28.3.2016 | 23:56
Það sem er áhugavert við ósigur ISIS við Palmyra í Sýrlandi!
Er að hersveitir Assads - sem náðu bænum, nutu aðstoðar loftárása rússneskra hervéla - ásamt því að fjölmennar hersveitir skipaðar bandamönnum Írans - tóku þátt.
- Þetta þíðir, að þrátt fyrir yfirlýsingar Kremlverja um brottflutning liðs frá Sýrlandi - þá eru flughersveitir Rússa, alls ekki farnar.
Það má vera að þeim hafi verið fækkað.
En þetta virðist sýna að ekki hafi verið um - brottflutning að ræða. - Síðan er eftirtektarverkt - þátttaka liðssveita Hezbollah og annarra liðssveita Shíta hliðhollum Íran í þessu áhlaupi á Palmyra.
En það bendir til þess - að sögu um veikleika hersveita stjórnarinnar, hafi sannleiksgildi - að þrátt fyrir loftárásir rússneskra hervéla, hafi orðið að styrkja árásina á Palmyra með - - bandalagssveitum Írans. - Eins og frá er sagt - þá féll bærinn í hendur liðssveita stjórnarinnar.
En ljóst virðist - að án stuðnings íranskra bandamanna, þá hefði þessi sigur ekki unnist.
Þannig að sú fréttaskýring virðist villandi sem segir þetta - sigur stjórnarhersins.
**Þetta er þá ekki síður - sigur bandalags hersveita Írana.
**Og auðvitað, Rússa.
Syrian forces retake Palmyra from Isis
"Ayed al-Utayfi, a tribal sheikh from the city who backs the opposition, said he worried whether Palmyras largely Sunni residents would be able to return, citing concerns that regime forces would accuse them of being pro-Isis."
Þetta getur verið lykilatriðið!
En málið er -- að vegna þess hversu "sectarian" þetta stríð er orðið, sbr. liðssveitir stjórnarinnar í dag stærstum hluta skipaðar Alövum - - sem er sérstakur trúarhópur.
Þær njóta síðan stuðnings - Írans og bandalagsliðsveita Írana.
Á móti standa, Súnní hópar af margvíslegu tagi, allt frá ógnarhópnum ISIS - yfir í hina eiginlegu uppreisnarhópa, og þeir uppreisnarhópar njóta stuðnings - hóps Araba ríkja sem einnig eru Súnní trúar.
- Um langa hríð hafa átök þess hóps Arabaríkja - og Írans, og bandamanna Írans, farið stig vaxandi.
Síðan 2013 - eftir að hópar er nutu stuðnings Arabaríkjanna voru orðnir ríkjandi meðal uppreisnarmanna.
Og eftir að ISIS var komið til sögunnar.
Og einnig það ár - þá fékk Íran bandamann sinn, Hezbollah - til að senda sínar sveitir til Sýrlands.
- Þá held ég að ekki sé nokkur vafi um að átökin hafi tekið á sig -- sterkan trúarstríðs tón.
Spurningin er þá - hvað gerist ef hersveitir skipaðar Shítum og Alövum halda nú innreið inn á svæði meirihluta byggð Súnnítum?
Ef ótti, Ayed al-Utayfi, að þeir leggi á flótta - og snúi ekki til baka.
Ef sá ótti reynist á rökum reistum.
Þá þíðir áframhaldandi framrás slíkra liðssveita -- fjöldaflótta Súnní íbúa þeirra svæða sem þær sveitir ná undir sig.
Það verður að koma í ljós hvort að svo raunverulega sé!
Niðurstaða
Það sem ég óttast, í ljósi þess að gríðarleg grimmd Assad stjórnarinnar hefur þegar leitt til landflótta um 5 milljón íbúa Sýrlands -- að ótti íbúa á svæðum sem eru byggð Súnní meirihluta sé slíkur.
Að ef og þegar hersveitir skipaðar einkum Alövum og Shítum - hefja innreið sína á svæði byggð meirihluta til Súnní Aröbum.
Þá verði ný flóttabylgja frá Sýrlandi í hvert sinn.
Fall Palmyra getur verið áhugaverð prófraun á það hvort ótti minn er á rökum reistur.
Eins og að Ayed al-Utayfi sagði - ef íbúarnir snúa ekki heim.
Þá getum við verið í vanda!
En ég get ekki ímyndað mér að nýr fjöldaflótti leiði til friðar.
Þá stækka flóttamannabúðir enn frekar í löndunum í kring.
Slíkar síðar meir geta þróast yfir í að verða þjálfunarmiðstöðvar fyrir skæruhópa, sbr. flóttamannabúðir Palestínumanna á árum áður, og ekki síður - flóttamannabúðir Afgana innan Pakistan er urðu skjól og þjálfunarbúðir Talibana.
**Stríðinu verði haldið áfram frá flóttamannabúðunum m.ö.o.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
* þrátt fyrir yfirlýsingar Kremlverja um brottflutning liðs frá Sýrlandi - þá eru flughersveitir Rússa, alls ekki farnar.
En þetta virðist sýna að ekki hafi verið um - brottflutning að ræða.
Hver trúði svosem að þeir væru farnir? Þeir voru ekki búnir. Það kæmi illa út fyrir þá að klára ekki.
**Síðan er eftirtektarverkt - þátttaka liðssveita Hezbollah og annarra liðssveita Shíta hliðhollum Íran í þessu áhlaupi á Palmyra.
Þeir hafa stutt Assad síðan stríðið byrjaði. Svo, hvað er svona eftirtektarvert?
**En það bendir til þess - að sögu um veikleika hersveita stjórnarinnar, hafi sannleiksgildi - að þrátt fyrir loftárásir rússneskra hervéla, hafi orðið að styrkja árásina á Palmyra með - - bandalagssveitum Írans.
Um að gera.
**Þannig að sú fréttaskýring virðist villandi sem segir þetta - sigur stjórnarhersins.
En þetta *er* þeirra sigur. Þó veðrinu hefði verið um að kenna, þá hefði þetta samt verið þeirra sigur.
**En málið er -- að vegna þess hversu "sectarian" þetta stríð er orðið,
Orðið? Var alltaf.
**Á móti standa, Súnní hópar af margvíslegu tagi, allt frá ógnarhópnum ISIS - yfir í hina eiginlegu uppreisnarhópa, og þeir uppreisnarhópar njóta stuðnings - hóps Araba ríkja sem einnig eru Súnní trúar.
Þess vegna eru Hezbollah & Íranir þarna.
**Um langa hríð hafa átök þess hóps Arabaríkja - og Írans, og bandamanna Írans, farið stig vaxandi.
Er það?
**Síðan 2013 - eftir að hópar er nutu stuðnings Arabaríkjanna voru orðnir ríkjandi meðal uppreisnarmanna.
Og eftir að ISIS var komið til sögunnar.
ISIS er bara einn af þessum hópum, þóþarfi að taka þá út fyrir sviga.
**Þá held ég að ekki sé nokkur vafi um að átökin hafi tekið á sig -- sterkan trúarstríðs tón.
Lýkist ættbálkaerjum, finnst mér.
**Spurningin er þá - hvað gerist ef hersveitir skipaðar Shítum og Alövum halda nú innreið inn á svæði meirihluta byggð Súnnítum?
Fer eftir ýmsu: hver getur barist betur, hvað hóparnir eru fjölmennir, ofl.
**í ljósi þess að gríðarleg grimmd Assad stjórnarinnar hefur þegar leitt til landflótta um 5 milljón íbúa Sýrlands ...
... hvar á ég að byrja?
1: Hvers vegna flýði ekki þetta fólk þegar Assad fór þarna með völd, fyrst hann var svo ógnvænlegur?
2: Hvernig stendur á að allt þetta lið flýr undan einu fámennasta liðinu á svæðinu? Liði sem hefur yfir að ráða minnsta landssvæðinu?
3: Gefur þú í skyn að allir hinir séu upp til hópa meinlausir mannvinir?
**Að ef og þegar hersveitir skipaðar einkum Alövum og Shítum - hefja innreið sína á svæði byggð meirihluta til Súnní Aröbum. Þá verði ný flóttabylgja frá Sýrlandi í hvert sinn.
Fyrst þeir eru ekki flúnir enn, þá tel ég litlar líkur á því.
**Fall Palmyra getur verið áhugaverð prófraun á það hvort ótti minn er á rökum reistur.
Palmyra eru rústir. Þar býr enginn. Þetta er bara hentugur strategískur staður.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.3.2016 kl. 19:36
Ágrímur -- Þú fylgist greinilega ekki með fréttum neitt sérlega vel.
Þannig að þ.e. ekki rétt að Hezbollah hafi tekið þátt í átökum frá upphafi.
En að sjálfsögðu hafa Íranar stutt Sýrland allan tímann. En ekki með beinum hernaðarlegum stuðningi --- fyrr an það varð nauðsynlegt.
Af hverju lagði fólkið á flótta -- halló?
Það braust út stríð -- og stjórnarherinn valdi að beita sambærilegri grimmd við tja, aðferðir Nasista hersins þegar hann sat um Leningrad í 1 og hálft ár í Seinni Styrrjöld.
Þ.e. stöðugar stórskota-árásir.
Stöðugar loftárásir.
Og fullkomið skeytingarleysi um mannfall almennra borgara.
Þegar íbúar eru sviptir sínu húsnæði.
Allir innviðir byggða þeirra eru eyðilagðir.
Þá eru þeir þar með einnig sviptir sínu viðurværi þar.
Miðað við það að 5-milljón hafa flúið land síðan 2011.
Sem er ótrúlega hátt hlutfall miðað við mannfjölda í Sýrlandi.
Og auk þess, mesti fjöldi sem hefur flúið eitt land síðan 1945.
Þá er mjög ólíklegt annað en þetta sé vísvitandi stefna Assad stjórnarinnar - að stuðla að landflótta.
En ef menn eru eins ískaldir og miskunnarlausir og Stalína eða Hitler, þá leiða hreinsanir á íbúum í byggðum í uppreisn -- til þess að uppreisn er svipt stuðningi íbúa einfaldlega með því - að neyða þá til flótta.
Og ef þeir síðan fá ekki aftur að snúa heim.
Þá getur minnihluti sem hefur stjórnað því landi í 60 ár -- talið að með því að hrekja þá á brott, verði síðar meir auðveldar að stjórna.
Slík taktík -- leiðir þó óhjákvæmilega til vandræða fyrir nágrannalöndin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.3.2016 kl. 03:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning