23.2.2016 | 21:06
Saudi Arabía segir ekki koma til greina að draga úr olíuframleiðslu til að hækka olíuverð
Rétt að hafa í huga að Ali al-Naimi er ekki hlutlaus -- t.d. segir hann ekki frá nokkrum mikilvægum staðreyndum.
Sbr. Saudi Arabía er í megnustu vandræðum með ríkisútgjöld - ríkissjóðurinn þurfti nærri 100 Dollara per fat til að vera í jafnvægi. Í dag eru ríkisútgjöld Saudi Arabíu í stórum mínus.
Önnur staðreynd er sú, að eins og tillaga Saudi Arabíu og Rússlands er sett fram - þ.e. frysting við framleiðlu í janúar sl., þá ætti Íran að samþykkja að Saudi Arabía og Rússland mundu framleiða á hámarks afköstum -- en ekki Íran.
Svo hefur "oil shale" eða olíuleirsteins vinnsla breytt markaðnum, vegna þess að hún ber sig um leið og verð ná bilinu milli 50-60 Dollarar, fer þá í fyrra vaxtarfar -- að bæta stöðugt nýrri olíu inn á markaðinn. En verð ná jafnvægi fyrir rest upp í ca. þær fjárhæðir þó bæði Rússland og Saudi Arabía framleiði við hámark.
Þannig að í besta falli -- hefur Saudi Arabía einungis seinkað vexti olíuleirsteins vinnslu.
Saudi Arabia declares oil output cut is not going to happen
- "Saudi oil minister Ali al-Naimi said a lack of trust between the worlds biggest producers meant a cut in production is not going to happen."
- There is less trust than normal, - Not many countries are going to deliver. Even if they say they will cut production, they will not deliver.
- "...he said reducing volumes would only provide economic support for expensive oil, such as output from the US or the oil sands of Canada.
- The producers of these high-cost barrels must find a way to lower their costs, borrow cash or liquidate, - It sounds harsh, and unfortunately it is, but it is a more efficient way to rebalance markets. Cutting low-cost production [such as Saudi Arabias] to subsidise higher-cost supplies only delays an inevitable reckoning,
- "He said the kingdom would instead push for a co-ordinated production freeze to help balance a market..."
- "Mr Naimi called the freeze the beginning of a process, and said he sought to meet again with other big producers in March in hopes that they would join."
- "Bijan Zanganeh, Irans oil minister, said on Tuesday that the push for a freeze was laughable, according to a local news agency. Iranian officials have called on countries such as Saudi Arabia, which have ramped up production over the past year, to curb output."
Ég get ekki séð að al-Naimi geti haft erindi sem erfiði við Írani
A.m.k. ekki ef hann ætlast til þess, að þeir samþykki að frysta núverandi vinnslu Saudi Arabíu og Rússlands.
En Íran segist ætla að auka framleiðslu um helming á þessu ári.
Hafandi í huga fjárlagavanda Saudi Arabíu -- eru þau áform Írana, augljóst ógn við Saudi Arabíu.
Höfum að auki í huga, að Rússland einnig býr við fjárlagavanda - sá einnig versnar bersýnilega þegar og ef Íranar láta verða af aukningu sinnar framleiðslu.
Ég er því á þeirri skoðun -- að Saudi Arabía og Rússland, séu í veikri samningsstöðu gagnvart Íran.
- En það eiga eftir að verða töluverð vandræði bæði í Rússlandi og Saudi Arabíu, í glýmu við fjárlagavanda.
- Yfirlýsing rússn. stjv. fyrir ca. 2-mánuðum síðan að ætla að selja stór ríkisfyrirtæki, til að minnka hallann -- virðist mér vísbending um nokkra örvæntingu.
Það sé eiginlega þetta sem sé stóra sagan að baki.
Hvernig það sverfur samtímis að þessum stóru olíuríkjum.
Ég hef ekki áhyggjur af olíuleirsteins vinnslu!
En það hefur komið ítrekað fram, að hún ber sig við 50-60 Dollara.
Vegna þess hve mikið er af olíuleirsteini víða um heim - þá sé ljóst að það séu gríðarlega miklir möguleikar fyrir olíuleirsteins vinnslu inn í framtíðina.
Þannig að hún ætti að geta bætt stöðugt inn - viðbótar framleiðslu, og þar með tryggt í langan tíma að verð haldist nærri 50-60 Dollara verðbilinu.
En það þíði -- að hvort tveggja Rússland og Saudi Arabía - komast ekki hjá verulega miklum niðurskurði útgjalda.
T.d. gæti verið athugandi hjá báðum -- að draga úr kostnaði við rekstur styrrjalda á erlendum vettvangi.
- Það getur orðið áhugavert að fylgjast með glímu beggja við sín fjárlög í framtíðinni.
- En byrtingarmynd þess í Rússlandi, ef allt fer úr böndunum með fjárlögin - líklega væri klassísk óðaverðbólga, vegna prentunar fyrir hallarekstri. En verðbólga er há fyrir í Rússlandi, því vart unnt að efast um þá útkomu.
- Í Saudi Arabíu - gætu Saudar neyðst til þess að aftengja gengi gjaldmiðils síns við Dollarinn, til að lækka verulega lífskjör heima fyrir - sem mundi tafarlaust spara ríkissjóði Saudi Arabíu mikið fé - en geta í staðinn skapað víðtæk uppþot í konungsríkinu.
Niðurstaða
Ég tel að flest bendi til þess að þrýstingur Rússa og Saudi Araba á Íran - muni ekki leiða fram stefnubreytingu Írana, þannig að Íran líklega lætur verða af því að auka verulega á sína framleiðslu af olíu á þessu ári.
Rökrétt leiðir það til frekari verðlækkana, að olíuverð fari svo lágt sem niður í ca. verðbilið grunar mig 25-30 Dollara fatið.
Það líklega einnig tefur fyrir því að olía aftur nái 50-60 Dollurum, hugsanlega svo lengi sem til 2018.
Vandræði Saudi Arabíu og Rússlands gætu orðið áhugaverð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1. Það er enginn ágreiningur milli Rússa og Írans, Rússar hafa lýst yfir stuðning sínum víð Íran.
2. Lesa verður á milli línana, af því sem Saudi Arabar segja. Eins og ég benti þér á áður, þá eru það bandaríkin, bretland og noregur sem verst út úr þessu. En þó svo Rússar haldi sér, þá vitum við báðir að þeir eru hund óánægðir.
Að saudi arabar standi ekki við það loforð, sem þeir gáfu nýlega, bendir til að ýmislegt muni gerat. Í fyrsta lagi er friður, eins og ég hef margsinnis bent þér á, þá fara ekki Rússar og Bandaríkjamenn í hvorn annan. Bæði Saudi Arabia og Tyrkir eru undir stórskotaárás, hvað upplýsinga miðlun varðar. Tyrkir eru æfir, hóta Bandaríkjamönnum vegna Kúrda og Saudi Arabía, ræður ekki við Yemen, veldur bara vandræðum. Þjóðir, eins og Bretland og Svíþjóð hafa selt vopn til bæði Saudi Arabíu og Tyrklands, og brotið lög í þessum löndum. Sem bannar að vopn séu seld til ríkja, sem skipuleggja "árás" eða styrjöld.
Líttu á þetta http://www.globalresearch.ca/articlePictures/The%20Project%20for%20the%20New%20Middle%20East.jpg
Auðvitað hefur þessi mynd eitthvað breitzt frá því hún var gerð, en skoðir þú myndina sérðu af hverju Tyrkir og Saudi Arabar eru með uppsteit.
Síðan vitum við báðir, að uppsteit þeirra ... kemur þeim sjálfum í koll.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.2.2016 kl. 23:55
Vandamál olíuríkjanna er tvennskonar.
Annarsvegar eru olíufyriurtæki rekin með tapi ,en hinsvegar eru lægri útflutningstollar sem skaða ríkissjóðina.
'I Bandaríkjunum er vandi Ríkissjóðs lítill,en vandi fyriirtækjanna mikill,einkum í sandsteinsolíunni.Það er nokkuð ljóst að flest þessi fyrirtæki eru gjadþrota eða á leiðinni í gjaldþrot.
Öll sandsteinsolía er nú rekin með tapi og þau fyrirtæki sem hanga ennþá á lífi eru fyrirtæki sem eru að dæla úr brunnum á bestu stöðunum og voru búin að bora brunna.
.
Á hinum endanum eru ríki eins og Rússland sem er að tapa miklum skattekjum,en fyrirtækin lifa góðu lífi ,vegna þess að þau hafa lágan kostnað og reyndar er kostnaður Rússnesku fyrirtækjanna kominn á sama level og kostnaður Sauda.
.
Svo eru Saudar og fleiri ríki í Miðausturlöndum sem eru miklu háðari olíutekjum en Rússar sem eru í sérstökum vanda.Saudar hafa farið þá leið að halda uppi genginu og brenna olíupeningunum sínum. Þeirra vandi verður mjög mikill ef heldur fram sem horfir.
Rússar og Saudar eru því alls ekki í sama flokki hvað þetta varðar.
.
Varðandi sandsteinsvinnsluna er það að segja að mest allt fé sem hefur verið lagt í hana er glatað,jafnvel þó olíuverð mundi hækka eitthvað núna.
Framtíð þessara greinar er því mjög dökk.Jafnvel þó að olíuverð fari upp í 60 dollara mun þessi vinnsla ekki fara af stað aftur.
Nú eru menn reynslunni ríkari og gera sér grein fyrir að sandsteinsolía er óhemju viðkvæm fyrir lágu olíuverði,hún hreinlega þurrkast út á tveimur árum við slíkar aðstæður og allt glatast.
Ég held að þetta fari ekki í gang fyrr en í 80-100 dollurum og í góðu útliti fyrir hátt framtíðarverð.Menn munu ekki fjárfesta í einhverju sem Saudar geta þurrkað út á örskömmum tíma.
.
Það verður forvitnilegt að sjá á næstu árum hvernig tekst til í Rússlandi við að efla iðnaðinn og minnka áhrif olíuiðnaðarins á ríkissjóð og almenning.
Það hefur tekist ágætlega með landbúnaðinn ,landbúnaðarframleiðsla Rússa hefur aldrei verið meiri og ljóst að hún mun aukast á næstu árum.
Iðnaðurinn þarf lengri tíma,en þar eru líka góðir hlutir að gerast í nútímavæðingu iðnfyrirtækja.
Það eru erfiðir tímar framundan fyrir Rússneskan almenning,en væntanlega sjáum við viðsnúning þar 2018,þá verður komið aðeins hærra olíuverð og árangurinn af iðnvæðingunni fer að koma í ljós.
2018 verður Rússland að auki orðið nánast skuldlaust ríki og áhrifin af efnahagsþvingunum að mestu fjöruð út,ef þær verða þá ennþá í gildi.
Eina sem getur komið í veg fyrir velgengni Rússa,er ef vestræna hagkerfið hrynur á næstu árum,sem leiðir þá til heimskreppu.
Borgþór Jónsson, 25.2.2016 kl. 19:19
Vandamál olíuríkjanna er tvennskonar.
Annarsvegar eru olíufyriurtæki rekin með tapi ,en hinsvegar eru lægri útflutningstollar sem skaða ríkissjóðina.
'I Bandaríkjunum er vandi Ríkissjóðs lítill,en vandi fyriirtækjanna mikill,einkum í sandsteinsolíunni.Það er nokkuð ljóst að flest þessi fyrirtæki eru gjadþrota eða á leiðinni í gjaldþrot.
Öll sandsteinsolía er nú rekin með tapi og þau fyrirtæki sem hanga ennþá á lífi eru fyrirtæki sem eru að dæla úr brunnum á bestu stöðunum og voru búin að bora brunna.
.
Á hinum endanum eru ríki eins og Rússland sem er að tapa miklum skattekjum,en fyrirtækin lifa góðu lífi ,vegna þess að þau hafa lágan kostnað og reyndar er kostnaður Rússnesku fyrirtækjanna kominn á sama level og kostnaður Sauda.
.
Svo eru Saudar og fleiri ríki í Miðausturlöndum sem eru miklu háðari olíutekjum en Rússar sem eru í sérstökum vanda.Saudar hafa farið þá leið að halda uppi genginu og brenna olíupeningunum sínum. Þeirra vandi verður mjög mikill ef heldur fram sem horfir.
Rússar og Saudar eru því alls ekki í sama flokki hvað þetta varðar.
.
Varðandi sandsteinsvinnsluna er það að segja að mest allt fé sem hefur verið lagt í hana er glatað,jafnvel þó olíuverð mundi hækka eitthvað núna.
Framtíð þessara greinar er því mjög dökk.Jafnvel þó að olíuverð fari upp í 60 dollara mun þessi vinnsla ekki fara af stað aftur.
Nú eru menn reynslunni ríkari og gera sér grein fyrir að sandsteinsolía er óhemju viðkvæm fyrir lágu olíuverði,hún hreinlega þurrkast út á tveimur árum við slíkar aðstæður og allt glatast.
Ég held að þetta fari ekki í gang fyrr en í 80-100 dollurum og í góðu útliti fyrir hátt framtíðarverð.Menn munu ekki fjárfesta í einhverju sem Saudar geta þurrkað út á örskömmum tíma.
.
Það verður forvitnilegt að sjá á næstu árum hvernig tekst til í Rússlandi við að efla iðnaðinn og minnka áhrif olíuiðnaðarins á ríkissjóð og almenning.
Það hefur tekist ágætlega með landbúnaðinn ,landbúnaðarframleiðsla Rússa hefur aldrei verið meiri og ljóst að hún mun aukast á næstu árum.
Iðnaðurinn þarf lengri tíma,en þar eru líka góðir hlutir að gerast í nútímavæðingu iðnfyrirtækja.
Það eru erfiðir tímar framundan fyrir Rússneskan almenning,en væntanlega sjáum við viðsnúning þar 2018,þá verður komið aðeins hærra olíuverð og árangurinn af iðnvæðingunni fer að koma í ljós.
2018 verður Rússland að auki orðið nánast skuldlaust ríki og áhrifin af efnahagsþvingunum að mestu fjöruð út,ef þær verða þá ennþá í gildi.
Eina sem getur komið í veg fyrir velgengni Rússa,er ef vestræna hagkerfið hrynur á næstu árum,sem leiðir þá til heimskreppu.
Borgþór Jónsson, 25.2.2016 kl. 20:06
Einar,þú eyðir kannski út annari færslunni fyrir mig.
Borgþór Jónsson, 25.2.2016 kl. 20:07
Afsakanir, til að slá ryki ó augu þeirra sem vita ekki shit um olíulindir:
Þegar þú borar niður í svona lind, eins og Sádar eiga nóg af, þá dælsit uppúr henni þar til þrýstingnum er le´tt af henni. Og það er sko fokkings hellings þrýstingur á henni, svo það er eins gott fyrir þá bara að drullast til að dæla olíunni upp ef þeir vilja ekki lenda í major fokking óhappi.
Þeir geta logið hverju sem þeim sýnist, en þeir *geta ekki* lokað fyrir þetta.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.2.2016 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning