10.3.2016 | 22:46
Eru seðlabankar heimssins að toga hver á móti öðrum - Weidmann hefur kallað þetta gjaldmiðlastríð?
Seðlabanki Evrópu á fimmtudag - kynnti sína nýjustu vaxtaákvörðun + viðbót við seðlaprentun + frekari aðgerðir ætlað að hvetja banka til þess að auka útlán!
Seðlabanki Evrópu fer sem sagt - dýpra inn í neikvæða vexti á sínum reikningum.
Og hann hefur stækkað sína prentunaraðgerð.
Og auk þess --> Hann ætlar að borga bönkum fyrir að taka lán hjá sér!
Mario Draghi - Introductory statement to the press conference
ECB pays banks to take its money
ECB cuts rates to new low and expands QE
Það að Seðlabanki Evrópu ætlar að borga bönkum fyrir að taka lán hjá sér er sennilega magnaðasta útspilið að þessu sinni!
- "Fourth, we decided to launch a new series of four targeted longer-term refinancing operations (TLTRO II), starting in June 2016, each with a maturity of four years"
- "Counterparties will be entitled to borrow up to 30% of the stock of eligible loans as at 31 January 2016."
- "The interest rate under TLTRO II will be fixed over the life of each operation, at the rate on the Eurosystems main refinancing operations prevailing at the time of take-up."
- "For banks whose net lending exceeds a benchmark, the rate applied to the TLTRO II will be lower, and can be as low as the interest rate on the deposit facility prevailing at the time of take-up."
Þetta þarfnast smá útskýringar --- þ.s. "ECB" er að segja, er að ef að liðnum 2-árum, skoðun "ECB" á lánveitingum þeirra banka sem taka þátt í prógramminu leiðir í ljós aukningu á lánveitingum umfram 2,5% - miðað við þann dag sem þeir taka lán skv. TLTRO II.
Þá mun hann lækka vextina á láninu niður í - allt að núverandi -0,4% á innlánsreikningum banka í "ECB."
- Þetta er sem sagt agnið -- ef þeir standa sig ekki í aukningu lánveitinga, þá miðast vextir á láninu við þá vexti sem "ECB" bauð í fyrra útlánapakka til bankanna, þ.e. "TLTRO I." Þ.e. lágir - en ekki neikvæðir.
- Bankarnir mega draga sér lán hjá "ECB" allt að 30% útistandandi lána þeirra.
Þetta getur skapað - töluvert öflugan hvata!
Kemur í ljós -- þegar "ECB" skoðar árangurinn eftir 2 ár.
Seðlabankar heimsins prenta en á sama tíma þá helst verðbólga samt mjög lág og hagvöxtur lélegur í þróuðum iðnríkjum!
Jens Weidmann - einn af harðari andstæðingum núverandi prentunarstefnu.
Ásakar seðlabankana einfaldlega fyrir -- "competitive devaluation."
Þetta er kannski ekki út í hött - en vegna þess að gjaldmiðlarnir eru á markaði, og seðlabankarnir stjórna genginu ekki með nokkrum beinum hætti.
Þá geta þeir eingöngu haft áhrif á gengið - með óbeinum hætti.
- Seðlaprentun - sannarlega hefur gengislækkandi áhrif, því er ekki unnt að neita.
En ef þ.e. tilgangur aðgerða - þá má alveg segja að aðgerðirnar togist á!
- Kína prentar reyndar ekki í gegnum seðlabankanna sinn, þess í stað í gegnum viðskiptabanka sem allir eru í eigu ríkisins - það í eðli sínu felur í sér ákvörðun um prentun á fé af hálfu ríkisins í Kína.
Fyrir örskömmu kynntu stjórnvöld Kína - um nýja útlánaaðgerð, þ.e. útlánareglur hafa verið liðkaðar - dregið úr kröfum um gæði lántakanda.
Það felur í sér nýja prentunaraðgerð af hálfu Kína - til að liðka fyrir hagvexti, en samtímis rökrétt - hefur áhrif á gengi Remnimbisins. - Nokkru á undan, en ekki löngu á undan, þá ákvað seðlabanki Japans, að bæta við sína prentun - sem auk þess fól í sér frekari lækkun á vöxtum hjá seðlabanka Japans á vöxtum á sínum innlánsreikningum.
Það rökrétt hafði áhrif á gengi jensins -- en ekki lengi. - Það áhugaverða er -- að fyrstu áhrif af ákvörðun "ECB" á mörkuðum, er að gengi evru hefur hækkað.
En það virðist stafa af því, að markaðir hafi verið búnir að veðja á enn stærri aðgerð, og séu nú að leiðrétta skv. niðurstöðunni.
Rökrétt hafi aðgerð "ECB" þau áhri að standa gegn hugsanlegri gengishækkun evru á móti jeni eða remnimbi.
Það má alveg horfa á málið í þessu samhengi - eins og hann Weidmann gerir.
Það er samt erfitt að sjá hvað annað getur komið í staðinn!
En þ.e. órökrétt að halda því fram, að aðgerðir seðlabankanna - stuðli ekki að verðbólgu.
Þó svo að staðan sé sannarlega nú t.d. að skv. síðustu mælingu mældist verðbólga á evrusvæði -0,2%.
En prentun eykur framboð á peningum -- ef menn hafna því að það að auka framboð umfram aukningu eftirspurnar, stuðli að verðlækkun þess sem framboðs er aukið af --> Þá eru menn eiginlega að hafna allri grunnhagfræði alla leið aftur til Adams Smith.
Þ.e. grundvallarlögmálinu um framboð vs. eftirspurn.
- Ályktunin hlýtur að vera sú - að án prentunar væri verðhjöðnun útbreitt í auðugum iðnríkjum.
Það að prentun dugi ekki til að hífa verðbólgu upp í 2% -- þíði þá að það sé til staðar andstreymi er togi í hina áttina.
Ég hef séð fólk álykta það - að fyrst að seðlabankarnir hafa ekki náð upp verðbólgu, þá hafi þeirra aðgerðir ekki þau áhrif --> Sem eins og ég sagði, er órökrétt ályktun.
- Má líkja þessu við -- að synda á móti straumi.
Ef straumurinn er sterkari -- þá ber hann þig samt með sér.
Niðurstaða
Það virðist stöðugt betur og betur að koma í ljós, að Vesturlönd eru stödd í hagvaxtarvanda að mörgu leiti líkum þeim er skall yfir japan veturinn 1989 er hrunið varð þar, er risastór bóla sprakk á markaði í Japan.
Japana hefur síðan þá ekki tekist að sigrast á þeim vanda!
M.ö.o. sá vandi hefur reynst vera krónískur.
___________
Mig er eiginlega farið að gruna að raunverulega ástæðan sé fólksfjöldaþróun, en það áhugaverða er að upp úr 1990 þá var Japan ca. statt í dag varðandi fólksfjöldaþróun og Evrópa í dag er stött -- þ.e. ca. við þau mörk þegar fjölgun er að snúast yfir í fækkun, ásamt gríðarlegri öldrun þjóðfélagsins ásamt stöðugri hlutfallsegri fækkun í yngri hópum.
En því má halda fram - að þeirri þróun megi kenna um margt, sbr. minnkun mögulegt hagvaxtar, stöðnun eða minnkunar hagvaxtar, stöðnun eða minnkun eftirspurnar, hlutfallsega aukningu sparnaðar miðað við fjárfestingu, krónískt lága verðbólgu.
M.ö.o. þá tel ég unnt að útskýra nánast allan vandann með fólksfjöldaþróun.
- Ef sú útskýring stenst -- þá er þessi vandi ekki að leysast í bráð, og líklegra að hann versni á nk. árum, eftir því sem vaxandi neikvæð fólksfjöldaþróun hellist af vaxandi þunga yfir vesturlönd.
Sjálfsagt þíðir það einnig - viðvarandi prentun! Ekki nk. ár - frekar nk. áratug eða lengur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning