Donald Trump með harkalegustu ummæli gegn -heimsverslun- sem ég hef áður séð

Það var vakið athygli á þessu í Financial Times - Trump’s trade rhetoric splits party and makes economists quake -- en Trump kom fram með áhugavert "blogg" á vef USA Today, dagsett 14. mars 2016. Svo þetta er nýtt úr kassanum!
Skilaboðin eru algerlega skýr - ef Trump er nær kjöri.
Þá mun hann rífa upp alþjóðlega viðskiptasamninga sem Bandaríkin hafa gert.

Og hann lofar þeirri útkomu: störfin komi til baka - laun hækka - velmegun aftur rýki.

Donald Trump: Disappearing middle class needs better deal on trade:"If we bring back these jobs, and close this trade deficit, we will create millions of jobs, boost government revenue, shrink our deficit, rebuild our infrastructure and communities, and send wages soaring upwards."

"TPP (Trans-Pacific Partnership) is the biggest betrayal in a long line of betrayals where politicians have sold out U.S. workers."
"One of the first casualties of the TPP will be America’s auto industry...The TPP will send America’s remaining auto jobs to Japan. Yet, Gov. John Kasich, Sen. Ted Cruz and Sen. Marco Rubio have all promoted the Trans-Pacific Partnership — a mortal threat to American manufacturing."

"I am the only candidate in this race who will bring our manufacturing jobs back. I have been warning for decades what would happen if we didn’t confront foreign trade cheating, and sadly, my fears have come to pass as the United States has seen its trade deficit in goods soar to $759.3 billion last year."

Þetta er allt saman mjög dæmigerður málflutningur - and viðskiptasinna, þ.e. að frjáls viðskipti leiði til þess að störf tapast.
Þá horfa menn eingöngu á þau störf sem -- sannarlega hafa farið annað.
En ekki á hvað kemur í staðinn!

Þetta er skoðað með -zero/sum- gleraugum, algerlega.
Eiginlega -- eru viðhorfin sem þarna koma fram.
Óskaplega -- merkantílísk.

635934730864156190-Trump.JPG

En hverjar væru raunverulegar afleiðingar þess - ef Donald Trump næði kjöri og hæfi það verk sem hann lofar -- að rífa upp alla viðskiptasamninga Bandaríkjanna?

Ágætt dæmi er Boeing 787 Dreamliner.
En þegar sú vél var hönnuð, þá gerði Boeing mjög strangar tæknikröfur til þeirra sem vildu bjóða fram krafta sína - til að framleiða íhluti fyrir vélina.
En hún er að mjög háu hlutfalli gerð úr gerfi-efnum.

Það var gert nægilega snemma í ferlinu - til þess að íhlutaframleiðendur, yrðu þátttakendur í þróunarferli vélarinnar.
Þannig að íhlutaframleiðendur - hafa að baki, ár af þróun til að takast að framleiða hlutinn skv. kröfum Boeing.

  • Það þíðir einfaldlega -- að engin leið er fyrir Boeing að skipta þeim íhlutum út.

Þannig að það sem þá gerist ef Trump rífur upp þá samninga -- sem tryggja að Boeing geti flutt íhlutina frá öðrum löndum -- t.d. vængi vélarinnar frá Asíu; nánast alfarið án tolla.

  • Er þá væntanlega það, að Boeing mun tafarlaust þurfa að -- stöðva framleiðslu á B787.

Enda þarf Boeing tíma til þess að átta sig á því -- hvaða verðáhrif það mun hafa, að íhlutir t.d. vængir verða verulega dýrari en áður.
Og að á því sé engin möguleg -- bráðalausn.

  • Þetta gæti t.d. eyðilagt markaðinn fyrir B787, ef hún verður of dýr.

Þetta þarf B787 að skoða.
Ásamt því, að Boeing þarf að ræða við þá aðila, sem haf pantað Dreamliner -- hvort þeir vilji þær áfram, á nýjum og hærri verðum.

  1. Ekki fyrr en Boeing hefur lokið sinni nýju markaðs rannsókn - væri hugsanlega framleiðsla hafin að nýju.
  2. Gegnt nýjum hærri verðum.

______________________Þetta er bara lítið dæmi!

Punkturinn er sá -- að þetta mun gerast út um allt!
En t.d. eru tölvur í dag, allar samsettar úr íhlutum sem koma héðan og þaðan frá í heimunum.

Það er í dag nánast ekki til það tæki í framleiðslu - eða hátæknibúnaður.
Sem býr ekki við þann vanda - að notast er við íhluti a.m.k. að einhverju leiti, framleidda utan landsteina - jafnvel langt utan þeirra.
**Auðvitað er einnig mikið af tækjum aðkeypt - sem ekki er til framleiðsla á innan Bandar.

  1. Líklegast virðist mér - að framleiðendur muni i fæstum tilvikum geta skipt snögglega um íhlutaframleiðendur -- þó það megi vera að sérstaklega þegar eiga í hlut, einfaldari tæki og búnaður, þá sé það hægt og jafnvel ekki erfitt.
    En þegar kemur að hátæknibúnaði - sé það sennilega ekki gert á einum degi, eða bara einu ári.
    **Að skipta um íhlutaframleiðenda <--> Eða hefja framleiðslu á því tæki eða búnaði, innan Bandaríkjanna.
  2. En málið er ekki síst, ef við tökum dæmi um Samsung fyrirtækið -- þá hefur það algera yfirburði í framleiðslu á snertiskjám. Enginn annar framleiðandi í heiminum - hefur tekist að ná jafnræði.
    Þannig að nær allir snertiskjáir í heiminum eru framleiddir af Samsung.
    **Þetta er ekki eina slíka dæmið, að framleiðanda hafi tekist með því að ná tækni forskoti á aðra framleiðendur -- að ná mjög mikilli markaðshlutdeild í íhlutaframleiðslu.
    ______________
    Þetta auðvitað þíðir -- að jafnvel þó að Donard Trump vilji færa störfin aftur heim.
    Þá eru verksmiðjurnar sem framleiða margt af því sem hann vill að sé framleitt í Bandaríkjunum -- einfaldlega ekki til í Bandaríkjunum.
    Og ekki því unnt að skaffa þau störf -- með snöggum hætti.
    **Eða, að framleiðslugeta sem til er í Bandaríkjunum, er of lítil.
  3. Útkoman er að sjálfsögðu sú -- að það verða miklar verðhækkanir á næstum því öllum hátækni-neysluvörum, sem fólk kaupir.
    Sbr. GSM-símar, flatskjá-sjónvörp, tölvur og hljómflutningstæki._______________
    Að færa slíka framleiðslu heim - tekur því mörg ár.
  4. Framleiðsá á einföldum tækjum sbr. ísskápar, eldavélar, örbylgjuofnar - m.ö.o., einföld lágtækni heimilistæki, mundi taka mun skemmri tíma -- að ná aftur til Bandaríkjanna.

______________________En skemmri tíma áhrifin!

Verða algerlega óhjákvæmilega -- kreppa!

Ég er að tala um heimskreppu!

  1. Það er auðvitað vegna þess - að niðurbrot heims viðskiptakerfisins mun ekki bara skekja Bandaríkin. ein og sér.
  2. Heldur munu sambærilegra áhrifa gæta í öðrum svokölluðum þróuðum hagkerfum.

Þegar verðlag mikils hlutfalls neytenda-varnings hækkar svo um munar.
Þá auðvitað -- verður mikið neyslufall!
Sem þíðir að störfum við verslun -- fækkar.

Og það gerist í öllum þróuðum hagkerfum heims.

  1. En áhrifin í þeim löndum sem framleiða varninginn -- verða ef e-h enn harkalegri.
  2. Því að samdráttur í neyslu meðal þróuðu þjóðanna sem kaupa varninginn -- mun samstundis skapa gríðarlegt atvinnuleysi ásamt mjög djúpum efnahagssamdrætti í þeim löndum.

Ég er auðvitað að tala um -- hyldýpis kreppu í Kína t.d.
Ég get vart trúað því -- að Kína stjórn muni kunna Trump þakkir, fyrir að skapa gríðarlegt fjölda-atvinnuleysi þar í landi, hvað þá djúpan samdrátt í hagkerfinu.

  • Það að sjálfsögðu sama - kemur fyrir önnur lönd, sem framleiða mjög mikið af varningi fyrir vestræna markaði.
  • Í þeim löndum einnig -- mun Trump að sjálfsögðu einnig, verða heiftarlega óvinsæll.
  1. Þetta gæti hreinlega -- skapað mjög mikla nýja óvináttu gagnvart Bandaríkjunum, í fjölda svokallaðra - nýiðnvæðandi landa.
  2. Það á að sjálfsögðu einnig við Kína.

Þannig að útkoman væri ekki bara að -- Trump tækist að skapa heimskreppu!
Heldur mundi hann líklega að auki -- skapa nýtt kalt stríð.

Því eftir allt saman -- yrði valdaflokkurinn af Kína að beina sjónum almennings annað - en að óánægju með fjölda-atvinnuleysi og efnahagshrun.
Og Trump, þar með Bandaríkin, væri of augljós fókus slíks fjandskapar -- til þess að líklegt væri í slíkri sviðsmynd að stjórnendur Kína mundi láta vera, að beita þeim gambýtt að beina reiði Kínverja að Bandaríkjunum og Trump sem persónu.

Trump yrði þá óvinur Nr. 1 - í Kína.

______________________milljónir starfa mundu einnig tapast í Bandaríkjunum

Þau áhrif mundu koma nærri því - strax fram!
Meðan að það mundi líklega taka mörg mörg ár -- að endurreisa þau störf, sem mundu geta leitað aftur til Bandaríkjanna.
Ef Bandaríkin mundu taka upp það fyrirkomulag, sem Trump virðist vilja - að viðhafa háa tollmúra til þess að vernda framleiðslu innan Bandaríkjanna, gagnvart samkeppni frá framleiðendum í öðrum löndum.

  • En lífskjörin -öfugt við þ.s. Trump lofar- mundu falla strax og það skarpt.
  • En síðar meir væri afar ósennilegt - að það hrap mundi skila sér til baka.
  • En framleiðsla innan Bandaríkjanna - gæti aldrei orðið eins ódýr og sú framleiðsla sem Bandaríkin -- kaupa utan að nú-til-dags!
    Það þíðir að í framtíðinni - yrði varningurinn áfram hlutfallslega til muna dýrari en hann er í dag.
    Sem þíðir að það yrði töluvert umtalsverð varanlega kjaraskerðing.

En þ.e. hugsanlegt að á mörgum árum - geti framleiðslustörfin aftur snúið til baka.
En gegnt því að lækka til muna - sennilega með varanlegum hætti, eða svo lengi sem stefnan að loka af Bandaríkin með háum tollmúrum viðhelst - lífskjör innan Bandaríkjanna.

En þ.s. verra er -- að sama kjaralækkun mundi ganga hringinn í kringum hnöttinn.
Bandaríkin gætu orðið -- afar óvinsæl svo meir sé ekki sagt, víða um heim.
______________________Vinum Bandaríkjanna gæti fækkað mikið

Höfum í huga - að líklega mundi heimurinn í slíkri sviðsmynd, brotna upp í lokaðar viðskiptablokkir.
Höfum að auki í huga - að smærri lönd gætu orðið mjög háð lykillöndum er mundu ráða innan slíkra, lokaðra út á við hópa.
Nánast að tala um fyrirbærið -leppríki- eða -client states.-

  1. Asia gæti í kjölfarið - í ljósi þess að Bandaríkjunum yrði kennt um - nánanast öll endað innan viðskiptablokkar undir stjórn Kína + líklega Mið-Asía og hluti Afríku.
  2. Og Kína mundi ráða án vafa nær öllu innan slíks hóps.

Annar forseti mundi taka við af trump -- sem líklega í kjölfarið næði ekki endurkjöri til annars kjörtímabils, eftir ósköpin.
Með nýjum og skynsamari forseta -- er hugsanleg að Bandaríkin haldi í sína tryggustu bandamenn.
Og líklega þá myndi sér viðskiptablokk með þeim.

Þá yrði líklega heimurinn endurskapaður í svipaðri sviðsmynd og í Kalda-stríðinu.
2-blokkir að kljást hnattrænt.

 

Niðurstaða

Ef Trump er raunverulega alvara með sína stefnu - sem engin sérstök ástæða er til að efast um. Þar sem eftir allt saman tjáir Trump sig með afar skýrum og skilmerkilegum hætti - sem and viðskiptasinna.
Þá er eins gott að fólk átti sig á því - að Trump er ekki leið aukinnar velmegunar.
Heldur nýrrar heimskreppu - sem gæti orðið eins löng og erfið, og kreppan mikla á 4. áratug 20. aldar reyndist vera.

Afleiðingar stefnu hans væru að auki mjög sennilega þær, að auka til mikilla muna stríðshættu í heiminum - endurreisa það ástand að heimurinn skiptist í 2-afskaplega harðvopnaðar fylkingar, sem héldu heiminum í stöðugum tortímingarótta.

  • Að kjósa Trump - er því dramatísk séð, slæm hugmynd.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Trump segir, er alveg rétt. Ástæða þess að iðnaðurinn var fluttur til Kína, er A) Ódýrt vinnuafl B) Uppbygging Kína, og annarra þróunarríkja.  Menn voru alltaf meðvitaðir um það, að störf mundu tapast og lítið koma í staðinn.  En ódyrt vinnuafl, er ekkert einungis bundið við að senda iðnaðinn til Asíu.  Hér má nefna IKEA og austur-þýskaland.  Sænska IKEA, varð ríkt á því að nýta "pólitíska fanga" í austur þýskalandi.

Þannig að það sem Trump segir hér, er 100% rétt ... við töpum ekki bara vinnunni, heldur einnig gæðum á framleiðslu.

Sko, ekkert af því sem Trump segir "makes sense".  Vegna þess að maðurinn er hreinlega andsnúinn sjálfum sér.  Maður mætti frekar spyrja sig, af hverju hann er í framboði? Framboð Donald Trump, líkist meira "psychological warfare", heldur en raunverulegu framboði. Síðan hvað varðar annað, eins og Asíu.  Þá er sannleikur þver öfugur ... Hong Kong er undir hæl Kína, sem þegar er að byggja "veldi" sitt með BRICS. Eina leiðin, Einar, til að draga úr þessari áhættu ... er að gera eins og Trump segir.  Vandamálið er, að Trump spillir fyrir með "ofstækis" anda sínum ... og ég, myndi segja að hann sé að því af ásettu ráði.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband