Líkur á Clinton vs. Trump hafa aukist eftir sigur beggja

Sigur Clinton var ekki beint sannfærandi í Nevada, þ.e. 53%/47% - og mánuði fyrr hafði hún meir en 10% forskot -- á hinn bóginn bendir sá sigur til þess að henni sé að takast að halda -atkvæðum svartra- og -atkvæðum spænsk ættaðra.-

Trump wins decisively in South Carolina, Clinton clinches Nevada

Til uppryfjunar - reyndust þau atkvæði mjög mikilvæg á sínum tíma til að tryggja 2-sigra eiginmanns hennar, og þar með 2-kjörtímabil hans sem forseta.

  1. Vandamál Berni Sanders -- þó að gagnrýni hans sé alveg hárrétt á galla stuðningskerfa innan Bandaríkjanna við þá sem minna mega sýn - ef út í þ.e. farið er hann einungis að krefjast þess að Bandaríkin auki stuðning við þá minna megandi ca. upp í þann stuðning við minna megandi sem tíðkast í Evrópu.
  2. Að Bandaríkjamenn eru á móti sköttum - til þess að borga fyrir sambærilegt kerfi í Bandaríkjunum og í Evrópu, er engin leið framhjá því - að það þyrfti, sambærilega skattheimtu --> Það er hvað drepur óhjákvæmilega hugmyndir Sanders.
  • Menn hafa verið að velta fyrir sér hvernig Sanders / Trums mundi virka - en þ.e. ekki nokkur séns á því, að Sanders geti forðað því að Trump bendi á það, að það geti augljóst aldrei virkað, að þeir ríku - einungis þeir ríku, borgi fyrir slíkt kerfi.
  • En þ.e. ástæða fyrir því, að stuðningskerfi í evrópskum stíl - leiða alltaf til hás skatthlutfalls á millistéttina, einfaldlega vegna þess - að engu landi hefur tekist að láta þá auðugu eingöngu borga fyrir --> Þeir hafi of margar leiðir til að víkja sér undan sköttum - forða fé sínu annað; þannig að þetta endar alltaf á því að millistéttin borgar.

Sanders gæti aldrei neitað þessu - með sannfærandi hætti.
Þar með mundi Trump hafa -- Sanders.
Út á það að Bandaríkjamenn -- hata skatta.

Þetta er ein mikilvæg ástæða þess að Clinton hefur betri möguleika -- að einmitt vegna þess að hennar hugmyndir ganga skemmra, þá eru þær -- verjanlegri, og einnig þar með framkvæmanlegri.

Sanders missi atkvæði milliséttarinnar þegar hann geti ekki neitað því með sannfærandi hætti -- að hann muni senda henni reikninginn.

Og Clinton getur á móti ráðist að Trump --> T.d. blasir við að hörð stefna hans gagnvart innflytjendum, mun færa Clinton atkvæði spænsku mælandi án nánast nokkurs vafa.
Og mig grunar sterklega að --> Hún mundi einnig ná meirihluta svartra.

Þá þarf hún ekki -- nema ca. að fá svipað mörg atkvæði hvítra og Trump til að tryggja sér öruggan sigur.


Sigur Trumps í South Carolina var áhugaverður:

  1. En hann rústaði Jeb Bush, þó að í þessu fylki séu margar herstöðvar og að hermenn hafi stutt bróður hans Dubya í bæði skiptin -- þá náði Jeb ekki nema 7,8% --> Sem þíddi að framboð hans var endanlega hrunið.
  2. Annars féllu atkvæði -- Trump 32,5% - Rubio 22,5% - Cruz 22,3% - Bush 7,8% - Kasich 7,6% - Carson 7,2%.
  3. M.ö.o. hafa Rubio og Cruz enn möguleika - en engir aðrir. Spurning um þá 2 ásamt Trump, Trump ber þó af í flestum skoðanakönnunum gjarnan með 10% forskot eða meira.

Punkturinn er sá að Trump virðist langsamlega líklegastur -- þó enn sé ekki útilokað að Repúblikunum sem eru andvígir Trump takist enn að hindra framboð hans.

Þá virðast líkur á þannig útkomu -- minnka dag frá degi.

Málið með Trump - er auðvitað að hann er ekki - íhaldsmaður.

  1. Hann virðist ekki vera með nokkra aðra hugmyndafræði en þá, að ég er Trump - og ég er bestur.
  2. Trump virðist hafa tekist að skapa persónuleika "cult."

Þegar Trump er ruddalegur við nánast alla nema eigin fylgismenn -- virðist það falla í kramið, og eiginlega engu máli skipta - hversu móðgandi eða ruddaleg framkoma hans er gagnvart 3-aðilum.
Það virðist tekið af stuðningsmönnum - sem staðfesting þess að Trump sé mestur og bestur.
Trump virðist einnig komast upp með gagnvart stuðningsmönnum - að gefa upp yfirlýsingar sem oft eru mjög ósamkvæmar sjálfum sér - eða koma með fullyrðingar sem geta ekki staðist, reyndar það hefur hann einmitt ítrekað gert - sbr. kröfuna um takmörkun réttinda minnihlutahópa innan Bandar. sem væru augljóst stjórnarskrárbrot.

  • Stuðningsmenn Trumps -- virðast algerlega staddir í hughrifa- eða tilfinninga-víddinni, m.ö.o. rökhyggja virðist þeim framandi.

Trump -- geti fyrst og fremst laðað fólk að sér með þeim hætti, að það taki heilann algerlega úr sambandi, fari inn í nokkurs konar "sefjunar ástand."

Trump - Clinton -- þess vegna séu fullkomnar andstæður.
Þ.e. fulltrúi hugsandi fólks - vs. fulltrúi þeirra sem hugsa alls ekki.

Þannig virðist það itrekað ekki þvælast fyrir stuðningsmönnum Trumps - að heilmikið af fullyrðingum hans og hugmyndum, séu fullkomlega óframkvæmanlegar.

Sanders að einhverju leiti er í því sama -- að sækja inn í tilfinningavíddina, hugmyndir hans séu ekki heldur framkvæmanlegar í bandarísku samhengi - að miklu leiti laði báðir að sér þá reiðu og vonsviknu - - reiða fólkið sem vill breytingar, en virðist ekki sjálft almennilega vita hvað það sjálft vill, bara eitthvað annað.

Þeir hópar virðast algerlega vera á tilfinningasviðinu.
Þess vegna virðast þeir algerlega leiða hjá sér - að hugmyndir frambjóðandanna í báðum tilvikum í mörgum atriðum, geti aldrei komist til framkvæmda.

  • Það sé merkilegt að tveir frambjóðendur nái svo miklu fylgi -- sem í reynd það krefst þess, að stuðningsmenn algerlega taki heilann úr sambandi.

 

Niðurstaða

Ég er enn á því að líklegasta útkoman sé Trump vs. Clinton - að í því tilviki hafi Clinton Trump, og að auki að Clinton sé mun líklegri til sigurs á Trump en Sanders.
Ég hef allan tímann verið viss að Sanders -- tapi að flestum líkindum fyrir Trump.

Jeb Bush virðist aldrei almennilega hafa náð flugi, og hann er hættur nú eftir það hvað verður að kallast - léleg frammistaða, eftir að hafa eytt a.m.k. 155 milljónum dollara í framboð sitt, svipað og Clinton -- hann getur hafa varið mestu fjármagni Repúblikana frambjóðanda fram að þessu.

Það fé er þá allt komið í glatkystuna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er ekki svo viss um að Clinton eigi nokkuð í neinn.  Grunar mig að þetta sé hennar heldar fylgi, brúttó, og vegna þess að ég fæ ekki séð hvernig Repúblikanar eiga að fást til að fylgja henni.

Sanders myndi eiga latínó fylgið, vegna þess hvað í pólitík þeir skynja hann.  Clinton, ekki svo mjög.  Kaninn skynjar hana sem spillta inn að beini, svona eins og Samfylkingin er hérna.

Vandinn með Sanders & Trump er hinsvegar sá að mig grunar að þeirra aðal stuðningsmenn séu fólk sem mætir ekki á kjörstað.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.2.2016 kl. 13:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá græðir Clinton á því -- "Vandinn með Sanders & Trump er hinsvegar sá að mig grunar að þeirra aðal stuðningsmenn séu fólk sem mætir ekki á kjörstað."
Ég sé ekki alveg að það standist að Clinton hafi á sér þetta mikla spillingarorð - en maður veltir fyrir sér hvaða spilling það ætti að vera, en ég veit ekki til þess að á henni hvíli nokkrar ásakanir um spillingu.
-- Hennar eiginmaður hefur verið umdeildur.
En hún var utanríkisráðherra -- ekki fjármálaráðherra.

Þú ert þá að vísa til þessarar "anti establishment" umræðu.
En hún er alveg örugglega fyrst og fremst hjá þesusm -- tilteknu óánægðu hópum er hafa flykkst um Sanders eða Trump.

Nú ef þeir hópar hafa lélega kjörstaða mætingu -- þá vinnur Clinton gegn Trump.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.2.2016 kl. 22:01

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er reikningsdæmi:

Rep vs Dem er ca 50/50.  Mæting er svona 50%.  (25/25)

Af Rep eru ~33% með Trump. (http://www.realclearpolitics.com/epolls/2016/president/us/2016_republican_presidential_nomination-3823.html)

Af Dem eru ~47% með Clinton. (http://www.realclearpolitics.com/epolls/2016/president/us/2016_democratic_presidential_nomination-3824.html)

Það ætti að jafnast út á mætingu: 16.5/23.5.  *Bara stuðningsmenn þeirra persónulega* (að við höldum.) Við vitum vel að Clinton er ekkert að höfða til fólks utan Demókrataflokksins, en Trump höfðar alveg til fólks sem eru ekki repúblikanar.

Sem þýðir, að við höfum þarna fastafylgi demókrata, fylgjandi Hillary með hálfum hug, vegna þess að það er eini leiðtoginn sem býðst, sem gerir bara 25% kjósenda, eins og venjulega, og svo einhver gaur sem er ekkert repúblikani (eða demókrati ef út í það er farið...) sem gerir 25%+.

Það eina sem þarf að gerast er að einhverjum unglingum detti í hug að mæta á kjörstað.

Um spillinguna er ágætt að byrja á wiki: https://en.wikipedia.org/wiki/Hillary_Clinton#U.S._Secretary_of_State

En það er meira.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.2.2016 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband