27.2.2016 | 17:51
Spurning hvernig stríðið í Sýrlandi getur hugsanlega nýst Pútín til að beita A-Evrópuríki ógnunum í því skyni að sveigja þau að sínum vilja
Ég er að benda á þá staðreynd að í Sýrlandi er Pútín að beita sömu aðferðum og hann beitti í Téténíu stríðinu í kringum 2000, þ.e. 100% miskunnarleysi gagnvart samfélögum í uppreisn.
Stuðningsmenn Pútíns gjarnan samþykkja áróður hans þess efnis að hann sé einungis að ráðast gegn hryðjuverkamönnum - en í Téténíu og í Sýrlandi erum við að tala um heil samfélög í uppreisn, ekki bara fámenna hryðjuverkahópa, þannig að þá er verið að kalla heilu samfélögin í tilviki Sýrlands milljónir manna í tilviki Téténíu hundruðir þúsunda manna->hryðjuverkamenn.
Í gamla daga - var talað um uppreisnarmenn.
Virðist að orðið "hryðjuverkamaður" sé í dag allsherjar orðalag yfir sérhvern þann sem sé í andstöðu við stjórnvöld eða samfélagið eða valdafyrirkomulag -- og beitir vopnavaldi.
- Komið í stað orðalags sbr. - uppreisn/uppreisnarmenn/skæruliðar/skærusveitir o.s.frv.
- Þá missir orðið "hryðjuverkamaður" sína merkingu -- en áður voru hryðjuverkamenn einungis fámennir hópar sem beita sprengjutilræðum eða skyndiárásum mjög fámennra hópa vopnaðara manna - hópar sem héldu engum landsvæðum.
- Þegar um er að ræða mun fjölmennari átök, þ.e. hersveitir raunverulega sem geta haldið svæðum í beinni vopnaðir andstöðu við her viðkomandi ríkis, njóta augljóslega víðtæks stuðnings verulegs hluta íbúa lands --> Þá er gamla hefðin að tala um "skærustríð" - "skæruliðasveitir" - "skæruliðaheri" og ekki síst "skæruhernað."
Mín skoðun er sú að í dag sé beiting orðalagsins "hryðjuverkamaður" mjög oft notað í pólitísku áróðursskyni fyrst og fremst --> Frekar en að vera lýsandi hugtak.
En þ.e. mjög augljóst ósanngjörn notkun -- að stimpla heilu samfélögin, ásamt börnum og konum, hryðjuverkamenn - vegna þess að það samfélag er í uppreisn gegn stjórnvöldum.
- Punkturinn er auðvitað, hve "brútal" Pútín var þegar hann barði niður uppreisn íbúa Téténíu gegn stjórnvöldum Rússlands --> En uppreisn Téténa var augljós ógn við stöðu Rússlands í Kákasus, gat hvatt íbúa annarra héraða í kring, þ.s. einnig íbúar meirihluta eru Múslimar, og ekki ástæða að ætla að séu heldur hrifnir af því að búa við drottnun Rússa -- til þess að einnig gera uppreisn.
Þannig að með því að kveða uppreisn Téténa niður með óskaplega harkalegum hætti, var Pútín einnig að senda skilaboð til annarra héraða í Kákasus undir stjórn Rússa, að ef íbúar þar rísa upp -- verða þeir einnig strádrepnir þar til uppreisn er brotin niður.
Lauslega áætlað þá drap Pútín e-h á bilinu 15-20% téténsku þjóðarinnar, stökkti um helming á flótta til nágranna héraða -einnig undir stjórn Rússa- síðan eftir að uppreisnin var brotin niður, var þeim skipað að snúa heim - enda hin héröðin einnig undir valdsstjórn Rússa. - Það sem ég er að velta fyrir mér -- er hvort að með ákaflega "brútal" meðferð á uppreisn í Sýrlandi, þ.s. rússneskar hervélar virðast skipulega vera að eyðileggja alla innviði þá sem eftir eru, þ.e. þar á meðal skóla - sjúkrahús - vatnsveitur og hvað annað sem nútíma samfélag þarf --> Þá neyðir hann íbúa þeirra svæða til flótta, og vegna þess að þeir íbúar eru skjól uppreisnarinnar sjálfrar, þá gildir að án íbúa sem styðja viðkomandi uppreisn, þá hefur sú uppreisn ekki lengur skjól -- og er þá brotin á bak aftur með þeirri afar "brútal" tækni, að hrekja íbúana úr landi sem styðja uppreisnina -- eiginlega skipulögð hreinsun á þeim hluta íbúa Sýrlands -einkum Súnní Múslimum- sem hafa stutt uppreisnina frá 2011 þ.e. vísvitandi hreinsun á milljónum --> Spurning hvort að með beitingu slíkrar óskaplegrar grimmdar, sé Pútín einnig að senda skilaboð til A-Evrópu.
Hvernig getur það verið, að Pútín geti verið hugsanlega að senda skilaboð til A-Evrópu með grimmilegri meðferð sinni á Súnní Múslimum í Sýrlandi?
Það er í gangi umræða um stöðu NATO í A-Evrópu sérstaklega.
En staðreyndin er sú að þegar A-Evrópa gekk í NATO, fór í kjölfarið engin ný hernaðarleg uppbygging af hálfu NATO innan A-Evrópu -- eina undantekningin eru gagneldflauga skotpallar er settir voru upp í Póllandi og Rússar kvörtuðu yfir fyrir nokkrum árum, sem geta skotið niður langdrægar flaugar er geta borið kjarnavopn; en þeirri framkvæmd fylgdi engin umtalsverður herstyrkur.
Undanfarin nokkur ár hefur Pútín ítrekað haldið mjög fjölmennar heræfingar rússneska hersins, trekk í trekk hafa þær æfingar haft um eða yfir 100.000 hermenn.
"Natos greatly increased range and pace of military war-games, for example, still pales in comparison to Russias now routine snap and sprawling, planned military drills."
- "Last years centrepiece for Nato, dubbed Noble Jump the alliances largest war game in years involved a core of 5,000 men, with 10,000 involved in affiliated exercises elsewhere and 300 or so tanks."
- "Russias centre 2015 drill in September mobilised 95,000 troops and 7,000 tanks and artillery."
Pútín hefur verið að stórauka þessar æfingar -- síðan svokölluð Evru kreppa skall á, og ESB aðildarlönd lentu í efnahagskreppu sem var sú versta er Evrópa hefur séð í áratugi.
Þ.e. áhugavert að Pútín auki tíðni mjög fjölmennra æfinga um svipað leiti -- og samdráttur er í liðsstyrk og mögulegri bardagahæfni NATO herja ESB aðildarlanda.
- Á kreppuárunum fór fram mjög mikill niðurskurður til hernaðarmála í ESB aðildarlöndum --> Og er svo komið að meira að segja Þýskaland er með mikið af nýlegum hergögnum sem eru ónothæf vegna skorts á viðhaldi:
"Of the German Bundeswehrs 31 Tiger helicopters, for example, only 10 are usable and just 280 of its 406 Marder armoured infantry vehicles."
Þetta kom fram í skýrslu þýskra stjv. á stöðu hersins fyrir örfáum árum, að meir en helmingur nýlegra tækja yfir línuna eru ónothæf vegna skorts á viðhaldi.
Ástæða -- fjárskortur. - Rétt að hafa í huga að í dag fer stór hluti fjárlaga til hermála í ESB aðildarlöndum, til þess að fjármagna lífeyriskerfi hermanna, sem mörg eru skilst mér gegnumstreymiskerfi.
Nú -- punkturinn er auðvitað sá, að ef Þýski herinn er þetta illa staddur.
Eru aðrir NATO herir ESB aðildarríkja vart í betra ásigkomulagi.
"One of Natos set piece military exercises in Europe last year, Sir Richard notes, required the retrieval of tanks used for training in western Canada, because the serviceability and spares situation in the UKs fleet was so dire." --> Úr nýrri skýrslu NATO um stöðu herja aðildarlanda.
- "A RAND corporation paper modelling dozens of war game scenarios in consultation with the Pentagon and published in late January, found that Russias forces would overrun Nato in the Baltic, and capture Tallinn and Riga, in a maximum of 60 hours, with a catastrophic defeat for defending alliance forces."
Það er nefnilega málið að svo er komið að NATO herir þeir sem staddir eru í Evrópu, þ.e. megin parti til herir Evrópuríkja sjálfra.
Eru augljóst ófærir um að koma A-Evrópuríkjum til aðstoðar í ímyndaðri snöggri innrás herja Pútíns.
Og það sama gildir, að A-Evrópuríkin sjálf ráða mjög ólíklega við það að verja sín eigin lönd gegn -tæknilega mögulegri- leiftur innrás fjölmennra rússneskra herja.
M.ö.o. mundu Eystrasaltlönd falla á örfáum dögum.
Síðan gætu lönd eins og Rúmenía - Ungverjaland - Slóvenía - Tékkland - jafnvel, Pólland --> Öll fallið á nokkrum vikum.
En herir Pútíns eru örugglega færir um að hefja innrás meðfram allir þessari víglínu.
- Bandaríkin mundu án efa fyrir rest, safna liði til þess að hrekja slíka rússneska innrás til baka -- en sú liðssöfnun gæti tekið a.m.k. 6 mánuði, nægur tími fyrir Rússland að hernema alla A-Evrópu.
- Og það gæti vel verið auk þess, að hluti Þýskalands - Austurríkis og að allt Grikkland ásamt Balkanskaga að auki - gætu fallið. Áður en liðssafnaður Bandaríkjanna, mundi geta stoppað upp í gatið.
Síðan gæti tekið fleiri ár að hrekja slíka rússneski heri á brott.
Með sennilegri nær fullkominni eyðileggingu innviða svæða sem herirnir færi um.
Eftir það gæti enduruppbygging tekið áratugi.
Höfum samt það í huga að þó þú getir gert innrás, er það ekki það endilega sama og að þú ætir að gera innrás!
Munið -- að ég er að benda á þann möguleika að Pútín sé að senda skilaboð til A-Evrópu með óskaplegri grimmd sinni í beitingu vopna í Sýrlandi.
Og með því ítrekað með óbeinum hætti benda á þá sennilegu staðreynd -- að Pútín geti -tæknilega- tekið öll A-Evrópuríkin og það á örfáum vikum jafnvel.
Þannig að skilaboðin eru þá þau --> Að A-Evrópulöndin gætu hugsanlega fengið svipaða meðferð.
- Með því að ítrekað að halda mjög fjölmennar heræfingar - þá ítrekað sannar Pútín það fyrir pólitíkusum A-Evrópu, að geta rússneska hersins til slíkrar innrásar sé mjög raunveruleg.
- Síðan með óskaplegri grimmd sinni gagnvart Sýrlendingum -- sýnir hann það hvað árás rússneskra herja gæti leitt til.
- Svo er áhugavert að -án þess að leitast við að fela það neitt- hefur rússneski herinn birt áætlanir í stíl --> Sem sendir frekari skilaboð, sbr. um "hugsanlega beitingu kjarnavopna í árás á Svíþjóð" ef til stríðs kæmi við NATO - sem auðvitað leiðtogar Evrópuríkja skilja þannig að þau gætu lent í því sama <--> Og rússn. herinn að auki hefur birt áætlanir sem fela í sér fjölmennar innrásir, í ímynduðu stríði gegn NATO.
Slíkar birtingar eru vart án samþykkis Pútíns.
Hann að sjálfsögðu aðspurður mun hlægja af því í viðtali ef spurt verður hvort að þetta feli í sér þrýsting á NATO þjóðir.
- Grimmd Pútíns í Sýrlandi - getur falið í sér þau skilaboð til NATO landa, sérstaklega í A-Evrópu, að hugsanlegt stríð við Rússland getur haft miklar afleiðingar.
- Síðan með ítrekuðum heræfingum - og útgefnum áætlunum rússn. hersins; sendir Pútín pólitíkusum A-Evrópu ítrekað þau skilaboð - að hann geti hernumið lönd þeirra að vild.
- Vegna þess að þetta er allt nægilega óskýrt.
Getur Pútín algerlega neitað/hafnað því að nokkuð slíkt sé í gangi.
Punkturinn er auðvitað sú - að það þarf alls ekki vera að Pútín hafi nokkurn áhuga á allsherjar árás á A-Evrópu.
En eigi að síður, getur hann vonast til þess, að með þeim ógnunum sem hann beitir --> Geti hann hrætt pólitíkusa í A-Evrópu, til þess --> Að fara að sínum vilja.
Það kostar Pútín ekki mjög mikið að senda slík skilaboð - og ef hann fær A-Evrópuríki til þess að verða nægilega hrædd, gæti það veikt samstöðu innan NATO sem og innan ESB
Síðan bætist við -- að stríðið í Sýrlandi er að senda mikinn fjölda flóttamanna til Evrópu.
Og flóttamannakrísan er enn frekar að grafa undan samstöðu innan ESB og hugsanlega NATO einnig.
- Pútín hefur sent stjórnvöldum í Sýrlandi vopn - að mestu án þess að fá greitt fyrir þau vopn síðan stríðið hófst 2011. En það hefur ekki dugað.
- 2015 fór sendinefnd Írana til fundar við Pútín, og það virðist að samkomulag hafi náðst milli Írans og Rússlands -- um sameiginlega aðgerðir í Sýrlandi --> Þ.e. síðan um mitt sl. sumar hafa Íranar sent þúsundir hermanna til Sýrlands og samtímis komu Rússar upp herstöð við Ladakia flugvöll þ.s. í dag eru 50 sprengjuvélar hafðar til taks ásamt tugum orrustuþotna. Um 5 mánuðu skeið hafa herþotur Rússa haldið uppi linnulausu sprengjuregni á uppreisnarmenn -- fyrir ca. mánuði hófst stórsókn herflokka á vegum stjórnvalda Írans + Hezbollah + leyfa hers Sýrlandsstjórnar, árás á uppreisnarmenn í A-hluta landsins, og hefur sú atlaga haft þann árangur ásamt aðstoð loftárása Rússa að víglínur uppreisnarmanna hafa fallið og herir sem styðja Damaskus hafa náð að rjúfa samgönguleiðir uppreisnarmanna við Tyrkland -- þaðan sem þeir hafa fengið einna helst vopn.
Grimmd loftárásanna virðist óskapleg, þ.e. ráðist hefur verið alla umferð -en það hefur NATO t.d. neitað að gera á svæðum á valdi ISIS vegna þess að þá ertu að drepa almenna borgara einnig- og það virðist stefna að sprengja upp allar heillegar byggingar sem enn eru til staðar, sem hefur leitt til ítrekaðra árása á sjúkrahús og skóla sem enn hafa verið í rekstri -- þannig allir innviðir sem eftir eru, eru þá skipulega eyðilagðir.
sem auðvitað leiðir til fjöldaflótta almennra borgar á þeim svæðum, því án innviða hafa almennir borgarar ekkert til að lifa á.
Ég held að í ljósi samdráttar NATO herja innan Evrópu -- hafi Pútín sennilega tímasett það mjög vel, er hann ákvað að hefja deilur við NATO vegna Úkraínu.
En höfum í huga, að andstaða við það að vopna Úkraínustjórn, hefur verið sterk meðal sumra Evrópuríkja <--> Mig grunar að í því hafi birst hvernig Pútín hafi tekist að hræða pólitíkusa í Evópu til óbeins ef ekki beins stuðning við stefnu Pútíns.
En Pútín hljóti að hafa haft upplýsingar um það hvernig ESB aðildarríki voru að veikja sína heri, árin sem kreppan var í gangi <--> Þannig að sú tímasetning Pútíns að hefja deilur við NATO af fyrra bragði út af Úkraínu, sé ákaflega góð --> Rétt í kjölfar þess að pólitíkusar Evrópu eru búnir að skera sína heri niður að beini.
Þannig að ég lít svo á að þessi "intimidation" Pútíns á Evrópu.
Sé að virka a.m.k. að einhverju leiti til þess að sveigja einstakar Evrópuþjóðir -- í átt að hans vilja.
- Svo virðast aðgerðir Pútíns innan Sýrlands -- geti sent milljónir sýrlenskra flóttamanna til viðbótar til Evrópu --> Útkoma sem Pútín getur vart dulist að geti veikt enn frekar ESB og jafnvel samstöðu innan NATO.
- En -ég endurtek- Tétníu stríðið neyddi um tíma um helming íbúa Tétníu til flótta -- með því að neyða íbúa sem styðja uppreisn til flótta --> Þá veikist sú uppreisn því þá fær hún ekki lengur skjól og stuðning þeirra íbúa. Það að hrekja þá íbúa til flótta sem styðja uppreisn -- m.a. með því að sprengja upp hús þeirra og alla samfélags innviði svo það sé ekkert til að lifa á í landinu fyrir þá íbúa --> Er mjög áhrifarík aðferð til að brjóta niður uppreisn, tja -- ef þú ert eins grimmur og t.d. Stalín.
- En málið er að vegna þess að Pútín þá einnig stjórnaði héröðunum allt í kringum Tétníu -- gat hann síðan skipað svo fyrir að íbúarnir yrðu aftur sendir heim --> En í Sýrlandi þá ráða önnur sjálfstæð lönd landsvæðum, og Pútín getur ekki sent þeim slíkar skipanir.
- Að auki --> Þá er þetta stríð sennilega stórum hluta trúarstríð:
- Stjórnvöld eru einokuð af Alavi fólkinu í Sýrlandi sl. 60 ár, sem er sjálfstæður trúarhópur --> Það virðist að Alavi hóparnir sem ráða innan stjórnarhersins og stjórnvalda Sýrlands - hafi samþykkt stefnu Pútíns eins og henni var beitt í Téténíu stríðinu -- þ.e. að sprengja allt í loft upp á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna, en ég hef tekið eftir því hef lík hernaðaraðferð stjv. í Damaskus hefur verið hernaðaraðferð Pútíns í Téténíu - svo lík að ég efa að það sé tilviljun --> En skipulagðar árásir Damaskus á svæði uppreisnarmanna, með berýnilega skipulagðri eyðileggingu byggðarinnar sjálfrar sem styður uppreisnarmennina --> Hafi eins og aðferðir Pútíns í Téténíu --> Hrakið mikinn fjölda fólks úr landi.
- Síðan 2013 hafa hersveitir Hezbolla að auki barist með her "Alava" í Sýrlandi, skv. hvatningu Írana -- og Íranar séð þeim fyrir vopnum. Það virðist að Hezbollah hafi skipulega hafið á þeim svæðum sem Hezbollah ræður -- hreinsanir á Súnní hluta íbúa --> Þannig stutt við aðgerðir "Alava" að hrekja á brott Súnní trúar íbúa Sýrlands - sem hafa verið meirihluti þeirra er hafa stutt uppreisn gegn stjórn Alava.
- Uppreisnarmenn eru síðan -- allir með tölu, Súnní trúar --> Gegn þeim eru Íranar sem eru Shítar - Hezbollah sem er Shíta hreyfing, og Alavar innan Sýrlands sértrúarhópur sem virðist hafa gert bandalag við Íran, og nýtur stuðnings Írana ásamt Rússlandi og Hezbollah þar með til áframhaldandi drottunar yfir Sýrlandi.
Þarna er því augljós víðtækur trúarklofningur!
Það er því ákaflega barnalegt að halda að trúarþátturinn -- hafi engin áhrif!M.ö.o. trúarþátturinn kemur inn - og magnar upp andstæðurnar, og þar með einnig hatrið.
- Svo bætist við, að Íranar hafa verið í langtíma átökum innan Mið-Austurlanda við Saudi Arabíu -- og Saudi Arabía sá sér þann leik til þess að veikja bandamann Írana, er uppreisn þar hófst 2011, að styðja uppreisnarmenn - og það hefur vart skaðað í augum Sauda að uppreisnarmenn voru Súnní trúar eins og þeir.
Hve miklu máli trúin þarna skiptir fyrir Sauda - veit enginn utanaðkomandi, en barnalegt væri að halda að það skipti þá engu máli. - Að auki hefur síðan hafist annað stríð milli stuðningsmanna Írana og stuðningsmanna Sauda -- í landinu Yemen, þ.s. uppreisn er styður Íran náði völdum yfir höfuðborginni og um tíma yfir stórum hluta landsins; en árás undir stjórn Saudi Araba hefur síðan hrakið þá uppreisn til baka af stórum svæðum, en enn heldur hún höfuðborginni - auk þess hafa Saudar haldið uppi linnulausum loftárásum á svæði í Yemen enn undir stjórn þeirrar uppreisnar --> Það stríð gæti haldið áfram mörg ár enn.
- Þ.e. hugsanlegt -en alls ekki vitað fyrir víst- að Saudar hafi studd a.m.k. um hríð, ISIS -- en þ.e. áhugavert að þegar ISIS reis upp 2013 -fyrst með því að ná landssvæðum innan Sýrlands, síðan með innrás inn í Írak á Súnní svæði þar- --> Þá veikti ISIS bandamann Írana, stjórnvöld í Bagdad.
Ath. Þó að Saudi Arabía græði á þeirri útkomu - þarf það ekki að þíða að Saudar hafi raunverulga stutt ISIS.
Síðan getur einnig verið, að Saudar hafi áður stutt ISIS -- en eftir að ISIS náði olíulyndum í Sýrlandi og N-hluta Íraks, hafi ISIS -- fylgt eigin prógrammi, þ.e. hætt að hlíða Saudum -- m.ö.o. farið út fyrir handritið.
Þannig að Saudum getur í dag raunverulega verið alvara með að vilja eyðileggja ISIS - þó að hugsanlega áður hafi Saudar elft ISIS sem hugsanlegan bandamann.
En þ.e. alltaf áhætta að -- senda fé og vopn til skærusveita, því erfitt getur verið að tryggja -- að þær fylgi skipunum síðar meir.
Atriði sem Bandaríkin lærðu eftir átökin í Afganistan í kjölfar þess að þau studdu marga róttæka Múslima hópa er börðust gegn innrásarherjum Sovétríkjanna.
M.ö.o. þá líklega þíðir trúarþátturinn í Sýrlands-stríðinu, líklega það að þeir flóttamenn sem hraktir hafa verið -- þ.e. mjög sennilega vísvitandi hraktir af stjórnvöldum í Damaskus undir minnihlutahópi Alava og Hazbollah er nýtur stuðnings Írana, auk þess að þær hersveitir undir stjórn Írana er mættu á svæðið síðsumars 2015 virðast í dag einnig taka fullan þátt í þeim hreinsunum -- og ekki síst, að loftárásir Rússa hvernig grimmdin í þeim virðist alger, að auki stuðlar að því að Súnní trúar Sýrlendingar sem styðja uppreisn séu hraktir á brott -->> Að afar ósennilegt sé að þeir hafi áhuga á að koma heim aftur.
Ef útkoman er sú - að Alavar halda áfram að ráða í Damaskus.
Og að Íran og Hezbolla verður áfram þar með mjög mikil ítök.
- En eftir óskaplega grimmd aðgerðanna sem beitt hefur verið gegn uppreisninni. Af trúarhópum Alava og Shíta á svæðinu.
- Þá hljóti hatur Súnní hluta íbúa sem studdu uppreisnina að vera mjög mikið gagnvart Alövum sem ráða þá enn í Damaskus, og auk þess hafi bæst við stækt hatur á Íran og Hezbollah - og ekki síður á Rússlandi.
- Það hatur mun þá áfram sjóða í flóttamannabúðum í nágrannalöndum, þ.s. hugsanlega allt að 8 milljón brotthraktir íbúar Sýrlands munu þá búa.
Eins og ég hef áður bent á -- þá væri þessi útkoma sambærileg við þá útkomu er varð í átökum Ísraela við Araba 1948, er þeir hröktu mikinn fjölda þeirra sem í dag kalla sig Palestínumenn úr landi, og þeir síðan mynduðu varanlegar flóttamannabúðir í löndunum allt í kring - og þar sauð sannarlega áfram það hatur á Ísraelum sem varð til í þeim átökum.
Þær flóttamannabúðir héldu þá áfram að vera öryggisógn fyrir Ísrael - áratug eftir áratug.
Að auki er unnt að benda á annað dæmi, þ.e. Afganistan, en fjölmennar flóttamannabúðir í Pakistan hafa orðið að miðstöð róttækni og haturs gegn þeim sem ráða í Afganistan --> Rétt að benda á það að Talibanar urðu til sem hreyfing í þeim flóttamannabúðum.
Síðan hafa þær veitt Talibönum skjól, þ.e. ekki hefur verið hægt að ráðast að þeim búðum þ.s. þær hafa notið verndar Pakistana í reynd -- þannig að ekki hefur þar af leiðandi reynst mögulegt að ráða niðurlögum Talibana, og ráð þeir í dag nærri eða rúmlega helmingi Afganistan.
- Ég veit ekki í dag -- hvort framtíðin í kjölfar þess að Súnní trúar íbúar Sýrlands eru meirihluta hraktir úr landi, verður líkari því sem Ísrelar upplifðu.
- Eða að svipuð því sem varð í Afganistan stríðinu -- að það rísa upp nýjar og enn hættulegri öfgahreyfingar Súnníta í þeim búðum, sem leiða til þess að stríðið verður aftur að hatrömmum átökum - er engan enda virðast ætla að taka.
En ég er einungis viss um eitt -- að það stuðlar ekki að friði í Miðusturlöndum.
Þar sem átök og vaxandi spenna er þegar í gangi milli Írana með stuðningi Hezbollah - við áhrifamikil Súnní trúarlönd.
Að trúarhópur Alava - með stuðningi Shíta - og kristinna Rússa, með skipulögðum hætti hrekji meirihluta Súnní trúar íbúa Sýrlands, úr landi.
Í Miðausturlöndum þ.s. meirihluti íbúa er Súnní trúar.
- Hætta á meiriháttar trúarstríði hefur verið vaxandi í Miðausturlöndum, um nokkurra ára skeið.
- Hún hefur farið vaxandi með vaxandi átökum Súnní hópa vs. Shíta hópa innan Sýrlands - innan Íraks og síðar að auki innan Yemens.
- Sú útkoma að meirihluti Súnní íbúa Sýrlands -- sé brotthrakinn, geti vart annað en aukið enn suðuna í þeim potti sem Miðausturlönd séu.
M.ö.o. að hættan á allsherjar stríði vaxi við þetta enn frekar.
Ég veit ekki fyrir víst, að Pútín geri sér grein fyrir því, að hvernig hann beitir sér nú innan Sýrlands -- auki líkur á allsherjar trúarátökum í Miðausturlöndum!
Eitt er þó víst, að slík átök - hefðu afleiðingar sem má vera að Pútín lítist vel á.
- Stöðugur flóttamannastraumur frá Miðausturlöndum, eftir því sem land eftir land yrði þeim átökum að bráð. Afleiðingar er mundi fyrst og fremst bitna á Evrópu.
- Að auki, versnandi jafnvel hratt versnandi öryggis ástand fyrir NATO við Miðjarðarhaf, og ekki síður - vaxandi jafnvel hratt vaxandi hryðjuverkahætta.
- Það ofan í -- hvernig NATO hefur veikst mikið í kjölfar kreppunnar í Evrópu.
- Ekki má gleyma áhrifunum á -- ESB, vegna deilna um flóttamenn - Pútín virðist vilja þá stofnun að auki feyga.
________________
Í þetta samhengi þá spili -- endurteknar risa heræfingar Pútíns í Rússlandi.
Sem sendi stöðugt þau skilaboð til A-Evrópuríkja.
Að Pútín geti hvenær sem er tekið þau yfir - og ef þau berjast við hann, geti skilaboðin verið á þá lund að þá geti afleiðingar fyrir þau verið í stíl við afleiðingar þær sem eru að verða fyrir Súnní trúar íbúa Sýrlands - fyrir að hafa dirfst að rísa upp gegn stjórnvöldum er njóta stuðnings Pútíns.
Sú "intimidation" sé ódýr aðgerð fyrir Pútín.
Til samans -- þá má líta svo á að skipulag Evrópu ásamt NATO.
Sé undir stórfelldri atlögu frá Pútín.
- Markmið Pútíns er líklega það að endurreisa eins mikið af járntjaldinu og hann getur.
- Þ.e. sveigja ef hann getur lönd A-Evrópu, þannig að þau verði aftur leppríki stjórnvalda í Kreml.
- Endurreisa þar með -- áhrifasvæði Kremlverja í Evrópu sem Kremlverjar höfðu allt til 1989. En hrun Járntjaldsins hefur Pútín kallað -- einar þær mestu hörmungar sem Rússar hafi orðið fyrir.
- Og auðvitað að ef honum tekst að endurreisa Járntjaldið - þá vonast hann til þess að Kreml verði aftur miðja ríkis -- sem hafi hnattræn áhrif, sé jafnoki hvers sem er.
Ég skal ekki fella mat á hversu líkleg slík útkoma er.
En hún virðist ekki eins brjálað ólíkleg - eins og nokkrum árum fyrr.
Rússland í dag er auðvitað -- miklu mun veikara land en áður.
Það auðvitað skiptir einnig máli.
En ef Evrópa ætlar að endurreisa sína heri -- þarf hún að hefja það verkefni fljótlega.
Og það mun kosta miklu mun meiri peninga -- en spöruðust við þann niðurskurð til hermála, er framkallaði núverandi ástand þeirra herja.
Niðurstaða
NATO og Evrópa virðist undir mjög þrautskipilagðri atlögu Pútíns - sem hófst þegar hann hóf deilur um Úkraínu við NATO og við Evrópu.
Í þeim átökum beitir Pútín með mjög snjöllum hætti, öflugum áróðurstækjum þ.e. Russia Today t.d. og ekki síður gríðarlegum fjölda netsíðna sem mjög sennilega er haldið uppi af stjórnvöldum í Kreml - og hafa það hlutverk að afla stefnu Pútíns fylgismanna á netinu um allan heim, og einnig það hlutverk að dreifa áróðri stjórnvalda í Kreml.
Stríðið í Sýrlandi -- í þessu samhengi, gæti skoðast sem lukka fyrir Pútín. En það hjálpar honum með margvíslegum hætti, ekki síst flóttamannastraumurinn sem það skapar dregur úr samstöðu NATO landa sem og ESB aðildarlanda -- Pútín virðist skv. hvatningu Írana loks hafa áttað sig á þessu; og sé sennilega í dag að beita því sem lið í því að veikja samstöðu V-evr. ríkja innbyrðis sem og til þess að skapa aukið álag fyrir stofnun sem hafi mjög verið veikluð á undanförnum árum, NATO.
Pútín stefni hvorki meira né minna en að því, að endurreisa fyrra áhrifasvæði Kremlverja innan Evrópu, áhrifasvæði sem Kremlverjar misstu 1989. Eða a.m.k. að því leiti sem Pútín megnar.
Og þar með að endurreisn stjórnvalda í Kreml, sem miðju ríkis með hnattræn áhrif.
Ef Evrópa og NATO ætla að spyrna við fótum.
Þurfa þau mjög fljótlega að fara að gera það með mun öflugri hætti en áður.
En annars sé raunveruleg hætta á að Pútín takist að leggja hlekki ófrelsis aftur yfir mikinn fjölda fólks í A-Evrópu.
En draumur Pútís um endurreisn risaveldis -- þíðir óhjákvæmilega hlekki ófrelsis fyrir íbúa A-Evrópu, að eins miklu leiti og Pútín getur náð því fram.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar þú ert alltaf með svo flóknar kenningar .Hvar færðu eigilega allar þessar hugmyndir?
.
Það er merkilegt að þú skulir ekki vera farinn að átta þig á ferlinu í svona "uppreisnum"
Fyrsta stig er að Bandaríkin þurfa að losna við einhver stjórnvöld ,eða að sundra einhverju landi til að það sé ekki að flækjast fyrir heimsyfirráðastefnu þeirra
Næsta skref er að finna einhvern ofstækisfullan hóp sem er fær um,og hefur vilja til að beita ofbeldi til að komast til valda.
Svo er að ausa í þennan hóp peningum í einhvern tíma til að þeir geti aflað sér meira fylgis.
Þegar hópurinn er orðinn nógu stór leitar hann færis á að hefja átök við stjórnvöldin sem fjárfestarnir telja óæskileg.
Núna eru átök byrjuð og tími til að bæta inn málaliðum (hryðjuverkamönnum) sem Bandaríkjamenn hafa haft á sínum snærum frá í Sovét-Afgan stríðinu. (þetta á við um Miðausturlönd,í Evrópu eru það Nasistar)
Vinsælt hefur verið á síðari árum að koma á "NO fly zone) yfir fórnarlambinu svo bandaríski herinn ,eða aðrir NATO herir geti virkað sem flugher fyrir hryðjuverkamennina (uppreisnarmennina)
Þatta ferli ertu búinn að sjá nógu oft til að þú átt að vera búinn að áttað þig á ferlinu,en af einhverjum ástæðum gerir þú það ekki.
.
Í Téténíu var þetta með hefðbundnum hætti og svo sem ekkert meira um það að segja.
.
Putin er aftur á móti slæmt fórnarlamb og rak glæplýðinn af höndum sér með fádæma hörku,og reyndi að drepa eins marga af málaliðunum og hann gat.
En illu heilli sluppu margir og voru síðar notaðir til að fremja illvirki á vegum Bandaríkjastjórnar víða um Miðausturlönd.
.
Nú síðast fór þetta af stað í Sýrlandi með hefðbundnu sniði og allt gekk eftir áætlun,þangað til Putin var nóg boðið og kom til hjálpar.
Fyrst með því að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu hafið loftárásir á Sýrlandsstjórn út af upplognum sökum og síðar með beinni íhlutun eftir beiðni frá löglegri stjórn landsins.
.
Putin er þarna af tvennum ástæðum fyrst of fremst.
Í fyrsta lagi til að koma í veg fyrir að bandamaður hans í Miðausturlöndum verðu myrtur af leiguþýi Bandaríkjastjórnar. Þessu tengjast líka olíu hagsmunir og flotasstöð Rússa.
.
Í öðru lagi vill Putin koma eins þungu höggi á málaliðaherinn og hægt er,áður en hann verður sendur aftur til Kákasushéraða Rússlands.Helst vill hann eyða honum.
Um 800 þeirra eru nú innilokaðir í Aleppo og bíða dauða síns. Könunum er ekki skemmt.
Ef Putin tekst að þurrka út þetta lið í Aleppo ,eru það skýr skilaboð til eftirlifenda á öðrum svæðum ,að það gæti verið betra fyrir þá að fá sér aðra vinnu en að ráðast inn í Kákasus.
Putin er nefnilega klókari en þú að því leiti að hann er fyrir löngu búinn að átta sig á ferlinu ,og vill allt til vinna að mæta málaliðunum á útivelli.
.
Evrópulönd óttast ekki Rússa,sem sýnir sig best í því að þeir nenna ekki einu sinni að halda úti her og hafa ekki gert í áratugi.
Nú eru Bandaríkjamenn froðufellandi yfir þeirri truflun sem þeir hafa orðið fyrir af hendi Rússa í ferli sínu til heimsdrottnunar og þvinga nú undirmenn sína í Evrópu til að safna liði á landamærum Rússlands.
Flest ríki gera þetta með hangandi hendi ,en alltaf eru einhversstaðar þrælar sem vinna af meiri áfergju en aðrir,eins og í Póllandi, sem hefur ambissjónir til að taka við af Þýskalandi sem yfir þræll og Litháen sem er með CIA mafíu við stjórnvölinn.
Borgþór Jónsson, 27.2.2016 kl. 22:36
Einar. Hvað fær þig til að trúa að NATO og verk þess hertökubandalags sé á nokkurn hátt verjandi?
Hvað fær þig til að trúa að einn maður: Pútín, beri ábyrgð á allri fortíðarinnar Sovétspillingunni og baktjaldastýringunni NATO-ábyrgu? Ég er ekki að halda því fram að Pútín sé gallalaus og heilagur, frekar en nokkur annar hér á jörðu. En þú og sumir aðrir tala eins og þið séuð heilagir, án þess að vera nálægt heilagleika af nokkru tagi, frekar en nokkur annar?
Það er alveg stórmerkilegt að fylgjast með öllum þessum fullyrðingum af þinni og annarra pólitískra áróðursmeistara hálfu? Þú hefur ekki einu sinni staðið í fremstu víglínu stríðandi hertökufylkinga NATO? Eða hefur þú kannski raunverulega staðið í fremstu hertökuvíglínu í bókstaflegri merkingu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2016 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning