23.3.2016 | 03:55
Helstu olíuframleiðendur heims -fyrir utan Íran- segjast ætla að frysta olíuframleiðslu miðað við janúar 2016
Sá þetta á vef Financial Times -- en skv. því virðist að Saudi Arabía og Rússland, í samvinnu við OPEC lönd önnur en Íran. Hafi gefist upp á tilraunum til þess, að fá Íran til að taka þátt í -- frystingu olíuframleiðslu, miðað við framleiðslu við upphaf þessa árs!
Saudi Arabia will freeze oil output without Iran, says Opec delegate
Þessi yfirlýsing virðist þó ærið villandi!
En eins og áður hefur komið fram í fréttum, þá þíðir frysting framleiðslu miðað við framleiðslu í jan. 2016 -- að Saudi Arabía og Rússland, frysta framleiðslu ca. við sína hámarks framleiðslu.
- Þ.e. því auðvelt fyrir þau ríki, að kynna frystingu -- þegar þau geta hvort sem er ekki framleitt meira.
- Þessi yfirlýsing virðist því meir - táknræn!
Á hinn bóginn, virðist skv. frétt að -- andinn á olíumörkuðum hafi breyst, og að spákaupmenn séu nú farnir að spá hækkun frekar en lækkun.
Brent Crude komið í 40 dollara.
En fyrr á árinu var það oftast nær í rúmlega 30 dollurum.
- Líklegt virðist að efasemdir hafi vaknað um -- fyrirhugaða framleiðslu-aukningu Írans.
En þegar Íranar sögðust ætla auka framleiðslu um helming, fóru verð um tíma svo langt niður sem í 27 dollara fatið af olíu.
T.d. nýverið neyddust írönsk stjórnvöld til að -- fresta útboði á eignum til erlendra fyrirtækja, sem var fyrirhugað.
Vegna þess að andstæðingar erlendra fjárfestinga í olíuvinnslu -- sökuðu stjórnvöld um svik við þjóðina, eða, e-h í þá átt.
En erlend fyrirtæki fást vart til þess að koma með sitt fé, nema að þau fái fyrir sinn snúð.
Eftir áratugi af refsiaðgerðum þarf mikið að endurnýja af tækjum og búnaði.
Þessi andstaða getur líka verið hluti af innanlandspólitík - að andstæðingar forseta Írans innan íransks samfélags -- reyni að bregða fæti fyrir tilraun hans til að auka framleiðslu, í von um að -- þeir geti síðan sagt að áætlun hans hafi ekki skilað þeim árangri sem hann hafði lofað -- þ.e. bætt kjör - auknar tekjur.
- Mig grunar að efasemdir á markaðnum um framleiðslu-aukningu Írans, sé sennilegri skýring þess að olíuverð hefur aftur farið nokkuð upp.
- Frekar en að þessi -- hlægilega frysting framleiðanda á sinni hámarks framleiðslu, sé að hafa þau áhrif.
Niðurstaða
Íranar hafa sína einangrunarsinna, andstæðingar opnunar Írans gagnvart útlöndum - hafa enn hávært og áhrifamíkið "lobbý." Þeir virðast vera gera sitt besta, til að bregða fæti fyrir tilraun stjórnvalda Írans -- til að hrinda í verk fyrirhugaðri framleiðslu-aukningu upp á helming.
Það getur verið að þeim takist að þæfa/tefja málið nægilega til þess að annað af tvennu, komi aukningin ekki inn í ár, eða verði minni í ár en sú 50% aukning sem olíumálaráðherra Írans lofaði.
Sennilegt virðist að ívið hærra olíuverð upp á síðkastið sé í ljósi efasemda um hina fyrirhuguðu framleiðslu-aukningu, sem Íran áður lýsti yfir.
- Þ.e. rökrétt ef markaðir trúa ekki lengur á þá aukningu í ár, eða að hún verði minni en til stóð -- að þá hækki verð að einhverju marki aftur.
- Sem auðvitað þíðir, að ef Íranar losa þessa innanlandspólitísku klemmu, og hrinda aukningunni úr vör - þá væntanlega lækka verðin að nýju.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er áhugaverður vinkill á olíuframleiðslu Írana sem er sá að ef þeim tekst að auka framleiðsluna þá geta þeir bara grætt á því - þeir koma í raun neðanfrá, með litlar tekjur sem stendur og hafa ekki getað treyst á háar olítekjur til margra ára.
Sádí-Arabar hafa hins vegar treyst á hátt olíuverð og lækkunin undanfarið hefur komið illa við þá. Þeir eru miklu háðari olíuframleiðslu en Íranir, sérstaklega vegna þess að þeir hafa eytt svo miklu. Þeir eiga varasjóði í dollurum en eitthvað hefur verið skrifað um að þeir gangi hratt á sjóðina.
Pólítískt séð stendur Sádí-Arabía miklu verr en Íran hvað varðar hugsanleg innanlandsátök og þeir nota talsvert af olíutekjum sínum til að reyna að halda óánægju niðri - bæði meðal almennings en einnig innan Sádí fjölskyldunnar. Lágt olíuverð í nokkur ár í viðbót vegna aukinnar framleiðslu Írana gæti því verið mikill akkur fyrir þá síðastnefndu, þeir græða meira og gætu valdið sínum helsta andstæðingi talsverðum skaða.
Brynjólfur Þorvarðsson, 23.3.2016 kl. 12:26
Saudi Arabía ekki eina landið sem hefur treyst á hátt olíuverð - sbr. Venesúela - Noregur - Rússland - Azerbaijan - Nígería.
Nöregur stendur best af þeim með langsamlega hlutfallslegasta stærsta sjóðinn.
Saudi Arabía sennilega kemur næst hvað umfang sjóðs varðar - en eins og þú bentir á, þá gæti sá minnkað tilfinnanlega ef mjög lág verð haldast í nokkur ár.
Rússland stendur síðan e-h verr en Saudi Arabía, þó Rússland hafi sjóð sé sá minni, þar eins og í Saudi Arabíu skilst mér að þurft hafi 100 dollara per fat verð svo ríkissjóður væri ca. á núllinu, bæði löndin þurfa greinilega að skera niður.
Áberandi verst stödd virðist Venezúela - fátt virðist geta bjargað þeim. Nígería kvá einnig vera í viðkvæmum málum, en óvíst hversu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.3.2016 kl. 00:38
http://www.cnbc.com/2016/02/16/russia-saudi-arabia-output-freeze-helps-oil-price-higher-in-asia.html
Hér segir utanríkisráðherra Írans.
"Asking Iran to freeze its oil production level is illogical ... when Iran was under sanctions, some countries raised their output and they caused the drop in oil prices ... how can they expect Iran to cooperate now and pay the price?" Mehdi Asali was quoted as saying.
Hér er hann að tala um Bandaríkin, en það eru Bandaríkin, Rússland og Saudi Arabía sem hafa aukið olíu framleiðslu sína. Bandaríkin úr 9bbl í 14bbl, sem þeir halda ekki út nema til ársloka. Eftir það eru oil reserves Bandaríkjanna í hættu.
https://marketrealist.imgix.net/uploads/2016/01/total-cost-of-producing-oil.png?w=660&fit=max&auto=format
Hér má sjá "kostnað" á framleiðslu ... en eins og oft áður, þá heldur þú að verið sé að ráðast á Rússa í þessu sambandi. Ekki alveg ...
http://www.telegraph.co.uk/business/2016/02/11/saudi-arabia-may-go-broke-before-the-us-oil-industry-buckles/
Og þetta eru gamlar fréttir, ekki nýjar ... en Bandaríkjamenn hafa verið að dæla upp olíu, og eru nú "gersamlega" á hausnum, til að brjóta OPEC. Ef þetta átti að klekkja á Rússum, þá hefur það mistekist hroðalega.
https://marketrealist.imgix.net/uploads/2015/12/Cost-For-Producing-Crude-Oil-per-Barrel-2015-12-17.jpg?w=660&fit=max&auto=format
En eins og sjá má, á þessum tölum frá Desember 2015, þá er kostnaður kanans tvöfaldur miðað við kostnað Rússa og Sauda.
Booming oil and gas production has helped to increase America’s energy security and allow the country to become less reliant on energy sources from OPEC and more unstable parts of the world.
http://dailycaller.com/2015/11/23/peak-oil-u-s-oil-reserves-hit-levels-not-seen-in-42-years/#ixzz43mfdecrm
http://money.cnn.com/interactive/news/economy/worlds-biggest-oil-producers/
Hér má sjá, hverjir eru stærstu olíu framleiðendurnir ... en Bandaríkin eru að dæla meiru en þeir geta ... en þetta er til að standa á móti olíu þörfunum.
http://www.globalfirepower.com/oil-consumption-by-country.asp
En eins og hér má sjá, eru Bandaríkin stærsti neytandin ... en ekki ALVEG RÉTT. Vegna þess að nú sýnir maður Evrópu sem einstök ríki, því Evrópu sambandið er fallið.
http://www.indexmundi.com/energy.aspx?region=eu&
Hér má sjá olíu þarfir Evrópu, sem eru gríðarlegar, kemur næst á eftir Bandaríkjunum. Önnur stöð að leita á er Eurostat, en þar er einnig að finna framleiðslu vs. notkun á olíu í Evrópu. Það skal tekið fram, að mið Evrópa framleiðir nánast enga ... en í heildina, eru þetta um 1666 miljon tonn. Á meðan ramleitt er um 9.1 miljón tonn af olíu, og 20 miljón tonn af öðrum "solid fuel". Í heildina, framleiðir Evrópa ... nánast ekkert af þörfum sínum. Fer maður inn á Eurostat, sér maður einnig að helstu kaup Evrópu á olíu 2015, var frá Rússlandi. Og var verðið að meðaltali 50.88. Verð af olíu frá Bandaríkjunum 55, og verð á olíu frá Sýrlandi (já ISIS) um 39.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.3.2016 kl. 02:38
"Bandaríkin úr 9bbl í 14bbl, sem þeir halda ekki út nema til ársloka. Eftir það eru oil reserves Bandaríkjanna í hættu."
Sem getur ekki verið rétt!
En vissulega er það rétt að Bandar. eru eitt þeirra ríkja sem hafa aukið sína framleiðslu.
Hafðu í huga - að þeir munu ekki taka þátt í slíkri frystingu á vinnslu.
Meðan verðin haldast lág, þá rökrétt leiðir það fram aukna neyslu -- en það að helstu framleiðsluríkin fyrir utan Bandar. og Íran, frysta við sína hámarks framleiðslu - þíðir að verð munu hækka aftur fyrir rest.
Framleiðslu í Bandar. getur hnignað tímabundið, en fyrir rest verða verðin aftur nægilega há til að vinnsla þar borgi sig.
Þá fer hún aftur á flug.
Bandaríkin geta líklega haldið aftur af því að verðin fari upp fyrir 60 dollara að ráði.
Síðan eru olíuleirsteinssvæði víða í heiminum sem má vinna með "fracking" aðferðinni.
Bandar. vinnslufyrirtæki eru líkleg að hefja innreið á slík svæði, um leið og í ljós kemur að bandar. svæði ein og sér duga ekki til að halda í við aukningu eftirspurnar.
Það þíðir að sennilegt er að verðin til langrar framtíðar fari ekki upp fyrir 60 dollara að neinu ráði.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.3.2016 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning