegar fjárhagslegar stærðir innan kínverska hagkerfisins

Sá þessa umfjöllun á vef Financial Times, um að ræða blogg færslu Martin Wolf: China’s future challenge for the world economy. Áhugaverð grein - verð aflestrar, fyrir þá sem eiga virkt logg á Ft.com.

En það sem vakti mesta athygli mína - er þegar hann fór að tæpa á þeim ógnarstærðum sem finna má innan kínverska hagkerfisins.
Þá meina ég - það fjármagn sem flæðir innan þess!

  1. "China’s gross annual savings were about $5.2tn in 2015, against $3.4tn in the US."
  2. "...its stock of “broad money”,...was $15.3tn at the end of last year..."
  3. "...the total gross stock of credit in the economy was about $30tn."
  • "...foreign-currency reserves (China) as large as $3.2tn..."

Til samanburðar er rétt að hafa í huga:

  1. Þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna 2013, "16,99 trillion PPP Dollars."
  2. Þjóðarframleiðsla Kína 2013, 16,08 trillion PPP Dollars."

Það þíðir m.ö.o.:

  1. Heildarsparnaður er þá ca. 32% af umfangi kínv. hagkerfisins 2013.
  2. Heildarpeningamagn er þá ca. 95% af umfangi kínv. hagkerfisins 2013.
  3. Heildarskuldir eru þá ca. 1,87 föld þjóðarframleiðsla Kína 2013.


Það sem menn eru að pæla, er hvað gerist ef Kína opnar sitt peningakerfi!

Það sem Martin Wolf er að segja er, að miðað við umfang peningalegra stærða - þá gæti það skapað mikla röskun í peningakerfi heimsins.
Megnið af þessum skuldum innan Kína - eru skuldir einkafyrirtækja og opinberra aðila innan Kína, annarra en kínverska ríkisins sjálfs.
Og þær hafa verið í mjög hröðum vexti sl. áratug.

  1. En Martin Wolf er að segja, að magn peninga sem mundi vilja fara frá Kína, þrátt fyrir að Kína hafi stærsta gjaldeyrisvarasjóð í heimi.
  2. Geti samt sem áður numið margföldum þeim gjaldeyrissjóði.
  • Rökrétt afleiðing þess -- væri akkúrat sú sama og hefur blasað við pínulitla Íslandi eftir hrun --> Þ.e. að losun hafta skapi mikið gengishrap.
  • Það mundi auðvitað þíða, þ.s. þetta er risahagkerfið Kína en ekki dvergríkið Ísland, að þegar það sama gerist að innflutningur skreppur saman og það mikið í Kína eins og ef það sama mundi gerast fyrir Ísland, og samtímis þá verður samkeppnisfærni útflutningsatvinnuvega verulega betri en nú er.
  • Þá stórfellt batnar viðskiptajöfnuður Kína - þ.e. hagnaður af utanríkisviðskiptum Kína.

En gríðarlegur viðskipta-afgangur, mundi rökrétt þurfa til að fjármagna það útstreymi peninga sem mundi áfram vilja leita annað.

  1. En ytri áhrif slíkrar atburðarásar væru:
    Öll hagkerfi sem eru háð því að selja hrávöru til Kína, eða háð sölu á öðru varningi til Kína, lenda tafarlaust í hyldjúpri kreppu.
    Það gæti orðið verulega víðtæk kreppa, vegna þess hve mörg lönd í heiminum í dag - eru háð Kína markaði.
  2. Á sama tíma, mundi verðlag kínv. útfl. afurða - verða verulega hagstæðara en þ.e. þó í dag, og þar með samkeppnis-staða landa sem keppa beint við kínverskan útflutning -- raskast verulega.
  • Það þarf varla að taka fram -- að líklega mundu önnur lönd bregðast harkalega við.
  1. Þessar peningasummur sem hafa verið búnar til innan kínverska hagkerfisins.
  2. Séu einfaldlega svo risastórar -- að losun hafta innan Kína.
  3. Skapi risastórt rask innan heimshagkerfisins.

Það auðvitað þíði - að slík opnun sé augljóslega ill framkvæmanleg.
Ekki vegna þess, eins og á Íslandi, að ísl. hagkerfið geti raskast.
Heldur vegna þess að - heims hagkerfið geti raskast.

 

Niðurstaða

Það sé virkilega orðið svo, að umfang Kína sé svo mikið - að hvað sem gerist innan Kína þegar kemur að þeim stærðum sem eru í gangi í því hagkerfi. Hafi mikla möguleika til röskunar á heildar hagkerfi heimsins.

Áður fyrr var það svo sagt, að þegar Bandaríkin fá kvef fær heimurinn flensu.
En nú virðast hagkerfin orðin 2-sem þetta er líklega satt um.

Peningastjórn og efnahagsstjórn í báðum löndum -- sveiflar því efnahag landa um heiminn allan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Wasting Love - Iron Maiden
https://www.youtube.com/watch?v=jgLPF3t9TUs&index=7&list=PLX5_So5n4FY8zDaePEDZckealfQGlM3CW

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2016 kl. 16:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

For the Greater Good of God - Iron Maiden
https://www.youtube.com/watch?v=Ns-fQRnm9sk&index=20&list=PLX5_So5n4FY8zDaePEDZckealfQGlM3CW

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2016 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband