Smygl á fólki virðist aftur á uppleið við Suður landamæri ESB - verður smyglið til þess að stuðla að eflingu glæpahringja í Evrópu?

Þetta ætti ekki að koma á óvart - en eftirspurn ólöglegra innflytjenda eftir því að vera smyglað - fer eftir því hve erfitt það er að komast yfir landamæri. Sl. sumar þegar ólöglegir innflytjendur virtust geta flætt yfir landamæri S-Evrópu og til N-Evrópu nánast að vild. Þá hvarf um tíma eftirspurn eftir því að vera smyglað - sem m.a. sást í því að verð sem smyglarar buðu hríðlækkuðu.

En skv. könnun blaðamanna Financial Times eru vísbendingar þess efnis að verðlag hjá smyglurum hafi hækkað 10-falt frá sl. sumri.
Og að auki, að aukning sé aftur veruleg á því, að ólöglegir innflytjendur -- kaupi sér aðstoð smyglara við það verk að komast yfir landamærin sem þessa dagana 10-lönd hafa samþykkt að vinna saman um að halda lokuðum gagnvart ólöglegum innflytjendum.

Human trafficking in the Balkans surges back to life

 

Vandinn er sá að efnahagslegir hvatar fyrir smygl eru of miklir til þess, að líklegt sé að unnt verði að koma í veg fyrir smygl á ólöglegum innflytjendum!

  • Þetta virkar mjög svipað og eiturlyfjasmygl!
  1. Þ.e. eftirspurnin er fyrir hendi, bæði nóg af fólki til í að bjóða störf á svörtu gegnt því að vinnuaflið sé virkilega mjög ódýrt og vinnuaðstaða léleg, gróði af slíku getur verið umtalsverður -- og fólki að því er best verður séð, nægilega örvæntingarfullt til þess að vera til í að taka nánast hvaða áhættu sem er.
  2. Þegar eftirspurn er næg -- gróðavonin er mikil; þá er engin hætta á því að þeir sem sækist eftir -ólöglegum gróða- leggi ekki hönd á verk.
  • En eftir því sem yfirvöld leggja meira púður í landamæragæslu, og það að reisa hindranir.
  • Því meira þarf fólk sem vill komast ólöglega yfir landamærin á aðstoð til þess.

Fólk sem kaupir þjónustu smyglara tekur óskaplega áhættu.
En það virðist einfaldlega alls ekki stöðva fólk í að taka þá áhættu.

  • Það getur lent í að vera myrt - að það sé svindlað á því þ.e. peningar þeirra teknir og síðan það skilið eftir í reiðileysi - það getur lent í höndum þrælahaldara.

2014 var mikið um það að smyglarar auglýstu þjónustu sína á samskiptamiðlum, t.d. Fésbók.
Það voru oft afskaplega lýgilega óskammfeilin gylliboð.
Einmitt gerð til þess, að trekkja að fólk - með vonir og mikla örvæntingu.

  1. Ég held að það sé vanmetið - að smyglarar eru líklegir að auki, að auglýsa þjónustu sína við smygl -- í fátækum löndum, til þess að hvetja fólk í þá hættuför að fara úr landi í von til þess að komast til Evrópu.
  2. Þetta geti verið vanmetið, sem ástæða þess að fólk komi, að auki sé líklegt að slíkt - vaxi, eftir því sem smyglhringir verða betur skipulagðir eftir því sem á líður.

Eins og ég benti á -- þá eru efnahagslegir hvatar mjög öflugir.

 

Afar hörð viðurlög eru ekki endilega líkleg til að stöðva smygl!

Þarna vísa ég aftur til reynslu af eyturlyfjasmygli.

  • Hörð viðurlög fyrir ólöglega innflytjendur - einna helst tryggi að þeir geti ekki leitað til yfirvalda.
    Og að þeir séu þannig nær fullkomlega á valdi þeirra sem hafa smyglað þeim.
    Eiginlega - þrælavinnuafl.
  • En það ef e-h er, efli enn meir efnahagslega hvata fyrir smyglara.
    Því þá verður vinnuaflið til í að niðurbjóða sig enn meir, jafnvel að skrifa undir samning um vinnu við mjög bág kjör fyrirfram við afar erfiðar aðstæður, og ef þeir reynast í reynd vera fangar síðar meir þeirra sem þeir starfa hjá - þá geri hörð viðurlög fyrir fólk sem er á valdi glæpahringja því mjög erfitt fyrir að losna frá þeim.
  • Það geri eiginlega slíkt fólk - enn meir aðlaðandi fyrir glæpahringi.
    Þ.e. að hafa fólk sem getur stundað ólöglega iðju - og er ófært um að leita til yfirvalda.
    Nánast hið fullkomna vinnuafl fyrir glæpasamtök

 

Það sem ég óttast fyrir Evrópu er að þetta virki dálítið svipað og tilraunir til svokallaðs vínbanns í Bandaríkjunum á 3.-4. áratug sl. aldar

Það að tilraunir til þess að -- stöðva ólöglega innflytjendur, leiði til eflingar glæpahringja - sem eflist við gróðann sem verði viðloðandi smygl á fólki.
Síðan eflist þeir að auki, vegna alls þess vinnuafls sem þeim áskotnist -- sem verði ófært um að leita til yfirvalda, og verði því þeim gríðarleg gróðalind.

Þetta gæti þítt, að glæpahringir eflist að fjárhagslegum burðum og að auki áhrifum innan Evrópu - sérstaklega í þeim löndum, sem ólöglegir innflytjendur vilja komast í gegnum.

  1. Það gætu orðið ein megináhrif þeirrar stefnu.
  2. Að leitast sem mest eftir því að hindra flæði ólöglegra innflytjenda.

Að efla áhrif og veldi alþjóðlegra glæpahringja, sem renni á þetta smygl - eins og þeir hafi runnið á eiturlyfjasmygl.

  • En ólíklegt sé að -- það verði mögulegt að stöðva slíkt smygl.
  • Burtséð frá viðurlögum - refsingum - - og þeim landamærahindrunum er verði settar upp.

 

Niðurstaða

Það sem ég er að segja - að líklega verði Evrópu ekki mögulegt að stöðva smygl á fólki yfir landamærin sín. Fremur en að Bandaríkjunum hafi tekist sl. 50 ár að hindra smygl á ólöglegum innflytjendum yfir landamæri sín við Mexíkó.

En það muni samt ekki hindra pólitíkusa í Evrópu í því að lofa sínum kjósendum, að ef þeir verði kjörnir þá muni þeir -- redda þessu.
Það væri þá endurtekning á bandarískri innanlandspólitík.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband