Verður Grikkland að misheppnuðu ríki? 10 Evrópuríki hafa ákveðið að stöðva för flóttamanna Norður

Það er virkilega mögnuð atburðarás nú skyndilega hafin, eftir ákvörðun Austuríkis og 9 annarra ríkja, að loka að miklu leiti á flæði flóttamanna til Norður Evrópu.
En mér virðist það augljóst leiða til þess - að flóttamenn hljóta að safnast upp innan Grikklands, í landi sem enn er djúpt í viðjum skuldakrísu - landi sem ekki hefur fjármagn til umráða til að styðja við mikinn fjölda flóttamanna, og land sem enn í dag er ákaflega efnahagslega viðkvæmt.

Ríkin virðast skilgreina Sýrlendinga og Íraka - - sem flóttamenn sem geta fengið hæli.
En loka almennt á flóttamenn úr öðrum áttum.
Síðan skilgreina þau hvaða upplýsingar eða sannanir flóttamenn þurfa að hafa í farteskinu, til að fá að ferðast til þeirra landa.

With E.U. Paralyzed, 10 Nations Try to Stem Migrant Flow

EU warns of migrant humanitarian crisis in Greece and Balkans

"A spokesperson for Médecins Sans Frontières said Greece’s reception facilities could be filled to capacity within eight days if the restrictions on Afghans remained in place."

http://www.ezilon.com/maps/images/europe/Greece-map.gif

Vandinn er sá að mér virðist augljóst að það stefni í að Grikkland verði á skömmum tíma ofurliði borið!

En flestir flóttamenn streyma að í gegnum Grikkland -- sem enn býr við það ástand að N-Evr. ríki þverneita að afskrifa ca. 200% af þjóðarframleiðslu opinberar skuldir Grikklands.
Jafnvel þó að AGS -- hafi á sl. sumri sagt þá skuldastöðu ósjálfbæra.

Að auki blasir við, að ef það ætti að vera mögulegt fyrir áætlun ríkjanna 10-að virka, þá er ætlast til þess að Grikkland - - komi á fót skipulögðum búðum fyrir flóttamenn.
Þar sem þeir bíða, meðan að umsóknir þeirra -- fá sína meðferð í löndunum 10.

Vandinn er að Grikkland ræður ekkert við það hlutverk, að verða -- allsherjar biðstofa fyrir flóttamenn fyrir Evrópu alla <--> Á sama tíma og enn er þess krafist að Grikkland endurgreiði óviðráðanlegar skuldir, sem þíðir að enn er krafist frekari samdráttar í útgjöldum gríska ríkisins.

  1. Að auki blasir að auki við að Grikkland ræður ekki heldur við það hlutverk, að sjá þessum flóttamönnum -- jafnvel fyrir brýnustu nauðsynjum.
  2. Þannig að alvarleg krísa er augljóst yfirvofandi - jafnvel meiriháttar mannlegur harmleikur.

Vandamálið er ekki síst -- að flest bendi til þess að þetta verði fullkomlega óviðráðanlegt fyrir Grikkland -- á einungis örfáum vikum.

Hvað síðan gerist -- ég verð að segja, að ég óttast virkilega það versta.

 

Niðurstaða

Það sem virðist í gangi nú innan ESB - sé að hvert ríki virðist ætla að sinna sínum hagsmunum. Með vissum hætti er unnt að skilja að þjóðirnar fyrir Norðan Grikkland vilji takmarka fjölda aðkomumanna til sín.
Á hinn bóginn virðist engin tilraun gerð til þess að koma til móts við þarfir Grikklands.
Á sama tíma og stefnan í skuldamálum Grikklands, ásamt kröfunni um frekari niðurskurð grískra ríkisútgjalda er enn óbreytt -- Grikkland miklu leiti stjórnað af eigendum skulda þess.

Rökrétt niðurstaða virðist mér að innan örfárra vikna verði til staðar í Grikklandi fullkomlega stjórnlaust neyðarástand, ásamt mannlegum harmleik.

Þetta mun að sjálfsögðu gera að engu - tilraunir til efnahagslegrar uppbyggingar í Grikklandi.

Það stefni þá hratt í að Grikkland verði -- misheppnað ríki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband