Sölusamningur GAZPROM til Kína getur verið í vandræðum

Um mitt sl. ár, viðurkenndi einn æðsti ráðamaður GAZPROM að ríkisfyrirtækið hefði ekki samið um neina varnagla við Kína, þegar gengið var frá sölusamningi -- rétt áður en olíuverð fóru að falla. Samningurinn m.ö.o. var gerður er olíuverð voru við 100 Dollara, og miðaðist verðlagið á gasi til Kína við alþjóðlegt olíuverð.

Að hafa láðst að semja um varnagla gagnvart olíuverðs lækkun, væntanlega þíðir að GAZPROM er bundið af samningnum, sem líklega á verðlagi dagsins í dag -- gengur ekki upp efnahagslega.

Skv. yfirlýsingu GAZPROM er samningurinn var gerður, var talað um væntanlega fjármögnun upp á 25 milljarða Dollara - til að fjármagna nýja leiðslu sem samningurinn kveður á um að GAZPROM leggi að landamærunum við Kína; meðan að kínverski mótaðilinn leggi hana að landamærunum við Rússland hinum megin frá.

  • En eitthvað virðist GAZPROM nú vera að hiksta á þessu!
  • Ef marka má frétt!

Gazprom secures €2bn loan from Bank of China

  1. "But the gas company has since softened its rhetoric: in a presentation to investors last month it stated that Europe was Gazprom’s “key export market”."
  2. "...analysts are sceptical that Gazprom will be able to fund its capex plans from cash flows as gas prices tumble in Europe, its main export market."
  3. "They forecast that the company’s net debt will double over the next three to four years on the back of sharply falling gas prices in Europe."

Sú spá byggist á því að GAZPROM haldi sig við fjárfestingaráætlanir umfram tekjur.

En algerlega rökrétt er að bíða með þessa fjárfestingu, en enginn veit enn hvenær olíuverð rétta nægilega við sér - þannig að samningurinn borgi sig fyrir GAZPROM þar með að hann sé þá samtímis efnahagslega sjálfbær fyrir Rússland.

Ekki veit ég hvar hugsanleg rauð strik í samningnum liggja - en vera má að Kína sætti sig við það að leiðslan fari í bið um óákveðinn tíma, í stað þess að segja honum upp.
En þessi samningur hafi alltaf verið að verulegum hluta - alþjóðapólitík.
En á sama tíma, geti það vart verið að Rússland treysti sér til að klára málið, meðan að salan er efnahagslega séð ósjálfbær fyrir Rússland.

Sérstaklega þegar Rússland sjálft er í djúpri kreppu.
Og Rússland er í augljósum vanda með sín fjárlög -- sbr. hugmyndir er komu fram fyrir mánuði þar, að selja stór ríkisfyrirtæki til að dekka að einhverju leiti þann halla.
Sem hljómar örvæntingarfull!


Niðurstaðan

Eins og mikið var lagt í er sölusamningurinn við Kína var undirritaður, og talað um nýtt skeið í samskiptum Kína og Rússlands.
Þá virðist það við blasa að þessi sala er í vandræðum, í ljósi þess að flest bendi til þess að það væri efnahagslega séð algert glapræði fyrir Rússland -- að legga feykilega kostnaðarsama leiðslu, til þess að selja gas -- mjög líklega langt undir kostnaðarverði.

  • Ef þessi samningur deyr - þá verður það augljóslega án "fanfare."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband