19.2.2016 | 00:42
Margir á netinu draga rangar ályktanir af Tétníu stríðinu ca. 2000, þegar Pútín kramdi uppreisn Téténa - sumir álíta fordæmi fyrir Sýrland
Ég hef séð þessa hugmynd í umræðunni -- kenningin er einföld, að eftir að Pútín kramdi uppreisnina í Téténíu ca. 2000, og beitti við það óskaplega harkalegum aðferðum sbr. að halda höfuðstað Tétníu Groznyi undir sprengjuregni mánuðum saman - áður en ráðist var til atlögu.
Talið að - tugir þúsunda Téténa - hafi látið lífið í höfuðborg sinni einni saman.
Herlið Pútíns - fór síðan um Téténíu alla með eldibrandi, og á eftir stóð vart steinn yfir steini í nokkurri byggð í Téténíu.
Mannfall Téténa getur hafa verið nærri 15% þjóðarinnar, sem var um milljón áður en átökin hófust.
Höfum í huga, að nærri helmingur íbúa flúði til nágranna héraða Rússlands, meðan að á verstu átökunum stóð.
Og síðan sneru þeir flestir til baka <--> Pútín setti Téténa til valda, sem einræðisherra, og sá hefur síðan stjórnað landinu með gýfurlegri hörku, og nokkurn veginn -- komst á friður.
The War of Western Failures: Hopes for Syria Fall with Aleppo
Það áhugaverða er að þetta gæti raunverulega verið fyrirmynd Rússa innan Sýrlands!
- Gríðarlega harkalegar árásir á byggðir í landinu undir stjórn uppreisnar -- neyða mikinn fjölda fólks til að gerast landflótta. Þ.e. svipað rás atburða í Téténíu.
- Fullkomlega miskunnarlaus beiting stórskotaliðs og sprengjuvéla, eyðileggur alla innviði samfélaga -- en einnig veldur stórfelldu manntjóni. Skv. nýjustu áætlunum er manntjón yfir 400þ. - hugsanlega svo mikið sem 500þ.
""For the last two weeks, we've been living a nightmare that is worse than everything that has come before," says Hamza, a young doctor in an Aleppo hospital." - "...most of their time is spent sorting body parts so they can turn them over to family members for burial. Russian missiles, he says, tear everyone apart who is within 35 meters of the impact." - ""On one day, we had 22 dead civilians. The day before that, it was 20 injured children. A seven-year-old died and an eight-year-old lost his left leg." The Russians attacked in the morning, he says, as the children were on their way to school."
Aðspurðir -- neita rússn. stjv. árásum á almenna borgara, en það virðist dæmigerð viðbrögð stjórnar Pútíns, að neita - skiptir engu máli hve miklar sannanir eru á móti þeim. - Rússneskur hershöfðingi nýlega lýsti yfir eftirfarandi - hann hefur vart gert það í andstöðu við Pútín:
"Retired General Leonid Ivashov, once a high-ranking Defense Ministry official and now the president of the Academy of Geopolitical Problems in Moscow, weeks ago declared 2016 to be a decisive year "in which Russia takes a leading role in the Middle East, thereby challenging the West and reestablishing its civilizing determination. Russia is becoming an independent geo-political actor."He says that Russia has redefined its goals and will distance itself from the West, thereby breaking America's dominant role. The Middle East, he believes, will be the focus of conflict."
Síðan segja þeir sem styðja þessa stefnu Rússa -- að eftir að uppreisnin hafi verið kramin, með því að einfaldlega drepa þá alla - eins og Pútín gerði í Téténíu.
Þá gerist það sama og í Téténíu, að stríðinu ljúki - og flóttamenn snúi heim.
Vandinn við þá sýn, er að það algerlega leiðir hjá sér hve margt er ólíkt
- Téténía, er byggð einu fólki - og að auki er landið einungis með ein ráðandi trúarbrögð.
- Síðan, ræður Rússland öllum landsvæðum hringinn í kring um Téténíu.
Til samanburðar þá er:
- Sýrland klofið í a.m.k. 3-mikilvæga trúarhópa, þ.e. Alavi fólkið 12% þjóðarinnar fyrir stríð og hefur eigin sértrú, og sá hópur hefur ráðið stjórn landsins í 60 ár, en Assadarnir eru Alavar. Síðan eru það Shítar og Súnnítar - Súnnítar fyrir stríð ca. 70% heildaríbúafjölda.
- Megin þátttakendur í uppreisn, hafa verið -- Súnní Araba hluti íbúa. Sem m.a. sést á því að -- allir uppreisnarhópar eru Súnní. Samtímis, að allir stuðningshópar stjórnarinnar -- eru af öðrum trúarhópum. Þannig hefur myndst mjög skýr -- trúarskipting í átökunum, eiginlega nánast allan liðlangan tímann.
- Og ekki síst -- Sýrland er umkringt sjálfstæðum löndum, sem langsamlega flest eru með meirihluta íbúa Súnní Íslam trúar.
Þegar hermenn stjórnarinnar -- eru af öðrum túarhópi, en þeim sem gerir uppreisn.
Og þeir eru studdir síðan af 3-trúarhópnum þ.e. Shítum með ráði og dáð.
Þá verður stríðið til þess að efla upp haturs ástand Súnní Íslam trúarfólks.
Gagnvart Shia Íslam trúarfólks og Alavi trúarfólki.
- Og þegar haft er í huga -- að vegna eðlis stríðsins, að uppreisnarmenn eru studdir af fjölmennasta trúarhópnum.
- Og mjög grimmileg beiting stórskotavopna og loftárása -- veldur því að byggðir í uppreisn eru lagðar meira eða minna gersamlega í rúst, sem þá einkum leiðir til landflótta -- almennra borgara af þeim hópi sem einkum fór í uppreisn.
Þá er útkoman -- mjög lík skipulagðri þjóðernishreinsan.
- Þ.e. útkoman sé að Súnní Araba hluti íbúa sé einkum hrakinn á flótta.
- Sem breyti íbúaskiptingu landsins.
En punkturinn er sá -- að það er afar ósennilegt að þetta fólk snúi aftur heim!
Við erum þá að tala um - varanlega breytingu á íbúaskiptingu, ef Pútín raunverulega tekst að leiða Assad til sigurs yfir helstu núverandi uppreisnarhópum, og ná þeirra umráðasvæðum
En ljóst hlýtur að vera -- að áframhald núverandi aðferða, að leggja byggðir í uppreisn gersamlega í rúst.
Líkt og Pútín gerði í Tétníu -- og um hríð hrakti um helming Téténa á brott.
Hlýtur að leiða fram -- áframhald fjölgunar landflótta Sýrlendinga.
Sem þegar eru 4,5-5 milljónir.
Ég get vel séð fyrir mér -- allt að 3-milljónir bætast við þá tölu.
Sem mundi þá þíða -- að Súnní Araba meirihluti landsmanna fyrir stríð, hefði mestu verið hrakinn úr landi.
- Punkturinn er sá -- að það fólk sem hrekst burt, vegna þess að byggðir þær þar sem það bjó, hafa verið gersamlega lagðar í rúst - samfélags innviðir eyðilagðir gersamlega þar sem það áður bjó.
- Hefur þá að engu að hverfa, ef það ætti að fara heim -- sem þíðir að mun vænlegra sé sennilega í augum þess fólks, að vera áfram í flóttamannabúðum á erlendri grundu.
- Að auki bætist <--> Að sama stjórnin væri enn við völd, sem sprengdi upp hús þeirra - drap ættingja þeirra, limlesti jafnvel þeirra börn eða drap - mjög sennilega mundi leynilögregla Assad beita þá sem sneru til baka "miklum terror."
Þannig, að -- endurkoma mundi ekki beint líta aðlaðandi út. - Það þíðir þá <--> að hugsanlega allt að 8-milljón Sýrlendingar, verða varanlega landflótta. Sem væri -- bróðurpartur Súnní Araba íbúa fyrir stríð.
Það sem við erum þá að tala um -- er sambærilegan atburð við það hvað gerðist í stríði Ísraels við Araba 1947, þegar Ísraelar hröktu mikinn fjölda Palestínumanna úr landi
Þeir urðu síðan að -- varanlegum flóttamönnum í flestum tilvikum.
En áhugaverði punkturinn er sá -- að flóttamannabyggðir í nágrannalöndum Ísraels, urðu mjög fljótlega að stöðugri öryggisógn fyrir Ísrael.
- Ég er að segja -- að þó svo að Pútín neyði fram a.m.k. hluta sigur í átökum innan Sýrlands.
- Þá sé afar ósennilegt -- að því fylgi friður.
Frekar muni átök myndbreytast í nýjar byrtingamyndir.
Eins og í átökum Ísraela við Palestínumenn -- sé líklegt að komandi kynslóðir viðhaldi átökum.
- Ef Rússland er að dreyma um að verða áhrifaríki í Mið-Austurlöndum, þá virðist "ca. bout" geta verið -- að Rússar vonist eftir að verða áfram bandamenn Írans.
- En þá stæðu þeir á sama tíma -- gegn fjölmennustu hópum Mið-Austurlanda, Súnní Múslimum.
Þá mundi beiting Rússa -- eiginlega, stuðla að áframhaldandi stigmögnun átaka Írans.
Við Súnní Araba ríki!
- Þar með -- líklega leiða til vaxandi átaka milli þessara 2-ja helstu trúarhópa Mið-Austurlanda.
En mér virðist afar sennilegt -- af ef við ímyndum okkar nokkurs konar "repeat" af átökum Ísraels við Araba -- nema að þá er Íran í hlutverki Ísraels.
En Bandaríkin og Evrópa styðja Araba -- þá er ég ekki alveg að sjá það fyrir mér, að til lengri tíma litið þá sé það líklegt að útkoman verði sú sama og hjá Ísrael, þ.e. sigrar á sigra ofan.
- En þetta er einmitt sú sviðsmynd sem ég tel líklegustu útkomu -- þess að Pútín styðji Assad til þess að hrekja meirihluta Súnní Araba íbúa Sýrlands úr landi.
- Að í stað þess að snúa heim, eins og Téténar gerðu -- þá haldi brottflúnir Sýrlendingar áfram að dveljast í nágrannalöndum, og eins og gerðist í tilviki Ísraels um Palestínumenn -- þá viðhaldi brottflúnir Sýrlendingar átökum við Sýrlandsstjórn, og það jafnvel kynslóð eftir kynslóð.
Flóttamannabúðirnar -- verði þá að miðstöð fyrir Súnní róttæklinga hópa.
Og óvinirnir verði Sýrlandsstjórn - Rússland - Íran og Hezbollah.
Og eins og þegar átök Araba og Ísraels stóðu lengi vel.
Tryggi Arabaríkin flóttamönnum og afkomendum núverandi flóttamanna, peninga og vopn til þess að halda átökum áfram.
Í nágrannalöndunum -- verði uppreisnarmenn tiltölulega óhultir.
Það má einnig nota líkinguna við Pakistan vs. Afganistan -- en Talibanar hafa haft lengi vel öruggt skjól í Pakistan, sem hefur þítt -- að ekki hefur reynst mögulegt að ráða niðurlögum þeirra.
- Mið-Austurlönd séu sennilega að stefna í -- endalaus átök.
- Og Rússland ætli sér -- að styðja aðra megin fylkinguna í þeim átökum.
Niðurstaða
Ég er með öðrum orðum að segja - að Pútín sé ekki að stuðla að friði í Mið-austurlöndum, heldur þvert á móti að tryggja að átökin verði ákaflega langvinn - með því að hindra það að sættir geti mögulega tekist, milli helstu átakafylkinga Shíta og Súnníta.
Það þíði auðvitað, að Mið-Austurlönd verði mjög hættulegt svæði til langs tíma, þ.s. flóttamannastraumur verði áfram - viðvarandi vandamál.
Þar með tryggi Pútín - að Evrópa verði í stöðugum vanda vegna flóttamannastraums, og auðvitað alvarlegs öryggis ástands almennt í löndunum við Suður strönd Miðjarðarhafs.
Menn verða að skilja -- að Pútín er óvinur V-Evrópuríkja, og að auki þess skipulags sem þau hafa komið á fót.
Með því að viðhalda stöðugum flóttamannastraumi nk. áratugi - vegna átaka og óstöðugleika sem Rússland ætli sér sennilega að viðhalda eins lengi og það getur.
Þá verði stofnanir Vesturlanda undir stöðugu áreiti og álagi, og þar með einnig samfélög Vesturlanda - vegna viðvarandi flóttamannaástands, sem sé vísvitandi viðhaldið af fjandsamlegu nágrannaríki.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er hryðjuverkaliðið hrunið saman og er á stjórnlausum flótta undan Sýrlenska hernum. 'Eg var búinn að spá að þetta gerðist í Janúar,eins og þú manst eflaust,en það verður að virða mér til vorkunnar að á þeim tíma gerði ég mér ekki grein fyrir að Tyrkir stæðu svona þétt að baki hryðjuverkaliðinu.
Það hefur gætt nokkurrar óþolinmæði hjá okkur Putin í þessum efnu,en sennilega höfum við vanmetið hvað Sýrlenski herinn var í slæmu standi eftir áralangar árásir.
Næsta viðnám verður ekki fyrr en í Raqqa.
.
Þú ert að reyna að dubba þetta upp sem trúarstríð ,sem það er ekki í hefðbundnum skilningi.Sýrland hefur um langa hríð haft veraldleg stjórnvöld,þar að segja ekki hefur verið gerður greinarmunur á þeim fjölda trúarhópa sem þar búa.
Sýrlenski herinn og Sýrlensk stjórnvöld eru ekki af einum trúarhóp heldur bland af þeim trúarhópum sem þar búa.
Það er athyglisvert að Sunni muslimar í Sýrlenska hernum hafa flestir haldið tryggð við hann,þar á meðal æðstu yfirmenn hersins.Þeir líta augljóslega ekki á þetta sem trúarstríð,heldur eru þeir að berjast fyrir að Sýrland hafi áfram veraldlega stjórn sem taki tillit til allra trúarhópa.
.
Þeir sem eru að ráðast gegn Sýrlandsstjórn eru aftur á móti flestir Sunny ofsatrúarmenn sem vilja koma á trúarlegum yfirvöldum.
Þó þessir hópar hafi nokkurn stuðning innan Sýrlands er samt bakbeinið í þessum hópum erlendir málaliðar allstaðar að úr heimimum,meðal annars úr Evrópu.
Herferð af þessari stærðargráðu getur ekki átt sér stað án fjármögnunar og skipulagningar,og þarna koma Bandaríkjamenn og seinna Tyrkir sterkir inn.
Eftir gögnum frá Wikileaks ,hófu bandaríkjamenn undirbúning að þessum atburðum árið 2005,það liggur nokkuð vel fyrir. Tyrkir koma svo seinna inn með sínar Ottoman drauma.
Þetta er því trúarstríð í þeim skilningi að innrásarmennirnir gera innrásina í trúarlegum tilgangi ,en fjármagnið og vopnin sem Bandaríkjamenn hafa skafað er í geopolitískum tilgangi.
Þó að Bandaríkjamenn hafi reint að dubba einhverja hópa upp sem "moderates" þá hefur enginn séð tangur eða tetur af þeim,þeir eru einfaldlega ekki til.
Þeir eru álíka ósýnilegir of rússneskir skriðdrekar.
.
Sunniar eru í engri hættu frá Sýrlenskum yfirvöldum þegar þeir eru að hreinsa hryðjuverkamennina út úr landinu,enda eru Sunnar flestir ánægðir með að fá aftur Sýrlensk stjórnvöld ,eftir ógnarstjórn síðustu ára.
Hvort flóttamennirnir snúa svo til baka er spurning,það fer sennilega mest eftir því hversu mikla aðstoð þeir fá til að koma sér fyrir aftur.
Stór hluti Sýrlands er í rústum eftir þetta ævintýri Bandaríkjamanna.
Ekki varð þó hjá því komist að hreinsa landið af þessari óværu,af því að ef framrás þessara hópa hefði náð til Shia og Alavita muslimanna hefðum við séð slátrun sem við mundum seint gleyma.
.
Þessir atburðir í Sýrlandi marka þó viss tímamót af því þetta er í fyrsta skifti í mjög langan tíma sem Bandaríkjamönnum mistekst að hrekja frá ríkisstjórn sem þeim er í nöp við .með ofbeldi.
Reyndar eru ekki öll kurl komin til grafar,þeir eiga kannski eftir að tefla fram Tyrkjum til að magna átökin upp aftur.
Það er mikið í húfi fyrir heimsveldið,þessir aburðir gætu orðið til þess að það þyki ekki lengus sjálfsagt að Bandaríkjamenn splundri samfélögum og drepi endalausann fjölda saklausra borgara, til að sinna sínum pólitísku ambisjónum.
.
Flóttamannastraumurinn byrjaði ekki með afskiftum Rússa ,hann var að mestu yfirstaðinn þegar rússar komu til Sýrlands. Þeir sem eru á flótta frá Aleppo núna eru hryðjuverkamenn sem eru á leið til landamæra Tyrklands og nota óbreytta borgara sem skjöld á flóttanum. Við sáum þetta sama þegar þeir flúðu frá Téténú um árið.
Flóttamenn eru ekki að flýja Sýrlandsstjórn,þeir eru að flýja bardagana. Þeir vija ekki fá sprengju í hausinn.
Þeir eru líka að flýja ógnarstjórn hinna hófsömu bandamanna okkar.
.
Putin er ekki óvinur Evrópu,þvert á móti hefur hann alltaf verið Evrópusinni,hinsvegar grætur hann sig örugglega ekkert í svefn þó að Evrópubúar verði fyrir óþægindum vegna stefnu sinnar í Miðausturlöndum. Evrópubúar eiga ekkert inni hjá honum um þessar mundir.
Þó að Evrópubúar hafi í sjálfu sér engas sjálfstæða stefnu í utanríkismálum og enga forystumenn sem skifta máli um þessar mundir ,geta þeir sjálfum sér um kennt.
Forystumenn Evrópu héldu að þeir gætu endalaust haldið úti hernaði í Miðausturlöndum og Norður Afríku,án óþæginda.
Nú standa afleiðingar stuðnings þeirra við Bandaríkjamenn á landamærum þeirra og krefjast inngöngu,og það liggur ekki vel á þeim öllum.
Og hvað gerum við þá. Kennum Rússum um, svo þeir þurfi ekki að viðurkenna heimsku sína og vanhæfni til að verja Evrópu fyrir glæpaklíkunni sem hefur hreiðrað um sig í Whasington.
Hér fylgir að lokum skemmtilegur texti úr Rússneskri auglýsingu gegn reykingum
"Smoking kills more people than Obama, although he really kills a lot of people. Don't smoke. Don't be like Obama."
Borgþór Jónsson, 19.2.2016 kl. 06:27
Boggi, þetta er trúarstríð hefur verið síðan 2013 - að afneita því og hegða sér miðað við þá afneitun, mun valda miklum hörmungum í Mið-Austurlöndum.
Síðan er orðalagið -hryðjuverkamenn- orðið að pólitísku orðalagi, sbr. að nota það yfir skæruliðaheri þ.e. uppreisnarhreyfingar.
Slíkt orðalag tíðkaðist ekki á árum áður -- það að þú kýst að nota það eigi að síður, sýnir að afstaða þín er pólitísk fyrst og fremst, ekki staðreyndamiðuð.
Ég stend við það sem ég segi að ofan -- að afleiðingar stefnu Pútíns verði hörmulegar fyrir Mið-Austurlönd.
Og mjög sennilega miklu mun meir svo, en nokkru sinni mistök Bush nokkurs 2003.
Líklega sé hann vísvitandi að stefna að útbreiðslu átaka -- einfaldlega til þess að valda Evrópu, og vesturlöndum vanda -- senda okkur sem flesta flóttamenn nk. ár og áratugi; ef við í Evrópu og Vesturlöndum erum það heims að leyfa honum að komast upp með það.
Hann sé rétt nefndur óvinur Evrópu - og Vesturlanda almennt. Hans tilgangur sé að valda sem mestum usla, í von um að það veiki Evrópu - veiki NATO og jafnvel Bandaríkin líka.
Því hann viti að einungis með því að veikja andstæðinga sína, geti hugsanlega skapast aðstæður þær að Rússland geti haft betur - vegna þess að hann er ekki það klikkaður að hann viti ekki að Rússland er mun veikara en Sovétríkin voru árum áður.
Ef Vesturlönd taka sig saman í andlitinu -- getur Pútín ekki unnið.
Flóknara er það ekki -- það hefði átt að styrkja uppreisnarmenn með mun öflugari hætti en fram að þessu hefur verið gert, þ.e. ekki of seint enn - sbr. unnt að senda þeim loftvarnaflaugar til að hindra frekari loftárásir, og almennt fullkomnari vopn - unnt er að senda þau í fallhlíf, hafa orrustufylgd við þær sendingar - Pútín mundi þá aldrei þora að skjóta þær niður.
Þetta er sögulega það eina sem Rússland skilur - að því sé mætt með fullkominni hörku, og á endanum það eina sem fær Rússland til að gefa eftir.
Það hefði að sama skapi átt að vopna Úkraínu fyrir löngu, með nægilega miklu magni fullkominna vopna -- svo Úkraín hefði rekið af sér, þessa innrás málaliðahers Pútíns þ.e. leiguþýs hans í A-Úkraínu.
Pútín er fjöldamorðingi og ef hann fær áfram að leika lausum hala, mun hann valda veröldinni gríðarlega miklu tjóni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.2.2016 kl. 10:44
Hvernig fannst þér Obama brandarinn ?
.
Ég er svolítið sammála þér um þessar nafngiftir.
Það er í sjálfu sé ónákvæmt að kalla þetta fólk hryðjuverkamenn ,af því þetta er í rauninni orðinn her.Hryðjuverkamaður er kannski meira ofstækismaður sem fremur random óhæfuverk til að koma málstað sínumm á dagskrá,eða kúga meirihlutann til að láta að vilja sínum.
Í þessu tilfelli er þetta her ofstækismanna sem notar vopn til að gera grundvallar breytingar á samfélagi í trássi við vilja mikils meirihluta landsmanna.
Þessi her nýtur síðan stuðnings bandaríkjamanna með þjálfun,vopn og fjármagn.
Þetta er svipað og að Kínverjar mundu styðja VG með vopnum og Peningum til að koma á kommúnistaríki á Íslandi,en fyrst mundu þeir setja upp þjálfunarbúðir á Grímsstöðum til að æfa þá í vopnaburði.
Þeir eru vissulega ekki uppreisnarmenn ,af því það það gefur til kynna að þeir hafi verið misrétti beittir.
Vg er ekki beitt neinu misrétti ,þeir vilja bara leggja allt í sölurnar til að landið verði kommúnistaríki,þeir eru ofstækismenn sem lúta ekki vilja meirihlutans.
Vonandi er ég ekki að hvetja VG til óhæfuverka með þessari dæmisögu.
.
Þetta er aðferðin sem hefur verið notuð aftur og aftur af Bandaríkjamönnum. Finna ofstækisfullan minnihluta.Þjálfa hann í vopnaburði ,gefa honum peninga og vopn.Bæta inn í málaliðum.
Í Sýrlandi voru það öfga muslimar ,í Úkrainu Nýnasistar.og svo framvegis. Síðan eru þessi samfélög lögð í rúst.
.
Ástandið í Austurlöndum er ekki Putin að kenna.
Ástandið var ekki gott þar fyrir 5 mánuðum þegar Rússneski flugherinn kom þangað.
Þú reynir að skauta létt framm hjá hlut Bandaríkjamanna með því að viðurkenna minniháttar "mistök" Bush 2003.
Írak var ekki mistök,heldur upphafið að áralangri herferð til að leggja ríkin á þessu svæði í rúst til að geta haft betri stjórn á þeim. Koma til valda undirtyllum sem hæt væri að stjórna.Veikja þessi ríki til að gera þau háð IMF sem er undir stjórn Bandaríkjanna.
Staðreyndin er að Bandaríkin hafa stundað stanslaus óhæfuverk á þessu svæði í hálfan annan áratug og ólögleg innrás þeirra í Írak er aðeins toppurinn á þeim ísjaka.
Öll þessi óhæfuverk hafa verið unnin með þáttöku eða þegjandi samþykki Evrópuríkja.
Nú eru afleiðingarnar að birtast á landamærum Evrópu.
Að moka peningum og vopnum í siðlausa morðingja hlaut að lokum að hafa afleiðingar.
Evrópumenn voru varaðir ítrekað við að þetta mundi gerast, en í hroka sínum og heimsku hlustuðu þeir ekki og létu Bandaríkjamenn teyma sig út í fenið.
Bandaríkjamenn eru ágætlega sáttir, af því þeir eru ekki hrifnir af sterkri Evrópu.Þeim er alveg sama um hvernig Evrópa hefur það svo lengi sem þeir eru undirgefnir Bandaríkunum.
Þeir eru ekki hrifnir af Evrópu sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir, og refsa þeim samstundis eins og hundum ef þeir reyna eitthvað slíkt.
Flest Evrópuríki standa mjög veikt eftir áralanga óstjórn og lifistandard sem er langt um efni fram og þola ekki minnsta hnjask.
.
Nú er staðan sú að töluverður hluti þessa óþjóðalýðs sem Bandaríkin og Evrópa hefur leigt til óhæfuverka í austurlöndum áratugum saman, er í herkví í Aleppo.
Nú reyna þessi ríki allt sem þau geta til að bjarga þessum her sínum,af því þau eru ekki búin að nota hann,fleiri verkefni bíða.
Næsta verkefni er Iran og síðan Rússland.
Þetta er kunnugleg staða,Merkel bjargaði Nasistunum í tvígang í Úkrainu þegar þeir voru komnir í þrot,með friðarsamningum sem hún stóð svo ekki við.
Merkel og Hollande hefðu getað verið búin að leysa Úkrainudeiluna með að stoð Putins ef þau hefðu einhvern vilja.
Það hefði augljóslega verið í þágu Evrópubúa,en þau vinna ekki í þágu Evrópubúa. Þau gera bara eins og þeim er sagt.
.
Þú virðist af einhverjum ástæðum vera ákafur í að koma á vopnaðri heimsstyrjöld.
Það geysar nú þegar heimsstyrjöld sem stofnað var til af vesturlöndum sem þau munu tapa.Hún fer fram með proxi stríði í Úkrainu og Sýrlandi fyrst og fremst og svo efnahagsstyrjöld.
Úkrainustríðið er þegar tapað og Sýrlandsstríðið tapast,nema það takist að fá Sauda og Tyrki til að blanda sér í það með beinum hætti. Þá getur það dregist á langinn.
En það mun að lokum tapast líka.
Efnahagsstríðið sem er á milli Kínverja og Rússa annarsvegar og Vesturlanda hinsvegar, mun líka tapast af því vesturlönd eru flest skuldsett og veik.
.
Við eru svo óheppin að við stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ofstækisfullir vitleysingar við stjórnvölinn sem hafa enga samhyggð með þjóð sinni ,en hugsa um það eitt að moka peningum í eigin vasa. Stjórnvöld sem samanstanda af mútuþegum stórfyrirtækja með örfáum undantekningum.
Sennilega eru þett einhver spilltustu stjórnvöld á jörðinni í dag,þar sem þingmönnum og embættismönnum er mútað og hótað á víxl fyrir opnum tjöldum og þykir sjálfsagt.
Stjórnvöld og stórfyrirtæki eru löngu runnin saman í eitt undir stjórn alþjóðafyrirtækjanna.
Þetta fyrirkomulag var kallaður fasismi á síðustu öld.
.
I Evrópu höfum við svo viljalaus handbendi þessa fasistaríkis sem gera enga tilraun til að gæta hagsmuna samborgara sinna. Þessu þarf að breyta.
Fyrr kemst enginn friður á.
.
Borgþór Jónsson, 19.2.2016 kl. 12:45
"Ég hef séð þessa hugmynd í umræðunni -- kenningin er einföld, að eftir að Pútín kramdi uppreisnina í Téténíu ca. 2000, og beitti við það óskaplega harkalegum aðferðum sbr. að halda höfuðstað Tétníu Groznyi undir sprengjuregni mánuðum saman - áður en ráðist var til atlögu."
Það var eina leiðin. Þeir reyndu að fara inn í borgina með APC fyrst. Það gekk ekki. Svo þeir gerðu bara það sem virkaði.
Svo díluðu þeir við téténsku skæruliðagengin með aðferðum sem hefðu fengið Jack Bauer til að fölna. (Það tók líka eitthvað aðeins lengri tíma en 24 klst.)
Rússinn er svolítið fyrir það að gera bara það sem virkar.
Og nú eru vesturlönd að antagónera rússa, að mér sýnist uppúr þurru, og jafnvel þó ekki væri svo, algerlega að þarflausu. Það er eins og þá langi í stríð.
"Stjórnvöld og stórfyrirtæki eru löngu runnin saman í eitt undir stjórn alþjóðafyrirtækjanna.
Þetta fyrirkomulag var kallaður fasismi á síðustu öld."
Minniháttar nitpick: Ef ríkið stjórnar fyrirtækjunum "by proxy," þá er það *hluti af* fasismi. (Sambandið var rekið þannig, minnir mig) Það er meira á bakvið - fólk þarf að vera sammála ríkinu, það verður að vera skoðanakúgun að viðlagðri valdbeitingu osfrv. Ef fyrirtækin stjórna ríkinu, þá er það "corporate feudalism." Lítur mjög svipað út í praxís, en getur boðið uppá meiri raunverulega auðsöfnun.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.2.2016 kl. 22:23
Það má vera að ég hafi ekki réttu orðin um þetta Ásgrímur,en áhrifin eru þau sömu.
Þetta vanheilaga samband milli stórfyrirtækja,stjórnvalda ,hersins og fjölmiðla. Öllu saman er stjórnað og í eigu lítillar ofbeldisfullrar klíku.
Almenningur vafrar um algerlega meðvitundarlaus af stöðugum hræðslu og stríðsáróðri.
Bandaríkin krefjast yfirráða yfir öllum heiminum og öllum er eytt sem andæfa því.
Talað er um bandarísku þjóðina sem indespensible og exeptional.
Það er ekki langt síðan við höfðum ríki þar sem fjölmiðlar,stórfyrirtæki, stjórnvöld og hernum var stjórnað af lítilli ofbeldisfullri klíku.
Þjóðin var heiladauð af stöðugumm áróðri og hún var líka yfir alla aðra íbúa heimsins hafin.
Þessi klíka krafðist þess að ráða allri Evrópu og öllum sem stóðu í vegi fyrir því var eytt.
Ég get ekki séð annað en við séum komin aftur í sömu stöðu og þá, með nýja leikendur og lítillega breitt handrit.
Rússar taka stríð mjög alvarlega og þó þeir séu ekki mjög líklegir til að ráðast á aðra eru þeir illir viðskiftis ef að þeim er vegið.
Verandi áhugamaður um þessa ágætu þjóð er ég svolítið hissa hvað þeir hafa gengið mildilega um í Sýrlandi.
Þeir læðast bókstaflega um með smásprengjur og henda í hausinn á hverjum hriðjuverkamanni fyrir sig ,liggur við.
Einhverntíma hefðu þeir dregið fram mun breiðvirkari græjur og þurrkað út heilu herflokkana af hryðjuverkamönnum í einni stroku,jafnvel þó einhverjir aðrir mundu fljóta með.
Ég gæti hinsvegar trúað að málaliðarnir sem eru lokaðir inni í Aleppo séu komnir með smá drullu,rifjandi upp fyrri viðskifti sín við Putin í Grozny.
Kannski hefur kallinn samt mildast eitthvað með árunum
Borgþór Jónsson, 20.2.2016 kl. 00:25
Ásgrímur Hartmannsson -- Ehem, þ.s. þú kallar "virkar" felst í því að drepa stórt hlutfall téténsku þjóðarinnar, e-h á bilinu 15-20% af henni -- um hvað voru Téténar sekir, að vilja losna undan stjórn Rússa - allt og sumt.
Varðandi mein hryðjuverk - þá hafa komið fram áhugaverðar ásakanir að Pútín hafi skipulagt þau sjálfur -- það að sá sem kom fram með þær ásakanir var síðan myrtur af flugumönnum rússn. stjórnvalda með geislavirka efninu Polonium 210 gefur þeim ásökunum vissan byr í segl.
Þú virðist m.ö.o. kaupa algerlega hráar skýringar rússn. stjv. að -- sjálfstæðissinnaðir skæruliðar í Téténíu, hafi verið hryðjuverkamenn - áhugavert, þ.s. Pútín er sennilega einns hraðlygnasti landstjórnarnid í heimi í dag.
Ég velti fyrir mér af hverju þú ert þerta bláeygur. Ég sé enga sérstaka ástæðu til að samþykkja áróður rússn. stjv. um andstæðinga sína í Téténíu.
**Aftur á móti er það klárt að sjálfstæð Téténía var álitin ógn af Kremlverjum.
Það sé því ekki endilega svo fáránlegt að Kremlverjar hafi búið til "false flag" hryðjuverk - til að skapa stuðning meðal rússn. þjóðarinnar, um að hefja stríðið aftur - og nú í það sinn, kremja sjálfstæðissinna í Téténíu með eins grimmilegum hætti og hugsast getur -- sbr. drepa 15-20% þjóðarinnar.
Þú virðist samþykkur hrannmorðum Pútíns gagnvart Téténum.
Áhugavert að sjá þig einnig - samþykkja hrannmorð Pútíns á Sýrlendingum sem voga sér að gera tilraun til að steypa sinni ríkisstjórn, er hefur haldið þeim um áratugi í heljargreipum ótta og óstjórnar.
Og auðvitað eru það hryðjuverkamenn -- sem voga sér að gera tilraun til þess að steypa ósanngjarnri ógnarstjórn - sem hefur þegar drepið nærri 500þ. af eigin fólki.
Þ.e. auðvitað ekkert annað en réttur stjv. -- þá að þínu mati, að strádrepa eigin þegna í stórum stíl, og fá til þess utanaðkomandi ríki til að aðstoða við það verkefni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2016 kl. 22:16
Þorsteinn -- Þ.e. ekkert að marka hvað Kadyrov segir um skoðanir eigin fólks, sá maður er lendur maður Pútín í því landi, þ.e. leiguþý hans - hann mun segja allt hvað Pútín vill að hann segi - og engin ástæða að ætla að það sé nokkuð hið minnsta sannleiksgildi í því sem sá maður heldur fram.
Hann að auki hefur drepið mikinn fjölda af Téténum skv. skipunum frá Kreml, viðhaldi brjálaðri ógnarstjórn - til að halda sjálfstæðistilraunum Téténa niðri.
Téténar að sjálfsögðu munu drepa þennan Kadyrov - ef tækifæri til þess gefst.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2016 kl. 22:19
"Borgþór Jónsson Kannski hefur kallinn samt mildast eitthvað með árunum "
Nei hann er bersýnilega sami fjöldamorðinginn og hann var, er hann kramdi sjálfstæðis tilburði téténskra sjálfstæðissinna 2000, og munaði ekkert um að drepa 15-20% Téténa.
Það gerði hann einnig, til að sýna öðrum héruðum á svipuðum slóðum fram á - að ef þeir mundu reyna að rísa geng Moskvu, þá mundi hann fara eins með þá.
Pútín er einræðisherra af verstu sort - - þ.e. brjálaður morðhundur, og hann styður annan slíkan -- Assad.
Pútín eins og ég lýsti ætlar sér greinilega að steypa Mið-Austurlöndum í sem verstan ófrið er hann getur, með því að æsa upp trúarstríð það sem skekur Mið-Austurlönd allt frá Jemen til Sýrlands.
Með því að hindra, að sáttatilraunur Vesturvelda geta tekist - millli Shíta og Súnníta.
Þá virðist hann ætla að tryggja það að stríðið dragist sem mest á langinn, milli Shíta og Súnníta í Mið-Austurlöndum, og auka þar með einnig líkur á frekari útbreiðslu þess.
Þannig skapi hann aðstæður eða viðhaldi aðstæðum - sem senda stöðugan straum flóttafólks til Evrópu -- með þeim hætti, virðist hann halda að hann geti slegið einnig þá flugu, að ógna stöðugleika í V-Evrópu.
Master plan hans er greinilega að gera tilraun til þess -- að dreifa út stríð og átök, í von um að það skapi svo mikil vandræði fyrir Vesturveldi -- að þau geti ekki beitt sér sem skildi gegn honum.
En þ.e. eini möguleiki Rússlands til sigurs -- að skapa vandræði, í von um að veikja andstæðinga sína.
Ég mun því styðja hverja þá tilraun sem gerð verður í framtíðinni -- til þess að dreifa óstöðugleika innan Rússland, í von um að það valdi það miklum innri óstöðugleika í Rússlandi -- að Pútín hafi ekki tíma til þess að beita sér annars staðar.
En það væri rökrétt mótsvar! Við tilraunum hans til að -- dreifa óstöðugleika og stríði á okkar slóðum, að gera það sama innan Rússlands.
Því fyrr sem þetta illmenni fellur frá því betra.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2016 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning